Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 58
« %tyndbönd_______________________ dv að leika skuggalegar persónur, svo sem sjá má í myndum eins ’og Wild at Heart og Miller’s Crossing, og Brad Dourif, sem margir muna eftir sem hinum stamandi Billy í Gaukshreiðrinu. -PJ Alien Resurrection: Spirits, Looking for Richard og The Crucible. Ripley rís upp frá dauðum Geimhrollvekjan Alien braut blað í sögu hryll- ingsmynda og rauf langa hefð glansmynda i vísindaskáldskap þegar hún var gerð af Ridley Scott árið 1974. í staðinn fyrir ljóshærða geimriddara og prinsessur voru söguhetjumar venjulegt launafólk um borð í flutningageimskipi sem þurfti að kljást vopnlaust við nánast ódrepanlegan óvætt um borð í myrku, dmngalegu og skitugu geimskipi sínu. James Cameron síneri síðan rækilega við blaðinu árið 1986 þegar hann gerði fram- hcddsmyndina Aliens, sem er lang- mest sótta myndin í bálkinum. Alien var myrk og ógnvekjandi spennuhrollvekja en öllu léttara var yfir Aliens, sem var gamansöm has- armynd með ofurlitlum skammti af splatter, þar sem hugrakkir her- menn (mishugrakkir reyndar) sóttu geimskrímslin heim og skutu þau niður í hrönnum með einhverjum vígalegustu morðtólum sem leikar- ar höfðu til þessa þurft að dröslast með. Þriðja myndin, sem kom 1992, var fyrsta kvikmynd leikstjórans David Fincher, sem síðar sló í gegn með Seven. Alien 3 vakti litla hrifn- iingu, hvort sem var hjá gagn- rýnendum eða áhorfendum, en sem fyrr var Sigoumey Weaver í hlut- verki harðneglunnar Ripley að kljást við ófreskjuna ógurlegu sem nú var búin að koma sér fyrir á fangaplánetu. að fást við gamlan draum. Þeir vilja koma sér upp her af óvættum og Ripley er mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. I nýju myndinni er Ripley nátengd geimverunum og mun skuggalegri persóna en áður. Það var einmitt þessi nýja sýn á Ripley og samband hennar við geimverurnar sem fékk Sigoumey Weaver til að mæta til leiks í fjórða skiptið (þótt launaumslagið hafi kannski haft eitthvað að segja). Hún á auðvitað Alien-myndunum mikið að þakka - fyrsta myndin var jafn- framt frumraun hennar í kvik- myndum, númer tvö aflaði henni leikstjórinn Jean-Pierre Jeunet sem skrifaði og stjórnaði með félaga sín- um Marc Caro-myndunum Delicatessen og The City of Lost Children. Þær hafa vakið mikla at- hygli fyrir frumleg stílbrögð þeirra félaga. Hann hafði áður lýst áhuga- leysi á að leikstýra amerískum myndum en þar sem hann er einn af aðdáendum Alien- myndanna stóðst hann ekki mátið, sérstaklega þar sem handritið var nánast eins og hannað fyrir hann, en það er í raun ótrúlega margt sameiginlegt með sögunum í Alien Resurrection og fyrri myndum hans. Meðal aukaleik- ara eru tveir gamlir félagar Jeunet úr fyrri myndum hans, Domin- ique Pinon og Ron Perlman. Þar eru einnig Michael Wincott (Born on the Fourth of July, The Doors, Strange Days, Dead Man) og Dan Hedaya (Blood Simple, Cluel- ess, Nixon, The First Wives Club). Einnig er þar J.E. Freem- an sem er vanur Fjórða myndin verður til Joss Whedon er einlægur aðdá- endi Alien-myndanna og réð sér vart fyrir kæti þegar honum var boðið að skrifa handritið að fjóröu hiyndinni. Hann stóð