Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 2
mttir LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 Tveimur lögreglumönnum vikið tímabundið úr starfi. Töldu öryggi sitt í hættu - neituðu að stjórna umferð í fyrrakvöld Tveimur lögreglumönnum í Reykjavík var í gær vikiö úr starfi tímabundiö. Lögreglumennirnir, sem báöir eru í umferðardeild, neituðu aö stjóma umferð þegar umferöarljós biluðu á Miklubraut í fyrrakvöld. „Lögreglumennimir tóku ekki þá áhættu að fara út á þessa miklu um- feröargötu I þeim búningum sem þeir voru í. Þeir tilkynntu i talstöö að þeir teldu öryggi sitt í hættu og ætluðu aö fá betri búnað. Nýlega var okkur í umferðardeildinni bannað að vera í leöurbúningum sem em búnir að vera í umferð í 35 ár. Leðurbún- ingamir eru vel búnir endurskins- merkjum, einnig hjálmurinn og hanskamir, enda notum við þennan búnað oft í myrkri og slæmu skyggni við að stjóma umferð. Nú eigum við að vera i sömu búningum og al- menna deildin. Þeir em ekki með endurskinsmerkjum á hliðunum og þannig klæddir vom þessir um- ræddu lögreglumenn í fyrrakvöld," sögðu lögreglumenn í umferðardeild sem DV ræddi við í gær. Mikil óánægja hefur veriö I deild- inni aö undanfómu með margar ákvarðanir yfirstjómar lögreglunn- ar. Á miövikudag lagöi yfirstjóm lög- reglunnar bann við notkun lögreglu- bifhjóla yfir vetrartímann og jókst þá óánægjan enn frekar í deildinni. Lög- reglumennirnir sem DV ræddi viö í gær sögðu að brottvikning félaga þeirra tveggja væri dropinn sem end- anlega fyllti mælinn. Samkvæmt heimildum DV ætla báöir lögreglu- mennirnir sem um ræðir aö leita réttar sins. Þeir höfðu í gærkvöld 'I: | Maöur slasaðist viö háhýsi við Skúlagötu í gær. DV-mynd S Vinnuslys við Skúla- götu Maöur slasaðist þegar timbur- vömbretti féll á hann við Skúla- götu um tvöleytið í gærdag. Maðurinn var á gangi fram hjá háhýsi sem verið var að gera við þegar brettiö féil á hann. Taliö er að brettið hafi fallið úr 12-15 metra hæð. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Hann slasaöist á hálsi og í baki en ekki var vitaö hve alvarlega. -RR fengið sér aðstoö lögfræðinga í mál- inu. Agabrot „Þessir tveir lögreglumenn vom leystir undan vinnuskyldu þar sem taliö er að þeir hafi ekki sinnt starfs- skyldum sínum í ákveönu tilviki en litiö er á slíkt sem agabrot. Það er ekki óskað eftir að þeir mæti aftur til vinnu fyrr en lögreglustjóra hefur gefist ráðrúm til að skoöa mál þetta nánar og taka ákvarðanir í ffarn- haldi af því. Yfirstjóm lögreglunnar hefur ákveöið að hjólunum verði lagt í öryggisskyni í mestu vetrarófærð- inni. Á götum borgarinnar sjást yfir- leitt ekki bifhjól á þessum árstíma. Annað hef ég ekki um málið að segja," sagði Jónmundur Kjartans- son yfirlögregluþjónn, aöspurður um málið. DV ræddi við Hilmar Þorbjöms- son, yfirmann umferðardeildar, í gær. Hilmar var í veikindafríi og hafði ekki heyrt fréttimar frá yfir- stjórn lögreglunnar um bann viö notkun bifhjólanna. „Mér fmnst þetta nú frekar ólík- legt. Frá 1960 hefur það verið mat yf- irmanna deildarinnar frá degi til dags hvort hjólafæri er á götum. Það hefur aldrei orðið slys á lögreglubif- hjólum sem hægt er að rekja til slæmrar færðar. Ef færðin gefur minnsta tilefni til þess þá er hjólun- um lagt en þau svo tekin fram