Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Side 27
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 %étta!jós 27 Kosið í breyttu umhverfi Gríðarlegar breytingar hafa orðið á því kjörtímabili sveitarstjóma sem nú er á enda runnið. Hér á eftir verð- ur stiklað á stóru yfir þær og þeir staðir helst nefndir þar sem breyting- ar og hræringar hafa átt sér stað á kjörtímabilinu. Sú upptalning verður ekki tæmandi. Sveitarfélög hafa sam- einast og i dag er kosið í mun færri sveitarfélögum en árið 1994 eins og sjá má á meðfylgjandi grafi. Þessi þróun mun halda áfram á nýja kjör- tímabilinu sem hefst á morgun og í dag er kosið um sameiningu fjöl- margra sveitarfélaga til viðbótar. Vínstri sameining Mikil bylgja sameiningar vinstri manna hefur gengið yfir á kjörtíma- bilinu og vinstri menn í mörgum stærri sveitarfélaganna og í hinum nýju sveitarfélögum hafa fetað þá braut sem R-listinn í Reykjavík ruddi með stofnun sinni og sigri yfir D-listanum árið 1994. í dag er raunar aðeins Hafnarfjörður af stærstu sveitarfélögunum þar sem fleiri en einn listi vinstri manna er boðinn fram. Árið 1994 var A-listi Alþýðu- flokksfólks boðinn fram á 18 stöðum á landinu en nú aðeins í Hafnarfirði. Áriö 1994 var G-listi Alþýðubanda- lags boðinn fram í 26 sveitarfélögum, i flestum þeirra var um ómengað Al- þýðubandalagsframboð að ræða en þó var sums staðar sameiginlegur listi Alþýðubandalags og óháðra. Á þessu er nú reginbreyting: Nú eru aðeins fjórir ómengaðir G-listar í framboði og einn blandaður í Mos- fellsbæ. Framsóknarflokkurinn hefur gagnstætt A-flokkunum haldið sínu framboði til streitu i flestum sveitar- félögum þar sem boðið er fram nú, eins og raunar líka árið 1994. Veiga- mesta undantekningin frá þessu er Reykjavík. Grínframboðin Af og til, allt frá því að O-listinn bauð fram í alþingiskosningum sællar minningar í upphafi áttunda áratug- arins, hafa sprottið upp listar ungs fólks sem gerir grín að kosningalof- orðum og stöðluðum frösum hinna hefðbundnu framboða. Meðal slíkra framboða nú má nefna Diskólistann á Árborgarsvæðinu á Suðurlandi og Tónlistann í Hafnarfirði. Þessir listar hleypa oftar en ekki fjöri í kosninga- baráttuna með skemmtilegum húmor með alvarlegum undirtóni. Stuðning við þessa lista má auðveldlega túlka sem uppreisn gegn stöðnuðu og mosa- grónu valdi og áminningu um að fara vel með völdin. Færri og stærri Sameiningarhrinan, eða öllu held- ur breytingar á landslagi sveitarfélag- anna á því kjörtímabili sem nú er á enda, hófust strax í upphafi þess: I nóvembermán- uði 1994 samein- aði félagsmála- ráðuneytið Ög- urhrepp og Reykjarfjarðar- hrepp Súðavík- urhreppi og í kjölfarið var kos- in ný hrepps- nefnd í hinum nýja Súðavíkur- hreppi. Hið næsta í þessum málum var end- urtekin kosning um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæj- ar í maí 1995. Þetta var gert vegna þess að sameining sveitarfélaganna hafði verið afturkölluð og kosningarn- ar þar vorið 1994 úrskurðaðar ógildar. Skömmu síðar, þann 11. maí, var samþykkt að sameina sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum, þ.e. ísa- fjarðarkaupstað, Þingeyrarhrepp, Mýrarhrepp, Mosvallahrepp, Flateyr- arhrepp og