Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Síða 51
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 hann leikstýrði Robert De Niro í fyrsta skipti en De Niro átti eftir að leika í mörg- um myndum hans. Með Mean Streets var Scor- sese kominn í fremstu röð nýrr- ar kynslóðar í amerískri kvik- myndagerð. Guðlastari? Daniel Day Lewis og Winona Ryder í The Age of Inn- ocent. skóla en hætti þar eftir eitt ár og helgaði sig kvikmyndum. Hann komst að í kvikmyndaskóla New York-háskólans og náði sér í BS- og MA-gráður. Hann leikstýrði nokkrum stutt- myndum á námsárum sínum en tók síðan að sér kennslu við háskólann og lauk á því tímabili fyrstu kvik- mynd sinni, Who’s That Knocking at My Door? Harvey Keitel lék aðal- hlutverkið og Thelma Schoonma- ker klippti myndina en bæði hafa margsinnis unnið með Scorsese síðan. Hann hélt svo til Hollywood og vann að ýmsum verkefnum þangað til Roger Corman gaf honum tæki- færi til að leikstýra ódýrri B-mynd, Boxcar Bertha, fyrstu mynd hans sem fékk einhverja dreifingu að ráði. Hann hélt síðan aftur til New York og gerði Mean Streets þar sem Taxi Driver (1976), Raging Bull (1980) og The Last Temptation of Christ (1988) marka þrjá há- punkta á ferli Scorsese en hann hefur einnig leik- stýrt mörgum öðrum frábærum myndum. The Last Temptation of Christ er sennilega sú sem hvað mestar deil- ur hefur vakið en mörgum þótti þessi skáldskapur um mannlegan Jesús hreinasta guðlast. Upphaflega ætlaði hann að gera myndina árið 1983 en fjórum vikum áður en tökur átti að hefjast hættu fjárfestar við að fjármagna mynd- ina. Scorsese neyddist því til að gera myndir fyrir breiðari áhorf- endahóp um skeið. The Color of Mo- ney varð fyrsta mynd hans til að ná einhverjum vinsældum að ráði og gerði honum kleift að gera loksins The Last Temptation of Christ. Næsta verkefni Scorsese er Bringing out the Dead, með Nicolas Cage í aðalhlutverki en áætlað er að tökur hefjist í haust. Einnig er í burðarliðnum mynd um ævi Dean Martin, með Tom Hanks í aðalhlut- verkinu. Vinnuheiti myndarinnar er Dino (gælunafn söngvarans) og stefnt er að þvi að ljúka henni árið 2000. -PJ Scorsese-myndir Mean Streets (1973) ★★★Myndin sem kom Martin Scorsese á kortið. Harvey Keitel leikur smákrimma sem er eigin- lega of góðlegur fyrir starfið sitt. Hann er ástfanginn af flogaveikri konu og vinur frænda hennar (Ro- bert De Niro) sem er hálftruflaður vandræðagemlingur. Þarna koma mörg af höfundareinkennum Scor- sese vel fram. Þótt hann hafi gert betri myndir síðar markai- Mean Streets ákveðin tímamót á ferli hans. Raging Bull (1980) ★ ★ ★ ★vart-hvít mynd byggð á sjálfsævisögu hnefaleikakappans Jakes LaMotta. Einhver metnaðar- fyllsta mynd Scorsese og var m.a. útnefnd besta mynd áratugarins af ofúrgagnrýnendunum Siskel og Ebert. Robert De Niro fékk ósk- arsverðlaun fyrir túlkun sína á LaMotta og Thelma Schoonmaker fyrir klippinguna. Hrátt raunsæið, hrottafengin hnefaleika- og ofbeld- isatriði, sálræn barátta og loks hálfaumkunarverð örlög aöalsögu- hetjunnar gera- myndina afar eft- irminnilega. The Last Temptation of Christ (1988) ★★★★\far umdeild mynd sem kallaði reiði margra trúaðra yfir Scorsese, sem eitt sinn ætlaði að verða prestur. Myndin var byggð á skáldsögu Nikos Kazantzakis en í henni er Jesús afar mannlegur, breyskur og fullur af efasemdum. Willem Dafoe leikur aðalhlutverk- iö og hefur aldrei verið betri. Þaö var ekki síst ný sýn á hlutverk Júdasar í sögu frelsarans sem reitti marga til reiði en Harvey Keitel leikur hann óaðfmnanlega. Goodfellas (1990) ★★★'Í Joe Pesci fékk ósk- arsverðlaunin fyrir túlkun sína á hrottafengnum og geðsjúkum leigumorðingja i þessari maflu- mynd sem er byggð á sögu Nicholas Pileggi. Ray Liotta leikur hálf- ítalskan ungan mann sem kemst inn í glamúr- veröld Sharon Stone i Casino. mafj_ ósanna í hverfinu en leiðin liggur að lokum niður á við. Myndin skartar einnig Robert De Niro í einu af aðalhlutverkunum. Caslno (1995) ★★'ÁFjallar um innreið mafi- unnar í spilaborgina Las Vegas. Hálfgerð endurtekning á Good- Fellas en merkileg sakir einhverr- ar bestu frammistöðu Sharon Sto- ne á ferlinum. Robert De Niro og Joe Pesci eru í nánast