Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Side 18
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 JU"V 18 dagur í lífi Regnhlífar í stöflum í#iiiji breytingar it ý( Listahátíðardagur númer eitt í lífi Þórunnar Sigurðardóttur: „Fyrsta morgunverkið: Veður- stofan. Veðurútlitið er allgott. Ég sé ekki betur en það rigni, þegar ég horfi út um gluggann. „Þið gæt- uð lent á milli lægða ef þið eru heppin,“ segir veðurfræðingurinn til að hugga mig. Ég tek sparifötin og treð þeim í poka og skunda niður á listahátíð. Fax frá Mexíkó. Búið að bjarga bráðabirgðavisa til Bandaríkjanna fyrir indíánakonurnar frá Chi- apas. Sendiráðin í Reykjavík hafa reynst listahátíð haukur í horni, og haldi einhver að þar sitji menn auðum höndum hafa þeir að minnsta kosti ekkj gert það síð- ustu vikur. Biðröð við miðasöl- una. Það lítur út fyrir að það verði uppselt á meirihluta hátíðarinnar og það er sannarlega ánægjulegt. Victoria Chaplin er á simsvaran- um. Hún er búin að fá flugmiðana með DHL, sem við héldum að hefðu lent í vitlausu húsi í Paris. Öryggið á oddinn Næst er að skunda niður í Hafn- arhús. Allur undirbúningur er á fullu. Kolla og Lóa (Kolbrún og Ólöf) hafa vakað nótt og dag yfir undirbúningi opnunarinnar. Regnhlífar í stöflum bíða við hús- gaflinn og breitt hefur verið yfir sætin ef það skyldi rigna áður en að opnun kemur. Signý fram- kvæmdastjóri merkir sætin og Kristín sýningarstjóri prófar hljóðnemann. Farið yfir öryggisatriðin enn einu sinni varðandi drottning- una. Enginn veit hversu margir koma og því er erfitt að meta hversu ströng gæslan þarf að í nógu er að snúast þessa dagana hjá Þórunni Sigurðardóttur, formanni framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík. Hún lýsir fyrir okkur hluta af opnunardegi hátíðarinnar. DV-mynd E.ÓI. vera. Við förum eftir ákvörðun- unum lögreglu og öryggisvarða drottningar varðandi öryggisat- riðin. Það er því miður ekki hægt að segja frá þeim í þessum pistli, en þau hafa reynst mim flóknari en maður hélt, sérstaklega þar sem drottning er innan inn al- menning. Öryggisverðimir fara á imdan og eftir hvar sem hún fer og íslenska lögreglan einnig. Blaðamenn og ljósmyndarar fá sérstaka passa og fá ekki að mynda nema á fyrirfram ákveðn- um augnablikum. Allir reyna að aðlagast þessum reglum en auð- vitað eru þær brotnar mjúklega einstaka sinnum. Skipt um föt í bílnum Krakkamir í Myndlistarskólan- um em byrjuð að mála stéttina, því vonir standa til að drottning gangi yfir Hafnarsvæðið, þ.e. ef veður leyfir. Drottning býður til hádegisverðar í snekkjunni og ég skipti um föt í bílnum, hitti eigin- manninn og skunda um borð. Það er ekki við hæfi að gera lítið úr hefðarsiðum annarra þjóða, en ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, þegar sjóliðarnir mæta mér við landganginn með hermanna- kveðju, blása í pípur og kalla síð- an nafnið mitt upp þegar ég er kynnt fyrir drottningu með afar formlegum hætti, þótt ég hafi hitt hana bæði í gær og fyrradag. Drottning slæm í fæti Það er komin sól og hiti þegar gengið er frá borði og mikill mannfjöldi hefur safnast á hafnar- bakkann. Sem betur fer gengur drottning kajann, þótt hún sé slæm í fætinum. Hin örstutta opn- unarathöfn í portinu hefst með sól og blíðu, en endar í grenjandi hagléli. Þetta datt engum í hug. Amlimahópurinn, sem aldrei hef- ur séð snjó, hvað þá hagl, er skelf- ingu lostinn. Þau treysta sér ekki til að fara á stultumar, enda er það stórhættulegt. Einhver heldur því fram að þau hafi dansað regn- dans á svölunum og menn hafa gaman af þessari ótrúlegu uppá- komu. Á eftir frétti ég að þau hafi samt skemmt undir skyggninu og vakið gífúrlega hrifningu, eins og alls staðar, þar sem þau hafa komið fram. Enn er dagurinn aðeins hálfnaður, en plássið á þessari síðu því miður búið. Svo lengri verður þessi frásögn ekki.“ Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrír getraun nr. 462 eru: 1. verölaun: Baldur Vilhelmsson, Vatnsfjörður, 401 ísafjörður. 2. verölaun: Jóhann Víglundsson, Völvufelli 38, 111 Reykjavík. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Aö tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 464 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.