Suðureyrarhrepp. Ný bæj- arstjórn var kosin í nýju sveitarfélagi sem fékk nafnið ísafjarðarkaupstaður. Kosningarnar áttu sér stað 11. maí. Jafnframt var gerð veruleg stjórnkerf- isbreyting frá því sem verið hafði i ísafjarðarkaupstað. Hún fólst meðal annars í þvi að hreppsnefndarmenn í sveitarfélögunum fyrrverandi urðu bæjarfulltrúar í nýja sveitarfélaginu. Verulegar breytingar voru enn fremur gerðar á kjörtímabilinu á stjórnsýslu nokkurra sveitarfélaga, gjarnan í tengslum við það að þau voru reynslusveitarfélög. Nefndaskip- an var verulega breytt, eins og í Nes- kaupstað 1. mars 1996. Slíkar breyt- ingar halda áfram víða eftir kosning- arnar í dag, m.a. i ísafjarðarbæ þar sem bæjarfulltrúum fækkar í níu. í Vesturbyggð var slík stjómsýslu- breyting gerð á miðju ári 1996 en þar var auk þess upplausn í stjórnkerfi sveitarfélagsins stóran hluta kjör- tímabilsins og þrír menn hafa gegnt störfum bæjarstjóra þar, auk annarra hræringa. Fjórir listar eru nú í boði í Vesturbyggð, D-listi sjálfstæðis- manna, K-listi, Broslisti bjartsýnna bæjarbúa, V-listi, Vesturbyggðarlisti og S-listi, Samstaða. Önnur sveitarfélög, þar sem meiri- háttar stjómsýslubreytingar voru gerðar á kjörtímabilinu, era Mosfells- bær i desember 1996 og Hornafjarð- arbær 1. janúar 1997 en hann er reynslusveitarfélag og nær yfir A- Skaftafellssýslu. Af öliu þessu, þ.e. af sameiningu sveitarfélaga, af breytingu á stjórn- sýslu sveitarfélaga, breytingu á meirihlutasamstarfi og brottflutningi fólks úr sveitarfélögum á tilteknum landsvæðum leiðir að aldrei fyrr hafa á einu kjörtímabili átt sér stað þvílík- ar breytingar á skipan forystu- sveita í sveitar- félögum lands- ins eins og segir í nýútkomnu Sveitarstjórnar- mannatali. Lít- um nú nánar á mál í nokkrum af stærstu sveit- cufélögunum. ísafjarðarbær Þrír listar eru í framboði á ísa- firði, B-listi framsóknarmanna, D- listi sjálfstæðismanna og K-listi Bæjarmálafélags ísafjarðarbæjar. Norðurland Á Siglufirði eru að þessu sinni þrír listar í kjöri en voru funm í síð- ustu kosningum. F-listi óháðra, sem þá var í framboði, vann stórsigur og fékk íjóra bæjarfulltrúa af níu og myndaði meirihluta með Alþýðu- flokki. í dag er kosið milli D-lista sjálfstæðismanna, S-lista, sameigin- legs lista krata, alþýðubandalags- manna og óháðra. í Skagafírði hafa 11 af 12 sveitar- félögum verið sameinuð frá því síð- ast var kosið. Þar eru þrir listar í framboði, B-listi framsóknarmanna, D-listi sjálfstæðismanna og S-listi vinstrimanna. Til samanburðar voru árið 1994 fimm listar í boði á Sauðárkróki, stærsta þáverandi sveitarfélaginu. í nýja sameinaða sveitarfélaginu í V-Húnavatnssýslu frá í vetur eru fimm listar í boði. Þeir era D-listi sjálfstæðismanna, B-listi framsóknar- manna, H-listi, Húnaþingslistinn, Q- listi sem kallar sig lista bjargvætt- anna og F-listi, Framtiðarlistinn. Þrír síðastnefndu listamir bera þess keim að vera að nokkru staðbundnir innan hins nýja sveitarfélags. Á Blönduósi eru þrír listar í boði en voru fjórir árið 1994. Þeir eru D- listi sjálfstæðismanna, Á-listi sem vill treysta atvinnulífið og H-listi vinstri manna. Fjórir listar eru í boði á Akureyri, B-listi framsóknarmanna, D-listi