Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Page 20
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 T>V
2» ífréttaljós
Moldviðrið um Franklín Steiner sýndi fram á nauðsyn vinnureglna fyrir fíkniefnalögregluna:
Núna, loksins núna
Björn Halldórsson og Atli Gíslason eru nú aö vinna saman í nefnd aö málefni sem
Björn hefur ítrekaö beöiö um - aö settar veröi vinnureglur varöandi „sérstakar rann-
sóknaraöferöir" fyrir fíkniefnalögregluna.
Á síðustu dögum hafa ráðherrar
og þingmenn m.a. haft í frammi þau
ummæli að mikilvægt hafi verið að
styðja við bakið á lögreglunni til að
hún megni sem best að standa gegn
fíkniefhavánni. Það hafi verið aðal-
atriðið þegar afstaða var tekin til
hinnar óþægilegu beiðni lögregl-
unnar um reynslulausn gegn því að
Franklín Steiner gæfi upplýsingar
sem nýst gætu i stórum fíkniefna-
málum. Gott og vel.
En hafa ráðamenn staðið við bak-
ið á lögreglunni á þessum síðasta
áratug aldarinnar - frá árinu 1991
þegar reynslulausnin var veitt?
Hafa þeir hlustað á ítrekuð ummæli
og beiðnir þeirra sem á þessu tíma-
bili hafa gegnt forystuhlutverkinu í
fíkniefnadeild lögreglunnar?
Hvaða beiðnir?
Jú, ef menn muna ekki þá eru það
skjalfestar óskir og blaðagreinar um
að skýrar vinnureglur verði settar
um sérstakar rannsóknaraðferðir -
rannsóknir sem hafa verið nefndar
„gráu svæðin“. í þeim felast meðal
annars greiðslur fyrir upplýsingar.
Sannleikurinn er sá að fíkniefna-
lögreglan hefur á þessum áratug
hvað eftir annað þurft að glíma við
þá staðreynd að hún hefur verið að
vinna á gráum svæðum þó svo að
hún hafi margbeðið um að þurfa
þess ekki. Það er ekki fyrr en núna,
í byrjun árs 1998, að nefnd er að
vinna að því að setja reglur um sér-
tæku rannsóknaraöferðimar.
Það er vissulega veriö að taka til
þannig að stutt verði við lögregluna.
En frá árinu 1989 og 1991, þegar þá-
verandi dómsmálaráðherrar stóðu
frammi fyrir þeirri óþægilegu bón
lögreglunnar um reynslulausn fyrir
sakamann, var í raun lítið gert fyr-
ir lögregluna þannig að hún þyrfti
ekki stöðugt að arka um hin gráu
svæði til að þjóna hagsmunum þjóð-
félagsins til að upplýsa fíkniefna-
mál.
Franklín var til góðs
Þegar öllu er á botninn hvolft má
ef til vill segja að mál Franklíns
Steiners verði til þess að lögregl-
unni verði sköpuð ásættanleg
vinnuskilyrði. Og ráðamenn allir
skilji við hvaða vanda hún hefur átt
að etja og um hvað hún hefur verið
að biðja.
Hverfum aftur til ársins 1991 þeg-
ar Franklín Steiner var veitt
reynslulausn. Þá frábað dómsmála-
ráðherra sér fleiri slíkar beiðnir af
hálfu lögreglunnar. Skiljanlega. En
árið eftir að Franklín var sleppt
kom upp annað óþægilegt mál þegar
„virk tálbeita" var notuð í stóru
kókaínmáli. Þá slösuðust tveir lög-
reglumenn á Vesturlandsvegi, ann-
ar varanlega.
í þessu máli hafði lögreglan kosið
að geta beitt rannsóknaraðferðum
án þess að vera á gráu svæði en eng-
inn reki hafði verið gerður að því
að koma slíkum reglum á. Sú niður-
lægjandi staða kom síðan upp að
rannsóknin var tekin úr höndum
fíkniefnalögreglunnar og færð yfir
til RLR. Ástæðan er sú að grunur
lék á að fíknó hafí verið að brjóta
lög með því aö nota hinar óhefð-
bundnu og sérstöku rannsóknarað-
ferðir, nota tálbeitu til að upplýsa
stórt mál - semja við sakamann,
greiða fyrir upplýsingar, hlera og
margt fleira. Þá sem nú virkaði lög-
reglan tortryggileg við fyrstu sýn.
En nú hlýtur hver maður að sjá að
ef vinnureglur hefðu verið settar
hefði lögreglan varla þurft að vera á
gráu svæði.
