Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Síða 2
mttir LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 Tveimur lögreglumönnum vikið tímabundið úr starfi. Töldu öryggi sitt í hættu - neituðu að stjórna umferð í fyrrakvöld Tveimur lögreglumönnum í Reykjavík var í gær vikiö úr starfi tímabundiö. Lögreglumennirnir, sem báöir eru í umferðardeild, neituðu aö stjóma umferð þegar umferöarljós biluðu á Miklubraut í fyrrakvöld. „Lögreglumennimir tóku ekki þá áhættu að fara út á þessa miklu um- feröargötu I þeim búningum sem þeir voru í. Þeir tilkynntu i talstöö að þeir teldu öryggi sitt í hættu og ætluðu aö fá betri búnað. Nýlega var okkur í umferðardeildinni bannað að vera í leöurbúningum sem em búnir að vera í umferð í 35 ár. Leðurbún- ingamir eru vel búnir endurskins- merkjum, einnig hjálmurinn og hanskamir, enda notum við þennan búnað oft í myrkri og slæmu skyggni við að stjóma umferð. Nú eigum við að vera i sömu búningum og al- menna deildin. Þeir em ekki með endurskinsmerkjum á hliðunum og þannig klæddir vom þessir um- ræddu lögreglumenn í fyrrakvöld," sögðu lögreglumenn í umferðardeild sem DV ræddi við í gær. Mikil óánægja hefur veriö I deild- inni aö undanfómu með margar ákvarðanir yfirstjómar lögreglunn- ar. Á miövikudag lagöi yfirstjóm lög- reglunnar bann við notkun lögreglu- bifhjóla yfir vetrartímann og jókst þá óánægjan enn frekar í deildinni. Lög- reglumennirnir sem DV ræddi viö í gær sögðu að brottvikning félaga þeirra tveggja væri dropinn sem end- anlega fyllti mælinn. Samkvæmt heimildum DV ætla báöir lögreglu- mennirnir sem um ræðir aö leita réttar sins. Þeir höfðu í gærkvöld 'I: | Maöur slasaðist viö háhýsi við Skúlagötu í gær. DV-mynd S Vinnuslys við Skúla- götu Maöur slasaðist þegar timbur- vömbretti féll á hann við Skúla- götu um tvöleytið í gærdag. Maðurinn var á gangi fram hjá háhýsi sem verið var að gera við þegar brettiö féil á hann. Taliö er að brettið hafi fallið úr 12-15 metra hæð. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Hann slasaöist á hálsi og í baki en ekki var vitaö hve alvarlega. -RR fengið sér aðstoö lögfræðinga í mál- inu. Agabrot „Þessir tveir lögreglumenn vom leystir undan vinnuskyldu þar sem taliö er að þeir hafi ekki sinnt starfs- skyldum sínum í ákveönu tilviki en litiö er á slíkt sem agabrot. Það er ekki óskað eftir að þeir mæti aftur til vinnu fyrr en lögreglustjóra hefur gefist ráðrúm til að skoöa mál þetta nánar og taka ákvarðanir í ffarn- haldi af því. Yfirstjóm lögreglunnar hefur ákveöið að hjólunum verði lagt í öryggisskyni í mestu vetrarófærð- inni. Á götum borgarinnar sjást yfir- leitt ekki bifhjól á þessum árstíma. Annað hef ég ekki um málið að segja," sagði Jónmundur Kjartans- son yfirlögregluþjónn, aöspurður um málið. DV ræddi við Hilmar Þorbjöms- son, yfirmann umferðardeildar, í gær. Hilmar var í veikindafríi og hafði ekki heyrt fréttimar frá yfir- stjórn lögreglunnar um bann viö notkun bifhjólanna. „Mér fmnst þetta nú frekar ólík- legt. Frá 1960 hefur það verið mat yf- irmanna deildarinnar frá degi til dags hvort hjólafæri er á götum. Það hefur aldrei orðið slys á lögreglubif- hjólum sem hægt er að rekja til slæmrar færðar. Ef færðin gefur minnsta tilefni til þess þá er hjólun- um lagt en þau svo tekin fram