sjálfstæðismanna, F-listi Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvenna- lista og L-listi sem leiddur er af Oddi Halldórssyni, fyrrverandi bæjarfull- trúa Framsóknarflokks, sem settur var út af B-listanum í forvali í vor. Listar í boði voru jafnmargir árið 1994. Munurinn er þó sá að nú bjóða A-flokkarnir fram sameiginlega en Framsókn hefur klofnað. Þrír listar eru í boði á Húsavík, B- listi framsóknarmanna, D-listi sjálf- stæðismanna og H-listi, sameiginleg- ur listi Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur hafa starfað í meiri- hluta undir það síðasta eftir að upp úr samstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokks slitnaði vegna ágreinings um sameiningu útgerðarfyrirtækja í bænum. Núverandi samstarfsflokkar stefna á samstarf eftir kosningar. Austfirðir Á Austurlandi verður kosið um sameiningu 5 hreppa á Fljótsdals- héraði í eitt sveitarfélag, Egilsstaða, Vallahrepps, Skriðdalshrepps, Eiða- þinghár og Hjaltastaðaþinghár. Þar eru þrir listar í boði, B-listi fram- sóknarmanna, D-listi sjálfstæðis- manna og F-listi vinstri manna. Þá hafa Eskifjörður, Neskaup- staður og Reyðarfjörður verið sam- einaðir og í boði þar eru sameigin- legur listi vinstri manna, Fjarðalist- inn auk D-lista sjálfstæðismanna þar sem efsti maðurinn er fyrrum alþýðubandalagsmaður, B-listi framsóknarmanna og H-listi, Aust- fjarðalistinn, frjálst framboð. Þrír listar eru í boði á Homafirði. Rétt er að tala um Stór-Hornafjörö því að sveitarfélagið nær yfir alla A- Skaftafellssýslu. Listarnir eru B- listi framsóknarmanna, D-listi sjálf- stæðismanna og H-listi félags- hyggjufólks. Suðvesturhornið í Reykjavík má búast við mjög spennandi kosninganótt og harðri baráttu milli R- og D-lista. L-listinn, launalisti Magnúsar Skarphéðinsson- ar, og H-listinn, listi húmanista, hafa mælst með samanlagt fylgi I kringum tvö prósent þannig að þeir geta hugs- anlega breytt stöðunni eins og hún er milli stóru listanna tveggja. Á Seltjarnarnesi eru aðeins tveir listar í boði, D-listi sjálfstæðismanna og N-listi, skipaður fulltrúum ann- arra stjómmálaflokka en Sjálfstæðis- flokksins. ! Garðabæ era B-listi framsóknar- manna, D-listi sjálfstæðismanna og J- listi, sameinaður listi A-flokkanna og óháðra kjósenda. D-listi hefur haft hreinan meirihluta á kjörtímabilinu, 53,9%. Takist að höggva í þá stöðu er reiknað með að B- og J-listi reyni meirihlutasamstarf. Hafnarfjarðarpólitíkin er mjög Qöl- skrúðug. Þar eru sex listar boðnir fram: A-listi Alþýðuflokks, B-listi Framsóknarflokks, F-listi félags- hyggjufólks, H-listi, Hafnarfjarðarlisti stuðningsmanna og samherja Jóhanns G. Bergþórssonar, D-listi sjálfstæðis- manna og svo Tónlistinn, sem hefur það efst á sinni stefnuskrá að búa há- hymingnum Keikó heimili í bænum. Tónlistinn ætlar einnig að beita sér fyrir því að fenginn verði olíubor til að bora eftir olíu í Hafnarfirði. Samstarfslistarnir D-listi og B-listi í Kópavogi hafa siglt lygnan sjó í kosningabaráttunni og er reiknað með samstarfi þeirra eftir kosningar. K-listi félagshyggjufólks er einnig í framboði en árið 1994 voru fimm list- ar boðnir fram í bænum. í Mosfellsbæ era fjórir listar í boði, B-listi