Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 JG>"'V" DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Jarðsambandið Byggöakosningarnar eru svo lítið mál fyrir helztu stjórnmálamenn landsins og aðra þingmenn, að þeir gátu setið á maraþonfundum á Alþingi fram í síðustu viku kosningabaráttunnar. Þeir töldu sín ekki þörf fyrr eða þá að heimamenn töldu ekki þörf fyrir þá fyrr. Þetta sýnir, hve laus tengslin eru miili byggðamála og landsmála. Þótt fylgi flokka á hverjum stað endurspegli að nokkru stöðu flokksins í því kjördæmi eru yfirleitt sérstakar aðstæður á hverjum stað, sem rjúfa þetta mynztur. Sérhver byggð hefur pólitíska sérstöðu. Nú er lítið um, að kjósendur líti á atkvæði sitt í byggðakosningum sem skilaboð til pólitíkusa á lands- vísu. Þess hefur ekki orðið vart í könnunum að undan- fórnu, að kjósendur séu með annað í huga en byggðamál. Þeir taka ekki einu sinni mark á bombum. Vafasamt er því að túlka byggðakosningarnar í dag sem létta æfingu fyrir þingkosningar að ári. Kjósendur eru í dag að kjósa fulltrúa, sem standa þeim nær en þing- menn, til að fialla um mál, sem standa þeim nær en landsmál, svo sem skóla, götur og veitukerfi. Samt er víðast hvar boðið fram undir merkjum hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka eða samsteypna þeirra. Kosningavélarnar eru meira eða minna þær sömu og þær eru í alþingiskosningum. Þannig tengjast byggða- kosningarnar landsmálapólitíkinni á beinan hátt. Höfuðsérkenni þessara byggðakosninga er, að Alþýðu- flokkurinn, Alþýðubandalag og Kvennalisti bjóða ekki fram hver gegn öðrum annars staðar en í Hafnarfirði. Um allt land standa þessir flokkar saman að framboði í ýmiss konar mynztrum, en elda hvergi grátt silfur. Slíkt samstarf í grasrót byggðanna hlýtur út af fyrir sig að teljast vera létt æfing fyrir þingkosningarnar að ári. Ef samstarfsmönnum gengur sæmilega eða vel, verð- ur það þeim hvatning að færa sig upp á skaftið og reyna að endurtaka leikinn í þingkosningunum. Reykjavík hefur þá sérstöðu, að þar stendur Fram- sóknarflokkurinn með A-flokkunum að framboði og get- ur ekki annað, af því að segja má, að sagnfræðin hafi lagt öllum þessum flokkum þá skyldu á herðar að verja meirihlutann, sem þeir sóttu fyrir Qórum árum. Víða er kosið í nýjum og stærri byggðum. Bylgja sam- einingar hefur risið að undanförnu. Heilar sýslur eru orðnar að einni byggð. Þetta stafar beinlínis af nútíman- um, sem leggur byggðum meiri byrðar á herðar en litlu hrepparnir ráða við. Nema kannski Skorradalur. í sameiningarbyggðunum er verið að móta ný mynzt- ur, sem munu skipta máli fyrir framhaldið næstu árin. Þess vegna verður ekki síður áhugavert að skoða niður- stöður kosninganna almennt á slíkum stöðum en að skoða, hvernig A-flokkunum gengur sérstaklega. Hafnarfjörður er svo heimur út af fyrir sig, sem seint mun samlagast umhverfi sínu, uppspretta rokufrétta. Þar eru flokkar klofnir og sameinaðir sitt á hvað. Þar eru sex listar í boði með alvörufylgi samkvæmt könnun- um, en ekki þrír eða færri eins og annars staðar. íslenzkir kjósendur hafa löngum tekið mark á byggða- kosningum með því að taka þátt í þeim. Kosningaþátt- taka hefur sýnt, að fólk telur atkvæði sitt skipta máli. Svo verður vafalaust einnig í dag, því að kannanir benda til, að fólk hafi tekið afstöðu til framboðslista. Meðan fólk lætur sig varða, hvernig málum sinnar byggðar er skipað, er samhengi milli