Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Page 41
Einl.áklæði kr. 124.700, Unglingaskipti CISV eru einstök ffsreynsla þar sem íslenskum unglingum gefst tækifæri á ab búa á heimilum í Lúxemborg í 2 vikur og fá til sín vin þaðan til íslands í jafn langan tíma. Fararstjórar sjá um meginhluta dagskrárinnar, leiki, skobunar- ferbir, sund, útilegu, tónlist og margt fleira, en krakkarnir taka einnig þátt í daglegu heimilislífi. Vegna forfalla er laust pláss fyrir 12-13 ára krakka í unglingaskipti til Lúxemborqar í sumar Alþjóðlegar sumarbúbir barna CISV á íslandi Nánari upplýsingar og umsóknir: Sigríbur S: 567 1833 jónVíbis S: 581 4810 Heimasíöa: http://www.apple.i5/cisv LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 A t W 3HI12 49 Sjókajakferðir: Nýr og spennandi farkostur Sjókajakferðir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi undanfarin ár og þykja afar spennandi farkostur. Ferðaskrifstofan Ultima Thule er ein nokkurra aðila sem hafa lagt mikla áherslu á sjókajakaferðir. Að sögn Óskars Helga Guðjónssonar hjá Ultima Thule eru sjókajaksigl- ingar eitthvað sem allir geta og fæstir sem sigla hafa prófað kajak áður. „Margir koma og prófa styttri ferðir í nágrenni Reykjavíkur. Við erum með ferðir á Álftanesi og í Nauthólsvík. Við bjóðum fólki einnig að halda fjöruteiti að lokinni siglingu og það hefur færst mjög í vöxt að starfsmannafélög eða félaga- hópar fori í stutta kajakferð og haldi svo veislu í fjörunni að sigl- ingu lokinni. Þá setjum við gjama upp tjald og kveikjum varðeld allt eftir því hvað fólk vill,“ segir Óskar. Allur farangur með Boðið er upp á lengri sjókajak- ferðir á Jökulfjöröum og Horn- ströndum en þá er farið frá ísafirði. Einnig eru sjókajakferðir á Breiða- firði og er þá hægt að fara bæði frá Stykkishólmi og Flókalundi. Óskar Helgi segir vana leiðsögumenn ávallt með í ferðunum. „Við leggj- um áherslu á að leiðsögumennimir hafi reynslu af ferðalögum og eins að þeir séu reyndir kajaksiglarar og eigi gott með að leiðbeina fólki. Hingað til hafa þessar ferðir gengið eins og í sögu.“ Það er talsverður munur á sjókaj- ak og þeim bátum sem menn nota á ám. Sjókajakamir eru stærri og era hannaðir til ferðalaga. í hverjum bát er til dæmis farangursrými sem tekur tvo bakpoka og i sjókajaka- ferð er fátt skilið eftir heima vegna þess að það er of þungt, öfugt við gönguferðir þar sem menn verða að stilla farangri sínum mjög í hóf. Allir geta lært á og siglt sjókajökum. Kostir sjókajakferða eru greini- lega nokkrir og segir Óskar slíkar siglingar frábæra leið til að skoða náttúru landsins frá nýju sjónar- horni. Það sé hvergi meira dýralíf en við strendur landsins; fuglar, sel- ir, hvalir, refir verði til dæmis á vegi kajaksigl- arans. Getur það betra verið? Þessir kajaksiglarar láta ekki átta vindstig á sig fá. Myndin er tekin á Breiðafirði. FRABÆRT UR\SML DÍegO hornsófi m/rúmi Lonaon hornsófi SUÐURLANDSBRAUT 22 • SIMI 553 7100 8oo 7000 -svarar spurningum þínum um símann taLhóLf Er eias og venjulegur símsvdri?„ ÞJONUSTUMIÐSTOÐ SIMANS 800 7000 SIMINN GJALDFRJÁLST ÞJÓNUSTUNU2VIER OPID VIRKA DAGA ÍCL. 08-22 OG UM HELGAR KL. 10-17. Ferðafélagsmenn efna að sjálfsögðu til Þórsmerkurferðar um hvítasunnuna og verður gist í Skagfjörösskála sem endranær. Ferðafélag íslands: Eyjasiglingar og jökla- göngur á hvítasunnu Ferðafélag íslands efnir til nokk- urra ferða um hvítasunnuna sem er um næstu helgi. Að venju verður farið í Þórsmörk og segja forráða- menn félagsins að þar sé um að ræða ferð sem hentar allri fjölskyld- unni. Hvað aðrar ferðir snertir þá verð- ur farið í Öræfasveit og er ætlunin að ganga á Öræfajökul, hæsta fjall landsins. Gist verður á Hofi og í ferðinni verður boðið upp á æfingu í meðferð brodda og ísaxa áður en lagt er upp, en þeir sem ekki eiga slíkan búnað geta fengið hann lán- aðan gegn vægu gjaldi. Auk göng- unnar á jökulinn verða möguleikar á öðrum gönguferðum og jafnvel verður farið út í Ingólfshöfða ef tími leyfir. Lagt verðm’ upp í ferðina á fóstudagskvöld. Á laugardagsmorgun hefst ferð á Snæfellsnes og í þessari ferð er einnig stefnt að því að ganga á jök- ul. Auk þess verða farnar skoðunar- ferðir um Nesið og strax á laugar- deginum verður boðið upp á ferð undir leiðsögn Skúla Alexanders- sonar, fyrrverandi alþingismanns, sem gjörþekkir þessar slóðir. Á ann- an í hvítasunnu verður farið í Bjarnarhöfn og boðið verður upp á siglingu frá Stykkishólmi út í Breiðafjarðareyjar.' Ferðalangar munu gista á Lýsuhóli í Staðarsveit, en á staðnum er bæði sundlaug og heitur pottur. í fótspor Konrads Maurers Ferðafélagið hyggst fylgja slóð þýska lagaprófessorsins og fræði- mannsins Konrads Maurers um hvítasunnuhelgina en hann ferðað- ist um ísland á fyrri hluta 19. aldar og gaf út heljarmikla ferðabók um landið árið 1858. Farið verður um Borgarfjörð, Hrútafjörð og Dali og siglt um Breiðafjörð út í Flatey und- ir styrkri leiðsögn dr. Árna Bjöms- sonar. Gist verður í svefnpoka- plássi. Ferðafélagið efnir einnig til styttri ferða um hvítasunnuna og má nefna gönguferð á sunnudegin- um um Geitafell og Selvogsheiði og á annan dag hvítasunnu verður strandganga um Húshólma og Krísuvíkurberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.