Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 gsonn 65 Gísli Rúnar Jonsson leikur heimil- isfööurinn sem reynir aö klóra i bakkann þegar voöinn er vís. Sex í sveit Leikfélag Reykjavikur sýnir í kvöld gamanleikinn Sex í sveit eft- ir Marc Camoletti sem er af flest- um talinn einn fremsti núlifandi gamanleikjahöfundur. Hann sló fyrst í gegn í París árið 1958 með farsanum La Bonne Anna. Leikhús Sex í sveit íjallar um hjónin Benedikt og Þórunni. Þegar hún fer í heimsókn til móður sinnar sér eiginmaðurinn sér leik á borði að bregða undir sig betri fætinum í íjarveru hennar. Hjákona hans og vinur koma í heimsókn en svo óheppilega vill til að eiginkonunni snýst hugur og hættir við að fara. Margfaldur misskiiningm- verður til af völdum þess. Leikstjóri verksins er María Sigurðardóttir en leikarar eru Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björgvinsdóttir, Ellert A. Ingi- mundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Davíö Art Sigurösson syngur í Norræna húsinu í dag. Einsöngstónleikar í dag kl. 16 verða haldnir ein- söngstónleikar í Norræna húsinu. Davíð Art Sigurðsson, barítón, flytur lög og aríur úr ýmsum átt- um. Ólafur Vignir Albertsson leik- ur með á píanó. Davíð Art hóf söngnám við tónlistarskólann í Garðabæ árið 1990 undir leiðsögn Snæbjargar Snæbjamardóttur. Á Tónleikar árunum 1991-1994 var hann við nám i Bandaríkjunum, fyrst við háskóla i Indiana og síðan við há- skóla í Utah. Davið Art hefur sótt einkatíma erlendis en frá því í jan- úar i fyrra hefur söngkonan og ís- landsvinurinn Lia Frey-Rabine verið kennari hans. Að fanga fugla á filmu Á morgun ætlar Öm Óskarsson, líffræðingur og kennari við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, segja frá aðferðum og tækni sem hann beit- ir til að ljósmynda fugla og smá- dýr. Fyrirlesturinn fer fram í Lista- safni Ámesinga, Tryggvagötu 23, Selfossi, og hefst hann kl. 16. Samkomur Breakdans á Ráðhústorgi í dag verður haldið Pepsi break á Ráðhústorginu á Akureyri. Á skemmtuninni koma fram The Shakers sem er breakhópur sem slegið hefur í gegn á fjölda skemmtunum. Þá mun helstu hjólabrettasnillingar Akureyrar leika listir sínar og einnig verður tískusýning frá Holunni. Hlýtt og bjart á Austurlandi Vestur af írlandi er viðáttumikil og nærri kyrrstæð 1034 millíbara hæð. Minnkandi hæðarhryggur er á milli Islands og Noregs. 1008 mb lægð yfir Suður-Grænlandi hreyfist norðnorðaustur. Veðríð í dag Litlar breytingar verða á veðri í dag. Spáð er áfram vestan- eða suð- vestangolu eða kalda, súld eða rign- ing verður með köflum á vestan- verðu landinu og úti við norður- ströndina en bjartviðri suðaustan- lands og á Austurlandi. Hitinn er á bilinu 9 til 18 stig. Hlýjast verður á Suðausturlandi en kaldast á suð- vesturhorninu og Vestfjörðum. Sólarlag í Reykjavlk: 23.03 Sólarupprás á morgun: 03.45 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.34 Árdegisflóð á morgun: 04.56 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö 16 Akurnes skýjaö 18 Bergstaöir skúr á síö.kls. 12 Bolungarvík skúr 9 Egilsstaðir 12 Keflavíkurflugv. alskýjaó 9 Kirkjubkl. skýjaö 19 Raufarhöfn alskýjaö 10 Reykjavík súld 9 Stórhöföi þokumóöa 8 Helsinki úrkoma í grennd 12 Kaupmannah. hálfskýjaó 13 Osló skýjaö 12 Stokkhólmur 8 Þórshöfn léttskýjaö 12 Faro/Algarve léttskýjaö 23 Amsterdam skýjaö 13 Barcelona léttskýjaó 25 Chicago hálfskýjaö 13 Dublin hálfskýjaö 17 Frankfurt skýjaó 12 Glasgow skýjað 15 Halifax skúr 11 Hamborg hálfskýjaö 13 Jan Mayen skýjaö -1 London skýjaö 15 Lúxemborg skýjaö 11 Malaga mistur 22 Mallorca léttskýjaö 25 Montreal alskýjaö 12 París skýjaö 15 New York heiöskírt 13 Orlando þokumóöa 22 Róm hálfskýjaö 22 Vín hálfskýjaö 14 Washington skýjaö 14 Winnipeg heiöskírt 10 Listaklúbbur Listahátíðar: Hermes og Skárr'en ekkert