grasrótar og valds og lýðræðið hlýtur að teljast vera starfhæft. Jónas Kristjánsson Sögulegur sigur? Meira drama er varla hægt að hugsa sér í stjómmál- um en fall gamallar einræðisstjómar fyrir uppreisn al- mennings. Þeir sem horfðu á fall keisarastjómarinnar í íran, fall Marcosar á Filippseyjum, fall Somoza í Nicaragua og fall kommúnistastjóma frá Austur- Þýskalandi til Rúmeníu urðu vitni að dramatískum og sögulegum at- burðum sem hljóta að hræra hvem mann. Þó erfiðir tímar hafi alltaf farið í hönd að einræðisstjómum follnum, þá hafa þessar byltingar al- mennings oft orðið að sögulegum vatnaskilum, ekki aðeins í viðkom- andi löndum, heldur í heilum heimshlutum. Það sama getur gerst með Indónesíu þó að uppreisn al- mennings þar sé aðeins skammt komin. Habibie, sem tók við sem forseti Indónesíu í fyrradag, hefur verið eins konar fóstursonur Su- hartos frá unglingsaldri, og er hlýðnari gamla manninum en blóð- synir Suhartos. Á þá hlýðni mun reyna því að stúdentar og almenn- ingur munu halda áfram að krefjast umbóta. Stuðningur hersins við Habibie er líka undir því kominn að nýja forsetanum takist að fá til liðs við sig sum þeirra afla sem börðust gegn Suharto. Engin skipuleg stjómarandstaða Eitt af því sérkennilega við stjómmál Indónesíu er að í þessu 205 milljóna manna landi hefur ekki verið til skipuleg stjómarandstaða svo heitið geti. Óánægja með spillingu Suharto-stjómarinnar og ófrelsi í landinu birt- ist þar til nýlega sem svæðisbundin mótmæli gegn til- teknum óánægjuefoum en ekki sem almenn og skipu- lögð andstaða við stjómina. Einstaklingar eins og Ami- en Rais og Megawati Sukamoputri, sem hafa notið at- hygli alþjóðlegra fjölmiðla em ekki sameiningartákn fyrir alla í Indónesíu. Hvomgt þeirra hefúr á bak við sig samstæð stjómmálaöfl, þó að Amien Rais sé raunar for- maður í næststærsta félagi Indónesíu, samtökum nú- tímasinnaðra múslíma, en félagar þar em 28 milljónir. Einn andstæðinga hans er formaður 1 enn stærra félagi, samtökum hefðbundinna múslíma með yfir 30 milljónir fé- lagsmanna. Hópamir á bak við Mepawati geta heldur varla talist scunstætt stjómmálaafl. Af þess- um ástæðum, sem eiga sér mjög langar og flóknar sögulegar skýr- ingar, gætu Habibie og Suharto enn ráðið miklu um þróun mála í Indónesíu. Þessi staða gefúr hemum líka áframhaldandi hlut- verk. Tengdasoniu- Suhartos er einn af valdamestu mönnum hersins, sem er ekki alveg sam- stiga, og um leið yfirmaður úr- valssveita landhersins í kringum Jakarta. Söguleg þýðing? Þó að ástandið í Indónesíu muni sennilega um langa hríð einkennast meira af upplausn en merkjanlegum sigri lýðræðis yfir einræði þá getur uppreisn almennings þar markað ákveðin tímamót í lýðræðisþróun í heim- inum. Sérfræðingar í stjórnmál- um Indónesíu, bæði innan lands- ins og utan þess, hafa í áratugi haldið því fram að lýðræði og mannréttindi í vestrænum skiln- ingi geti aldrei fest rætur í Indónesíu. Menn hafa sagt að 1 þessu óhemjuflókna og stóra samfélagi þar sem byggt er á margbrotinni, árþúsunda gamalli og háþróaðri menn- ingu eigi nýlegar og útlendar uppfinningar eins og vest- rænt lýðræði ekki eftir að skjóta rótum. Það sama er sagt um Kína, eins og menn vita. Unga kynslóðin í Indónesíu, og ekki síst trú- aðir múslímar, berst nú hins vegar fyr- ir nákvæmlega sömu leikreglum í stjómmálum og bestar þykja á Vestur- löndum, og fyrir mannréttindum sem era að flestu leyti