Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 JLj’V Qhkamál Segja má að ekki hafi orðið aftur snúið þegar hin unga og laglega Com- elia Weinert hitti hinn unga Thomas Karle. Að vísu var hin tuttugu og niu ára gamla gifta kona þriggja barna móðir en Thomas setti það ekki fyrir sig. í hans augum var hún lagleg, vel vaxin og aðlaöandi. Og hann var myndarlegur, duglegur, naut vel- gengni á sína vísu, stundaði líkams- rækt og hafði því á sér íþróttamanns- allt væri með felldu með eftir- vinnu Corneliu. En svo fór hann að fá grunsemdir. Hún kom æ seinna heim á kvöldin. Loks fór hann að kanna hvort hún kæmi á þá staði sem hún sagðist sækja með samstarfsfólkinu en svo reyndist ekki vera. Frásagnir hennar komu ekki saman við það sem hann komst að þegar hann fór að njósna um ferðir hennar. Loks Thomas Karle var áhugamaöur um íþróttir. í fyrstu hélt Marco að Marco fatlaöist viö falliö. gekk hann á hana og þá viður- kenndi hún að það væri Thomas Karle sem hún hitti á kvöldin. Hann væri allt það sem Marco væri ekki, metorðagjarn, nyti verulegrar velgengni og ynni að stækkun smiðju sinnar. Þar að auki væri hann myndarlegur, töfr- andi og ókvæntur. Heimur Marcos hrundi í einu vetfangi. Og það kom að litlu gagni þótt kona hans héldi því fram að þetta væri aðeins tímabundið framhjáhald. Ekki væri ástæða til að ætla að Thomas hefði áhuga á að kvænast henni, þriggja barna móður. Viðhrögð Marcosar urðu aftur að krefjast þess aö hún sliti sambandinu tafarlaust. Þetta var 23. ágúst 1993. Cornelia keypti blómvönd og ók heim til Thomas- ar. Marco taldi að hún ætlaði að kveðja hann með blómum. Fylltist grun- semdum legt yfirbragð. Comelia sá allt þetta við hann og sennilega eitthvað meira og var tilbúin að yfirgefa eiginmann sinn, Marco, og börn til að hefja sam- búð með Thomasi. Kynni þeirra Thomasar og Cornel- iu bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hann var blikksmiður og kom á heimili Weinerts-hjónanna til þess að gera við bilun i baðherbergi. Og eitt leiddi af öðru. Heimavinnandi eigin- maður Comelia og Marco Weinert gengu í hjónaband árið 1993 og eignuðust þrjú böm á skömmum tíma. Þegar það gerðist sem hér segir frá voru þau fjögurra, þriggja og tveggja ára. Comelia vann í tískuvörubúð en Marco tók að sér heimilisstörfin þar sem hann varð at- vinnulaus. Og hann sinnti þeim af slíkri iðni að hann gerði ekk- ert til að fá sér vinnu. Eftir nokkum tíma var svo komið milli þeirra hjóna að Cornelia lýsti því yfir við vinkonur sínar að hún væri „að kafna“. Eftir að þriðja bamið fæddist fór Cornelia skyndilega að huga mjög að vexti sínum. Hún fór í megrun, tók að snyrta sig af meiri áhuga en áður og gerði nær allt sem hún gat til þess að líta vel út. Og samhliða þessu urðu vinnustundir hennar lengri. Hún fór að vinna fram eftir á kvöldin, eða svo sagði hún manni sínum, og gaf honum þá skýringu að hún væri á samráðs- fundum með verslunar- stjóranum vegna fyrir- hugaðra breytinga. Þær krefðust margvís- legrar umræðu um framtíðarreksturinn. Reyndi að svipta sig lífi Það kann að hafa haft nokkur áhrif á þyngd dómsins að Marco hafði reynt að svipta sig lífi fyrir réttarhöldin. Töldu sumir að hann hefði þannig viljað koma sjálfur yfir sig dómi en aðrir að hann hefði ekki treyst sér til að taka af- leiðingum gerða sinna á þann hátt sem gert væri ráð fyrir. Hvor skýr- Sérstæður viðskilnaður Ekki fer neinum sögum af því sem gerðist næstu mínúturnar eftir morð- in. Allt bendir hins vegar til þess að Marco hafi ekki verið reiðubúinn til að játa þau á sig heldur hafi viljað komast frá verknaðinum. En hann valdi sérstaka aðferð, sem átti eftir að koma honum í enn meiri vanda síðar. Áður en nóttin var á enda fór Marco niður i kjallara þar sem var frystikista. Hann tók úr henni öll þau matvæli sem í henni voru. Siðan fór hann upp á efri hæðina, tók líkin og bar þau niður þar sem hann kom þeim fyrir í frystikistunni. Hann lok- aði henni síðan. Næstu fjóra daga ríkti óvissu- ástand. Ljóst var að Cornelia mætti ekki tO vinnu og Thomas ekki heldur. En engum kom til hugar á fyrsta degi að neitt alvarlegt hefði komið fyrir. Á þriðja og fjórða degi fóru ýmsir hins vegar að hafa miklar áhyggjur og þá var lögreglunni skýrt frá því að hið horfna par hefði átt í ástarsambandi. Er henni varð ljóst um ástarþríhym- Cornelia og Marco Weinert. í framhaldi af því hélt verjandinn því fram