Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 37
JjV LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 %ðta! 45 Meira en búist var við í fyrra kom hingað hópur sem hafði aldrei neitt samband við mig og fór hundóánægður heim. Þau vissu ekkert hvað þau áttu að gera og gagnrýndu allt. Ef íslendingar vilja njóta þess að koma til Parísar verða þeir að taka við henni af auð- mýkt. Þeir þurfa að beygja sig að lögmálum borgarinnar og gefa sér tíma til að átta sig á henni. Ég hef tekið eftir þvi að þeir sem fara í flestar ferðirnar sem í boði eru fara langánægðastir heim. En ég býð ekki aðeins upp á ferðir, ég reyni líka aö uppfylla þarfir sem flestra. Þær eru misjafnar eftir aldri og áhugamálum hvers og eins. Starfs- fólk Flugleiða og ég höfum því út- búið fjölrit með upplýsingum og heimilisfóngum um staði sem ég bæti við eftir þörfum. Fólk segir mér jafnvel frá því ef það hefur far- ið á einhverja staði sem ég veit ekki um, eins og diskótekin sem unga fólkið vill fara á eða ný kaffi- hús.“ Flestir sem einhvern tíma koma til ókunnugrar borgar hafa óljósar hugmyndir um ákveðna staði sem þeir vilja sjá en vita svo kannski ekki hvað er merkilegt við þá, hvert á að horfa eða hvað annað er hægt að skoða. í slíkum tilfellum er leiðsögumaðurinn ómissandi. Hann geymir lykilinn sem er ekki svo lítils virði I borg eins og París sem opnar sig hreint ekki sjálf, eða hvað? Kynnisferðin undirstöðuatriði „Hún opnar sig í það minnsta ekki auðveldlega og þess vegna er kynnisferðin undirstöðuatriði. Hún tekur þrjár til fjórar klukkustund- ur og í henni fer ég yfir sögu borg- arinnar og skipulag en inn í frá- sögnina flétta ég upplýsingar um praktíska hluti. Einu sinni eftir kynnisferð sagði við mig maður sem var búinn að koma fimm sinn- um til Parísar að nú væri hann loksins farinn að átta sig á borg- inni. Það er alveg ótrúlegt hvað margir verða hissa þegar þeir sjá hvað París er í raun og veru stór- kostleg. Þeir höfðu hreint ekki bú- ist við svona miklu. En það er heldur ekki sama hvernig París er sýnd. Ég legg áherslu á allar sjónvíddimar, eins og til dæmis frá Louvre að Sigur- boganum og Trocaderó að Herskól- anum og hvernig Signa skiptir borginni í tvennt - hægri og vinstri bakkann. Þegar fólk er búið að sjá hvernig borgin er skipulögð áttar það sig miklu betur á öllum að- stæðum og sér um leið að það er vonlaust að ætla sér að sjá allt á einni viku hvað þá þremur dögum. En þrátt fyrir það hve takmarkað er hægt að sjá á skömmum tíma eru einmitt styttri ferðirnar vin- sælastar.“ Versalir koma á óvart - Hvað vekur helst áhuga ís- lenskra ferðalanga? „Þeir hafa áhuga á öllu mögu- legu. Sumt er þó vinsælla en ann- að. Það hafa langflestir áhuga á að fara til Versala. Og þeir koma öll- um jafnmikið á óvart.“ - Ég hjó eftir því í ferð sem ég fór þangað með þér að ástæða frönsku byltingarinnar verður mönnum skyndilega augljós þeg- ar þeir koma að höllinni. En tengjast vaxandi vinsældir Par- ísarferðanna og áhugi á söfnum og sögustöðum ekki auknum áhuga íslenskra ferðamanna á að kynna sér menningu þess lands sem þeir heimsækja? Leiðsögumaðurinn með greinarhöfundi á Concorde í kynnisferðarstoppi þar sem íslensku ferðamennirnir fá að virða fyrir sér sjónvíddina upp aö Sigur- boganum. „Það bendir ýmis- legt til þess. En svo spilar það auðvitað inn í að allar þær ferðir sem ég býð upp á tengjast menningu á einn eða anna hátt. Minn áhugi á túrism- anum byggist á þess- um möguleika, að tengja hann menning- unni. Ég hef því alltaf reynt að koma henni að eftir því sem við á. Mest spennandi finnst mér að geta far- ið með fólk þangað sem atburðirnir gerð- ust og gera þá lifandi. Það er allt öðruvísi að lesa um atburði en heyra sagt frá þeim nákvæmlega þar sem þeir áttu sér stað. Ver- salir eru eitt skýrasta dæmið því fæstir hafa gert sér í hugarlund hversu mikið flæmi höllin og þá ekki síður garðurinn er. Þetta er rétt eins og með mál- verkið. Þú verður ekki fyrir sömu áhrifum þegar þú skoðar mynd af því í bók og þegar þú sérð það á safni.