um leið og færð batnar. Ég minnist þess ekki aö nokkum tíma hafi verið lagt bann viö notkun bifh)ólanna,“ sagöi Hilmar. -RR Ráðherra um ábyrgð lögreglustjóra gagnvart „týndu málunum: Ákvörðun ekki verið tekin um viðbrögð - friðhelgi og þagnarskylda hefta birtingu Atla-skýrslunnar Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra segir að ákvarðanir hafi ekki verið teknar um þaö hvemig bragð- ist verður við þeirri staöreynd að tvö fíkniefnamál tengd Franklín Steiner „týndust". Ráðuneyti hans, lögreglu- stjóri og margir þingmenn eru hins vegar á öndveröum meiöi við ríkis- saksóknara um aö birta eigi greinar- gerö Atla Gíslasonar um rannsókn- ina á meintum tengslum Franklíns og fíkniefhalögreglunnar. Bogi Nils- son ríkissaksóknari, sá sem hefur forsjá yfir greinargerðinni, sagði af- dráttarlaust í gær að skýrslan verði ekki birt. „Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós hver ber ábyrgð á því,“ sagði dóms- málaráðherra I gær aðspurður um hvort hann hafi í hyggju að grípa til aögerða gagnvart lögregluembættinu í Reykjavík meö hliösjón af því aö fikniefnamálin tvö týndust. „í sjálfu sér ber lögreglustjórinn auðvitað stjórnunarlega ábyrgð á sínu embætti," sagði ráðherra. „En rannsóknin hefur ekki leitt í Ijós ábyrgð einstakra manna á því. Því miöur. Lögreglustjóri ber auðvitaö ábyrgð gagnvart sínu embætti. Það kann aö vera matsatriöi í hverju til- felli hvemig á að bregðast við því. Það hafa ekki verið teknar neinar ákvaröanir um það.“ - Væntir þú einhvers af rannsókn á því hvort fleiri mál séu týnd? „Ég vona auövitaö að það séu ekki frekari brotalamir en það verður auðvitað að koma í ljós.“ Eins og fram kom í DV í gær er þaö skoðun lögreglustjóra, þing- manna og ýmissa aðila innan dóms- málaráðuneytisins aö skýrslu Atla Gíslasonar eigi að birta. „Þessu hefur verið svarað og þau svör standa," sagði Bogi Nilsson ríkissaksóknari við DV í gær. Hann kvaðst hafa „kannaö Þorsteinn Palsson máliö„ eftir aö dómsmalaraðherra hann tók við embætti af Hall- varði Einvarðssyni. „Um þetta hef ég í raun ekkert annaö aö segja. Þaö hefur engin breyting orðið og engra Púðurtunna í Hafnarfirði: Úrslitatilraun í dag - alls óvist hvort samkomulag náist Síðasti fundur sameiginlegrar kjör- nefndar A-flokkanna í Hafnarfirði, sem haldinn var á miðvikudag, leyst- ist upp í ósamkomulagi og ríkir nú mikil óvissa innan kjörnefhdar hvort lokatilraun til að koma saman lista og gerð veröur á laugardag muni skila nokkrum árangri. Nafnalisti sá sem fjölmiðlar hafa flutt fréttir af varð til sem vinnuplagg sl. mánudag og svo virðist sem snurða hafi hlaup- ið á þráðinn síðan. Heimildarmaður úr innsta hring orðaði það svo að „það hefði verið hringlað fram og til baka með kjömefndarmenn síðan“. Fundur var haldinn í Alþýðuflokksfé- lagi Hafnarfjarðar, þar sem flestir þungaviktarkratar voru mættir, á fimmtudagskvöld og voru þar skoðan- ir manna mjög skiptar um framhald- ið. Svo virðist sem ýmsir sitjandi bæjarfulltrúar Alþýðuflokks eða stuðningsmenn þeirra geti illa sætt sig við framkomnar hugmyndir. Á móti eru svo þeir sem telja að losa verði þessa gömlu fulltrúa út, annars muni engin sátt nást. í öllu falli era menn í kjömefnd nú famir að ihuga á nýjan leik hvort þaö megi leiða til sátta ef Ingvar Viktorsson