Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Qupperneq 56
xtim
1 kuöLd
Tvötaldur
i. vinmngur m
FRETTASKOTIÐ
ISÍMINN SEM ALDREI SEFUR
■0r
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998
i*
Húsavík:
Starfsmenn
Fl hætta
- óánægja með áætlanir
Þrír starfsmenn Flugfélags ís-
lands á Húsavik, þeirra á meðal
stöðvarstjórinn, Auður Gunn-
arsdóttir, hafa sagt upp störfum
sínum og eru þessa dagana að
hætta. Meginástæða þessa er sú
að áætlanir félagsins til Húsa-
víkur hafa staðist mjög illa í allt
sumar. Mikil óánægja hefur ver-
ið meðal viðskiptavina félagsins
á Húsavík með þjónustuna í
sumar og hafa starfsmenn verið
undir miklu álagi af þeim sök-
um og eru orðnir langþreyttir á
því að vera eins konar stuðpúði
milli óánægðra viðskiptavina og
yfirstjórnarinnar í Reykjavík.
Auður Gunnarsdóttir stað-
festi í samtali við DV að hún
hefði sagt upp starfi sinu, að
hluta til vegna óánægju með
ástandið og að hluta til vegna
þess að hún fékk tækifæri til að
skipta um starfsvettvang.
Áætlunarflug Flugfélagsins
til Húsavíkur hefur að mati
Húsvíkinga staðist óvenjuilla í
sumar, bæði hefur flugi ítrekað
seinkað eða hreinlega fallið nið-
ur hvað eftir annað. Bæjar-
stjórn hefur ályktað og krafist
úrbóta. Sömu sögu er að segja á
ísafirði þar sem bæjarstjórnin
hefur ályktað í sömu veru. -SÁ
Bjarga pysjum
DV, Vestmannaeyjum:
Pysjutíminn
í Vestmanna-
eyjum stendur
nú sem hæst.
Börnin eru á
ferð á hverri
nóttu við að
bjarga pysjun-
um sem eru
-*öÖum að yfir-
gefa lundahol-
urnar í fjöllun-
um í kringum
bæinn sem
hafa verið
heimili þeirra
frá því þær
litu þennan
heim.
Pysjumar
fljúga á ljósin í
bænum en þeg-
ar þær lenda
geta þær enga björg sér veitt. Kem-
ur þá til kasta bamanna sem safna
þeim í kassa á nóttunni og sleppa
þeim morguninn eftir. Það er ekki
verra að vera með góða vettlinga
því að pysjurnar geta bitið.
-ÓG
Sindri Þór úr Reykjavík
að sleppa pysju á Eið-
inu. DV-mynd Ómar
TEFLDI HUN A TWER
HÆTTUR?
Vilhjálmur Egilsson:
Alvörutilboð
„Ég tel að ríkisstjómin hljóti að
þurfa að skoða þetta tilboð. Mér finnst
þetta í fljótu bragði vera alvörutilboð
fyrst talað er um átta
milljarða króna. Ég
tel líka að sameinað-
ur Búnaðarbanki og
íslandsbanki gæti
orðið öflug og arð-
vænleg eining á ís-
lenska fjármagns-
markaðnum. Ef ríkis-
stjórn tæki þessu tilboði og notaði pen-
ingana til að borga niður skuldir þá
sparaði hún sér 400 tfl 500 mifljónir í
vaxtagreiðslur árlega. Spumingin er
hvort Búnaðarbankinn hafi skilað slík-
um upphæðum í arð,“ segir Vilhjálmur
Egflsson alþingismaður um tilboð
íslandsbanka í Búnaðarbankann. -RR
Friörik Sophusson var útnefndur þingmaður ársins á fundi Heimdallar f gær. Hér tekur Friðrik við verðlaununum úr
höndum llluga Gunnarssonar, formanns Heimdallar. DV-mynd Hiimar Þór
Alvarlegt bílslys
Tveir voru fluttir slasaðir á slysa-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir
alvarlegt bílslys sem varð á Hellis-
heiði á sjöunda tímanum í gær-
kvöld. Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Selfossi voru mennimir
einir í bílunum en tildrög slyssins
em óljós. Bílarnir eru mikið
skemmdir eftir áreksturinn. -JHÞ
Guöfríður Lilja Grétarsdóttir, íslandsmeistari í skák, komst í hann krappan:
í
- leið eins og leynilöggu, segir Guðfríður Lilja í samtali við DV
væri innbrot í gangi. Þá kom einhver ægileg
spennuþörf upp hjá mér því ég fór aftur að bygg-
ingunni til að sjá hvort þeir myndu nokkuð
sleppa. Mér fannst heil eilífð líða þar til tveir lög-
reglumenn komu að. Ég fór með þeim inn í húsið
þar sem ég var með lykla að húsinu. Þegar við
opnuðum einar dyrnar skutust tveir skuggar
fram hjá okkur. Lögreglumennirnir náðu að góma
þá eftir snarpa rimmu. Ég slapp sem betur fer við
átök en var þarna alveg í hasarnum."