Hljómsveitin Skárr’en ekkert leikur seiðandi tónlist í Listaklúbbi Listahátíð ar í lönó í kvöld. Það verður mikið um að vera í Listaklúbbi Listahátíðar í Iðnó á kosningadaginn. Byrjað verður að skemmta bömum kl. 15 í dag. Mun tónsmiðurinn Hermes birtast og halda tónleika. Hann leiðir bömin um undraveröld tónanna og opnar eyru þeirra fyrir fjölbreyttum tón- heimi. í gervi Hermesar er Guðni Franzson klarinettuleikari og gest- ur hans á tónleikunum er Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Skemmtanir Um kvöldið kl. 21.15 verður kynning á Carmen Negra, rokk- salsa- útfærslu á óperunni þekktu, Carmen. Meðal þeirra sem koma fram í Listaklúbbnum er söngkon- an Caron sem syngur titilhlut- verkið og Garðar Thor Cortes sem syngur Jose. Að lokinni kynningu á Carmen Negra tekur við hljómsveitin Skárr’en ekkert og leikur hún tón- list eftir Nino Rota, Tom Waits, Les Negresses Vertes, The Pogues auk frumsamins efnis. Skárr’en ekkert var stofnuð fyrir um sex ámm. Hún hóf feril sinn á kaffi- húsum borgarinnar þar sem hún lék mestmegnis evrópska kvik- myndatónlist. Á ferli sínum hefur hljómsveitin samið tónlist við tvö leikrit, Kirsuberjagaröinn og Kon- ur skelfa og ballettinn Ein. Eitt verka Jóhönnu t vlnnustofu hennar. Sýning vegna flutninga Jóhanna Bogadóttir myndlist- arkona er að skipta um húsnæði og heldur af því tilefni fjögurra daga sýningu um helgina í vinnu- stofu sinni að Óðinsgötu 7 í Reykjavík, 4. hæð (við Óðinstorg). Sýningin verður opin kl. 15-18 dagana 23.-26. maí. Sýningar Dimmblá í dag kl. 16 verður sýningin Dimmblá opnuð í Tehúsi Kaffi- leikhússins. Sýningin sam- anstendur af ljósmyndum nem- enda sem hafa í vetur verið á ljós- myndanámskeiði Sissu. Nemend- urnir munu sýna svart-hvítar ljósmyndir sem þeir hafa unnið og er þar að finna hin fjölbreytt- ustu viðfangsefni. Sýningin stendur til 31. maL Keramikverk eftir Rannveigu Tryggvadóttur. Nýtt kermikgallerí í dag verður opnað nýtt keram- ikgallerí í Kópavoginum, Gallerí Kerið á Smiðjuvegi 4. Kerið er vinnustofa og sölugallerí Rann- veigar Tryggvadóttur. Rannveig, útskrifaðist 1988 úr Konstindustriskolan í Gautaborg sem leirlistarmaður og hefur starfað við list sína síðan. Akrýlverk Bryndís Björgvinsdóttir opnar sýningu á málverkum sínum í Gallerí Svartfugli, Kaupvangs- stræti 24 á Akureyri, í dag. Á sýn- [ ingunni eru 25 akrýlverk sem flest eru unnin á þessu ári. Bryn- dís er búsett að Hólum í Hjalta- dal. Helsta myndefni hennar eru hestar. Bryndís er með vinnu- stofu sína í gömlu fjósi á Hólum. Sýningin stendur til 7. júlí. Göngudagur Göngudagur Ferðafélagsins í Hraunum, sem er hinn tuttugasti í röðinni, verður á morgun. í boði eru tvær gönguferðir. Kl. 10.30 verður farin 4-5 klst. ganga um Gjásel-Straumsselsstíg-Þorbjarn- Utivera arstaði undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar. Brottfor frá rall- brautinni við Krýsuvíkurveg. Kl. 13 er svo 1,5-2 klst. fjölskylduganga um Straum og Kúarétt. Brottför frá listamiðstöðinni Straumi. Gengið Almennt gengi LÍ 22. 05. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenni Dollar 70,740 71,100 71,590 Pund 115,430 116,020 119,950 Kan. dollar 48,700 49,000 50,310 Dðnsk kr. 10,5480 10,6040 10,6470 Norsk kr 9,5110 9,5630 9,9370 Sænsk kr. 9,2220 9,2720 9,2330 Fi. mark 13,2190 13,2970 13,4120 Fra. franki 11,9800 12,0480 12,1180 Belg. franki 1,9475 1,9592 1,9671 Sviss. franki 48,2400 48,5000 50,1600 Holl. gyllini 35,6500 35,8700 35,9800 Þýskt mark 40,1900 40,3900 40,5300 it. líra 0,040450 0,04071 0,041410 Aust. sch. 5,7100 5,7460 5,7610 Port. escudo 0,3918 0,3942 0,3969 Spá. peseti 0,4728 0,4758 0,4796 Jap. yen 0,520300 0,52350 0,561100 írskt pund 101,140 101,760 105,880 SDR 94,140000 94,70000 97,470000 ECU 79,0200 79,5000 80,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.