og Magnús Jón Ámason komi inn á nýjan leik. Um það rikir þó algjör óvissa hvort það muni leysa hnútinn eða binda nýjan. - phh breytinga að vænta um ákvörðun í því sambandi." Um lögin er það hins vegar að segja aö rannsóknir lögreglunnar era ekki birtar opinberlega - og held- ur ekki þaö sem þeim fylgir, greinar- geröir um rannsóknir. Þetta er grundvallarreglan nema að þær séu hugsanlega lagðar fyrir dómstóla ef opinber meðferð fer fram. Þetta er bara svona í öllum málum. Þeir sem era yfirheyrðir eiga að sumu leyti þennan rétt. Þá eram við að tala um friðhelgi einkalífsins og þagnar- skylduákvæði," sagði Bogi Nilsson. -Ótt stuttar fréttir Sameiningog nafn í dag er kosið um samein- mgu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæj- ar og Stokkseyrarhrepps sem og nýtt nafh. Alls era 3860 manns á kjörskrá, langflestir á Selfossi eöa 3033. Háskólahátíö Páll Skúla- í son háskóla- rektor braut- skráir i dag 126 | kandídata á ’ Háskólahátíð. | Brautskráðir ! verði fyrstu j kandídatarnir í | i ljósmóðurfræð- j um, sem numið hafa í tvö ár aö | loknu hjúkrunarfræðiprófi. Stuðningsyfirlýsingar Félag ísl atvinnuflugmanna, Dagsbrún-Framsókn og fleiri j verkalýðsfélög hafa lýst stuöningi I við sjómenn í kjaradeilu þeirra við útvegsmenn. Stúlka fyrir bll Ung stúlka varð fyrir bíl á Þing- vallastræti til móts við Mýrarveg á Akureyri. Hún slasaðist ekki mikið. Flugfar á Netinu Farmiðasala Flugleiða á Netinu eflist stöðugt. Sérstakt tilboð á I flugi til New York er í boöi, en að- ! ems á söluvef Flugleiða. Sáttafundur á sunnudag Sáttafundi í sjómannadeilunni lauk í gærkvöldi og nýr fhndur | hefst á morgun kl. 13.00 Skemmtanaskattur afnuminn Skemmtanaskattur veröur af- j nummn samkvæmt stjórnarfrum- varpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. lagt er til að einungis megi selja áfengi gegn stað- : greiðslu. Róleg verk- fallsvakt Verkfallsvakt sjómanna hefur gengiö mjög vel, j verið róleg og j engin verkfalls- j brot tilkynnt. Afturvirkni Heilsugæslulæknar krefjast j þess að úrskurður kjaranefndar j um laun þeirra veröi afturvirkur • til áramóta í fyrra. Úrskurðurinn • hefur ekki komist í framkvæmd j ennþá. RÚV sagöi frá. Eldingafár Eldmgum sló niður í Öræfum í i fyrrakvöld og stórskemmdust raf- i línur, símaimur, ljósleiðarar og j símtæki. í gærkvöldi var enn í rafnmagnslaust i sveitinni, en símasamband var komið á. Kanar í árekstrum Óvenjumikiö var um árekstra í umdæmi lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli í gær. Lögreglumaður sem DV talaði við kvaðst ekki muna eftir öörum eins árekstrar- I degi í áratug. Enginn þeirra var j alvarlegur. Grátlegar deilur Bryndís I Hlöðversdóttir alþmgismaður ' harmar deilur | milli þing- manna A-flokk-1 anna á Alþmgi ■ um auölmda- gjald. Hún I minnir á aö landsfundir flokk- j anna ákveði stefnuna í málinu en ekki alþingismenn. RÚV sagði frá. Götusmiöjan á götunni Götusmiðjan missti húsnæöi : sitt í Skeifunni í gær og eru 15 ; unglmgar húsnæðislausir. Deilur j hafa staöið milli leigusala og leigj- 1 anda um húsnæðið. Breiðvarpið byrjaö Breiövarp Landssímans hóf j formlegar útsendingar á um 20 sjónvarpsrásum í gær. Tilrauna- útsendingar hafa staðið yfir uro hríð. -S.*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.