Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 12
12 Qðtal LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 DV Hvernig á að bregðast við þegar sorgin kveður dyra: Þá kunni ég engin svör - segir sára Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju Sr. Sigurður leggur áherslu á aö aðstandendur séu hreinskilnir við börn varðandi lát ástvina, og að þeim sé leyft að taka þátt í aö kveðja hinn látna. DV-mynd E.ÓI „Ég er alinn upp í kristinni trú frá blautu barnsbeini, og kunni öll svörin. En þegar þetta var orðin mín reynsla, mitt vandamál, mín upplifun - þá kunni ég engin svör lengur," segir séra Sigurður Páls- son, sóknarprestur í Hallgríms- kirkju, um sorgina sem hann upp- lifði fyrir fáum árum þegar dóttir hans lést frá eiginmanni og þremur ungum sonum. Sigurður segir þessa persónulegu reynslu vera kveikjuna að bók sinni Böm og sorg sem kom út í síðustu viku. Hann hafi fundið fyrir því á undanfórnum árum að vaxandi þörf hafi verið á efni til stuðnings syrgj- endum, og börnum sérstaklega. „Samfylgd við dóttursyni okkar og foður þeirra, og það sem hún leiddi af sér, varð til þess að okkur hjónunum fannst við þurfa að koma þeim lærdómi á framfæri við aðra, í þeirri von að það gæti orðið öðr- um til hjálpar," segir Sigurður. „Hún hvatti okkur líka til þess að setja okkur inn í hvað aðrir hafa verið að skoða varðandi það hvern- ig böm bregðast við missi og hvern- ig þau vinna úr sorg sinni, og að hverju þarf að gæta til þess að úr- vinnslan úr sorginni fái farsæl lok.“ Börnin taki þátt í sorginni Bókin skiptist í þrjá meginhluta, fyrsti hlutinn er hugsaður sem leið- beining til foreldra og kennara og annarra aðstandenda sem eru sam- ferða börnum sem hafa misst, mið- hlutinn er fræðilegri og fjallar um hvernig börn skilji dauðahugtakið á ólíkum þroskaskeiðum, og í þriðja hlutanum eru ábendingar um það hvemig skólinn skuli grípa inn í þegar börn verða fyrir áfalli. Sigurður leggur áherslu á að börnin fái að taka þátt í útför hins látna, og kveðja hann á sinn hátt. Ræða eigi við bömin og spyrja þau hvers þau óska áður en teknar eru ákvarðanir um til að mynda hvort þau eigi að fá að vera við kistulagn- ingu látins ástvinar. „Það er engin regla án undan- tekninga. En eftir stendur megin- reglan, sú að þegar fram í sækir skilur það eftir sig meiri sársauka að hafa ekki fengið að vera með,“ segir Sigurður. „Og jafnvel það að fá að sjá hinn látna augliti til auglitis finnst mér ekki hafa annað en já- kvæð áhrif á bömin, að því gefnu að þau séu búin undir það. Þeir höf- undar sem ég kynnti mér voru allir á einu máli um að það sem börnin sjá ekki verður þeim gjaman tilefni til ýmiss konar ímyndana sem valda þeim meiri óþægindum en þessi reynsla, að fá að vera með.“ Ekki leyna sjálfsvígi fyr- ir börnum í bók Sigurðar er einnig fjallað um sjálfsvíg, og hvernig eigi að gera bömum grein fyrir slíkum atburði. Sigurður segist leggja áherslu á að fólk sýni börnum fulla hreinskilni og trúnað, og reyni ekki að leyna þau því sem raunverulega gerðist. Reynslan sýni að það sé affarasælla, þó það kunni að vera erfitt, að segja börnum sannleikann strax þegar áfallið dynur yfir heldur en að fresta því til síðari tíma. „Þetta kemur til af tvennu, þaö er hætta á því að þau frétti það hvort sem er og þá kannski á óæskilegan hátt. Það er eins og auðveldara sé aö taka öllum sannleikanum þegar í upphafi heldur en að þurfa að vekja málið upp síðar. Það hefur lika sýnt sig að þetta síðar verður kannski aldrei," segir Sigurður. Erfið glíma fyrir trúmann Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort trúuðum manni hafi reynst auðveldara en öðrum að takast á við þá reynslu sem Sigurð- ur og fjölskylda hans gengu í gegn- um við dótturmissinn. „Þetta knýr mann til þess að skoða spurninguna um lífið og um dauðann og um trúna á allt öðrum forsendum en áður. Og þó að maður glími þessa glímu á forsendum trú- arinnar þá hygg ég að glíma hins trúaða manns sé að mörgu leyti ekkert síður harkaleg en hins sem við þessar aðstæður flýr á náðir trú- arinnar úr fjarskanum, vegna þess að hinn trúaði hefur tilhneigingu til að trúa því að hann sé í skjólinu," segir Sigurður. „Þess vegna finnst hinum trúaða hann kannski vera berskjaldaðri heldur en hann hélt. Og það knýr til endurskoöunar." Sigurður segir að þeim hjónum hafi verið gefið að glíma þessa glímu saman á forsendum trúarinn- ar, en hann vill ekki draga fjöður yíir það að hún hafi verið fjarri því að vera auðveld. Hún hafi hins veg- ar ekki raskað grundvallarafstöðu þeirra til Krists, og þegar upp væri staðið sætu þau uppi með dýpri skilning en áður. Hins vegar segir Sigurður að allar þær spurningar sem byrja á af-hverju vakni hjá hin- um trúaða, ekki síður en hinum. „Þær koma að hinum trúaða ekk- ert síður, og kannski að sumu leytinu harkalegar heldur en hjá öðrum. Og það er líka eitt af þvi sem maður lær- ir af reynslu sem þessari og það er að lifa með öllum þessum af- hverju spurningum sem engin svör fást við. Og áræða að fela sig guði án þess að hafa fengið öll svörin, og treysta hon- um fyrir sér,“ segir Sigurður. „Og það má kannski segja að þegar upp er staðið hafi það lokist upp fyrir mér í rikara mæli en áður að kristin trú er fyrst og fremst trú vonarinnar." Dauðinn á ekki síðasta orðið Sigurður segir að hann hafi í raun aldrei leitt hugann að því sérstaklega fyrr en eftir þetta að sama ritningarversið er haft yfir við skírn barns og við lokaorð út- farar, sem sé eitthvað á þessa leið: „Lofaður sé guð og faðir Drott- ins vors Jesú Krists sem hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyr- ir upprisu Jesú Krists frá dauð- um.“ Líf kristins manns er eigin- lega rammað inn með þessari áminningu um lifandi von sem kristnum manni er gefin vegna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Sem er náttúrlega fólgin i því að það er hann með lífgjöf sína sem hefur síðasta orðið, en ekki dauð- inn.“ -Sól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.