Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 23. MAI 1998 Þeir Grímur Helgi Gíslason og Sveinn Orri Bragason skipta með sér hlutverki Snúðs í leikritinu Bróðir minn Ijóns- hjarta. Þeir félagar eru ánægðir með það úrvalslið leikara sem verða með þeim í sýningunni. Þeir segjast vera með sömu taktana í hlutverkinu, og það sé bara betra að vera tveir um hituna. DV-mynd E.ÓI. Tveir drengir valdir í Bróðir minn Ijónshjarta: Erum með sömu taktana - segja Grímur Helgi og Sveinn Orri sem fara með hlutverk Snúðs Þjóðleikhúsið hefur haflð æfíngar á barnaleikritinu Bróðir minn ljóns- hjarta sem gert er eftir sögu Astrid Lindgren. Efnt var til áheyrnarprófs vegna hlutverks Snúðs, yngri bróð- urins í leikritinu, og mættu alls 56 í prófið. Af þeim voru tveir drengir valdir til að fara með hlutverkið og munu þeir skiptast á að leika á sýn- ingunum i vetm-. DV mætti á fyrsta samlestur leik- aranna í gær, og það var ekki hjá því komist að hrífast af þessum ungu leikurum sem léku af mikifli innlifun þó svo að þeir væru aðeins að lesa i gegnum hlutverkið. Við fengum tvímenningcma til að setjast niður og rabba við okkur í stutta stund. Það eru þeir Grímur Helgi Gísla- son, 12 ára, og Sveinn Orri Braga- son, 11 ára, sem hrepptu hnossið og hafa vakið óskipta aðdáun samleik- ara sinna fyrir frammistöðu sina og skemmtilega framkomu. Grimur Helgi er heldur betur sviðsvanur - hefur leikið í Bugsy Malone í allan vetur - en Sveinn Orri er nýliðinn í hópnum, þó að þess verði nú ekki vart í fyrstu atrennu. Góðir meðleikarar Þeir eru sammála um að fyrsti samlesturinn hafi verið skemmti- legur en segja blaðamanni að þeir hafl i raun verið búnir að lesa hand- ritið yfir einu sinni áður með bræðrum sínum, Jónatani ljóns- hjarta, eða þeim Hilmi snæ Guðna- syni og Atla Rafni Sigurðarsyni sem deila með sér hlutverki hins hug- rakka stórabróður. „Þaö er ofsalega gaman að sjá alla þessa góðu leikara. Við erum byij- endur og það er gaman að eiga að leika með þeim,“ segir Grímur Helgi. Þeir voru líka ánægðir með sam- lesturinn, þó að þeir hafi ruglast svolítið á línunum hafi allir tekið því vel og þeir fengið að byrja aftur. Grímur Helgi er að sjálfsögðu spurður hvort hann sé kominn með leikarabakteríuna þar sem hann er nú að leika annað árið í röð? „Ég veit það ekki. Jú, mér finnst rosalega gaman að leika, og mig hef- ur alltaf langað til að vera einhver leikari, að vera á sviði og vera söngvari eða eitthvað. En samt er líka annað sem heillar mann, eins og að vera fótboltamaður. Ég er bú- inn að vera í fótbolta síöan ég var sex ára, þess vegna er það líka draumurinn. En það getur alveg gerst aö ég léti plata mig út í þetta,“ segir Grímur Helgi. -En þú, Sveinn? „Dálítið áður en ég fór i þessa prufu þá var ég búin að ákveða að ég ætlaði að verða leikari þegar ég yrði stór,“ segir Sveinn Orri. „Svo fann ég þessa auglýsingu, og hugs- aði já - en gaman, og fór í prufuna." -Og finnst þér þú hafa tekið rétta ákvörðun? „Já, það finnst mér,“ svarar Sveinn. „Þeir tóku allavega rétta ákvörð- un með að velja þig,“ skýtur Grím- ur Helgi að, og Sveinn fer svolítið hjá sér við þessi hrósyrði frá félaga sínum. Gott að vera tveir um hlutverkið - Nú eru þið báðir með sama hlut- verkið. Finnst ykkur vera mikill munur á því hvemig þið takið á því þegar þið hlustið á hvor annan lesa þetta yfir? „Nei, bara pínulítið," segir Sveinn Orri. „Við errnn með alveg sömu takt- ana. Það er bara röddin sem er öðruvísi," segir. Grímur Helgi. „Já, það em bara svona smáat- riði,“ samsinnir Sveinn Orri. „Það er gaman að vera tveir í þessu,“ segir Grímur Helgi. „Ef hinn er að leika þá getur maður far- ið að horfa á sýninguna út i sal og séð hvemig hún er.