Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Page 30
30 LAUGARDAGUR 23. MAI 1998 Sprengjuleitarmaður að störfum innan um fólk og fénað í Kambódíu. Mynd Anna Ólafsdóttir arfénu varið til jarðsprengjuleitar og fræðslu um hættur af jarð- sprengjum og varrúðarráðstafanir sem hægt er að gera meðan beðið er hreinsunar. Verkefnið verður unnið af sér- hæfðum aðilum undir eftirliti starfsmanna Hjálparstofnunar dönsku kirkjunnar. Þjálfaðir verða sprengjuleitarhópar og hópar sem munu annast fræðslu til almenn- ings. Reiknað er með að um 250 þús- und manns muni njóta góðs af sam- eiginlegu átaki stofnana kirkjunnar á Islandi og í Danmörku. Hringferð um landið Átakið i tengslum við söfnunina kostur á að styrkja verkefnið. Vegna átaksins kemur til lands- ins sérstakur bill sem er merktur líkt og bílar samtakanna Mine Advisory Group sem starfað hafa í Kambódiu. Samtökin annast jarð- sprengjuleit og fræðslu í ýmsum löndum með styrk frá frjálsum fé- lagasamtökum. Á eftirtöldum stöðum verður átakið kynnt: Akranesi 1. júní, Sauðárkróki 2. júní, Akureyri 3. júní, Húsavík 4. júní, EgUsstöðum 5. júní, Höfn í Hornafirði 6. júní og á Selfossi 7. júní. Að sögn Önnu stendur félagasam- tökum og öðrum til boða að fá fyrir- lestra ef áhugi er fyrir frekari kynn- ingu á átakinu. -bjb Hjálparstofnun kirkjunnar að hefja söfnun til styrktar jarðsprengjuleitar og fræðslu: Eitt þeirra milljóna tuga fórnarlamba sem oröið hafa fyrir baröinu á jarðsprengjum. Fjórtán ára drengur í Kambódíu sem steig á sprengju skammt frá heimili sínu er hann var aö aðstoöa fööur sinn á akrinum. Til aö fjármagna lækn- ískostnaö varö fjölskyldan aö selja mjólkurkú heimilisins. Mynd Anna Ólafsdóttir Nokkrar staðreyndir um jarðsprengjuvandann Dagana 29. maí til 7. júní næst- komandi verður Hjálparstofnun kirkjunnar með söfnun hér á landi til styrktar verkefnum á sviði jarð- sprengjuleitar og fræðslu. Megintil- efnið er samningur sem 126 ríki skrifuðu undir í Ottawa í Kanada í desember 1997 um bann við fram- leiðslu, notkun og geymslu jarð- sprengna. Ellefu ríki hafa fullgilt samninginn og undirritun Islands verður væntanlega innsigluð á Al- þingi næsta haust. Fullgildingu 40 ríkja þarf til að Ottawa-samningur- inn öðlist endanlegt gildi. „Það eru að skapast nauðsynlegar forsendur til að stórefla leit og hreinsun jarðsprengna og fræðslu um hvemig eigi að ganga um jarðir meðan beðið er hreinsunar. Við þurfum öll að leggjast á eitt,“ segir Anna M. Þ. Ólafsdóttir, fræðslufull- trúi Hjálparstofnunar kirkjunnar, í samtali við helgarblaðið. Stofnunin á frumkvæðið að söfnuninni en fyrir- myndin kemur frá systurstofnuninni í Danmörku. Söfnunin fer fram í samvinnu við Danina sem voru með svipað átak heima fyrir siðastliðinn vetur og endurtaka það í sumar. Anna er nýlega komin frá Kambó- díu úr ferð sem hún fór í með kollegum sínum frá Danmörku. í Kambódíu kynnti hún sér leitar- og fræðslustarf á jarðsprengjusvæðum í nokkrum þorpum. Þar er vandinn alvarlegur og sem dæmi er talið að 10 milljónir sprengna séu grafnar í jörð en íbúar Kambódíu eru um 9 milljónir talsins. Mikil áhætta fylgir því að leita aö jarösprengjum. Hvert svæöi er tekið skipu- lega fyrir og skipt niður í nokkrar ræmur. Leitarmennirnir fikra sig áfram um nokkra sentímetra í einu og stinga pinna