Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 26
26 ^iglingar LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 Fylgst með ungum Vopnfirðingi á Akureyri, Guðrúnu Dís Emilsdóttur: Það eru ekki mörg ungmenni sem nýta daginn svo til fulls að engu má við bæta. Á Akureyri hitti Helgar- blað DV samt fyrir eina stúlku sem er svo sannarlega með plönin á hreinu. Guðrún Dís Emilsdóttir er 18 ára Vopnfirðingur sem búsett er kvöld í viku og á sunnudagskvöld- um er hún með rólegan og þægileg- an þátt. Frostrásin er mjög að sækja í sig veðrið og hefur komið vel út úr skoðanakönnunum undanfarið. Við birtum hérna nokkrar myndir af Söngurinn er hennar hugðarefni. Hún hefur verið í hijómsveitum og einnig lært söng. Spilaði meira að segja á Vopnaskaki sem er þjóðhá- tíö Vopnfirðinga. Guðrúnu Dís sem segja meira um hana en mörg orð. Hún er ung og þróttmikil stelpa sem á án efa eftir að ná langt á lifsleiðinni. Myndir og texti: Hilmar Þór Gunna Dís í herberginu sínu. Hún hefur leigt síðan hún fluttist frá Vopnafirði 16 ára gömul. á Akureyri. Þrátt fyrir að vera í fullu námi þá er Gunna Dís með margt á prjónunum. Hún hefur lært söng til langs tíma og hefur þegar lokið þremur stigum í náminu. Hún hefur áform um að nema sönginn frekar og hyggst jafnvel fara til Eng- lands árið 2000 og syngja sig inn í hjörtu þarlendra. Gunna Dís er í námi í Mennta- skólanum á Akureyri og stefnir á að ljúka stúdentsprófi árið 2000. Hún er komin í „eins konar“ sambúð, en hún byrjaði að leigja með tveimur strákum. Svo þróaðist það út í sam- band með öðrum þeirra. Gunna Dís er einnig á fullu á út- varpstöðinni Frostrásinni sem dag- skrárgerðarmaður. Þar er hún tvö Gunna þykir efnilegur útvarpsmað- ur. Enda með mikla hlustun þegar hún er í loftinu. Wmi/ ’ ' v TB v\s#il ... í tflH Námið tekur sinn tíma og er Guðrún staðráðin í að útskrifast um aldamótin 2000. hinhliðin Eyjapeyinn Steingrímur Jóhannesson skoraði fyrsta markið í Landssímadeildinni Vil ekki sjá pastarusl » Steingrímur Jóhannesson fagn- ar hér marki sínu gegn Þrótti, því fyrsta í Landssímadeildinnl í sumar. DV-mynd BG Fótboltinn er farinn að rúlla á fullu. Efsta deild karla, Landssíma- deildin, hófst sl. mánudagskvöld meö leik íslandsmeistaranna úr Eyjum og nýliðanna frísku í Þrótti. Úrslitin urðu sann- gjöm, 3-3. Fyrsta mark • mótsins skoraði Eyjapey- inn Steingrímur Jóhannes- son og af því tilefni feng- um við hann til að sýna á sér hina hliðina. Fullt nafn: Steingrímur Jó- hannesson. Fæðingardagur og ár: 14. júní 1973. Maki: Jóna Dís Kristjáns- dóttir. Böm: Kristjana Maria, 8 mánaða. Bifreið: Engin, nota fæt- uma þeim mun meira. Starf: Vinn viö rafmagn í Geisla. Laun: Léleg, því ég er að læra. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Já, ég fékk einu sinni 25 þúsund í Happdrætti Háskólans. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Borða góðan mat og tala við skemmtilegt fólk, nú, svo er gaman að leika við Kristjönu Mar- íu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara upp á land daginn fyrir leik, mér finnst ekkert gaman í Reykjavík ef konan og dóttirin em ekki með. Uppáhaldsmatur: AUur matur góður en vil ekki sjá pastarusl né gular baunir. Uppáhaldsdrykkur: Drekk mik- ið af kók og appelsíní. Hvaða íþróttamaður stendiu- fremstur í dag? Þórður Guðjóns- son og svo snókerspilarinn Krist- ján Helgason. Uppáhaldstímarit: Finnst mjög gaman að lesa slúðurblöð. Hver er faUegasta kona sem þú hefur séö (fyrir utan maka)? Þær eru margar fallegar, t.d. Julia Roberts og svo er nú dóttir mín alltaf að veröa faliegri og fallegri. Ertu hlynntur eða andvígur rikisstjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Phil Collins. Uppáhaldsleikari: Steve Martin og Siggi Sigurjóns. Uppáhaldsleikkona: Julia Ro- berts. Uppáhaldssöngvari: Egill Ólafs- son og Phil Collins. Uppáhaldsstjómmálamaður: Er lítið fyrir pólitík, annars er Sverrir Hermannsson aö gera góða hluti. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Homer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi helst á íþróttir og svo þætti eins og New York-löggur og Frasier. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Lanterna í Eyjum. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka, les mjög lítiö af bókum. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Hlusta yfirleitt á FM 95.7. Uppáhaldsútvarpsmaður? Eng- inn sérstakur, vil helst heyra góða tónlist. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Ég veit það ekki, ég skipti svo mikið á milli rása eftir því hvað er í imbanum. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigurður E. Richter í Nýjasta tækni og vísindi. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Enginn sérstakur eftir að Hvítasunnusöfnuðurinn keypti Höllina í Eyjum. Uppáhaldsfélag I íþróttum? Það eru Everton í enska boltanum og Atlanta Hawks í NBA. Stefiiir þú að einhveiju sér- stöku f framtfðinni? Já, að koma mér og fjölskyldu minni vel fyrir og lifa lífinu brosandi, því þá geng- ur allt vel. Hvað ætlar þú að gera í sum- arfríinu? Mig langar að ferðast innanlands og heimsækja frænd- fólk úti á landi en hef eflaust engan tíma til þess út af fótboltanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.