frammi fyrir tveimur vandamálum - að koma með eitthvert nýtt sjónarhorn í myndabálkinn og leysa vandamálið með Ripley sem var drepin í þriðju myndinni. Bæði vandamálin leyst- ust með hugmyndinni að klóna greyiö Ripley eins og hverja aðra rollu. Hún er klónuð af hópi vís- indamanna og hermanna sem eru Sigourney Weaver og Winona Ryder í hlutverkum sínum. einnar af þremur óskarsverðlauna- tilnefningum hennar og hlutverk Ripley er það sem hún er hvað fræg- ust fyrir. Aðrar myndir hennar eru m.a. Ghostbusters, Copycat, The Ice Storm, Gorillas in the Mist og Working Girl, en hinar tvær tilnefn- ingarnar fékk hún fyrir síðast- nefndu myndirnar tvær. En þá var að finna leikstjóra sem hefði þá myndrænu sýn sem til þyrfti og hefði vald á því að leik- stýra í kringum tæknibrellurnar. Til sögunnar var nefndur franski Aðrir leikarar Myndin kynnir einnig til sög- unnar nýja kvenhetju sem Win- ona Ryder leikur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur henni tekist að næla sér í tvær óskarsverð- launatilnefningar, fyrir The Age of Innocence og Little Women. Meðal annarra mynda hennar eru Edward Scissorhands, Night on Earth, Bram Stoker’s Dracula, The House of the UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Bjami Felix Bjarnason Ijósamaður: Kieslowski í^rsta sæti „Við hhðina á mynd- bandstækinu mínu ligg- ur iðulega stafli af myndböndum. Það sem gerir þennan haug eilítið sérstakan er ef- laust sú staðreynd að flestar þessara mynda eru eftir einn og sama manninn, pólska leikstjór- ann Krzysztof Kieslowski, en verk hans eru það besta sem gerst hefúr í evrópskri kvikmyndagerð síðustu árin. Fyrir mér eru myndir hans eins og Biblían er fyrir sannkristinn mann. Trois Couleurs - Blár, Hvítur ■og Rauður, trilógía Kieslowskis eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég horfi á að minnsta kosti á eina þeirra í hverj- um mánuði en oft skoða ég aðeins eitt atriði eða jafnvel aðeins eitt skot. Ég keypti mér ný- lega tvö myndbönd. Önnur myndin var Nostalgia eftir rúss- neska leikstjórann Andrei Tarkovsky. Þetta er mynd Tar- kov- skys sem hann gerði utan myndin er tekin á Ítalíu. Þetta er gullfalleg mynd eftir einn fremsta kvikmyndar- gerðarmann allra tíma. Myndir Tarkov- skys eru mjög krefjandi. Myndmál hans er mjög sérstakt og einkennist af löngum, fljótandi tökum. Þetta er mynd sem er uppfull af ljóðrænum, slavneskum trega. Hin myndin er japanska myndin Tokyo Story, frá árinu 1953, eftir Ya- sujiro Ozu. Ozu var einn fremsti leik- stjóri Japana, mjög afkastamikill kvikmyndargerðarmaður en þetta er eflaust þekktasta mynd hans. í mynd- um sínum fjallar hann iðulega um hversdagslif japanskra millistéttar- fjölskyldna. Ef maður ætti að lýsa þessari mynd með einu orði væri það líklega einfaldleiki. Ozu hreyfir myndavélina nær aldrei, atriðin eru einfaldlega tekin frá einu sjónarhomi, alger andstæða Nostalgiu sem ég nefndi hér að ofan. Þetta er falleg mynd sem ég á eftir að horfa á aftur og aft- Ijp mi . ■ , í'v- ÉMzx- Shhhbr í*2s % Shall We Dance Sólbruni Playing God Japanskar kvikmyndir eru ekki al- gengar á myndbandamarkaðinum þrátt fyrir að Japanir séu meðal mestu kvikmynda- þjóða