niöur í jöröina. Þeir eru vel varðir og liggja á þar til gerðum teppum sem hægt er aö nota sem sjúkrabörur ef stungið er á rangan staö! Mynd Anna Ólafsdóttir „Við reiknum með að afrakstur söfnunarinnar fari til verkefna í Afríku en þessi starfsemi fer fram með svipuðum hætti hvar sem er í heiminum. Ferðin til Kambódíu var mjög fróðleg. Við kynntum okkur hvernig staðið er að hreinsun á jarðsprengjusvæðum og hvernig fræðsla til fólksins fer fram. Líf fólksins sem þama býr er mjög erfitt. Eftir að meiri friður hefur komist á í landinu er fólkið að snúa sem fyrst heim úr flóttamannabúð- um áður en einhver nær að sölsa undir sig jarðir þess. Menn vilja fara að hefja nýtt lif en snúa gjarn- an aftur áður en þorpin eru orðin öragg svæði,“ segir Anna um ferð sína til Kambódíu. Skelfilegt að sjá fólkið Henni fannst nokkur kaldhæðni í þvi að sjá börn leika sér í þorpun- um, rétt fyrir utan afmerkt sprengjuleitarsvæði, en meira hafi verið passað upp á hana og sam- ferðamenn hennar frá Hjálparstofn- un dönsku kirkjunnar. Önnu segist oft hafa langað til að vara börnin við er hún fór um þorpin. „Það var skelfilegt að sjá að fólk- ið er farið að lifa þarna venjulegu lífi með tifandi tímasprengjur undir fótum sér. Hvenær stígur einhver á næstu sprengju? Skömmu áður en við komum í eitt þorpið stigu tvö börn á jarðsprengjur. Annað þeirra dó og hitt særðist alvarlega." Fórnarlömbum jarðsprengna í vanþróuðum ríkjum bíður ömurlegt líf. Engin not eru talin vera I samfé- laginu fyrir fólk sem misst hefur út- limi. Anna segist hafa fundið mjög fyrir þessu í ferð sinni. „Eins og í Kambódíu þar sem landbúnaður er aðalviðurværi fólks. Ef karlmaður missir útlim getur hann síður séð fyrir sinni fjöi- skyldu. Því er konum heimilt að yf- irgefa eiginmenn sína ef þeir lifa af sprengingu. Neikvætt viðhorf kem- ur einnig úr búddatrúnni þar sem vanheill líkami er ekki talinn eins góður og heill,“ segir Anna og telur ekki síður mikilvægt að með auk- inni fræðslu megi breyta viðhorfum fólks gagnvart fórnarlömbum jarð- sprengna. Eins og áður sagði verður söfnun- Frá leitarstarfi í Súdan í Afríku sem söfnunin á íslandi mun væntanlega styrkja. Hér sjáum við nokkrar teg- undir jarösprengna. hefst í Reykjavík um næstu helgi og síðan verður farið í hringferð um landið. Á hverjum stað gefst vegfar- endum kostur á að prófa að leita að jarðsprengjum á gervigrasbletti. Sprenging heyrist í hátöluram ef viðkomandi stígur á sprengju. Gervilimir og hjólastóll, sem fram- leiddir eru í löndum þriðja heimsins, verða til sýnis. Peningum verður safnað í bauka á hverjum stað og almenningi þannig gefinn 26 þúsund manns deyja eða limlestast á ári af völdum jarð- sprengna. 80-100 milljónir sprengna liggja fald- ar. 100 milljónir til viðbótar bíða tilbún- ar til notkunar. Á næstu 20 mínút- um deyr einhver eða særist af völdum jarðsprengju. Um það bil 100 fyr- irtæki í um 55 löndum framleiða jarðsprengjur. Kína, Rússland, Egyptaland, Pakist- an og Indland fram- leiða mest. Banda- ríkin eru meðal framleiðenda en flytja ekki út jarð- sprengjur. Talið er að 10-12 milljónir sprengna af 360 gerðum séu framleiddar á hverju ári. Það kostar 22-70 þúsund krónur að hreinsa burt eina jarðsprengju. lifandi tímasprengiur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.