Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Qupperneq 33
jLlV LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 41 menningarverðlaun DV Hilmir Snær Guðnason er ánægður með verðlaunin: „Ég er auövitaö voöa glaóur, þaö er alltaf gott aö fá viöurkenningu fyrir sín störf. Þetta „peppar" mann upp, “ sagöi Hilmir Snœr Guönason, menn- ingarverölaunahafi DV í leiklist, í upphafi spjalls okkar yfir morgunkaffi á Gráa kettinum í vikunni. Hann var þá í fríi frá upptökum á kvikmyndinni Myrkrahöföingjanum þar sem hann leikur aöalhlutverkið, hinn kynngi- magnaöa síra Jón Magnússon. Hilmir Snœr fékk menningarverölaunin fyrir glœsilegan leik í Listaverkinu og Hamlet í Þjóöleikhúsinu sem enn er veriö aö sýna. Listaverkiö aö nálgast 60 sýningar, sem reyndar veröur hvílt í mars en þráöurinn tekinn upp aö nýju í apríl. Hann hefur einu sinni áður verið tilnefndur til verðlaunanna. Það var fyrir Fávitann, á fyrsta leikári hans í Þjóðleikhúsinu. Hilmir Snær út- skrifaðist frá Leiklistarskóla ís- lands vorið 1994 og hefur á skömm- um tíma skipað sér í fremstu röð ís- lenskra leikara. Hlutverkin í Þjóð- leikhúsinu eru orðin tíu, mörg hver eftirminnileg. Fyrir utan Hamlet, Listaverkið og Fávitann eru það Don Juan, Þrjár systur, Skækjan, Snædrottningin, Þrek og tár, West Side Story og Hamingjuránið. Þá hefur hann á öðrum vígstöðvum leikið í söngleikjunum Hárinu og Rocky Horror. Á kvikmyndasviðinu hefur Hilmir Snær leikið í Agnesi, nokkrum stuttmyndum, samnor- rænum sjónvarpsþáttum og nú i Myrkrahöfðingjanum, svo ekki sé minnst á Fóstbræður, grínþættina á Stöð 2, þar sem hann bæði lék og samdi handrit í fyrstu þáttaröðinni. Sáttur við „Ég er mjög sáttur vi8 undan- gengið ár hjá mér í leikhúsinu. Ég get ekki dæmt sjálfur um hvort þetta hafi verið mitt besta ár til þessa. Ég tek hvert verkefni fyrir í einu og auðvitað skiptir það máli hvaða verkefni gefast. Það er þitt að spila úr þeim eins vel og þú getur. Eftir því sem verkefnin eru erfiðari er áskorunin meiri. Ég er mjög þakklátur Þjóðleikhúsinu fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Þegar svona vel gengur er mikill stuðning- ur af þeim sem maður leikur á móti. Það ýtir undir mann að vinna með góðum listamönnum," sagði Hilmir Snær. „Leikhúsiö er minn staöur,“ segir Hilmir Snær m.a. í viðtalinu og bregöur hér á leik meö Ijósmyndaranum. DV-mynd E.ÓI. Listaverkið og Hamlet eru ólík leikverk á margan hátt. Hilmir Snær sagði það erfitt að bera þau saman. Nálgun hans sem leikcira væri mjög frábrugðin. Léttara væri yfir Listaverkinu en hlutverk Hamlets væri erfítt og meira krefj- andi. Sambandið við áhorfendur væri líka mismunandi. í Listaverk- inu væri það mjög náið allan tím- ann en i Hamlet hlustuðu áhorfend- ur meira og létu viðbrögð sín kannski ekki í ljós fyrr en eftir að tjaldið fellur. „Þrátt fyrir þennan langa tíma er maður ekkert orðinn þreyttur á að leika í Listaverkinu. Leikritið er svo listailega vel skrifað og gefur manni kraft frekar en að taka hann frá manni. Það hefur lítið breyst frá frumsýningu nema að það er ein- hvem veginn fylltara." Þökk sá ginseng Með hléum hefur Hilmir Snær siðan i sumar verið að æfa í Myrkrahöfðingjanum. Tökur hófust af krafti í byrjun þessa árs og hefur hann verið á hlaupum í og úr borg- inni á milli leiksýninga og töku- staða víða um land. Aðspurður hvort hann þyrfti ekki á aukaorku aö halda þessa dagana sagðist Hilm- ir Snær „meika“ þetta, þökk sé gin- seng! Hann hefði líka náð að hlaða batteríin mjög vel fyrir veturinn eft- ir góða hvíld síðasta sumar. „Þetta hefur verið erfitt en hlut- verkið er mjög skemmtilegt. Mitt stærsta fyrir framan kvikmyndavél- arnar til þessa. Séra Jón er mjög viðkvæm persóna, hann þarf að vera á ákveðinni línu sem ég vona að ég nái,“ sagði Hilmir Snær en það gæti orðið um næstu áramót sem við getum dæmt um hvernig til tókst. Fregnir hafa borist af talsverðum óhöppum og skringilegum uppá- komum í tengslum við myndina og gárungar haft á órði að myrkrahöfð- inginn sjálfur væri valdur alls þessa. Hilmir Snær sagðist hafa „sloppið" við teljandi óhöpp, reynd- ar verið i bíl sem fauk út af á leið- inni milli tökustaða. „Leikhúsið er minn staður,“ sagði Hilmir Snær þegar hann var spurður hvort væri skemmtilegra að leika í leikhúsi eða kvikmynd. Hvað sem því líður hefur hann