um leið og færð batnar. Ég minnist þess ekki aö nokkum tíma hafi verið lagt bann viö notkun bifh)ólanna,“ sagöi Hilmar. -RR Ráðherra um ábyrgð lögreglustjóra gagnvart „týndu málunum: Ákvörðun ekki verið tekin um viðbrögð - friðhelgi og þagnarskylda hefta birtingu Atla-skýrslunnar Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra segir að ákvarðanir hafi ekki verið teknar um þaö hvemig bragð- ist verður við þeirri staöreynd að tvö fíkniefnamál tengd Franklín Steiner „týndust". Ráðuneyti hans, lögreglu- stjóri og margir þingmenn eru hins vegar á öndveröum meiöi við ríkis- saksóknara um aö birta eigi greinar- gerö Atla Gíslasonar um rannsókn- ina á meintum tengslum Franklíns og fíkniefhalögreglunnar. Bogi Nils- son ríkissaksóknari, sá sem hefur forsjá yfir greinargerðinni, sagði af- dráttarlaust í gær að skýrslan verði ekki birt. „Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós hver ber ábyrgð á því,“ sagði dóms- málaráðherra I gær aðspurður um hvort hann hafi í hyggju að grípa til aögerða gagnvart lögregluembættinu í Reykjavík meö hliösjón af því aö fikniefnamálin tvö týndust. „í sjálfu sér ber lögreglustjórinn auðvitað stjórnunarlega ábyrgð á sínu embætti," sagði ráðherra. „En rannsóknin hefur ekki leitt í Ijós ábyrgð einstakra manna á því. Því miöur. Lögreglustjóri ber auðvitaö ábyrgð gagnvart sínu embætti. Það kann aö vera matsatriöi í hverju til- felli hvemig á að bregðast við því. Það hafa ekki verið teknar neinar ákvaröanir um það.“ - Væntir þú einhvers af rannsókn á því hvort fleiri mál séu týnd? „Ég vona auövitaö að það séu ekki frekari brotalamir en það verður auðvitað að koma í ljós.“ Eins og fram kom í DV í gær er þaö skoðun lögreglustjóra, þing- manna og ýmissa aðila innan dóms- málaráðuneytisins aö skýrslu Atla Gíslasonar eigi að birta. „Þessu hefur verið svarað og þau svör standa," sagði Bogi Nilsson ríkissaksóknari við DV í gær. Hann kvaðst hafa „kannaö Þorsteinn Palsson máliö„ eftir aö dómsmalaraðherra hann tók við embætti af Hall- varði Einvarðssyni. „Um þetta hef ég í raun ekkert annaö aö segja. Þaö hefur engin breyting orðið og engra Púðurtunna í Hafnarfirði: Úrslitatilraun í dag - alls óvist hvort samkomulag náist Síðasti fundur sameiginlegrar kjör- nefndar A-flokkanna í Hafnarfirði, sem haldinn var á miðvikudag, leyst- ist upp í ósamkomulagi og ríkir nú mikil óvissa innan kjörnefhdar hvort lokatilraun til að koma saman lista og gerð veröur á laugardag muni skila nokkrum árangri. Nafnalisti sá sem fjölmiðlar hafa flutt fréttir af varð til sem vinnuplagg sl. mánudag og svo virðist sem snurða hafi hlaup- ið á þráðinn síðan. Heimildarmaður úr innsta hring orðaði það svo að „það hefði verið hringlað fram og til baka með kjömefndarmenn síðan“. Fundur var haldinn í Alþýðuflokksfé- lagi Hafnarfjarðar, þar sem flestir þungaviktarkratar voru mættir, á fimmtudagskvöld og voru þar skoðan- ir manna mjög skiptar um framhald- ið. Svo virðist sem ýmsir sitjandi bæjarfulltrúar Alþýðuflokks eða stuðningsmenn þeirra geti illa sætt sig við framkomnar hugmyndir. Á móti eru svo þeir sem telja að losa verði þessa gömlu fulltrúa út, annars muni engin sátt nást. í öllu falli era menn í kjömefnd nú famir að ihuga á nýjan leik hvort þaö megi leiða til sátta ef Ingvar