Kókaínmálið „rétt lafði"
Þegar kókaínmálið kom fyrir
dóm átti fikniefnalögreglan undir
högg að sækja, svo ekki sé meira
sagt. Bjöm Halldórsson varði sig og
sína deild. Hann fékk ekki stuðning
frá þeim sem í raun áttu að sjá til
þess að lögreglan kæmist ekki í
þessa erfiðu stöðu þegar hún er aö
koma höndum yfir harðsvíraða
glæpamenn sem svífast einskis við
að eyðileggja líf hundruða eða þús-
unda einstaklinga. Niðurstaða kóka-
ínmálsins varð sú að lögreglan hefði
ekki farið út fyrir ramma laganna.
Sakbomingm-inn var dæmdur og
lögreglan slapp. Málið „rétt lafði“
fyrir dómi.
Beðið um skýrar línur
Á þessum tíma, árið 1992, var
Bimi Halldórssyni það manna best
ljóst að skýrar vinnureglur yröi að
setja um störf deildar hans. Þeirrar
deÚdar sem almenningur leggur
hvað mest traust á í baráttunni
gegn fíkniefnum sem flætt hafa yfir
landið. Bjöm bað um að reglur yrðu
settar - reglur sem fælu í sér línur
um upplýsingastreymi, þar með
talið eins og í máli Franklíns Stein-
ers, notkun tálbeitu og fleira.
En var hlustað á hann? Nei. Ekki
ráðherrar, ekki þingmenn, ekki
ráðuneyti, ekki ríkissaksóknari. Nú
bera menn fyrir sig eftirfarandi
setningu og benda hver á annan:
„Það hefur ekkert formlegt erindi
borist hingað."
Okkur skortir enn
skýr . . .
Sumarið 1992 sendi lögreglustjór-
inn í Reykjavík erindi til rikissak-
sóknara þar sem beðið var um við-
horf til ýmissa rannsóknaraðferöa
fikniefnalögreglunnar. Þegar ríkis-
saksóknari hafði skilað áliti sagði
Bjöm Halldórsson í DV:
„Það er ekkert launungarmál að
okkur hefur vantað skýrar vinnu-
reglur til að fara eftir. Okkur skort-
ir enn skýr rannsóknarfyrirmæli
um hvænær og hvemig megi beita
þessum svokölluðu óhefðbundnu
rannsóknaraðferðum." Þetta sama
ár sendi Bjöm ítarlega álitsgerð frá
sér um stöðu fíkniefnarannsókna á
íslandi og tillögur til úrbóta. Álits-
gerðin fór m.a. til dómsmálaráö-
herra.
„Mig rekur ekki minni til"
Á síðasta ári sagði Böðvar Braga-
son lögreglustjóri við DV að hann
„ræki ekki rninni" til að embætti
hans hefði á síðustu 5 árum borist
svör frá ríkissaksóknara varðandi
óskir um skýrar vinnureglur fyrir
fíkniefnadeildina um rann-
sóknaraðferðir á svonefndmn
gráum svæðum.
Egill Stephensen saksókn-
ari sagði í sömu frétt að hann
hefði svarað þeim spuming-
um sem ríkissaksóknaraemb-
ættinu hefði borist á sínum
tima eftir bestu getu - á hinn
bóginn hefði verið betur við-
eigandi að dómsmálaráðu-
neytið svaraði óskum lögregl-
unnar um vinnureglur þar
sem ríkissaksóknari væri
meira og minna málsaðili
þegar ákært er í sakamálum.
Egill var að vísa til spurning-
anna sem lögreglustjóri lagði
fram árið 1992.
Langur tími átti eftir að
líða þangað til eitthvað var
aðhafst gagnvart „skýru lín-
unum“. Á næstu árum átti
Bjöm ítrekað eftir að lýsa því
yfir í DV að „skýrar línur"
skorti. En ekkert gerðist.
Áfram var haldið, til allrar
hamingju stórslysalaust, að
feta fram veginn á hinum
gráu svæðum.
Allt á annan end-
ann
Fyrir tæpu ári fór allt á
annan endann í þjóðfélaginu
út af tímaritsgrein og fjöl-
miðlaumfj öllunum um Frank-
lín Steiner. Þetta varð til þess
að Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra fyrirskipaði
rannsókn á tengslum Frank-
líns við fíkniefnalögreglima.
Með öðrum orðum; nú átti að
athuga hvort nýjar/gamlar alvarleg-
ar ávirðingar á hendur lögreglimni
stæðust. í Ijósi sögmmar átti í raun
að rannsaka hvort höggstaður fynd-
ist á löggunni sem fram að þessu
hafði verið látin vinna á gráu svæð-
unum.
Ekkert saknæmt kom út úr rann-
sókninni - ekki frekar en þegar
Björn varði fíkniefnadeildina
frammi fyrir dómstól í kókaínmál-
inu 1992. I rauninni var það eina
sem rannsóknin leiddi í Ijós að
menn höfðu verið að atast á gráum
svæðum, lögreglan sem ráðherrar.