Gómaði glæpamenn
...............i
„Ég svaf alein i skólastofu og það var enginn
annar í byggingunni. Um nóttina vaknaði ég upp
við læti frammi á gangi. Ég hugsaði með mér að
þetta væri eitthvað dularfullt. Síðan heyrði ég að
einhver var að reyna opna hurðina að skólastof-
unni. Ég varð auðvitað skithrædd enda bjóst ég
við að þetta væru innbrotsþjófar. Ég var að spá í
hvort ég ætti að öskra en það hefði ekki þjónað
neinum tilgangi. Þá kom baráttuhugur upp í mér
og ég ætlaði ekki að láta innbrotsþjófana sleppa,"
segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, margfaldur ís-
landsmeistari kvenna í skák. Hún lenti í mikilli
lifsreynslu í Hróarskeldu í Danmörku nýlega þeg-
ar hún gómaði tvo þekkta danska glæpamenn.
Guðfríður Lilja var í heimavist í skólanum í bæn-
um Hróarskeldu þegar atvikið gerðist að nætur-
lagi.
Skreið út um glugga
„Ég opnaði glugga á stofunni og stökk út með
ferðatölvuna og veskið mitt með mér. Ég sá að
dularfullur maður, eflaust einn innbrotsþjófanna,
var fyrir utan bygginguna, sjáifsagt til að vakta
hvort einhver kæmi óvænt að þeim. Ég náði að
laumast fram hjá honum og í símaklefa til að
hringja í lögregluna. Þá var engin símaskrá í klef-
anum. Ég hugsaði með mér að neyðamúmerið
112, sem er heima, gilti líka í Danmörku. Það
reyndist rétt og ég komst í samband við lögregl-
una. Ég sagði þeim að koma eins og skot því það
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, margfaldur Islands-
meistari kvenna í skák, gómaði tvo þekkta glæpa-
menn að næturlagi í bænum Hróarskeldu í Danmörku.
Þekktir glæpamenn
„Þegar þeir voru færðir á stöðina kom í ljós að
þetta voru þekktir glæpamenn í Danmörku. Þeir
höfðu brotið upp allar dyr í þessum hluta skóla-
byggingarinnar í leit að einhverju til að stela. Mér
leið hálfilla að sofa áfram ein í skólanum næstu
nótt á eftir en mér tókst nú að vinna bug á hræðsl-
unni og eftir á finnst mér þetta hálfskondið því ég
hef aldrei lent i neinu þessu líkt. Mér leið eins og
leynilöggu í bíómynd," segir Guðfríður Lilja.
Skólayfirvöld í bænum gáfu Guðfríði Lilju verð-
laun, m.a. fína rauðvínsflösku, og hún fékk mikið
hrós frá lögreglunni fyrir að hafa náð glæpamönn-
unum. Greint var frá atvikinu í dönskum dagblöð-
um og var henni hampað þar sem mikilli hetju.
Guðfríður Lilja var stödd á skákmóti í Danmörku
og gómaði ekki aðeins innbrotsþjófa heldur náði
líka inn ELO-stigum i safnið. -RR
Veðrið á morgun
og mánudag:
Hæg norö-
vestanátt
Næstu daga verður fremur hæg
norðvestlæg átt á landinu. Viða
verður léttskýjað um landið vest-
anvert en skúrir norðan og aust-
an til. Hiti verður á bilinu 6 til 13
stig, mildast sunnan til.
Veðrið í dag er á bls. 57.