sömu hlut- verkum og i GoodFellas. Aðrar myndir Scorsese: Who's That Knocking at My Door? (1968) Boxcar Bertha (1972) Alice Doesn't Live here anymore (1974) Taxi Driver (1976) New York, New York (19771 King of Comedy (1983) After Hours (1985) The Color of Money (1986) Cape Fear (1991) The Age of Innocense (1993) Kundun (1997) -PJ myndbönd ••<•’• 4. -3. ágúst SÆTI Tfyrri 1 VIKA i J VIKUR f fl LISTAj i i TITILL i ÚTGEF. j • J’; j TEG. i 1 j 4 j T ) 2 j ) j t j Dvil's Advocate j Warner Myndir J Spenna 2 i i i 3 j Good Will Hunting j j Skífan J1 "íL ) j Drama j 3 í 2 1 2 j j i Kissthe Girls j CIC Myndbönd j Spenna 4 J | 3 j' i 4 ■j" j.k.ríVi j j j Boogie Nights J iiglj;:*: J Myndform j j'- > Drama j 5 i Ný i 1 J J Jackie Brown j Skffan j Spenna 6 j i 5 i; 5 j r j j Picture Perfect j Skffan J j Gaman 7 i 6 i 7 j Jackal ) CIC Myndbönd J Spenna 8 í 7 WmmM ;J,á; j 4 j * i j j j Seven Years In Tibet J j SamMyndbönd J j Drama J 9 J. 8 i 6 j j. Father's Day 1 Warner Myndir 1 Gaman J 10 j ) 9 j 1 7 j - j ) ’ j Copland ' í J Skífan j j j Spenna j 11 í 10 j 5 j j Starship Troopers j Sam Myndbönd j Spenna 12 j j 12 J . j 4 j ... j j Amerícan Warewoif In Paris J J Skífan j : J Spenna 13 í 11 i 5 j j Shadow Of Doubt J j Myndform j Spenna 14 1- 14 j i 8 j j j George Of The Jungle ) Sam Myndbönd Gaman i 15 i ■= T 12 j i í j j. TheGame ) Háskólabíó ) Spenna 16 i 17 j J j 2 j L j Pentagon Wars j Bergvík J . T; j Gaman j 17 i Ný j i j j Borrowers Háskólabíó j Gaman 18 j j 16 i 9 j’ i j i j Tomorrow Never Dies J J SamMyndbönd j J Spenna J -v:ví:svf 19 i 13 i 3 j i Face j SamMyndbönd j Spenna 20 ; Ný ) ' ) 1 j Always Outnumbered J Bergvík J 1 Drama i Myndband vikunnar Wag the Dog ★★★ Kvensamir forsetar og úrræðagóðir leikstjórar Það eru vægast sagt vandræði í Hvíta húsi myndarinnar, rétt eins og í raunveru- leikanum. Svo virðist sem forsetinn hafi átt i full innilegu sam- bandi við unga stúlku er var þar í stuttri heimsókn og einungis nokkrir dagar til kosninga. Það verður því að bregðast skjótt við og stjómar Con- rad Brean (Robert De Niro) varnaraðgerð- um sem em fyrst og fremst fólgnar í því að dreifa athygli fjöl- miðla frá hinni við- kvæmu yfirsjón forsetans. Brean fær til liðs við sig kvikmyndafram- leiðanda frá Hollywood, að nafni Stanley Motss (Dustin Hoffman, óskarstiln.). Saman setja þeir á svið stríð og það við Albani af öllum þjóðum. Það þótti furðuleg tilviljun þegar kvikmyndin Wag the Dog var frum- sýnd hversu mjög umfjöllunarefn- inu svipaði til kvenna(vanda)mála Bill Clintons. Nú þegar hún kemur út á myndbandi hefur umfjöllun um ástarleiki hans og Monicu Lewin- sky aftur náð hámarki. En líkt og í myndinni hafa atburðir utan úr heimi gefið Clinton tækifæri til að beina umræðunni í aðra átt. í kvik- myndinni var sett á svið stríð i Albaníu en í raunveruleik- anum hafa hinar hörmulegu spreng- ingar við sendiráð Bandaríkjanna í Keníu og Tansaníu orðið fréttaefni númer eitt. Hér er ekki verið að ýja að því að Clinton- stjórnin hafi eitt- hvað með tilræðin áð gera heldur að afleiðingamar séu þær sömu. Kvennamál forsetans falla í skuggann af annars konar og meira spennandi „dramatík". Þetta verður að teljast besta mynd leikstjórans Barrys Levin- sons í langan tíma. Þrátt fyrir frá- bæran leikarahóp er handritið (ósk- arstiln.) senuþjófur myndarinnar sem er engin venjuleg grínmynd heldur einkar hvöss háðsádeila á of- ríki fjölmiðla vestræns samfélags. Ekkert er eins og það sýnist í heimi þar sem sannleikur og réttlæti eru einungis tæknibrellur. Við erum háð fjölmiðlum og þeir móta tilveru okkar þar sem þekking og veraldar- sýn einstaklinga byggir á umfjöllun- arefnum, túlkunum og framsetn- ingu fjölmiðla. Það er ljóst af yfir- ferð myndarinnar að hún ætlar sér æði mikið og ekki verður annað sagt en að vel hafi til tekist. Um- fram allt sannar þó Wag the Dog að gamanmyndir þurfa ekki að vera næringarlítið heilafóður. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Barry Levinson. Aðalhlutverk: Ro- bert De Niro, Dustin Hoffman, Anne Heche og Willie Nelson. Bandarísk, 1998. Lengd: 101 mín. Öllum leyfð. Björn Æ. Norðfjörð^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.