Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 11 t 1" r ^ wm 7' Fall og upprisa Dagurinn í dag er merkisdagur eins og kjördagar eru og eiga aö vera. Þetta er dagur mikilla til- fmninga, gleði og vonbrigða. Það er komið að óumflýjanlegu upp- gjöri. Baráttan er að baki og kom- ið að því að taka örlögum sínum. Þeir sem vinna gleðjast að vonum. Þeir sem bíða lægri hlut verða að bíta á jaxlinn og taka úrslitunum með karlmennsku. Það er mikil- vægt að kunna að taka ósigri. En það er viðar tekist á en í kosningum. í daglega lífinu vinna menn og tapa sitt á hvað. Þar gild- ir hið sama. Sigri skal tekið af lít- illæti og ósigri með jafnaðargeði. Þetta hafði ég að leiðarljósi um liðna helgi er ég tapaði örlítilli glímu á heimaslóðum. Ég beit á jaxlinn og bölvaði í hljóði. Röng staðsetning Þennan ljúfa laugardagsmorg- un átti ég mér einskis ills von. Hafandi sett í mig kaffibolla eða tvo og ristaða sneið fór ég út í garðholu okkar hjóna. Þótt fráleitt sé ég með græna fingur eða nokkra garðyrkjuhæfileika er fátt betra en fara út og anda að sér vorloftinu, strika aðeins í nýgræð- inginn og huga að brumi trjánna. Minn góði granni var í sömu hug- leiðingum. Hann þreifaði á runn- um og staldraði við þar sem túlíp- anar og páskaliljur stóðu í blóma. Ég studdi mig við asparbol á lóða- mörkum. „Þær eru orðnar stórar og glæsilegar þessar,“ sagði ég við granna minn. Aspimar á lóða- mörkunum eru stolt mitt og raun- ar það eina sem ég lagði til á sín- um tíma þegar við hjónakornin gengum frá garðinum. Granni minn samsinnti því. Hann var í fyrra með þrjár aspir, enn stærri en mínar. Eina þeirra sagaði hann niður enda var glæsitréð farið að skyggja á húsið. „Ég held ég verði að fjarlægja þær sem eftir standa,“ sagði granninn, „annars sjáum við ekki til sólar." Hann kallaði mig yfir til sín. Við geng- um að öspunum hans. „Sérðu ræt- urnar,“ sagði hann. „Þær liggja svo ofarlega og fara út um allt.“ Það var rétt, digrar ræturnar kvísluðust um garðinn. „Þær eru faliegar og bolurinn sver,“ sagði ég og horfði upp eftir öspum grannans. Sambúð okkar grannanna er með miklum ágætum. Hann hefur aldrei amast við öspunum mínum þótt þær hækki ár frá ári. Ég þótt- ist þó vita að hann væri sammála konu minni um að of mikil fyrir- ferð væri í þessum trjám. Hún hefur oft haft orð á þvi að fella aspirnar áður en í óefni er komið. I fyrra sótti hún það af nokkrum þunga þótt ég næði að verjast. Þegar konan kom út að anda að sér vorloftinu þennan laugardags- morgun sá hún hvar við nágrann- amir stóðum mitt á milli asp- anna. Ég áttaði mig um leið á því að staðsetning mín var óheppöeg ef ekki beinlínis röng. Ég gaf á mér færi. Ég, líkt og aspimar, var óvarinn. Það var líklegt að þau mynduðu meirihluta gegn mér og trjánum glæsilegu. „Taktu eitt" Konan bauð granna okkar góð- an daginn og dásamaði veðrið. Að öðra leyti hafði hún engan for- mála að máli sinu. „Ertu ekki sammála mér,“ sagði hún við grannann, „að fjarlægja aspirn- ar?“ „Jú,“ sagði sá góði maður. „Þó mér sé það þvert um geð verð ég eiginlega að gera það líka. Þessi tré vaxa svo hratt og ræt-umar fara svo viða að þau eiga varla heima í þröngum húsagörðum." „Taktu eitt,“ sagði konan við mig og granni minn kinkaði kolli. „Það munar ekkert um þetta fremsta. Konan vissi vel að mér var illa við að fella tré sem ég hafði fóstrað árum saman. Hún spilaði því út trompi sínu. „Þú þarft ekki að fella tréð, þú tekur það bara upp með rótum. Við for- um svo með það austur." Þarna vísaði konan til skika sem við hjónakomin höfum komist yfir utan við bæinn. Þar þvælast tré ekki fyrir neinum og enn síður rætur þeirra. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri „Veistu hvað það er erfitt að losa svona tré?“ spurði ég. „Auk þess á ég engin verkfæri til þess.