svipuð þeim réttind- um sem við vildum síst vera án. Þegar ég spurði nokkra unga leiðtoga í einum af samtökum múslíma um pólitíkst módel vora svörin skýr. Þeir sögðu að evrópskum löndum eins og Frakklandi, Bretlandi og Hollandi væri stjómað í betra samræmi við kenningar Kórans- ins um rétta stjómarhætti og virðingu fyrir mannfólki en Indónesíu eða lönd- um múslíma í Arabaheiminum. Hug- myndir þeirra vora klæddar í orðalag Kóransins en áherslumar líkar og hjá krötum í Evrópu. „Við viljum menn eins og Mitterand,“ sagði einn. Hann vissi víst ekki af því að Mitterand var mesti refúr í heiminum á eftir Suharto. Kína næst? Það era svo sem erfiðir tímar fram undan í Indónesíu. Sú kenning að lýðræði fái ekki þrifist þar af menningar- legum ástæðum er ijarri því að vera dauð, hversu auð- velt sem það er i augnablikinu að sýna fram á að sögu- legar rætur Suharto-einveldisins eru í þróun efnahags- kerfis Indónesíu frá því á nýlendutíma, en ekki í menn- ingu landsins. En stórir atburðir hafa gerst og þessir at- burðir verða imgu fólki annars staðar til hvatningar, ekki sist í Kína. Þar í landi er þegar hafin mikil gerjun í menningu og stjómmálum. Efoahagslegt öldurót sem er án mikils efa fram undan í Kína gæti, ásamt með at- burðunum í Indónesíu, orðið neisti að lýðræðisbaráttu í Kína sem fáir hefðu þorað að vonast eftir fyrir aðeins fáum misserum. Menn skyldu ekki gleyma þvf að í Kina og Indónesíu búa fleiri en samanlagt í öllum hinum rúmlega 90 ríkjum Evrópu og Afríku. „Menn skyldu ekki gleyma því aö í Kína og Indónesíu búa fleiri en samanlagt í öllum hinum rúmlega 90 ríkjum Evrópu og Afríku,“ segir Jón Ormur m.a. í pistli sínum. Hér fagna Indónesar afsögn Suhartos á götum úti. Símamynd Reuter Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson $koðanir annarra Komið að leiðarlokum „Eftir 32 ár viö völd ætti Suharto Indónesíufor- seti, sem er oröinn 76 ára, að gera sér grein fyrir | því sem bæði erlendir og innlendir aðilar hafa fyr- ir löngu séð: Það er komið að leiðarlokum hjá hon- um og stjórn hans. En einræðisherrar, sem ekkert ; hafa gert til að undirbúa valdaskipti eða hafa ekki ; þolað að nokkur nefni þann möguleika, eru þeir ! sem síst gera sér grein fyrir slíkri stöðu. Völd geta ; oft virkað eins og fíkniefni og fikniefn„ draga úr i hæfileikanum til að greina veruleikann." Úr forystugrein Aftenposten 18. maí. Sögulegt tækifæri „í kvöld fáum við aö vita hvort írska þjóðin missti af sögulegu tækifæri. Eftir aUan þrýsting og góö ráð frá öðrum taka að lokum írar sjálfir ákvörð- un. Heimurinn fylgist með ykkur. Þetta voru skila- boö Clintons Bandaríkjaforseta til írlands. Sjaldan hafa jafnmargir pólítískfr leiðtogar, sem í raun eru skynsamir, orðið fyrir jafnmiklum þrýstingi frá öðrum. Ef til vill er þetta hluti af vandamálinu nú þegar hætta er á að friðarsamkomulaginu verði hafnað á sjálfu Norður-írlandi.“ Úr forystugrein Aftonbladet 22. maí. Tengslin við Kína „Það er ekki augljóst hvað Kínverjum gekk til þegar þeir dældu fé í kosningasjóð Clintons í gegnum Chung. En á undanförnum árum hefur Clinton slakað á eftirliti með útflutningi á hertækni til Kína. Allar uppljóstranir um Chung, aðra styrktaraðOa og tengsl þeirra við Kína sýna það greinilegar en áður að Janet Reno þarf að flytja rannsókn á framlögum í kosningasjóð frá dómsmálaráöuneytinu til óháðra aöila.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.