í heimi. Það er því gleði- efni fyrir rmn- endur góðra kvikmynda að ein lauflétt og skemmtileg japönsk kvik- mynd, sem hef- ur enska titilinn Shall We Dance, skuli væntanleg í næstu viku. Shall We Dance er mynd sem óhætt er að mæla með, hefur alls staðar fengið góðar viðtökur. Aðalpersóna myndarinnar er Hr. Sugiyanna, miðaldra launamaður sem hefur fyrir fjölskyldu að sjá og með mikilli vinnu og samviskusemi hefur hann séð sómasamlega fyrir henni. Sjálfum finnst honum vanta eitthvað í líf sitt. Kvöld eitt, þegar hann er á heimleið í lestinni, tekur hann eftir fagurri konu sem stendur innan við glugga í húsi einu og starir út í tómið. Eitthvað i augum hennar og fasi vekur eftirtekt Sugiyanna og ekki minnkar áhuginn þegar hann sér konuna á sama stað næsta dag. Þriðja kvöldið ákveður hann að hafa tal af konunni og kemst að því að hún er danskennari og skráir sig í tíma hjá henni. Sam-myndbönd gefa Shall We Dance út og er hún leyfð öllum aldurshópum. Útgáfudagur er 28. maí. WE DANCEp Sólbruni er einhver frægasta kvikmynd sem komið hefur frá Rússlandi á síð- _ ustu árum. Var hún sýnd hér á landi á síðustu kvikmyndahátíð. Árið 1995 fékk Sólbruni ósk- arsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin og hefur alls staðar verið sýnd við mikla hrifningu. Sólbruni gerist í Rússlandi árið 1936. Stríðshetjan Serguei Kotov er í leyfí ásamt eigin- konu sinni, Maroussiu og ungri dóttur þeirra, Nadiu. Með í för eru einnig nokkrir aðrir fjölskyldumeð- limir og vinir hjónanna. Allt í einu birtist á staðnum gamall elskhugi Maroussiu, Dimitri, sem hafði ekk- ert látið heyra í sér í tiu ár. Hhann er tungulipur og kemur vel fyrir í flesta staði, en Kotov grunar að til- gangur hans sé annar en hann vill vera láta, enda kemur í ljós síðar að Dimtri starfar fyrir stjóm Stalíns og hefur allt annað en gott í hyggju. Háskólabíó gefur út Sólbruna og er hún leyfð öllum aldursflokkum. Útgáfudagur er 26. maí. David Duchovny hefur í nokkur ár leikið annað aðalhlutverkið í einni vinsælustu sjón- varpsseríu í í ■ *o,r ípavio nuawViirJ ! heimi, The X- files, og hefur hann ekki átt lít- inn þátt í vel- gengni hennar. Duchovny hefur á þessum árum fengið fjölda kvikmyndatil- boða en látið .. sjónvarpið ganga fyrir. Playing God er fyrsta kvikmyndin sem hann leikur aðalhlutverk i og eru mótleik- arar hans Timothy Hutton og Angelina Jolie, sem er dóttir Jons Voights. David Duchnovy leikur ungan skurðlækni í Los Ángeles sem allir halda að eigi eftir að ná langt í sinni grein, en álagið er mikið og þegar myndin hefst hefur hann leiðst út í lyfjanotkun, sem verður þess valdandi að eftir að hafa staðið langa vakt gerir hann afdrifarik mistök sem leiða til dauða sjúklings. Þar með er ferillinn á enda, hann er sviptur læknaleyfi sínu og lifir í sjálfsvorkunn. Kvöld eitt er hann staddur á skuggalegum bar þeg- ar skotbardagi brýst út. Læknirinn bjargar lífi illa særðs manns og verð- ur það til þess að glæpakóngur einn gerir honum tilboð sem hann getur ekki hafhað... Myndform gefur Playing God út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Út- gáfudagur er 26. mai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.