Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 X > V » Ifrikmyndir i' i SEANPENN JENNIFER LOPEZ NICKNOLTE Ókunnugur í skrýtnum bæ ... Eiginkona meö morö f huga ... Eiginmaður sem vill hana feiga . Þau halda aö vandræöin séu á enda, en þau eru rétt aö byrja. Morö, kynlíf, svik og allt annaö sem kiyddar tilveruna. Nýjasta ræman frá . Oliver Stone i'Fjölskyldumyndin Sýnd kl. 5, 9 og 11.20. Stranglega bönnuö innan 16 ára. um.munaöarlausa M aö uppruna CARLOS: DAUÐANN EÐA LIFANDI HÆTTULEGASTI HRYÐJUVERKAMAÐUR HEIMSINS ER KOMINN Á DAUDALISTA. Sýnd kl. 3, 5 og 7 m/ísl. tali. Sýnd kl. 3 m/ensku tali. GE DV w. *** f OHT Róí 2 *** RJ Heimsmynd GOOD .\S IT GETS Sýnd 5 og 7. Vorvindar kvikmyndahátíð Regnbogans og Háskólabíós ist var varúlfytinnlonson? áParisttjpb tilh^/Pándi Hörkuspennandi reyfari frá meistara Tarantino með toppleikurum Skotheld, í vnl itllairfl átakamynri ;no Imhær njósnatrylllr nififl ^ Artian Quinn. Dnnald Sntharlanrt nq Ban Kirujslev Belri sviðsetl y atakaalriöl hala nkkí sésl lenyi i kvíkmynri ALVÖRUBÍÓ! mDolby STAFRÆNT r j«idb *ihi tr =—=r=r ■=—— HLJOÐKERFI1 ÖLLUM SÖLUM! 1 HX The Assignment: Tvífari Carlosar Gerðar hafa verið nokkrar kvikmyndir sem tengjast ævi þess fræga hryðjuverka- manns Carlos Sanchez, öðru nafni Sjakalans. Er skemmst að minn- ast The Jackel þar sem Bruce Wiilis fór með hlutverk Carlosar. Yf- irleitt eru kvikmyndir þar sem Sjakalinn kemur við sögu byggð- ar á getgátum, enda ekki mikið vitað um ævi hans annað en „af- rek“ hans á sviði hryðjuverka. Sjakalinn situr nú í fangelsi í Paris og bíöur dóms. The Assignment, sem Stjömubíó hefur tekiö til sýningar, er byggð i kringum um þessa frægu persónu. Aidan Quinn leikur bandariskan liðsfor- ingja, Annibal Ramirez, sem á ekkert sameiginlegt með Sjakalanum nema and- litiö - þeir gætu verið tvifarar. Þessi tilviljun verður til þess að litlu munar að hann sé drepinn af útsendara frá ísraelsku leyniþjónustunni. Ramirez, sem ekkert vissi um hve líkur hann er Sjakalan- um, verður fyrir miklu áfalli þegar hið sanna kemur í ljós. Yfirmenn hans sjá nú tækifæri til að lokka Sjakalann úr felustað sínum en í tuttugu ár hefur það verið reynt án árangurs. Ramirez gerir sér grein fyrir því að hann legg- ur sig i mikla hættu og efast einnig um að hann geti sett sig í spor hryðjuverkamannsins en ákveður samt að taka verkiö að sér. Auk Aidan Quinn leika í The Assignment Donald Sutherland, Ben Kingsley, Liliana Komorowska og Céline Bonnier. Leikstjóri er Christian Duguay, þekktur kanadískur leik- stjóri sem mestmegnis hefur unnið við gerð heimildarmynda. -HK Aidan Quinn í hlutverki liösforingjans Annibal Ramirez sem er tvífari Sjakalans. Meö honum á myndinni eru Donald Sutherland og Ben Kingsley sem leika leyniþjónustumenn. The As- sign- ment tók hann til við að gera ásamt bræðrum sínum, leikstjóran- um Paul Quinn og kvikmyndatökumann- inum Declan Quinn, This Is My Father og hefur nýlokið við að leika á móti Annette Benning í nýjustu kvik- mynd Neils Jordans sem hef ur enn ekki hlotið nafn. Aidan Quinn, sem leikur Carlos Sanzhez (Sjakalann) og Annibal Ramirez í The Assignment hef- ur hægt og bítandi