Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 DV 22 sakamál m _____ Mohammed el-Sayed hafði ekki haft heppnina með sér þetta kvöld í spilaklúbbnum í London. Hann haföi hvorki fengið góð spil á hönd- ina né verið heppinn í teningakasti. í raun skipti það þó ekki miklu, því ekki var um neinar fjárhæðir að tefla. En hann skynjaði samt óheppni sína og yfirgaf klúbbinn. Hefði hann haft heppnina með sér þar eru allar líkur á að hann hefði haft hana með sér á heimleiðinni. En það var eins og óheppninni í klúbbum væri fylgt eftir af annarri og meiri óheppni. Leið hans heim til Holloway lá yf- ir Westminster-brú og þar kom hann að rauðu umferðarljósi við Bishopsbridge-veg. Meðan hann beið þess að geta haldið áfram komu tveir ungir menn, klæddir í eins konar bardagafot og með húfur, að- vífandi, rifu upp fram- og afturhurð og ruddust inn í bílinn. Kom engum vörnum við Mohammed el-Sayed hefur vart haft tima til að átta sig á því sem í vændum var, enda átti hann sér einskis ills von. Annar mannanna, sá sem var fyrir aftan hann, greip um hann og hélt honum fostum. Hinn, sem var í framsætinu við hlið hans, dró upp blaðlangan, hárbeittan bar- dagahníf og skar hann á háls. Síðan stakk hann hann hjartastað, brjóst og háls, alls fimmtán sinnum. Eftir morðið var blóð um allt fram- sætið, á framrúðunni, mælaborðinu og gólfinu. Morðingjarnir stukku út úr bílnum og hurfu út í myrkrið. Það var ekki fyrr en næsta morgun, er birti, að lögregluþjónn gerði sér grein fyrir því að eitthvað var athuga- vert við bílinn. Honum hafði ekki ver- ið lagt á venjulegum stað. Og brátt kom í ljós að ökumaðurinn hafði ver- ið myrtur á skelfilegan hátt. bardagafötum og tóku langferðabíl til London. í fyrstu var hugmyndin sú að ráða af dögum flkniefnasala eða melludólg. En eftir að hafa svip- ast um í London um hríð komust þeir félagar að þvi að fíkniefnasalar og melludólgar báru ekki alltaf með sér hvaða iðju þeir stunduðu og því var breytt um áætlun. Setið fyrir ökumanni Félagarnir svartklæddu fóru að umferðarljósum við Bishops- bridge-veg. Þar hugðust þeir bíða uns þeir kæmu auga á einn mann í bíl. Umferð væri ekki mikil og þvi ætti að vera hægt að fremja verknaðinn á stuttum tíma og komast burt óséðir. Eftir nokkra bið bar Mohammed el-Sayed að. Táningarnir tveir réö- ust inn í bílinn eins og áður er sagt. Richard fór inn um aftur- dyrnar og hélt el-Sayed, en Jamie settist í framsætið og réðst á fórn- arlambið. Að loku ódæðinu hlupu ungu mennimir burt. Enginn hafði séð til þeirra. Þeir þvoðu blóð af fötum sínum og hönskum og skömmu síðar tóku þeir sér far með lang- ferðabíl til Oxford. Á leiðinni sofn- aði Richard, en James fór að lesa kort sem honum höfðu borist í til- efhi af afmælinu. í Oxford tóku nú við nokkuð breyttir tímar hjá þeim félögum. Samverustundunum fækkaði verulega. í einveru sinni fór Jamie að finna til vaxandi samviskubits. Og loks fannst honum hann verða að segja frá því sem hann hafði gert. játaði Hættulegir dagdraumar hann gerði játningu sína. Hún var í smáatriðum og þótti ljóst að ekki væri um tilbúning að ræða. Ungi maðurinn væri án nokkurs vafa morðingi el-Sayeds. Lögreglunni í London var gert aðvart og handtökutilskipun gefin út á hendur Richard Elsey. Þeir félagar voru hafðir í varð- haldi ims saksóknari stefndi þeim fyrir rétt. Þar endurtók Jamie játningu sína, en sagðist ekki sek- ur um morð heldur manndráp, þar eð hann hefði aðeins verið annar tveggja sem að víginu stóðu og bæri því aðeins hluta sakarinnar. Harður í horn að taka Richard tók aðra afstööu. Hann hugðist ekki fá væntanlegan dóm yf- ir sér mildaðan með því að lýsa yfír aðild að manndrápi, heldur sagðist hann vera saklaus. Því fylgdi hann eftir með því að segja að hann hefði ekki farið inn í bílinn fyrr en Jamie heföi verið búinn að svipta el-Sayed lífi. Þá bætti hann því við að þeir fé- lagar hefðu alls ekki farið til London í þeim tilgangi að ráða neinn af dögum. Þeir hefðu ætlað sér að sjá nektardans og ef til vill stela bíl eða fremja rán. Kviðdómendur litu ekki þannig á að Jamie hefði framið manndráp og þeir tóku heldur ekki til greina það sem Richard sagði og átti að koma hon- um __________________ und- an sök, að minnsta kosti að hluta. Báðir ungu mennim- ir fengu lífstíðardóma. Dómarinn, Neii Denison, sagði við