Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1998, Síða 60
e» kvikmyndir LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 X^\7" c SIMI TÍÉNEFNINGAK TIL OSKAKSVF.KDLAUNA iii.ii. soiii: BESTA MYNÓIN, BKSTI I.KIKAIII: Jiirk NirhoKuti, BESTA I.KIKKONA: II.-I.-ii IIiiiii. BESTI AIIKALEIKAIII: Cri-8 Klimniir. Bú5u þig Ov undir Melvin Myud seiu þú þnrft nð iP*’ ■’aHKt , & »já, myiid m-iii þú vill flU&cyl ^ " sjú. jurk Nirholson TILNEFNINGAR TIL OSKARSVERDLAUNA m.a. ,e„,: BESTA MVNDIN, BESTI I.EIKAIIl: Jnck NichoL.on, BESTA I.KIKKONA: Ílelen ll.ml, BKSTI AUKALEIKARI: Cre« Kiincnr. Búðu þig Æp undir Melvin \ Mynd sem þú þnrft nð sjú, mynd sem þú vill sjn. Jnek Kjvholson hefur ahlryÍ verið betri. Myjudin lilmit nuk þess 3|^>ldeii Glo^verílniin. Aðalhlutierk: Jnck Nicholson, llelen liunt (,,Twister“), Greg Kiiuienr (,,Snhrinn“) og Cuhn Gooding Jr. (,Jerry Mnguire“). Það GERIST EKKI BETRA Aðnrfilulverk: lá, Jnck Nicholson, lleleu lllliit („TWister“), íireg Kinnrnr (,,Suhrinn“) og i .uliu (iooding Jr. (.Jerry Mupiire**). Þad geiiist EKKI BETRA Tilnefnd til 4 ÓSKARSVERÐLAUNA ■kirk'i. Dagsljós As Good A£it Gets Övœgin ganianniyiul st-in ktninr bt-inl frá lijartann FRA SAMA PENNj ILAUN. JUDl DENCH Með fslensku tali o'.MÍl Sýnd kl. 5, 6.50, 9 og 11.10. Ath. 5 sýning fellur út laugardag. ALVtíRU BiO! IXlDolby STAFRffNT »»“'■ HIJOÐKFRFII I L_| y ÖLLUM SÖLUM! ■■ £i©N&©GíNN Winona Ryder Weaver ★★★ Dagsljós ★★★ Rós 2 ★ ★★ Mbl DV Óvægin Kaiiianinynd 8ein keniiir beint frá bjartaliu. ||iS Sýnd kl. 2.30,5, 9 og 11.30. ' f Fjallgöngumaður ílendist í Tíbet . Sjö ár í Tíbet (Seven Years in Tibet), sem Bíó- borgin frumsýndi í gær, er byggð á sönnum at- burðum sem færðir voru í letur í bók sem mikið hefur verið lesin í tugi ára. Segir þar fá þekktum austurrískum fjallgöngumanni, Hein- rich Harrer, sem fór ásamt landa sínum, Peter Aufschnaiter, haustið 1939 til Tíbet til að klífa Nanga Parbat, einn hæsta tind Himalajafjalla. Harrer viðurkennir að ástæðan fyrir ferðinni hafi aðallega verið að vinna sér frægð og frama. Ferð þessi fór þó á allt annan veg. Hann var handtekinn af Bretum og settur í fangabúðir. Harrer flúði þaðan og setti stefn- una á Himalajafjöllin og settist að í hinni fornu og dulúðugu borg, Lhasa. Þar höguðu ör- lögin því að Harrer kynntist hinum unga Dalai Lama og var beðinn um að kenna hon- um ensku, landafræði og hvemig mannlífið gengi fyrir sig í hinum vestræna heimi. Dvöl Harrer í Tíbet stóð í sjö ár og á þessu tímabili * urðu Harrer og Dalai Lama miklir vinir. Má segja að einmanaleikinn sem báðir fundu fyr- ir, hafi tengt þá saman. Bókin hefur lengi verið á óskalista hins þekkta franska leikstjóra, Jean Jaques Annaud, og vissi hann ekkert um tengsl Harrers við nasista frekar en aðrir enda grein- ir Harrer ekkert frá slíku í bók sinni. Þegar myndin var komin i lokafrágang birti þýska tímaritið Stem upplýsingar sem hleyptu öllu í bál og brand, Heinrich Harrer hafði gengið til liðs við nasista árið 1933 og síðan gekk hann í SS-sveitirnar árið 1938. Annaud fannst ekki hægt að skOa myndinni frá sér nema láta þetta koma fram þótt ekki tengist það sögunni sjálfri. Þrátt fyrir mótlæti í byrjun hefur Sjö