sam- þykkt að leika stórt hlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd að Myrkrahöfð- ingjanum loknum. Hann mátti ekki bara segja hvaða mynd. „Leyndó," sagði hann með sínu dularfulla glotti og þar með lauk stuttu morg- unspjalli á Gráa kettinum. -bjb Erlendur Sveinsson, menningarverðlaunahafi DV í kvikmyndagerð: Nýta þarf möguleika kvikmyndarinnar Erlendur Sveinsson kvikmyndageröarmaóur fœr Menningarverölaun DV1998 á sviöi kvikmyndageröar fyrir heimildarmyndina íslands þúsund ár. Sú mynd fjallar um einn dag í lífi og starfi árabátasjómanna á vetrarvertíö fyrir tíma tœknialdar. Erlendur fékk þessi verölaun einnig áriö 1983 en þá fyrir störf sín í Kvik- myndasafni íslands. 10 ára sköpunarsaga Erlendur segir myndina íslands þúsund ár hafa vaxið út úr upphafsatriði sjávarútvegsmyndaflokksins Verstöðin ísland, sem var frumsýndur 1992. Upphaf myndarinnar má hins vegar rekja tH sumarsins 1987 þegar ákveðið var að byggja verstöð í Ósvör í Bolungarvík vegar Verstöðvarinnar íslands, sem nú er vinsælt sjóminjasafn. Upphafs- og lokaatriðin voru kvikmynduð 1990 en þá var mikiU fannfergisvetur. Miðhlutinn, sem var um róðurinn sjáHan, var hins vegar tekinn þremur árum síðar. Þá fyrst var ákveðið að búa til sjálfstæða mynd um árabáta- sjómenn. Erfið framkvæmd Erlendur segir mikið hafa verið haft fyrir að búa myndina tH. „Það voru úrvalsmenn sem unnu að myndinni með mér, t.d. Sig. Sverrir Pálsson sem annaðist myndatöku og Gunnar Leósson árabátaformaður en hann lést skömmu eftir að tökum lauk af slysfórum. Við lentum í ýmiss konar erfiðleikum, svo sem margra daga snjó- mokstri, baráttu við að halda flotbryggjunni stöðugri sem við notuðum þegar við tókum úti á sjó.“ Mikið verk var einnig að útvega fé tU að gera myndina. Stöð 2 samþykkti að taka myndina tíl sýningar um síðustu jól eftir að Sjónvarpið hafnaði því. Erlendur reyndi einnig að fá styrk frá helstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins en það bar takmarkaðan árangur. Námsgagnastofinm hafði heldur ekki áhuga á að kaupa myndina tH sýninga í skólum. Hann fékk hins vegar tveggja miUjóna króna upptökustyrk úr Kvikmyndasjóði. Styrkur frá Fiskveiða- sjóði bjargaði honum síðan í gegnum klippingu. Svo voru '"ftikf' f 'é & \> \y V V y 4 Erlendur Sveins- son, handhafi Menníngarverð- iauna DV t kvik- myndagerð. DV-mynd E.ÓI. skólamir áhugasamir og keyptu myndina tU að nota í kennslu. „Ef ekki hefði komið tU stuðningur Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, og þessi sala tU Stöðvar 2 hefði mér ekki tekist að ljúka gerð þessarar myndar og væri þvi ekki að taka við Menningarverðlaunum DV hennar vegna,“ segir Erlendur. Þess má geta að heUdar- kostnaður við gerð myndarinnar var um 17 miUjónir króna. Menningarsjóður Erlendur telur þessi verðlaun hafa mikla þýðingu. „Mér er mikiU sómi sýndur að veita mér þessi verð- laun i annað sinn. Þetta er ákveðin viðurkenning á því sem ég hef verið að gera,“ segir Erlendur. Hann segir þá sem framleiða menningu verða að hafa það á tiUinningunni að þeir séu tU einhvers gagns. „Menningin á ekki að vera skrautfyrirbæri sem menn aumkva sig yfir heldur tæki í nútímalegri sjálfstæðis- baráttu þjóðar." Erlendur hefur viðrað þá hugmynd að undirstöðuatvinnugreinar komi sér upp sérstökum menningarsjóði sem styrkti ýmis verkefni um viðkomandi atvinnugrein, ekki endUega kvikmyndir. „Sjávarútvegurinn þarf þess við, sem og landbún- aðurinn sem gengið hefur í gegnmn þrautagöngu undanfarin ár. í þessum imdirstöðuatvinnugreinum á að vera til fjármagn sem er ekki tU í ríkissjóði. Það þarf ekki að vera slæmur kostur fyrir okkur að vinna fyrir undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar ef við höldum okkar frelsi sem listamenn. Menningin er sam- einingarafl, hún heldur okkur saman sem þjóð og er ein höfuðforsenda þess að það sé þess virði að búa á íslandi. Hún er einnig forsenda þess að við fáum staðist í samkeppni þjóða," segir Erlendur. Erlendur er nú með í smíðum mynd sem heitir Málarinn og fjallar um föður hans, Svein Bjömsson málara, sem lést í aprfi sl. Þar reynir hann að leiða í ljós sköpunarferli málarans og glímu hans við við- fangsefni sitt. Hann segir þá mynd byggða svipað upp og sjávarútvegsmyndirnar sem hann hefur verið að gera. -HI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.