Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 t Fimmvörðuháls: Vinsæl gönguleið Verbúðum breytt í hótel í Grundarfirði hefur verbúð- um, sem voru í eigu Fiskiðjunnar Skagfirð- Hopp á milli landa Hjá Campus Travel og Air France getur ungt fólk undir 26 ára aldri keypt nokkurs konar „Interrail-flugmiða". í boði eru miöar sem gilda frá sjö dögum og upp í sex mánuði. Miðinn gildir í fjögur til átta flug og þó að þess sé krafist að fólk bóki fyrir fram er ekkert mál að fá fluginu sínu breytt. Með miðanum er hægt að fljúga til meira en 96 áfangastaða víðs vegar i Evrópu. Á slóðinni campustravel.co.uk er heimasíðu Campus Travel að finna. Spilavíti í Atlantic City Fyrir 20 árum voru Atlantic City-búar í vandræðum. Ferða- mönnum til borgarinnar hafði fækkað til muna og leit út fyrir að sú þróun myndi halda áfram. En borgarbúar dóu ekki ráðalaus- ir og fyrsta spilavíti borgarinnar leit dagsins ljós. Ferðamönnum fiölgaði snarlega á ný og í dag koma milljónir ferðamanna ár- lega til Atlantic City og eyða þar milljörðum í spilavíti. Fjárhættu- spil er löglegt í borginni og eru þar rekin tólf glæsileg spilavíti. Reykholt ■ i Laugardaginn 1. ágúst var opn- uð ný svefnpokagisting í Reyk- holti. Gistingin er i 15 tveggja tfl fiögurra manna herbergjum í tveggja hæða húsi, Útgörð- um, sem er , samtengt að- , alhótelbygg- < ingunni. Öll | herbergin eru með handlaug og góðum rúm- um og/eða kojum. Snyrting og sturta er á báðum hæðum. Á Hótel Reykholti var einnig nýlega tekin í notkun tveggja her- bergja íbúð, svíta sem er leigð út í eina eða fleiri nætur. Suðurskautsfarar Þeir sem fara á suðurpólinn þurfa ekki að hafa áhyggjur af háu verðlagi og of miklu fiöl- menni. Slæmt veður og villidýr eru aftur á móti hlutir sem suður- skautsfarar þurfa að gæta sín á. Besti tíminn til að heimsækja pól- inn er seint í desember og byrjun janúar. Þá er hlýjast á þessum slóðum og nær hitinn 1-2 gráðum C. Jökulísinn bráðnar lítið eitt og skip fá meira rými tU að sigla. Walt Disney World Disney World er einn frægasti skemmtigarður í heimi. Garður- inn er gríðarstór og verður að gera ráð fyrir a.m.k. þremur dögum til að skoða hann og njóta þess sem í boði er. Miðar í garðinn gilda ýmist í einn dag, þrjá, fióra eða sex daga. Að- gangseyrir fyrir fullorðna í einn dag er um 40$ en í fióra daga um 130$. Aðgangseyrir fyrir bam (3-9 ára) er 32$ i einn dag en 103$ fyr- ir þrjá daga. -me Fimmvörðuháls kallast háls- inn milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Á síðari árum hefur leiðin frá Skóg- um yfir Fimmvörðuháls og niður í Þórsmörk verið ein af vin- sælustu gönguleiðum landsins. „Við höfum verið með vikulegar ferðir yfir hálsinn í aflt sumar og höldum því áfram út ágúst en einnig verðum við með tvær gönguferðir í september," segir Mörður Finnboga- son hjá Útivist. „Við leggjum af stað frá Reykjavík á laugardagsmorgnum og keyrum sem leið liggur inn að Skógum en þaðan göngum við yfir hálsinn. Leiðin er ýmist gengin á ein- um degi eða gist yfir nótt i skálanum okkar, Fimmvörðuskála, sem er vel út- búinn og getur hýst rúmlega 20 manns. Það tekur um 6 klst. að ganga upp í skálann en öll leiðin tekur á milli 8 og 10 klst. Við göngum frá Skógum meö Fimmvörðuháls er falleg gönguleið. Torfajökulssvæðið, Landmannaafrétt Fimmvörðuskáli er vel útbúinn og skemmtilegur skáli sem getur hýst rúm- lega 20 manns. í góðu skyggni sést inn yfir Emstrur, og austur til Mýrdalsjökuls. fram Skógaá sem rennur til suð- urs í fögrum fossum og flúðum. Farið er yfir Skógaá á göngubrú og haldið áfram upp Skógaheiði að Fimmvörðuskála. Frá Fimm- vörðuskála er gengið um Jökul- fannir og ása um Goðalandsbrúnir á Þrívörðuskeri og niður Bröttu- fonn. í góðu skyggni er stórkostlegt útsýni frá norðanverðum hálsin- um inn yfir Emstrur, Torfajökuls- svæðið og til fjalla á Landmanna- afrétti. Eins er víðsýnt frá Fimm- vörðuskála austur til Mýrdals og niður eftir hálsinum. Frá Bröttufonn er haldið um Heljarkamb og farið eftir Kattar- hryggjum niður i Strákagil við Bása. Þar lýkur göngunni en fyrir þá sem vilja er hægt að dvelja í nokkra daga í vel útbúnum skál- um okkar í Básum. Básar eru hrein útivistarparadís. Þar er fjöldi fallegra gönguleiða og lands- lag sem svíkur engan.