Það sem stendur upp úr
Það sem stendur upp úr eru tvö
týnd fíkniefnamál sem ekki hefur
tekist að upplýsa hver beri ábyrgð
á, ýmsar beiönir lögreglunnar til
þriggja dómsmálaráðherra sem
komu almenningi mjög á óvart og
gagnrýni á yfirstjórn lögreglunnar á
sínum tíma. Hvað varðar gagnrýn-
ina telur rannsóknaraðilinn Atli
Gíslason hins vegar að þar hafí ver-
ið um fortíðarvanda að ræða. Nú
hafi skipulag lögreglunnar batnað.
Ríkissaksóknari komst síðan aö
þeirri niðurstöðu að miðað við
rannsóknina væru ekki efni til að
ákæra neinn. Enginn hafi augljós-
lega verið að brjóta lög. Um týndu
málin sagöi Margrét Frímannsdótt-
ir þingmaður við DV í haust:
„Það er auðvitað mjög alvarlegt
að rannsóknargögn týnist innan
lögreglunnar. Að mínu mati krefst
það þess að fram fari rannsókn á
því hvernig gögnin gátu týnst.
Ábyrgðin er auövitað hjá lögreglu-
stjóra sem er yfirmaður embættis-
ins.“
Rannsóknum Atla Gislasonar og
lögregluembættisins sjálfs á týndu
málunum er lokið. Hvorugt týndu
málanna fannst. Dómsmálaráðherra
sagði nýlega við DV að engin
ákvörðun hefði verið tekin um að-
gerðir gagnvart lögreglustjóraemb-
ættinu og hver bæri ábyrgð á týndu
málunum.
Núna, núna loksins
Á síðasta sumri ákvað Þorsteinn
Pálsson dómsmálaráðherra loks að
taka á „gráu svæðum" lögreglunn-
ar. 6 árum eftir að lögreglan kom til
hans að biðja um reynslulausn fyrir
Franklín Steiner og 5 árum eftir að
lögreglan kvartaði sáran yfir að
skýrar línur vantaði í ljósi hins
sögulega kókaínmáls.
Ráðherra óskaði eftir að Bogi
Nilsson ríkislögreglustjóri kannaði
málið. Bogi lagði síðan til að nefnd
um sérstakar rannsóknaraðferðir
lögreglunnar yröi komið á. Ráð-
herra skipaði síðan nefnd sem mikl-
ar vonir eru bundnar við aö skili
góðu starfi - nefnd skipuð þunga-
vigtarfólki með þekkingu. í ljósi
sögunnar er athyglisvert og viðeig-
andi að Bjöm Halldórsson skuli
vera í nefndinni. í henni eru einnig
Atli Gíslason hrl., Bogi Nilsson, nú-
verandi ríkissaksóknari, Egill
Stephensen, saksóknari og sérfræð-
Innlent
fréttaljós
Ottar Sveinsson
ingur í flutningi fíkniefhamála fyrir
dómi, og Ásgeir Karlsson, núver-
andi yfirmaður fíkniefnalögregl- (
unnar. Björg Thorarensen, skrif-
stofustjóri hjá dómsmálaráöuneyt-
inu, er formaður.
Betra seint en aldrei
Að ffamansögðu má ljóst vera að
loksins núna, með breytingu á skip-
an lögreglumála í landinu og gífur-
legri umfjöllun um mál Franklíns
Steiners og þá embættismenn sem
urðu fyrir þeirri ógæfu að tengjast
honum með einum eða öðmm i
hætti, hefur það jákvæða gerst - nú
er farið að sinna aðalatriðinu - að
skapa fíkniefnalögreglunni og lög-
reglunni almennt viðunandi
starfskilyrði - skilyrði sem hún sjálf
hefur beðið um en ekki fengið.
Bjöm Halldórsson á lokaorðin í
þessari grein. Þau vom eftir honum
höfð í DV eftir að dómsmálaráð-
herra steig hin sögulegu skref upp í (
pontu á Alþingi þegar hann kvaðst
ætla að láta rannsaka tengsl lögregl- i
unnar og Franklíns Steiners: '
„Ef þetta moldviðri verður til
þess að þar til bærir aðilar setja
loks þær vinnureglur sem beðið var
um fyrir mörgum ámm fagna ég
þessari rannsókn. Ég hef akkúrat
ekkert að fela en mér finnst óeðli-
legt að tjá mig frekar um þetta mál
í fjölmiðlum áður en rannsókn fer
fram. Ég hlýt að verða kallaður til. (
Ég vísa þessu að öðra leyti til lög- ,
reglustjóra því ég lít svo á að hann :
sé ábyrgur fyrir embættinu.“ I
Frá vinstri Atli Gfslason hrl., Bogi Nilsson ríkissaksóknari, Björg Thorarensen frá dómsmálaráöuneytinu, Björn
Halldórsson, aöstoöaryfirlögregluþjónn hjá rfkislögreglustjóra, Egill Stephensen saksóknari og Ásgeir Karlsson frá
ffkniefnadeild lögreglunnar. DV-mynd E.ÓI.