Viktorsson og Magnús Jón Ámason komi inn á nýjan leik. Um það rikir þó algjör óvissa hvort það muni leysa hnútinn eða binda nýjan. - phh breytinga að vænta um ákvörðun í því sambandi." Um lögin er það hins vegar að segja aö rannsóknir lögreglunnar era ekki birtar opinberlega - og held- ur ekki þaö sem þeim fylgir, greinar- geröir um rannsóknir. Þetta er grundvallarreglan nema að þær séu hugsanlega lagðar fyrir dómstóla ef opinber meðferð fer fram. Þetta er bara svona í öllum málum. Þeir sem era yfirheyrðir eiga að sumu leyti þennan rétt. Þá eram við að tala um friðhelgi einkalífsins og þagnar- skylduákvæði," sagði Bogi Nilsson. -Ótt stuttar fréttir Sameiningog nafn í dag er kosið um samein- mgu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæj- ar og Stokkseyrarhrepps sem og nýtt nafh. Alls era 3860 manns á kjörskrá, langflestir á Selfossi eöa 3033. Háskólahátíö Páll Skúla- í son háskóla- rektor braut- skráir i dag 126 | kandídata á ’ Háskólahátíð. | Brautskráðir ! verði fyrstu j kandídatarnir í | i ljósmóðurfræð- j um, sem numið hafa í tvö ár aö | loknu hjúkrunarfræðiprófi. Stuðningsyfirlýsingar Félag ísl atvinnuflugmanna, Dagsbrún-Framsókn og fleiri j verkalýðsfélög hafa lýst stuöningi I við sjómenn í kjaradeilu þeirra við útvegsmenn. Stúlka fyrir bll Ung stúlka varð fyrir bíl á Þing- vallastræti til móts við Mýrarveg á Akureyri. Hún slasaðist ekki mikið. Flugfar á Netinu Farmiðasala Flugleiða á Netinu eflist stöðugt. Sérstakt tilboð á I flugi til New York er í boöi, en að- ! ems á söluvef Flugleiða. Sáttafundur á sunnudag Sáttafundi í sjómannadeilunni lauk í gærkvöldi og nýr fhndur | hefst á morgun kl. 13.00 Skemmtanaskattur afnuminn Skemmtanaskattur veröur af- j nummn samkvæmt stjórnarfrum- varpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. lagt er til að einungis megi selja áfengi gegn stað- : greiðslu. Róleg verk- fallsvakt Verkfallsvakt sjómanna hefur gengiö mjög vel, j verið róleg og j engin verkfalls- j brot tilkynnt. Afturvirkni Heilsugæslulæknar krefjast j þess að úrskurður kjaranefndar j um laun þeirra veröi afturvirkur • til áramóta í fyrra. Úrskurðurinn • hefur ekki komist í framkvæmd j ennþá. RÚV sagöi frá. Eldingafár Eldmgum sló niður í Öræfum í i fyrrakvöld og stórskemmdust raf- i línur, símaimur, ljósleiðarar og j símtæki. í gærkvöldi var enn í rafnmagnslaust i sveitinni, en símasamband var komið á. Kanar í árekstrum Óvenjumikiö var um árekstra í umdæmi lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli í gær. Lögreglumaður sem DV talaði við kvaðst ekki muna eftir öörum eins árekstrar- I degi í áratug. Enginn þeirra var j alvarlegur. Grátlegar deilur Bryndís I Hlöðversdóttir alþmgismaður ' harmar deilur | milli þing- manna A-flokk-1 anna á Alþmgi ■ um auölmda- gjald. Hún I minnir á aö landsfundir flokk- j anna ákveði stefnuna í málinu en ekki alþingismenn. RÚV sagði frá. Götusmiöjan á götunni Götusmiðjan missti húsnæöi : sitt í Skeifunni í gær og eru 15 ; unglmgar húsnæðislausir. Deilur j hafa staöið milli leigusala og leigj- 1 anda um húsnæðið. Breiðvarpið byrjaö Breiövarp Landssímans hóf j formlegar útsendingar á um 20 sjónvarpsrásum í gær. Tilrauna- útsendingar hafa staðið yfir uro hríð. -S.*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.