Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 29
i iV LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 %éttaljós 29 Flugvélaverkfræáingurinn Jusuf Habibie tekinn við forsetaembættinu í Indónesíu: Jusuf Habibie er ekki öfundsverð- ur. Þessa nýja forseta Indónesíu bíð- ur nú það vandasama verk að koma á friði og ró í landinu eftir margra mánaða mótmælaaðgerðir gegn fyrrverandi forseta, Suharto, sem neyddist til að segja af sér á fimmtu- dag. Habibie verður líka að reyna að sannfæra þjóðir heims um að hann geti hreinsað til í spillingunni sem hefur grasserað í Indónesíu undanfarna áratugi. Þeir eru hins vegar ekki margir sem trúa því að hann verði langlíf- ur í forsetaembættinu. Vestrænir sérfræðingar telja að valdabarátt- unni í þessu fjórða fjölmennasta ríki jarðar sé enn ekki lokið. Habibie, sem verður 62 ára gam- all í næsta mánuði, er flugvélaverk- fræðingur, menntaður í Þýskalandí. Hann var ráðherra vísinda og tækni áður en Suharto gerði hann að vara- forseta í marsmánuði síðastliðnum, þegar Suharto var endurkjörinn for- seti til næstu fimm ára. Besti vinur Suhartos „Hann er í raun skjólstæðingur Suhartos forseta. Ég tel að enn eigi eftir að reyna á stjórnmálahæfileika hans,“ segir Hal Hill, fræðimaður við þjóðarháskólann í Ástralíu. Habibie hefur þekkt Suharto frá því hann var ungur drengur á eyj- unni Sulawesi. Þá var Suharto orð- inn hershöfðingi í indónesíska hernum og vingaðist við fjölskyldu þrettán ára gamals snáðans eftir lát fj ölskylduföður ins. Vinátta mannanna tveggja, sem oft hefur verið líkt við samband föð- ur og sonar, stóðst tímans tönn þótt Habibie héldi til náms i Þýskalandi og lyki þar doktorsprófí í flugvéla- verkfræði. Þar bjó hann og starfaði í hartnær tuttugu ár. „Hann var afburðanámsmaður, tók doktorspróf og naut mikillar velgengni í Þýskalandi. Áður fyrr sáu menn hann fyrir sér sem snjall- an vísindamann en atburðirnir hafa hagað þvi að hann hvarf frá vísind- unum og sneri sér að framleiðslu, iðnaði og nú stjórnmálum. Ég held að honum hafi ekki vegnað vel á öll- um þesum þremur sviðum," segir dálkahöfundurinn Wimar Witoelar. Kallaður heim Habibie naut svo mikils trausts Suhartos forseta að hann var kallaður heim árið 1978 til að taka við ráðu- neyti visinda og tækni. Þá var honum Námsmenn í Indónesíu voru fremst- ir í flokki þeirra sem kröfðust af- sagnar Suhartos forseta. Peir fengu vilja sínum framgengt. fréttaljós lenskra króna. Samkvæmt samkomulagi sem indónesísk stjórnvöld gerðu við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) í janúar síðastliðnum og miðar að því að koma landinu út úr þeirri miklu efnahag- skreppu sem þar hefur verið um nokkurt skeið, hafa framlög ríkisins til IPTN verið skorin niður. Fyrirtæk- ið ætlar engu að síður að halda áform- um sínum til streitu. Undarleg kenning Enginn frýr Jusuf Habibie vits þeg- ar flugvélaverkfræði og vísindi eru annars vegar. Öðru máli gegnir um yfirlýsingar hans sen snerta eitthvað annað en sérsvið hans. Þar eru upp- hrópanir hans og kenningar í efna- hagsmálum talandi dæmi. Á síðasta ári komst Habibie í frétt- irnar, og skaðaði orðspor sitt um leið, þegar hann lýsti þvi yfir að ríkis- stjórnin ætti að lækka vexti til að draga úr verðbólgunni, hækka þá síð- an aftur og lækka á víxl til að örva hagyöxtinn. „Ég hef aldrei heyrt þessa kenn- ingu