Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 JLlV 20 VlðtSl " " ýc Kemur ekki bara á óvart með leik og söng í Carmen Negra í Islensku óperunni: hann settist niöur og fór að semja söngleik. Skortur sé á íslenskum söngleikjum og þegar Garðar Cortes viðraði þetta fyrst við sig hafi hon- um þótt hugmyndin afar spennandi. „Ég fór bara að vinna í þessu,“ seg- ir Bubbi eins og hann hafi ekkert gert annað um ævina en að semja söngleiki! Þama er auðvitað komin skýring- in á því af hverju Bubbi lét „plata sig“ í Carmen Negra. „Það er nú málið,“ viðurkennir hann og telur vinnuna við söngleikinn hafa komið sér vel. Þannig hafi hann fengið betri tiifmningu fyrir þessu formi. Svekktur kommúmstí Víkjum þá aftur að Carmen Negra og hlutverkinu sem Bubbi fer með. Hann segir Remendado vera kommúnista og byltingarsinna. Per- sónan sé mjög áhugaverð. „Hann er svekktur og bitur. Eyði- leggur allar stemmningar í kringum sig og er sannkölluð eiturtunga. Alls ekki sá vinælasti á sviðinu. Hann er jafnframt greindur og gerir sér grein fyrir að flestir draumar hans um sósíalismann hafa hrunið. Um miðbik verksins verður á hon- um kúvending. Án allrar viðvörun- ar gefst hann upp í baráttunni fyrir gildunum sem hann trúði á. Hvem- ig það gerist verður fólk að sjá með því að koma og sjá sýninguna," seg- ir Bubbi og kann greinilega allar auglýsingabrellumar! Aðspurður hvort hann eigi eitt- hvað sameiginlegt með Remendado segist Bubbi hafa haft svipaðar hug- sjónir á sinum yngri ámm. „Ég á mjög auðvelt með að setja mig í spor hans hvað það snertir. Hins vegar eldist þetta af manni á landi eins og íslandi. Maður brotn- ar. Ætli byltingarsinninn í mér hafi ekki farið með hárunum," segir Bubbi brosandi en ber sér á brjóst og bætir við: „Hjarta mitt slær enn þá til vinstri, það er engin spum- ing.“ Ný plata á leiðinni Bubbi hefur í nógu að snúast þessa dagana. Fyrir utan söngleik- ina þá er hann að undirbúa upptök- ur á nýrri plötu. Þær hefjast í byrj- un júní, taka fióra daga og stefnt er að útgáfu næsta haust. Hann segist vera með 30 lög tilbúin en líklega fari u.m.b. 12 þeirra á plötuna. En hvemig plata skyldi þetta vera? „Ég er bara einn með kassa- gítamum. Hef mikið verið að vinna í gömlum vikivökum, þulum og þjóðsögum. Platan kemur að stórum hluta til með að vera undir þessum áhrifum. Ég hef ekki mikið verið að grufla í þessu en þó mátti finna áhrif á síðustu plötu í laginu Bónd- inn í blokkinni. Áhrifin em sterkari núna. Ég færi þuluformið inn í hið daglega líf. Þetta er heillandi form og það em margar góðar hendingar í gömlu vikivökunum. Ég tek viðlag og breyti því þar sem við á. Skír- skotanir aftur í aldir em víða í þess- um lögum,“ segir Bubbi sem greini- lega er á kafi í sagna- og menningar- arfleið íslendinga; vikivökum og vesturförum. En fyrst er það Carmen Negra um næstu helgi. Óhikað segist Bubbi geta lofað fólki „rosalega flottri" sýningu. „Ég held að ég sé ekki að taka of mikið upp í mig þegar ég segi þetta. Það er engin spuming að Carmen Negra er með því betra sem er í boði á listahátíðinni. Þó geta höklar og messuklæði verið spennandi fyr- ir einhveija," segir