“ Þeir Sveinn Orri og Grímur Helgi em mjög ánægðir með að fá sum- arfrí, en æfingar liggja niðri frá 20. júní-24. ágúst. Og þeir kvíða því ekki aö vera að leika með skólan- um. Grímur Helgi segist hafa tekið mjög góð próf í vor þó svo að hann hafi verið að leika í Bugsy Malone. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna,“ segir Grímur. „Þetta er flka bara um helgar," bætir Sveinn við. En Grímur Helgi segir að þetta verði kannski strembið ef að Bugsy verður tekið aftur til sýninga í haust. En strákamir era mjög spenntir fyrir leikritinu og þeim finnnst þetta rosalega skemmtilegt ævin- týri. „Ég er sérstaklega spenntur fyrir þessu af því að pabbi minn hafði les- ið þessa bók fyrir mig þegar ég var lítill, og þetta var ein af uppáhalds- bókunum mínum,“ segir Sveinn Orri. -En hvort fmnst þeim skemmti- legri persóna, Jónatan ljónshjarta eöa Snúður, litli bróðir hans? „Það er mjög erfitt að gera upp á milli þeirra. Þeir hafa báðir sínar veiku hliðar og sínar sterku hliðar,“ segir Sveinn. „Já, Jónatan er alltaf svo hress og góður með hlutina. Hann veit hvað gerist og er svo öraggur með fram- tíðina. En Snúður fær svona að vita þetta hjá eldri bróðumum,“ segir Grímur. „Já, næstum eins og fyrirmyndar- bróðir,“ bætir Sveinn við. „Já, hann er svo öruggur með sig,“ segir Grímur. Og þessir ungu leikarar era ekki í vafa um að leikritið eigi eftir að slá í gegn, þetta sé mjög mikið æv- intýri, skrítin saga og mjög spenn- andi sem eigi að höfða til flestra. Og fræðandi fyrir þá sem eru eitthvað að hugsa um hvað gerist ef maður deyr. Þaö er mjög forvitnilegt að vita að maður getur farið til Nangi- jala, eða hvað sem nýi heimurinn heitir, og taka þátt í ævintýrinu. „Þetta er mjög gaman fyrir litla krakka. Þetta er bara fyrir alla ald- urshópa. Þetta er fúllorðinsleikrit líka,“ segja þeir að lokum. -Sól. 47 ... I Kaupverð 1.200.000 kr. Samningstími 36 mánuðir Greitt á mánuði í 36 skipti Eftirstöðvar eftir 36 mán. tónlist&rkcsna Með því að velja bílasamning Lýsingar þarftu ekki að greiða bílinn upp á nokkrum árum eins og tiðkast í hefðbundnum bílaviðskiptum. Þú velur, innan vissra marka, hverjar mánaðargreiðslurnar verða og ákveður hver eftirstöðvagreiðslan á samningnum verður eftir 1 2 - 48 mánuði. Þegar að eftirstöðvunum kemur geturðu skipt upp í nýjan bíl og haldið áfram að greiða lágar mánaðar- greiðslur eða framlengt samningnum og verið áfram á sama bílnum. Dæmið gengur upp með bílasamningi Lýsingar. Öll bilaurnboðin bióða upp á bílasamning Lvsingar og ve,t Mn'’' Kaupverð 1.700.000 kr. Samningstimi 48 mánuðir Innborgun Greitt á mánuði í 48 skipti Eftirstöðvar eftir 48 mán. 340.000 36.087 O 340.000 . 25.864 485.000 340.000 19.806 825.000 Láttu dæmið ganga upp 240.000 240.000 240.000 32.263 20.579 1 4.640 O 428.000 668.000 LÝSINQ HF. • SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505 Lýsing býður nú viðskiptavinum sínum að greiða afborganir með beingreiðslum sem lækka innheimtukostnað og auka þægindin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.