fyrr og ég held ekki að neinn annar hafi heyrt um hana. Og hana er svo sannarlega ekki að finna í neinni Herinn var bakhjarl Suhartos Indónesíuforseta á liölega þriggja áratuga valdaferli hans. Nú er spurningin hvort her- inn fylgir hinum nýja forseta að málum eða hvort yfirmenn hans ætla sér annað og meira hlutverk í stjórn Indónesíu í framtíðinni. Blaðsöludrengur í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, selur blöð þar sem skýrt er frá afsögn Suhartos í risafyrirsögnum. Hermenn fylgjast vel með. þjóðin geta fallist á Habibie. Hann er bara leikari i Javadansinum sem fram fer í skugganum. Raunveruleg völd eru í höndum hersins en ég tel ekki að yfirmenn hersins séu á einu máli. Það verður valdatóm og sérhver yfirmaður hefur sinna eigin hags- muna að gæta,“ segir vestræni stjórn- arerindrekinn. Til bráðabirgða Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sem flýtti fyrir afsögn Suhartos með af- stöðu sinni í síðustu viku, fór ekki leynt með það í fyrstu viðbrögðum sínum við afsögn gamla forsetans að hann liti á Habibie sem forseta til bráðabirgða. „Við hvetjum leiðtoga Indónesíu til að taka til hendinni og innleiða um- bætur sem njóta stuðnings almenn- ings. Bandaríkin eru reiðubúin að að- stoða Indónesa við að koma á lýð- ræði,“ segir í yfirlýsingu sem Clinton lét fréttamönnum í Washington í té eftir forsetaskiptin. Vestrænir sendimenn segja að indónesíska hernum hafi tekist að koma í veg fyrir mikið blóðbað í höf- uðborginni Jakarta með því að sýna þar styrk sinn. Það gæti hins vegar reynst hernum um megn að halda uppi röð og reglu ef mótmælaaðgerðir vegna efnahagskreppunnar halda áfram. Aðeins 200 þúsund menn eru í herafla landsins og þeir eru illa búnir undir að hafa hemil á óeirðaseggjum. Margir vestrænir sérfræðingar telja að Wiranto, yfirmaður hersins, vilji sjálfur komast til valda eða stjórna á bak við tjöldin. „Wiranto sagði Suharto að tími væri kominn til að fara. Spurningin er hins vegar hvort hann er reiðubú- inn að gefa borgaralegu lýðræði tæki- færi til að spjara sig í efnahagsþreng- ingunum eða hvort hann vill bara að Wiranto taki við af Suharto," segir vestrænn stjómarerindreki. Byggt á Reuter einnig trú fyrir öðrum mikilvæg- um stöðum, svo sem for- mennsku í samtökum íslamskra mennta- manna og í Natuna gasvinnsl- unni í Suð- ur-Kína- hafi. Habibie hefur til þessa verið hvað mest í sviðsljósinu sem yfirmaður ríkis- reknu flugvélaverk- smiðjunnar IPTN sem um þessar kennslubók í hagfræði," segir áðumefndur Hal Hill frá Ástral- íu. Hann er hag- fræðingur og hef- ur rannsakað málefni Indónesíu í ára- tugi. „Þegar hann hefur tjáð sig um mál sem eru utan sérsviðs '. hans, hefur | hann ekki / virst vera neitt sér- staklega gáf- aður og fræg- asta dæmið er um vextina," segir Hill. Indó- nesíusér- fræð- ingur einnar vestrænnar ríkisstjórnar spáir þvi að Habibie muni hrökklast úr embætti innan fárra vikna. „Habibie er ekki lausnin," segir þessi sérfræðingur, „hann er hluti vandans." Vestrænn stjórnarerindreki, sem starfaði í Indónesíu þar til nýlega, er sömu skoðunar. „Hvorki herinn, námsmenn né mundir er að prófa skrúfuþotu sem hönnuð var af heimamönnum. Þá áformar verksmiðjan að smíða 130 farþega þotu, Kostnaðurinn við það verk er áætlaður um 140 milljarðar ís-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.