Bubbi að end- ingu í spjalli okkar og er rokinn af stað á æfingu. Ætíð bísperrtur og núna í alvöru byltingarklæðum. -bjb Eftir nokkra daga, eða þann 29. maí, verður fmmsýndur söngleikur á sviði íslensku óperunnar er bygg- ir á óperunni Carmen eftir Bizet og nefnist Carmen Negra. Sýningin státar af mörgum þekktustu söngv- urum þjóðarinnar auk þeldökku söngkonunnar Caron sem fer með titilhlutverkið. Þarna em kappar á borð við Egil Ólafs, Helga Bjöms og Bergþór Páls. Síðan er einn sem sker sig nokkuð úr hópnum fyrir þær sakir að hann hefur aldrei áður á 18 ára tónlistarferli sínum tekið þátt í söngleik né þurft að sýna leik- ræna hæfileika undir stjóm ann- arra. Við erum að tala um Bubba Morthens. Hann fer með hlutverk byltingarsinnans og blaðamannsins Remendado auk þess sem hann bregður sér í lítið hlutverk forseta ríkisins Santa María í S-Ameríku. Á þeim stutta æfingartíma sem við fylgdumst með í Óperunni sáum við strax að það fer Bubba vel að leika byltingarsinna. Klæddur grænum hermannabúningi, svartri spanjólu og með rauðan klút um hálsinn. Svolítið eins og Che Guevara enda hefur Bubbi löngum verið byltingarmaður inn við bein- iö. Þröskuldum ýtt út „Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt. Ég þurfti hins vegar að byrja á því að ýta út nokkrum þrösk- uldum. Ég hef ekki verið mikill söng- leikjakarl," segir Bubbi í upphafi spjalls okkar. Við náðum að króa hann af í matarhléi frá æfingum í Óperunni í vikunni. Það mátti heyra mikinn spenning í rödd Bubba vegna þessa nýstárlega viðfangsefnis. „Ég átti erfitt með aö segja nei við Carmen með allri þessari guðdóm- legu tónlist en eftir að ég haföi sagt já þá var ég í smá krísu næsta sólar- hringinn. Fékk ákveðna bakþanka og þurfti að ýta út ákveðnum hug- myndum sem ég haföi um söngleiki. Ég held að það sé ósköp eðlilegt þeg- ar maður tekst á við eitthvað nýtt. Eftir að æfingar byrjuðu fannst mér þetta með því skemmtilegra sem ég hafði gert lengi. Hópurinn sem ég vinn með er líka frábær, stykkið gott og músikin stórkostleg." Læt vel að stjórn Bubbi hefúr augljóslega hrifist af söngleikjaforminu. Hann segist vera að upplifa nýja hlið á tónlist sem hann hafi til þessa ekki haft áhuga á að skoða. Hann segir vinnuna við söngleikinn reyndar vera meiri en hann reiknaði meö. „Á þeim 18 árum sem ég hef ver- ið að spila hef ég að hluta til verið að leika upp á sviði. Leikurinn hef- ur því reynst mér erfiöur, helst tækniatriðin. Þar hefur Egill Ólafs- son verið mér mjög hjálplegur, gefið mér ráð sem hafa komið sér vel. Leikstjórinn, Stuart Trotter, er líka duglegur og óhræddur viö að segja manni til. Biður mann að breyta og bæta, stundum aftur og aftur,“ segir Bubbi og því liggur beinast við að spyrja hann næst hvemig gangi aö taka tilsögn. Hann sem hefur verið sinn eigin herra í öll þessi ár. „Ég læt vel að stjóm,“ segir Bubbi, alvarlegur í bragði. „Ég get alveg staðhæft að það er ekkert mál að vinna með mér. Ég á mjög auð- velt með að taka leiðsögn. Þess vegna meðal annars hef ég nú lifað svona lengi í þessum bransa. Ég hef getað tekið krítið, hef getað aðlagað mig og er óhræddur við að prófa eitt