að Thomas Karle hefði brotið gróflega af sér i þeim efnum. Þetta yrði rétturinn að hafa í huga við málsmeð- ferðina. Eftir alllangan málflutning var Marco sekur fundinn en það kom hins vegar í hlut dómarans að ákveða hver refsingin yrði. Og það var ljóst að hann taldi Marco það til nokkurra málsbóta hve illa hann hafði veriö svikinn af konu sinni. Sú niðurlæging sem hann hefði orðið fyrir af hálfu hennar og elskhuga hennar hefði gengið nærri sjálfsvirðingu hans. Niðurstaðan varð því sú að Marco fék fjórtán ára fangels- isdóm, en það var vægari dómur en ýmsir höfðu reiknað með. ingin var rétt veit enginn. Eftir handtökuna var farið með Marco til yfirheyrslu á lögreglu- stöðina í Pforzheim. Er komið var með hann á þriðju hæð tókst hon- um að rífa sig lausan og stökk þá yfir handrið niður stigagatið. Hann skali hins vegar á skápi áður en hann lenti á gólfinu og er það talið hafa bjargað lífi hans. En hann eyðilagði á sér annan fótlegg- inn og verður bæklaður það sem eftir er. Það má því með sanni segja að það sem gerðist hafi tekið mikinn toll, bæði líkamlega og andlega. í blaðaskrifum í Þýskalandi eft- ir málið kom fram hve alvarlegar afleiðingar það getur haft þegar tveir aðilar í ástarþríhyrningi sýna hinum þriðja fyrirlitningu. Það sé nær undantekningarlaust þolandinn sem verður fyrir henni og verði þá að taka samtímis ótryggð, niðurlægingu og hugsan- lega háði. Þá þurfi mikinn andleg- an styrk og yfirvegun til að taka rétt á málum. Löng nótt En Comelia kom ekki heim aftur fyrir háttatíma. Hún lét ekki sjá sig fyrr en næsta morgun. Þá ók Thomas henni heim og Marco sá hana stíga út úr bíl hans. Honum var ljóst að þau hefðu ekki slitið sambandinu eins og hann hafði búist við. Cornelia gaf Marco þá skýringu að henni hefði ekki fundist þetta rétti tíminn til að ræða málið. Eftir hina löngu nótt kom langur laugardagur. Og ekki batnaði andrúmsloftið á heimilinu þegar Cornelia skýrði allt í einu frá því að þau Thomas hefðu verið á herbergi 116 á Holiday Inn hótelinu í Ettlingen undan- gengna nótt. Marco mætti gjarnan kanna það ef hann vildi. Andrúmsloftið varð enn þyngra eftir þessa niðurlæg- ingu sem Marco mátti þola. Og enn versnaði ástandið þegar Thomas kom í heim- sókn. Marco reyndi þá að koma á umræðu um framtíð- ina en því höfnuðu kona hans og elskhugi hennar. Þess í stað sendu þau Marco til systur hans. Cornelia sagðist myndu hringja til hans þegar hún hefði áhuga á að hitta hann aftur. En hún hringdi ekki það kvöld. Dregur til tíðinda Thomas beið fram undir miðnætti. Niðurdreginn hélt hann þá að heimili sínu. Hann fór þó ekki inn heldur lagðist á gægjur. Og hann hafði ekki beðið lengi þegar hann sá konu sína og elskhuga koma nakin úr baðher- bergi. Thomas var meö flösku af freyðivíni í hendinni. Parið gekk inn í svefnherbergið. Marco fór aftur að bíl sínum og ók lengi um í nætur- myrkrinu. Um íjögurleytið um morguninn kom hann aftur að húsinu og nú hafði hann tekið ákvörðun sem hann ætlaði ekki að hvika frá. Hann opnaði hljóð- lega, gekk fram í eldhúsið og tók þar fram langan hníf. Svo læddist hann inn í svefnherbergið. Kona hans og elskhuginn lágu nakin í hjónarúminu. Marco stakk Thomas með hnífnum. Cornelia vaknaði og hljóp æpandi fram á gang. En Marco náði henni við dyrnar og stakk hana. Réttarlæknar fundu síðar tíu stungur á líkinu og sögðu að þrjár þeirra hefðu verið ban- vænar. Thomas var enn á lífi þegar Marco kom aftur að honum í svefnherberg- inu. Hann lá á hnjánum og var að reyna að skríða burt. En nokkrar hnífsstungur í bakið bundu enda á líf hans. inginn var ákveðið að gera leit á heimili Weinerts-hjóna og hún hafði ekki staðið lengi þegar ljóst varð hvað þar hafði gerst. Líkin fundust svo í kjallaranum. Marco var hjá foreldrum sínum er lögreglan kom til að handtaka hann. Hann var úrskurðarður í gæsluvarð- hald meðan rannsóknin fór fram en niðurstaða hennar varð saksóknara tilefni til útgáfu morðakæru. Fyrir rétti Þegar Marco Weinert kom fyrir rétt hélt saksóknarinn þvi fram að dæma bæri hann í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyr- ir morðin tvö og vísaði meðal annars í boðorðið sem segir að menn skuli ekki morð fremja. Verjandinn var ekki lengi að nýta sér það og vísaði í annað boðorð, þar sem segir að menn skuli ekki girnast konur annarra manna. Og Hús Weinerts-hjónanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.