Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Qupperneq 51
Heimdallur seldi RÚV-brauð í Kringlunni: Ríkisútvarpið verður að steingervingi Heimdallur, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, stendur nú fyrir átaki undir kjörorðinu „Lausnarorðið er frelsi". Að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, lögfræð- ings og formanns Heimdallar, er átakið til komið þar sem félaginu fmnst vanta hægri sjónarmið og frjálslyndi í stjómmálaumræðu í landinu. „Átakið er til þess að vekja athygli á afmörkuðum málum sem birtast sem víðtækt vandamál í hag- kerfi og þjóðlífi landsins," segir Ingvi. „Við emm að vekja athygli á úreltum hagstjómartækjum eins og innflutningshöftum, ríkisrekstri og einokun." Til að vekja athygli á þessum málum hefur félagið skrifað greinar í dagblöð, birt auglýsingar og haldið fundi, auk þess sem ný vefsiða félagsins hefur veriö opnuð á slóðinni www.frelsi.is. Oviðeigandi ríkisrekstur í einni auglýsingunni líkir Heimdallur áskrift aö Ríkisútvarp- inu-Sjónvarpi við að allir væru skyldaðir til að kaupa ákveðna teg- und af brauði, RÚV-brauð, og ef fólk keypti ekki brauðið yrði brauðrist viðkomandi innsigluð - líkt og gert er ef landsmenn greiða ekki afnota- gjöld af ríkisfjölmiðlunum. “Við emm hiklaust á móti Ríkis- útvarpinu, þar sem við teljum óvið- eigandi að ríkið reki fjölmiðla. Þeh- era ekki reknir á jafnréttisgrund- velli og hafa allt aðra stöðu á mark- f: - aðnum en aðrir fjölmiðlar. Einstak- lingar eru fullfærir um að reka fjöl- miðla og eðlilegt væri að þeir gerðu það eins og þeir gera með almenn fyrirtæki,“ segir Ingvi og segir tækninýjungar auk þess vera að gera fyrirtækið að steingervingi. Og Heimdallur vill ekki að tollar og gjöld séu lögð á innflutning á land- búnaðarvörum í því marki sem gert er í dag. „Við tókum tómata fyrir í einni auglýsingu frá félaginu. Ekki vegna þess að við höfum eitthvað hom í síðu garðyrkjubænda, þar sem þessi grein er næst því að < starfa við eðlilegar markaðsaðstæð- ur, heldur erum við að vekja athygli á hinum stóra vanda í landbúnaðar- kerfmu. Grænmeti er holl fæða og afleitt að hún skuli ekki vera á boðstólum á góðum kjörum,“ segir hann. Og Heimdallur seldi áfengi á Ing- ^ ólfstorgi í gær - „Allt fyrir málstað-- inn,“ sagði Ingvi að lokum. -hb tú liQrga S \lESS\ ma3ur I LaRiliaunirjjJ , Björgvin Guðmundsson, í stjórn Heimdallar, með RÚV-brauð f Kringlunni I fyrradag. DV-myndir Hilmar Þór LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1999 Qréttir Til hamingju mel afmælið 28. febrúar 95 ára Guðrún Magnúsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. 85 ára Pétur Kr. Sveinsson, Akralandi 1, Reykjavík. Ragnar Þorsteinsson, Vogatungu 31a, Kópavogi. Sigríður Hólmfreðsdóttir, Snomabraut 58, Reykjavík. 80 ára Gestheiður Jónsdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. 75 ára Gestur Frímannsson, Túngötu lOb, Siglufirði. 60 ára Guðný Jónsdóttir, Hamarsseli, Djúpivogi. Helga Aðaðsteinsdóttir, Borgarflöt 1, Stykkishólmi. 50 ára Eiríkur H. Sigurgeirsson, Hjallahlíð 33, Mosfellsbæ. Guðbjörn Dagbjartsson, Hvítárdal, Flúðum. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Túngötu 4, Stöðvarfirði. Jónína Zophoníasdóttir, Mýram 2, Egilsstöðum. Teresa Obara, Borgarbraut 1, Grundarfirði. Tryggvi Pálsson, Kjartansgötu 8, Reykjavík. Þorvaldur Ásgeir Hauksson, Esjugrund 44, N/A 40 ára Hildur Bjömsdóttir, Þingási 46, Reykjavík. María Norðdahl, Laxakvísl 3, Reykjavík. Sigrún Lilja Jónadóttir, Heiðargerði 14, Reykjavík. Sigurjón Pálmi Dyer, Sæbólsbraut 26, Kópavogi. Sigurvin Ómar Jónsson, Vesturbergi 100, Reykjavík. Sturla Geirsson, Dísarási 6, Reykjavík. Trausti Ragnar Tryggvason, Þverholti 10, Akureyri. Trausti verður fertugur á mánudaginn. Opið hús verður á sunnudaginn að Þverholti 10 frá kl. 15. Austurlensk sjálfsvörn leið til betra lífs: Líkaminn er vopn Feðgarnir Ingólfur Eyfells, 54 ára, og Eyjólfur sonur hans, 14 ára, stunda Tae Kwon Do af kappi hjá ÍR, fara yfir endilanga Reykjavík vestan af Nesi fjóram sinnum í viku í Breiðholtið. Þar iðkar stór hópur þessa austurlensku sjálfsvarnaríþrótt sem fundin var upp fyrir ár- þúsundum í Kóreu. Fá- tækt fólk fann upp íþrótt sem sögð var gera lík- amann að beittu vopni gegn óvinum. Þeir feðgar eru ánægðir með að velja austurlenska glímu sem tóm- stundagaman. Handbolti og aðrar íþróttir eiga ekki við alla. En allir eiga sína íþrótt ef vel er gáö. Nú skyldi maður ætla að rtí’ ensk glíma væri nokkuð hrottaleg en svo er ekki, nema í keppni þeirra allra hörðustu, sem þá eru vel varðir fyr- ir höggum. Fjölbreytnin í hreyfing- um er mikil, það reynir mjög mik- ið á teygjur, úthald og líkam- legt þrek. En það reynir líka á einbeitingu og samhæfingu. Þeir hörðustu geta farið að kurla við með berum lúkunum, jafnvel múr- steina. Eyjólfur reyndi að slá i spýtu og gekk vel. Tólf millimetra spónaplata er frumraunin. Ingólfur segir að sonur hans hafi ákveðið fyrir rúmu ári að fara í Tae Kwon Do. „Ég þurfti þá að aka hon- um alla þessa leið og úr því maður var kominn alla þessa leið sá ég að eins gott væri að nýta tímann. Ég hafði séð að teygjurnar voru líkar því sem ég hafði gert í jóga-æfingum og fannst þær traustvekjandi. Ég dreif mig því með í þetta. Þetta er virkilega gott og við höfum náð saman svona á nýjan máta. Við erum með sama beltið og erum jafn- ingjar í æfingasalnum. Við keppum ekki enda bara búnir að vera ár. Eyjólfur er því ekki farinn að leggja mig enn þá, hvað sem verður," sagði Ingólfur, sem iðkar lika skautaíþróttina og sund af kappi, hvort tveggja úrvalsgreinar fyrir þá sem vilja rækta líkamann og við- halda honum eins og best verður gert. -JBP ~w~ Tae Kwon Do - kóreska íþróttin sem fer sigurför um heiminn og nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Þessi íþrótt gefur líkamanum alhliða styrk. Hér er æf- ing hjá ÍR sem er eitt nokkurra félaga sem býður upp á þessa nýju ólympíufþrótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.