“ -me ings og Soffaníasar Cesilssonar hf„ verið breytt i hótel. Á hótelinu er gisti- rými fyrir allt að 40 manns og i umguuui VeÍt- ingasalur þar sem sjávarréttir eru ofarlega á matseðlinum. Nýir eigendur hótelsins eru hjónin Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir og Eiður Örn Eiðsson. Heilsusetrið Grotta Giusti í Toscana: Afslöppun í fögru umhverfi í hinu fagra Toscana-héraði á ítal- íu, á milli aldagamalla ólífutrjáa og frjósamra hlíða með ávaxtatrjám og blómaangan, er Grotta Giusti-heilsu- setrið. Heillandi umhverfið og stór- kostleg aðstaða hótelsins skapar and- rúmsloft sem endurnærir líkama og sál með undraverðum hætti. Dagana 5.-13. september bjóða Samvinnu- ferðir-Landsýn sannkallaða heilsu- ferð til Grotta Giusti-heilsusetursins. Sérstaða Grotta Giusti er hellir sem gerður er af náttúrunnar hendi með heitri uppsprettu neðanjarðar. Innangengt er úr hótelinu i heflinn og eftir því sem dýpra er farið inn í hann verður gufan heitari. Þannig ieggur náttúran sitt af mörkum við að skapa hina fullkomnu aðstöðu til afslöppunar. í þessari ferð er unnt að velja um þrjár mismunandi leiðir í meðferð þannig að allir ættu að geta valið heilsumeðferð við sitt hæfi. Heitar uppsprettur, leirböð, gufuböö, nudd og slökun og hver einstakling- ur er meðhöndlaður sérstaklega eftir þeirri dagskrá sem hann hefur valiö sér. Úrvalsaðstaöa Byggingin, sem reist var á 19. öld, var áður heimili skáldsins Giuseppe Giusti en hýsir í dag glæsilegt fiög- urra stjömu hótel með 70 loftkæld- um herbergjum. Öll herbergin eru með baði, gervihnattasjónvarpi, minibar, síma og öryggishólfi. Fullt Af hótelinu er innangengt í helli sem gerður er af náttúrunnar hendi með heitri uppsprettu neðanjarðar. fæði er innifalið í verði, morgun- verðarhlaðborð og fiögurra rétta há- degis- og kvöldverður. Á staðnum er sundlaug, tennisvellir, líkamsrækt- araðstaða, fallegar gönguleiðir og guflfallegur golfvöllur með stórkost- legu útsýni yfir hinar frjósömu hæð- ir Toscana. Skammt frá hótelinu er Montecat- ini; fallegur smábær með verslunum, kafíihúsum og veitingastöðum. Hin gullfallega borg Flórens er aðeins í um 40 mínútna akstursfiarlægð og einnig er kjörið að skreppa til Pisa og sjá hinn víðfræga skakka tum en þangað er einungis um hálftima- keyrsla. Fararstjóri í ferðinni er Sóley Jó- hannsdóttir danskennari. Hægt er að komast í ferð á heilsu- setrið Grotta Giusti allt árið um kring og er lágmarksþátttaka í ferð tuttugu manns en hámarksþátttaka þrjátíu. -me mamm Puerto Vallarta er elnstakt veður og frábærar strendur. Hjarta Mexíkós Puerto Vallarta hefur í mörg ár ver- ið einn af eftirsóttustu ferðamanna- stöðunum í Mexíkó. Staðurinn býður r- upp á allt sem þarf, einstakt veðuifar, frábærar strendur, mikla náttúrufeg- urð og lágt verðlag. t lystbátahöfninni Marina Vallarta búa um 300.000 íbúar. Bærinn státar af miklu úrvali versl- ana, glæsilegra hótela og fiölbreyttra veitingastaða. Næturlif bæjarins er frá- bært, hvort sem farið er á mexíkóska skemmtistaði með E1 mariachi tónlist eöa eitthvert hinna fiölmörgu diskó- teka. Puerto Vallarta er í Jalisco héraði sem er heimahérað tequiladrykkjarins. 18.-25. nóvember verður ferð á veg- um Úrvals-Útsýnar til Vallarta. Gist verður í Puerto Vallarta Beach Hotel sem er fallegt hótel við ströndina í syðsta hluta gamla bæjarins. -me L Landsbanki íslands Aukin þjónusta Þú getur pantað gjaldeyri í síma 560 60C Oog sótt hann í afgreiðslu okkar á 2.hæð í Leifsstöð. Opið allan sólarhringinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.