Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Page 8
8 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 saelkerinn Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður: Fiskifælur fá vatn í munninn ólafur Örn Haraldsson, alþingis- maður og suðurpólsfari, er sælkeri vikunnar að þessu sinni. Ólafur Öm féllst á að deila með lesendum DV uppskrift að kvöldmatnum sem hann ætlar að bjóða fjölskyldu sinni upp á nú á kosningakvöldið, staögóða máltíð sem fer vel i maga ef spennan verður óbærileg. Þessa matreiðslu lærði hann hjá Pálma í Fiskbúðinni okkar. Hráefni Flatfiskur, svo sem smálúða, rauðspretta, tindabikkja, sandkoli eða sólkoli, og hægt er að velja sam- an tvær eða fleiri tegundir. íslensk- ur ostur: dalayrja, brie og/eða kryddaðir smurostar eftir smekk. Matarolía. Krydd: provengale Knorr, hvítlaukssalt, dúl, Aromat eða flskikrydd Pottagaldra. Aðferð Fiskurinn er ristur ofan í bein eftir endilöngu hryggbeininu frá haus að sporði á báðum hliðum. Síðan er skorið út frá hryggbeininu milli flaks og beina og fiskurinn þannig losaður frá beinum en þó ekki alveg út úr hliðinni. Meö þessu era búnir til nokkurs konar Jarðarberjaæði Hún Þórunn Alfreðsdóttir matráðskona var sælkerinn í síðasta helgarblaði og ef ein- hver man það ekki þá gaf hún okkur uppskriftir að smjörsteiktum silungi og kryddlegnum kjúklingi. Vegna plássleysis komst hins vegar ekki fyrir uppskrift að eftirrétti sem hún lét okkur í té. Hér kemur hún, uppskrift sem hún nefnir Jarðarberja- æði: vasar milli beina og flaks, tveir vasar hvor á sinni hlið flsksins. Ostinum er nú stung- ið þarna í vasana. Krydd- blanda er búin til með því að strá kryddinu út í matarolí- una. Krydd- blöndunni er síðan smurt á fiskinn bæði að utan og inn í vasana. Þetta er best að gera með pensli. ProvenQale-kryddið er reyndar kjötkrydd en það er einmitt óvænt fyrir bragðið. Auð- vitað er hægt að setja fleira en ost til bragðbætis í vasana. Fiskurinn er settur í grill- klemmu, helst stóra og ferhymda, en fiskilöguð klemma getur dugað. Klemman með fiskinum er sett á grillið. Og nú er mikilvægt að láta Ólafur Örn Haraldsson mundar hér grillklemmu sem er nauð- synlegt verkfæri viö matreiðslu þessa girnilega fiskréttar sem nýtur mikilla vinsælda á heimili hans. DV-mynd E.ól. ekki roðið festast við grillklemm- una því að bæði er það ljótt og gott hráefni og bragð fer til spillis ef slíkt gerist. Auðvelt er að halda roði og fiski óskemmdu með því að hafa hana alltaf opna meðan grillað er. Klemman er því opnuð strax eft- ir að hún hefur verið sett á grillið og í hvert sinn sem fiskinum er snúið er það gert með því að loka matgæðingur vikunnar klemmunni, snúa og opna hana strax aftur. Efri hluti klemmunnar liggur þannig aldrei á fiskinum meðan hann grillast en stendur þess í stað út af grillinu. Ef ástæða er til er gott að pensla fiskinn með kryddblöndunni eftir því sem hann grillast. Best er að byrja á að grilla hvora hlið á fisknum í hálfa mín- útu við allmikinn hita til þess að loka roðinu en lækka síðan hitann verulega og baka með lokið yfir grillinu. Það jafnar hitann og held- ur safanum í fiskinum. Grilltíminn fer eftir þykktinni á fiskinum og smekk. Ósturinn í fiskvösunum bráðnar eftir því sem líður á griU- tímann og samlagast safanum í fiskinum. Óbrigðull fyrir gesti Þessi fiskréttur er allt í senn, úr- vals hráefni, hollur, fallega fram borinn, heldur náttúrulegum safa og efnum og er umfram allt annað mjög góður. Hann er tilbreyting frá ofnbakaða fiskinum og blessuðu grillkjötinu. Mér hefur reynst óbrigðult að gefa innlendum og er- lendum gestum þennan rétt og mestu fiskifælur í fjölskyldunni fá vatn í munninn um leið og fiskur stefnir á grillið. Ég lærði þessa mat- reiðslu af Pálma í Fiskbúðinni okk- ar en hann er alltaf reiðubúinn til að kenna manni eitthvað nýtt. Kjuregej Alexandra Argonova, listamaður og listakokkur: Nautakjöt bætir kynorkuna Kjuregej Alexandra Argonova útbýr hér kjötkraft sem er nauðsynlegur í upp- skriftina að ódýru nautakjöti sem hún deilir hér með lesendum DV. DV-mynd S mót og salti og pipar stráð yfir. Laukamir og gulrætumar skor- in í grófar sneiðar og sett yfir kjöt- ið. Kjötkraftinum og hvítvíninu hellt yfir kjötið og það nú kryddað eftir smekk (gott er að nota timian, steinselju og lárviðarblöð). Að lokum er tómatpuré sett út í og öllu hrært saman. Álpappír lagð- ur yfir mótið og lokað vandlega fyr- ir. um það bil 2 tíma. Berið fram meö soðnum