ár í Tí- bet náð vinsældum úti um allan heim, enda vönduð og um margt merkileg kvikmynd. Það ' á kannski ekki síst þátt í vinsældunum að einn vinsælasti leikari nútímans, Brad Pitt, leikur Heinrich Harrer. Auk Brads Pitts leika i myndinni David Thewlis, Mako og Jetsun Pema, sem leikur móður Dalai Lama, en hún er í raunveruleikanum systir Dalai Lama. Pema er flmm árum yngri en Lama og hefur umsjón með kennslumálum i Tíbet. Jean-Jaques Annaud hefúr ekki leikstýrt mörgum kvikmyndum enda hafa flestar mynd- ir hans kostað mikinn undir- . búning. sambandi við Sjö ár í Tíbet dvaldi Annaud átján mánuöi í Tíbet. Þaö var David Thewlis leikur Peter Aufschnaiter, feröafélaga Harrer. undirbúnmg myndarinnar sem Annaud kynntist systur Dalai Lama, Jetsun Pema. það kom henni mjög á óvart þegar hann bauð henni að leika móður sina. Hún sagðist þurfa að hugsa sig lengi um enda hafði hún aldrei leikið áður. Hún ákvaö að slá til þegar bróðir hennar hvatti hana til að taka við hlutverkinu. Kvikmyndatakan sjálf fór þó ekki fram í Tíbet enda ekki leyfi fyrir því. í upphafi ætlaði Annaud að kvikmynda í Ind- landi, vera sem næst þeim stöðum sem myndin gerist á, en hætt var við það vegna hættu á vondum veðrum og var þess í stað valinn staður I Andesfjöllunum, á landa- mærum Chile og Argent- ínu. Stóðu tökur þar yfir í þrjá mánuði. -HK Brad Pitt leikur Heinrich Harrer sem dvaldi í Tí- bet í sjö ár. Jean- Jacques Annaud Rúm tuttugu ár eru frá þvl franski leik- stjórinn Jean-Jacques Annaud leikstýrði fyrstu kvikmynd sinni, Black and White in Color, sem fékk óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin árið 1978. Næsta kvikmynd hans var einnig frönsk, Coup de Tete, satíra, sem naut mikilla vinsælda á meginlandi Evrópu. Þaö má með sanni segja að allur heimurinn hafi verið vinnustaður Annauds. Verkefnaval hans hefur verið slíkt að hann hefur þurft að ferðast heimshorna á milli. Þriðja kvikmynd hans, Quest for Fire, sem fjaU- aði um upphaf mannkyns, var fiögur ár í vinnslu og meðal annars leiddi gerð henn- ar Annaud og lið hans til íslandsstranda þar sem sum atriðin voru tekin. Þetta er ekki i eina skiptið sem hann hefúr heim- sótt okkur. í tilefni frumsýningar á mynd hans, Bear, kom hann til íslands. í miili- tiðinni hafði hann leikstýrt The Name of the Rose. Hann gerði siðan hina umdeildu kvikmynd, The Lover, sem byggð var á minningum skáldsins Marguerite Duras og fór hún fyrir brjóstið á mörgum. Sjö- unda mynd Annauds, Wings of Courage, hefúr enn ekki veriö sýnd hér á landi, en um er að ræða kvikmynd byggða á ævi frumherja í fluginu og afdrif hans. Meðal leikara í henni eru Craig Sheffer, Eliza- beth McGovem, Tom Hulce og Val Kil- mer. Jean-Jaques Annaud fæddist í Draveil, sem er rétt utan við París, 1. október 1943. Tvttugur að aldri útskrifaðist hann sem kvikmyndatökumaður og ávann sér fljótt nafn við gerð auglýsingamynda. Þegar hann var 23 ára gamall varö hann að gegna herskyldu og var nám hans nýtt á þann veg að hann var látinn kenna inn- fæddum Afríkubúum að gera kvikmyndir. Þessi vera hans í Afríku gerði það að verkum að hann ákvaö aö gera fyrstu kvikmynd sína þar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.