“ Laufey aö störfum í rútunni þar sem hún upplýsir ferðamenn um allt sem viökemur París; söguna, menninguna og íbúana. Ekki bara landslag Það er óhætt að segja að hér í París, og reyndar víðar í Frakklandi, þyrmi oft yfir mann af návist sögunnar. Þessi upp- lifun er kannski enn- þá sterkari komi mað- ur frá íslandi þar sem sagan er öll í bókum. Hér verður hún bók- staflega áþreifanleg og fortíðin færist nær. En það er einmitt þessi upplifun sem þýski heimspekingur- inn Walter Benjamin kallar áru. „Á íslandi eru erlendu ferða- mennirnir alltaf að leita að bygg- ingum en þar sem þær eru ekki til staðar þarftu að gera söguna lif- andi út frá holtum og hæðum. En það er um leið einmitt þessi skort- ur á mannvirkjum sem eykur ná- lægðina við upphafið, náttúruna og sköpun jarðar sem útlendingum finnst svo frábær á íslandi. Við þurfum því að gæta þess að varð- veita auðnina í óbyggðunum. Þó hef ég oft rekið mig á að ferða- menn koma ekki bara til íslands til að horfa á landslag. Þá langar líka til að komast í snertingu við menn- inguna í byggð, fara á tónleika og skoða söfn. Mér hefur einu sinni tekist að sameina þetta tvennt. Þá var ég beðin um að skipuleggja ferð há- menntaðs og forríks fólks til ís- lands. Hvatinn að ferðinni var að koma til landsins til að sjá lista- verk Richards Serra úti í Viðey en í leiðinni vildu þau auðvitað skoða söfn, hitta listamenn og sjá eitt- hvað af landinu. Þetta var algjör draumaferð fyrir mig af því að þarna tókst mér að sameina þetta tvennt, ferðamennskuna og list- fræðina. Ég fæ sjálf miklu meira út úr því að standa fyrir framan hóp fólks og miðla þekkingu minni en sitja heima við skrifborð og rita greinar. Það er ástæðan fyrir því að ég hef hallað mér sífellt meira að leiðsögninni, hún veitir mér sjálfri svo óskaplega mikið. Ég held hins vegar að við íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hvaða aðdráttarafl listir og menning geta haft á ferðamenn sem koma til íslands. Framboð og eftirspurn eftir svokölluðum menningarferðum er alltaf að aukast og stundum eru þessar ferð- ir mjög sérhæfðar. Ferðalög geta verið tækifæri til að bæta við sig þekkingu sem eykur víðsýni ef þau eru hæfilega skipulögð. Sjálf væri ég alveg til í að fara með íslend- inga út á land í Frakklandi því þótt París sé yndisleg þá hefur Frakk- land upp á svo margt að bjóða sem íslendingar hafa ekki uppgötvað ennþá,“ segir Laufey Helgadóttir í París. Margrét Elísabet Ólafsdóttir Baleno Wagon er einstaklega rúmgóður og þægilegur í akstri, hagkvæmur í rekstri og hefur allt að 1.377 lítra farangursrými. Baleno Wagon gerir ferðalagið enn ánægjulegra. C?T Tn/T TTS'T O U jLj U IVl BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4 Baleno Wagon GLX 4X4: 1.595.000 kr. Góður í ferðalagið Baleno Wagon GLX: 1.445.000 kr. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hí, Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf.( Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. ALLIR SUZUKI 8ÍLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPUÐUM. SUZUKI AEL OG ÖRYGGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.