kartöfl- um og hrísgrjónum með ristuðu rúgbrauði og léttu grænmetissalati. Gott er aö borða sterkt, rússneskt heimagert sinnep með þessu. Sinn- epsuppskriftina er hægt að finna hjá mér, sá sem leitar finnur alltaf! Kjuregej skorar á Brynju Bene- diktsdóttur leikstjóra til að vera næsti matgæðingur vikunnar, enda sé hún alveg frábær kokkur. -Sól. Kjuregej Alexandra Argonova hefur úr mörgu að moða þegar velja á uppskriftir, en hún kaus að gefa uppskrift sem hún fékk í Dan- mörku þar sem hún bjó í þrjú ár. „Fólk borðar mjög lítið nautakjöt hér á landi og það er slæmt,“ segir Kjuregej. „Það er mjög góður kraftur í nautakjöti fyrir lík- amann, og það bæt- ir kynorkuna. Það er ekkert annað sem kemur í staðinn fyr- ir nautakjöt, hvorki fiskvu né annað kjöt. Það fann ég vel þegar ég var ung stúlka að alast upp í Jakútíu. í uppskriftina, sem ég gef upp hér, þarf nautaskanka þannig að þetta er mjög ódýr og góð upp- skrift." Kjuregej vill með þessu sýna að hægt er að elda nautakjöt án þess að það kosti mikið. Hún segir að íslendingar verði að læra að borða nautakjöt og skorar því á þá að prófa þessa upp- skrift sem hér fylgir: Nautaskankar - upp- skrift fyrir 4 200 g fersk jaröarber 2 eggjarauður 3-4 dl rjómi 100 g suðusúkkulaði 1 msk. Drambuie eða annar líkjör Rúmlega helmingur af rjómanum er léttþeyttur og afgangurinn fullþeyttur (í skreytingu). Súkkulaöið brætt í vatnsbaði, eggjarauð- urnar hrærðar og likjömum blandað saman við þær. Bræddu súkkulaðinu bætt út í og loks helmingnum af létt- þeyttum rjómanum. Jaröarberin eru skorin í sneiðar og sett á botninn á desertskálum, léttþeyttur rjómi ofan á, síðan súkkulaðisósa (þunnt lag), aftur jarðarber, léttþeyttur rjómi og loks súkkulaðisósa. Skreytt með rjómatoppi, jarðarberi og súkkulaði- skrauti. Verði ykkur að góðu! 4 stk. 2 cm þykkar sneiðar af nautaskönkum 30 g smjör 5-6 stk. gulrætur 2 dl kjötkraftur 2 dl hvítvín litil dós tómatpuré 2 meðalstórir laukar Skerið í kantinn á kjötsneiðun- um á nokkrum stöðum. Steikið kjötið í smjörinu (gætið þess að hita pönnuna fyrst í örlítilli olíu og setjið smjörið út í og hækk- ið hitann smátt og smátt til að smjörið brenni ekki). Steikta kjötið er nú sett i eldfast Kúbverskur kjúklingur í kosningamatínn Hefðbundin kúbversk matargerð er lítið þekkt utan sælueyjunnar í Karíbahafinu, en Kúbverjar sem fluttu upp á meginlandið til Flórída höfðu með sér grunnuppskriftir þaðan og bjóða upp á þær á veit- ingastöðum í Bandaríkjunum. í Flórída hafa uppskriftirnar bland- ast við ýmsa strauma og stefnur í matargerð, og er kjúklingaupp- skriftin sem gefin er upp hér af- sprengi þessarar blöndu, svokölluð Nuevo Cubano cuisine. Þessi kjúklingur er tilvalinn á grillið meðan beðið er eftir úrslitum sveit- arstjómarkosninganna í kvöld. 4 úrbeinaðar kjúklingabringur, skinnlausar 5 msk. ólífúolía nýkreistur safi úr 3 limeávöxtum 4 hvítlauksrif, pressuð 3 msk. saxað ferskt kóríander V2 tsk. salt H tsk. nýmalaður pipar Fletjið kjúklingabringurnar út á bökunarpappír. Blandið saman í skál ólífuolíu, li- mesafa, hvítlauk, 2 msk. kóríander, salti og pipar. Setjiö kjúklinginn út 1 og marínerið hann í að minnsta kosti 1 klst. Grillið kjúklinginn annaðhvort í ofni eða á útigrilli í um það bil 2 mínútur á hvorri hlið. Raðið á diska, skreytið með því sem eftir er af kóríander, og berið fram sam- stundis. Gott er að bera fram sætt- ar paprikur með þessum rétti, og því tilvalið að setja nokkrar paprik- ur á grillið, eða útbúa maríneraðar paprikur samkvæmt uppskriftinni hér fyrir neðan. Maríneraðar paprikur Þessi réttur er fullkominn með grilluðum kjúklingi, og ýmsum kjöt- og fiskréttum. Þó svo að lykt og bragð minni marga á jólín vegna kanil- og negulnotkunar er þetta engu að síður mjög gott meðlæti meö öllu því sem sett er á grillið - hvort sem það er kjöt eða fiskur. 2 msk. ólífuolía 1 rauðlaukur, saxaður 3 hvítlauksrif, pressuð 3 msk. vínedik 2 msk. púðursykur 1 msk. siróp 1 msk. sinnepsfræ 1 msk. malaður negull y2 tsk. malað mace y2 tsk. malað allrahanda 1 tsk. kanill 5 sætar paprikur (rauðar), skom- ar í strimla. salt og nýmalaður pipar eftir smekk Hitiö olíu á pönnu og léttsteikið lauk og hvítlauk. Bætið út í ediki, sykri, sýrópi, sinnepsfræjum og kryddinu. Blandið vel saman, bætið rauðu paprikunum út í og eldið í 2 mínútur. Kryddið að eigin smekk. Borið fram heitt eða við stofuhita. -Sól. Hitað í 180 gráða heitum ofni í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.