framsóknarmanna, G-listi Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista, D-listi Sjálfstæðisflokks og loks M-listi Gylfa Guðjónssonar, fyrrverandi oddvita Framsóknar- flokks í bæjarstjóm. Árið 1994 voru A, B, D, og G-listi í boði í Reykjanesbæ. Að þessu sinni eru listarnir einum færri, B- listi, D-listi og J-listi, nýr sameigin- legur listi félagshyggjufólks. Suðurland Á Suðurlandi verður kosið um sameiningu flestra hreppanna í upp- sveitum Árnessýslu í eitt sveitarfé- lag. Þá verður kosið í nýju stóru sveitarfélagi á Árborgarsvæðinu, þ.e.a.s. Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri og grannhreppum í fyrsta sinn. Auk hefðbundinna lista til vinstri og hægri í pólitíkinni býður ungt fólk fram Diskólistann. Hann hefur mælst með nokkurt fylgi í könnunum. Mikill órói hefur verið í bæj- arpólitíkinni í Hveragerði á kjör- tímabilinu og eru nú fjórir listar þar í boði: L-listi Bæjarmálafélags- ins, en þar er efstur fyrrverandi bæjcufulltrúi sjálfstæðismanna, Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- heimilisins Áss. Aðrir listar eru D- listi sjálfstæðismanna, B-listi fram- sóknarmanna, H-listi, Hveragerðis- listinn, listi félagshyggjufólks. -SÁ LE CERCLEINVISIBLE. Victoria Chaplin og Jean-Babtiste Thierrée. Þjóðleikhúsinu,í dag kl. 13, Lokasýning. Uppselt. STRAUMAR Tríó Reykjavíkur, Martial Nardeau og félagar. Iðnó su. 24/5 kl. 17. IRINAS NYA LIV Leikstjóri Suzanne Osten. Unga Klara. Borgarleikhúsinu su. 24. uppselt, má. 25. og þri. 26.5. kl. 20. Örfá sæti laus. JORDI SAVALL, Montserrat Figueras og Rolf Lislevand. Hallgrímskirkju má. 25/5 kl. 20. CHILINGIRIAN STRING QUARTET og Einar Jóhannesson. Islensku óperunni mi. 27/5 kl. 20, örfá sæti laus. NEDERLANDS DANS THEATER II og III. Borgarleikhúsinu fi. 28., örfá sæti laus, og fö. 29/5. kl. 20. VOCES THULES: Þorlákstíðir. Kristskirkju, Landakoti, su. 31/5 kl. 18 og 24. GALINA GORCHAKOVA, sópran. Háskólabíói þri. 2/6. kl. 20, örfá O'pfi IClllC SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS. Hljómsveitarstjóri Yan Pascal Tortelier. Fiðluleikari Viviane Hagner. Háskólabíói fö. 5/6 kl. 20. SEIÐUR INDLANDS. Indverskir dans- og tónlistarmenn. Iðnó lau. 6. og su. 7/6 kl. 20 Örfá sæti laus KLÚBBUR LISTAHÁTÍÐAR í IÐNÓ í dag kl. 15: Tónsmiðurinn Hermes ásamt Atla Heimisveinssyni með dagskrá fyrir börnin. Kl. 17: Suzanne Osten, leikstjóri Irinas nya liv, er gestur klúbbsins. Frá kl. 21: Ragnar Kjartansson og Markús Þór Andrésson kynna kvölddagskrá Klúbbs Listahátíðar og nýjustu kosningatölur á sinn „kaupfélagslega hátt“. KL. 21.15: Caron og Garðar Thor Cortes flytja tvö atriði úr Carmen Negra. Kl. 22.30: Skárren ekkert flytja kaffihúsatónlist. POPP í REYKJAVÍK í og við Loftkastalann 4.-6. júní. Miðasala í Loftkastalanum, s. 552 3000. CARMEN NEGRA og ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN (sjá sérauglýsingar). MIIIASAI.A í ll|)|)lvsiii»amiðst6ð ferðaniálu í Reykjavík, ISankástræti 2. Sfnii 552 8588. Opið alla daga frá kl. 8.30—19.(10 ng á sýningarstað klukkiiliina fyrir sýningii. Gr('iðsluknrta|)j(>mis(a. Ilcildanlagskiá liggur frainini i niiðasiilii. Innlent fréttaljós Stefán Ásgrimsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.