Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 Bæjarfulltrúar í Björgvin ætluðu að spilla opnunardagskrá listahátiðar: Guggnuðu á úrslitastundu - fegin að ég heyrði ekki sönginn, segir Bergljót DV, Ósló: „Ég er í það minnsta fegin að ég heyrði ekki sönginn,“ segir Bergljót Jónsdóttir, listahátíðarstjóri í Björgvin í Noregi, um þær mála- lyktir að heimaríkir bæjarbúar sungu þjóðsönginn sinn úti og inni, fyrir og eftir opnunardagskrá hátíð- arinnar í fyrradag. Konungshjónin heyrðu sönginn en sjálf opnunar- dagskráin var flutt eins og Bergljót hafði skipulagt hana. Þetta stóð þó tæpar en menn höfðu gert ráð fyrir. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjómiimi höfðu fyrir opnunina komið sér saman um að standa upp þegar bæj- arstjórinn, Ingmar Ljotnes, hefði flutt ræðu sína og syngja sönginn. Þegar á hólminn var komið guggn- uðu þó bæjarfulltrúarnir og enginn stóð upp. í Björgvin eru menn ekki á eitt sáttir um hvort líta beri svo á að söngurinn umdeildi hafi verið flutt- ur við opnunina. í Bergens Avisen er sagt að bæjarbúum hafi orðið að ósk sinni og þeim hafi tekist að flytja sönginn sinn fyrir konung og drottningu þrátt fyrir tilraunir ís- lendingsins Bergljótar Jónsdóttur til að koma í veg fyrir það. Aðrir telja að Bergljótu hafi tekist það sem hún ætlaði sér: Að fella þjóð- sönginn út úr opnunardagskránni. Raunar er það svo að staðarblöð- in tvö, Bergens Avisen og Bergens Tidende, eru komin í hár saman vegna Bergljótar. Bergens Avisen hefúr mjög horn í síðu Bergljótar en Bergens Tidende hleður á hana lofi. Bergens Avisen vill sem kunnugt er senda Bergljótu heim til íslands en á Bergens Tidende er helst að skilja að hún hafi markað þáttaskil í sögu bæjarins. í enn einum leiðaranum um Berg- ljótu segir Bergens Tidende að hún hafi „opnað listaglugga Björgvinjar móti umheiminum" og „bjargað listahátíðinni frá því að verða þjóð- rembu og afdalahætti að bráð.“ Þá segir að Bergljót sé verðugur arftaki tónskáldins Édwards Griegs sem hafi „gefið dauðann og djöfulinn í þjóðrembuna" þegar hann var fyrir réttum 100 árum gagnrýndur fyrir að fá útlenda hljómsveit til að spila á listahátíð í Björgvin. -GK Stal byssu og var handtekinn Lögregla, handtók mann'á miðí vikudag vegna innbrots í sumar- bústað fyrir skömmu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Reykjavík. Hann stal byssu úr sumarbústaðnum og fannst hún í fórum hans þegar hann var handtekin. Maðurinn hefur nokkrum sinnum komið við sögu lögreglu áður. -RR Stakk af frá matnum Maður stakk af frá fjögur þús- und króna reikningi á matsölustað í Reykjavík á miðvikudag. Maður- inn hafði þó ekki klárað allan mat- inn sinn þegar hann lét sig hverfa. Starfsfólk lét lögreglu vita og gat gefið greinargóða lýsingu á mann- inum. Lögregla handtók manninn skömmu síðar. í fórum hans fund- ust ýmsir hlutir sem taldir eru þýfi auk stolinna greiðslukorta. Maðurinn átti eftir óafgreiddan dóm og var tafarlaust settur í afl- plánun. -RR Börnin á Patreksfirði kippa sér ekki upp við sveitarstjórnarkosningarnar sem eiga hug hinna fullorðnu. Pegar DV var þar á ferö léku þau sér í snú snú og öðrum leikjum sem gengiö hafa frá kynslóö til kynslóðar. Hvort A-, B- eða C-listi veröur ofan á skiptir þau engu. DV-mynd GVA Ný símaskrá komin Símaskráin 1998 er komin út og tekur gildi næstkomandi fimmtu- dag. Viðskiptavinir fá skrána af- henta á öllum afgreiðslustöðum ís- landspósts og í þjónustumiðstöðv- um Landssímans í Reykjavík. Ekki verða sendir út sérstakir af- hendingarseðlar eins og verið hef- ur undanfarin ár. Símaskráin kemur út í 220 þús- und eintökum. Skrá í kartonkápu í einu bindi er afhent án endur- gjalds. Símaskráin verður æ þykk- ari með ári hverju og þess vegna verða harðspjaldaskrárnar í ár bæði fáanlegar í einu bindi fyrir þá sem það vilja og í tveimur bind- um sem skiptast í númer á lands- byggðinni annars vegar og hins vegar númer á höfuðborgarsvæð- inu. Harðspjaldaskrá í einu bindi mun kosta 190 krónur og harð- spjaldaskrá í tveimur bindum 380 krónur. Forsvarsmenn Landssímans telja aö nýjungar eins og skráning veffanga og netfanga í símaskrana munu auka upplýsingagildi símaskrárinnar enn frekar. Afstaöa til Árna og Ingibjargar eftir flokkum: Óákveðnir orðnir óákveðnari Þegar afstaða reykvískra kjós- enda til borgarstjóraefna R- og D- lista er skoðuð eftir því hvað þeir ætla að kjósa kemur enn og aftur í ljós hvað Ingibjörg Sólrún nýtur mikils traust sinna flokksmanna. Óákveðnir kjósendur eru enn óá- kveðnari en áður gagnvart Árna og Ingibjörgu og 10 prósent sjálf- stæðismanna vilja Ingibjörgu frekar en Árna í stól borgarstjóra. Þessar niðurstöður má lesa úr skoðana- könnun DV sem gerð í fyrrakvöld á fylgi fram- boðanna í Reykavík. Um prósent kjósenda Sjálfstæðis- flokksins vilja Árna sem borgar- stjóra, 10 prósent þeirra vilja Ingibjörgu og 5 prósent gera ekki upp á milli þeirra. Þetta er svipuð niðurstaða og í síðustu könnun fyrir viku. 98 prósent kjósenda Reykjavík- urlistans vilja Ingibjörgu áfram sem borgarstjóra, 1,2 prósent vilja Árna og 0,8 prósent eru óákveðin. Sem fyrr eru flestir innan raða óákveðinna, og þeirra sem gáfu ekki upp hvað þeir myndu kjósa, einnig óákveðnir hvort borgar- stjóraefnið þeir vilja, eða 55,1 pró- sent. Tæp 37 prósent óákveðinna vilja Ingibjörgu og 8,1 prósent Árna. Bæði fá þau minna per- sónufylgi hjá óákveðnum miðað við síðustu könnun. Greining á kjósendum H- og L- lista telst ekki marktæk sökum lítils fylgis listanna. Þó má nefna að flestir liðsmanna L-lista virð- ast hrifnari af Ingibjörgu. -bjb Afstaða til Árna og Ingibjargar eftir flokkum |: Árni SN ingibjörg |§| Óákv./sv. ekki \psa 21.5‘98 85 OAKV/SV. EKKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.