og annað. Partur af því er að vera viljugur að læra og hlusta." Finnur fyrir pressu Þó aðeins nokkrir dagar séu til „Margir hafa undrast að ég sé að taka þátt í söngleik. Eg hef heyrt þetta bæöi hjá aðdáendum mínum og fólki sem telur að ég sé að ryðjast inn á þeirra svið. En ég læt þetta ekki hafa nokkur áhrif á mig. Mér er nákvæmlega sama,“ segir Bubbi m.a. í viðtalinu um hlutverk sitt í söngleiknum Carmen Negra. DV-mynd ÞÖK frumsýningar þá segist Bubbi ekki vera með svo mikinn fiðring í mag- anum. Kannski eigi hann eftir að koma. „Ég er búinn að vera of lengi á sviði til að óttast það. Ég hlakka til að takast á við þetta og bíð spenntur eftir því hvort fólk samþykki mig,“ segir Bubbi en hann hefur fúndið fyrir mikilli pressu „úti um allt,“ eins og hann segir. „Margir hafa undrast að ég sé að taka þátt í söngleik. Ég hef heyrt þetta bæði hjá aðdáendum mínum og fólki sem telur að ég sé að ryðjast inn á svið þess. En ég læt þetta ekki hafa nokkur áhrif á mig. Mér er ná- kvæmlega sama.“ Carmen Negra er sungin á ensku. Það er nokkuð sem Bubbi hefur ekki gert í sínum tónlistarflutningi, m.a.s. sungið um það að íslenskir tónlistar- menn eigi ekki að syngja á ensku. „Ég hef fariö hringferðir um land- ið og predikað íslenskt mál. Hef sagt foreldrum aö kaupa ljóðabækur handa börnunum og eitt af slagorð- um mínum á sviðinu undanfarin ár eru „ljóð eru hollari en mjólk“. Vegna þessa m.a. var ég tregur að vera með en ég beygði mig undir þau rök að aðalsöngkonan, leikstjórinn, ljósameistarinn og danshöfundurinn væru enskumælandi. Það hefði kannski orðið pínulítið skondið að við myndum syngja á íslensku," seg- ir Bubbi og glottir. Spennusaga um Vestur- fara Bubbi svarar fáu þegar hann er spurður hvort hann sé að skipta um gír með því að taka þátt í söngleik. Ef til þess komi geti hann hugsað sér að vera aftur með i einhverju svipuðu. Söngleikjaformið sé mjög spennandi form tónlistar. Hann geti verið sam- mála Agli Ólafssyni um að söngleik- urinn sameini öfl form leikhússins. Spennandi, segir hann um söng- leikina. Þá finnst blaðamanni kom- inn tími til að upplýsa hverju lítill fúgl hafði nýlega hvíslað í eyra hans: Að Bubbi Morthens væri að semja söngleik! Ekki laust við að Bubba sé brugðið, líklega hefur þetta ekki átt að kvisast út. En hann ákveður að svipta hulunni af leynd- ardómnum. „Já, þetta er alveg rétt. Ég hef síðustu þrjá mánuði verið með söngleik í smíðum sem gerist í kringum 1876 og fjallar um Vestur- farana. Aðalpersónumar eru ungt og ástfangið par sem flýr land und- an ofsóknum sýslumanns. Hug- myndin er að fyrri hlutinn gerist á íslandi en seinni hlutinn í Kanada. Þetta er að hluta til spennusaga,“ segir Bubbi og brún blaöamanns lyftist við aö sjá hvaö viðmæland- inn tekur spumingunni vel. „Það hefur líka enginn spurt mig fyrr en nú,“ segir Bubbi og brosir. Tilbúið fyrir 2000 Gunnar Þórðarson kemur til með að gera tónlistina. Hvar og hvenær söngleikurinn fer á svið er óákveðið en Bubbi vonast til að árið 2000 verði allt tflbúið. Hann segir eink- um tvær ástæður vera fyrir því að Bubbi semur söngleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.