verið að vinna sig upp metorðastigann í Hollywood og þykir í dag meðaí traustustu leikara þar í borg. Hefur hann leikið á ferli sínum fjölbreytt hlutverk í kvikmynd- um, sjónvarpi og á sviði. Áður en hann lék í The Assignment hafði hann leikið á móti Liam Neeson í Michael Collins. Aidan Quinn fæddist í Chicago Stjörnur vantaði Vegna mistaka vantaði stjörnugjafir viö tvo kvikmynda- dóma í DV i gær. Scream 2 fær þrjár stjörnur og Mouse Hunt fær einnig þrjár stjömur. ★★★ og lék þar á sviði í nokkur ár áður en hann fór til New York þar sem hann lék á Broadway, meðal annars aðalhlutverkið i Teikritum Sam Shepards, Fool for Love og Lie of the Mind, tit- ilhlutverkið í nútímauppfærslu á Hamlet og Stanley Kowalski í A Streetcar Named Desire. Með vinnu sinni á sviði lék Quinn í sjónvarpsmyndum sem vöktu athygli og fékk hann tvisvar sinnum Emmy-tilnefningar, fyr- ir An Early Frost, þar sem hann lék eyðnisjúkling, og A Perfect Witness. Quinn lék í sinni fyrstu kvik- mynd, Reckles, árið 1985 og hef- ur síðan leikið í nítján kvik- myndum. Má þar nefna Desperately Seeking Susan, Benny and Joon, The Playboys og Legends of the Fall. Þegar Quinn hafði lokið við að leika í Aidan Quinn Háskóiabíó - Keimur af kirsuberi: I návígi við dauðann Vangasvipur aðalpersónunnar i Keim- ur af kirsuberi (T’am e 4 t ( guilass), þar sem hann sit- ur við stýrið i Range Rovemum sínum og keyrir á malarveg- um upp og niður brekkur, fram hjá óhrjálegum moldar- og malarhaugum, er ekki lítill hluti myndarinnar sem hefur þetta hugljúfa nafn. Ef við bætum við nærtökum af ferðafélögum hans sem einn og einn tínast upp í bílinn og hverfa síðan á braut þá erum við nánast komin með útlitið á myndinni. Þannig er það ekki flölbreytni í atburðarás sem er að- dráttaraílið við Keim af kirsuberi, nýj- ustu kvikmynd iranska leikstjórans Abbas Kiarostami, heldur innihaldið þar sem tekist er á við spurninguna um rétt- mæti þess aö fremja sjálfsmorð. Við erum stödd í Iran þar sem sjálfs- morö er nánast óhugsandi út frá trúar- legu sjónarmiði. Miðaldra maður, sem hefur gefist upp á lífinu, leitar manns sem hann viil fela þaö verkefni að moka yfir sig tuttugu skóflum af mold þegar hann er búinn að fremja sjálfsmorð. Og þrátt fyrir að hann sé tilbúinn að borga sex mánaða laun verkamanns þorir eng- in viðmælenda hans að taka þetta að sér og skiptir þá engu hvort hann er trúaður írani, Kúrdi eða Tyrki. Samræðumar sem byrja á beiöni um aðstoð snúast þvi upp í tflganginn með lífi og dauða, án þess að við fáum nokkra útskýringu á því af hverju okkar maður vill fremja sjálfsmorð eða hver hann i rauninni er. Keimur af kirsuberi er ekki flókin kvikmynd á yfirborðinu en djúpt er kaf- að um leið og myndin líður áfram, hrá og heillandi, og gerir þær kröfur tfl áhorf- andans að hann fylgist vel með bílferð- inni þar sem umræðuefnið er dauðinn og tflgangurinn með lífinu. Það er aðeins I lokin að Kiarostami leyfir sér að hverfa frá einfaldleikanum og leika sér að áhorf- andanum smástund. Leikstjóri: Abbas Kiarostami. Aöalhlut- verk: Homayoun Ershadi og Abdol- hosséni Bagheri. Hilmar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.