“ Konan fann þegar að vamirnar voru að bila. Hún sneri sér því strax að granna okkar. Hann er vel tækjum búinn í sínum bílskúr. Áður en ég vissi af stóð hún með stunguskóflu, spaða, haka og sög í höndunum. „Ég tek bara þetta eina,“ sagði ég. Konan og granninn sögðu ekki neitt en brostu kankvíslega. Ég tók stunguskófluna og hakann og konan kom með afganginn af verkfærunum. Hún var svo áhugasöm að hún byrjaði þegar i stað að pjakka í kringum tréð. „Við eyðileggjum það með þessu,“ sagði ég. „Sérðu ekki að það er að byrja að laufgast." „Hvaða vit- leysa,“ sagði konan. „Aspirnar era afar lífseigar." Líkt og tannlaust bros Það var ekkert áhlaupaverk að ná þessu stolti garðsins upp með rótum. Engu var heldur log- ið um ræturnar. Þær lágu úti um allt. Að lokum var ég kominn á fjóra fætur og rótaði berhentur í moldinni og þreifaði eftir rótum. Þegar ég fann þær greip ég sög granna míns og sagaði þær í sundur. Þegar skóflan og spaðinn dugðu ekki náði ég mér í spor- járn til þess að pjakka með. Ég líktist helst fornleifafræðingi við þessar aðgerðir. Konan er fljóthuga og fannst þetta dútl óþarft. Þá er ég hafði losað jarðveg lítillega kringum tréð greip hún í stofn þess og hristi það. Það skilaði engum ár- angri enda lágu rætur þess enn víða um garðinn - sumar út á hlið og aðrar beint niður. Hún lét mig því um fornleifagröftinn. Þar kom að ég taldi mig hafa sagað alla anga af og mokað væná holu kringum öspina. Ég tók því hressilega á stofninum og lagði margra metra langt tréð niður. Eftirleikurinn var auðveldur. Þær fáu rætur sem enn héldu fengu skyndimeðferð. Öspin mín lá eins og fallinn kóngur á skákborði. Við blasti stór hola þar sem hún hafði staðið cilla sína tíð, vaxið og dafn- að árum saman. Mér fannst ég horfa á tanngarð sem framtönn hefði verið tekin úr. „Taktu annað" „Flott hjá þér,“ sagði konan. „Komdu nú inn og fáðu þér hress- ingu. Það veitir ekki af eftir svona átök.“ „Hvað, hún er bara fallin," sagði granninn þegar hann leit á öspina mína. „Þú varst ekki lengi að því. Hún mun örugglega sóma sér vel í sveitinni." „Kíkjum aðeins út,“ sagði kon- an eftir að við fengum okkur kaffi- sopann. Ég sá eftir öspinni en var um leið ánægður með sjálfan mig að hafa náð svo stóru tré upp með rótum. Þá var því ekki að leyna að ég hlakkaði svolítið til að fara með þetta glæsitré í sveitina í þeirri von að það lifði af þessa harkalegu meðferð. „Eigum við ekki að taka ann- að,“ sagði konan og höfðaði nú til sveitamannsins í bónda sínum. „Það væri gaman að hafa fleiri svona fyrir austan. Ég viður- kenndi það en neitaði þó staðfast- lega að augnstinga garðinn frekar. „Heldurðu að það mættu ekki fara fleiri?" sagði konan við grannann. Hann var enn að sýsla í garðinum sínum en lét sínar aspir þó í friði. „Jú, ég held það væri bót að því,“ sagði granninn. Hann stóð sem fyrr einarðlega með konu minni. „Vantar fleiri verkfæri?" spurði hann. Ég lét undan. Eftir mikið puð, plokk og sögun lá annað garðstolt í valnum. Konan var kát með sinn mann og granninn hrósaði okkur hjónum fyrir framsýni og dug. Þetta þyrfti að gera hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. „Taktu þau öll" „Eigum við ekki bara að taka þau öll?“ hvíslaði konan. „Við get- um gróðursett lágvaxnari tré í staðinn." „Ertu frá þér,“ sagði ég. „Það kemur ekki til greina. Þessi tré eru stolt þessa garðs. Þau sem eftir era fá að standa." Þarna lék kona mín snyrtilega á mig. Hún ætlaði sér aldrei að taka öll trén. Þegar dagur var að kvöldi kominn voru komnar fleiri holur í asparöðina. Samningar höfðu náðst um að fjarlægja annað hvert tré í asparöðinni. Konan lét það líta svo út að ég hefði unnið góðan varnarsigur með því að halda helmingi trjánna í garðinum. Ég komst að því síðar að þetta var einmitt sú niðurstaða sem hún stefndi að. „Þetta lítur prýðilega út,“ sagði granninn um kvöldið. Hann og konan mín voru ánægð með dags- verkið. Mér leið hins vegar eins og stjórnmálaforingja sem tapað hefur helmingi fylgis flokks síns. Ég hef því fullan skilning á hugarástandi þeirra sem tapa í dag. Þeir, líkt og ég, geta samt huggað sig við það að það kemur dagur eftir þennan dag. Maður verður að kunna að taka ósigri. Fylgi þeirra skilar sér þótt síðar verði og það sem nær mér stend- ur; aspirnar mínar rísa á nýjum stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.