dómsuppkvaðn- inguna að morðið hefði í senn verið tilgangslaust og grimmilegt. Mohammed el-Sayed hefði orðið fórnarlamb af því hann Enginn árangur, en svo játning Lögreglan í London var furðu lostin yfir morðinu. Það var óvenju- lega grimmUegt og í fyrstu komu upp hugmyndir um að um pólitíska aftöku heföi verið að ræða. Eða þá að hinn látni hefði á einhvem hátt tengst hryðjuverkasamtökum. En fljótlega varð ljóst að sú kenning átti ekki við rök að styðjast. Mohammed el-Sayed, fjömtíu og' fjögurra ára, var kvæntur maður og tveggja bama faðir. Hann haföi ver- ið vel þokkaður, vinsamlegur í framkomu og hvergi komið við sögu hryðjuverka eða samtaka ofstækis- manna. Mánuður leið án þess að nokkru ljósi væri hægt að varpa á hvers vegna el-Sayed hafði verið myrtur. En dag einn var hringt í morðdeild lögreglunnar í London. Rannsókn- arlögreglumaöur i Oxford sagði að ungur maður hefði játað á sig morö- iö á Mohammed el-Sayed aðfaranótt 15. janúar 1994. Og játningunni hafði fylgt ótrúleg saga. Dagdraumar Ungi maðurinn hét Jamie Petrol- ini. Hann var námsmaður og ættað- ur úr skosku hálöndunum, þar sem foreldrar hans ráku veitingahús. Hann hafði verið sendur í háskóla í Oxford og þar hafði hann eignast fé- laga, hinn nitján ára gamla Richard Elsey. Báðir höfðu þeir verið sendir til Oxford í þeirri von að þeir gerðu þar betur á prófum en þeir höfðu gert í dým einkaskólunum sem þeir höfðu áöur verið í. Ekki varð þó mikið úr lestri hjá þeim félögum. Mestur timinn fór í dagdrauma og tilraunir tii þess að láta ímyndunaraflið stytta stundim- ar. Jamie skýrði svo frá að Richard hefði haldið því fram að hann væri á laun sérdeildarmaður, félagi í SAS, Speciíd Air Force, sérsveit sem væri meðal annars send í hættuleg- ar ferðir til útlanda til að vinna verk sem einungis hinum hugrökk- ustu og fæmstu mönnum væru fal- in. Sjálfur hefði hann eitt sinn ver- ið sendur til Mið-Austurlanda. Jamie sagði síðan að Richard hefði boðist tii þess að þjáifa sig svo hann gæti gengið I SAS. Þjálfunin Þjálfunin var í byrjun í því fólgin, að sögn Jamies, að þeir gengu á fjöll, klifmðu upp háar byggingar, æfðu sig í bardögum og gengu um göturnar á taktfastan hátt eins og hermenn. Richard sagði lokaatriði þjálfun- arinnar þó mun erfiðara. Jamie yrði að sanna hugrekki sitt og áræðni meö því að drepa mann. Einhvern ókunnan mann. Ef hann fyndi hugrekki til þess væri hann búinn að sýna og sanna að hann væri hæfur í SAS. Prófdagurinn skyldi vera 14. jan- úar 1994, en það var einmitt afmæl- isdagur Jamies. Þá yrði hann nítján ára. Og sá dagur rann brátt upp. Þeir félagar klæddust svörtum fyrst fyrir herbergisfélaga sínum, síðan fyrir foreldrum sínum og loks rektor háskólans, sem gerði lögreglunni aðvart. Jamie Petrolini var handtekinn og færður til yfirheyrslu þar sem heföi verið á röngum stað á röngum tíma. Hugleiðingar um morðið Glæpur ungu mannanna frá Oxford vakti sérstaka athygli. Háskólinn þar er frægur um víða veröld og í heimi þar sem aðeins tiltölulega fáir fá nokkru sinni tækifæri til æðra náms þótti ýmsum sem þessir tveir nemar í hópi hinna útvöldu hefðu farið iiia með það tækifæri sem þeir heföu feng- ið í lífinu til að gera sjálfum sér og öðrum gagn. En hvað veldur þvi að ungir menn fremja svona glæp? Við þvi er ekkert einhlítt svar og i raun er aðeins hægt að setja fram kenningar um það. Ein þeirra sem fram kom var á þá leið að þessir ungu menn hefðu ekki valdið því námsefni sem fyrir þá var ’ lagt í einkaskólunum. Þeir hafi þá verið sendir til Oxford til að reyna að bæta frammistöðu sína, en ekki hafi tekist betur til þar. Þeir hafi því í raun ekki náð tökum á þeim viðfangs- efnum sem skiptu þá mestu á þessum tíma. Þess vegna kunni þeir að hafa lagst í dagdrauma, sem hafi í raun að- eins verið lífsflótti, flótti frá stað- reyndum lífsins. En þetta er aðeins kenning og vera má að eitthvað annað í fari eða gerð ungu mannanna hafi ráðið, hugsan- lega einhver veiia, þótt ekki hafi nein geðveiki komið fram við rannsókn sálfræðinga, enda hefðu þeir þá ekki verið taldir sakhæfir. Það kom fram sem eins konar eftir- máli hvað beið ekkju el-Saydes og barna þeirra tveggja. Þau stóðu uppi án fyrirvinnu og eftirlaun heimilisfóð- urins reyndust aðeins vera jafnvirði fimm þúsund króna á mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.