Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 2
2 fréttir LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 J->V Kio Briggs hoppandi glaöur eftir aö vera sleppt út í frelsið - a.m.k. í bili: Ótrúleg tilfinning „Ég get ekki lýst því augnabliki þegar túlkurinn sagöi við mig á ensku: „Þú ert laus!“ „Hvað segir þú?“ spurði ég. „Þú ert laus. Þú mátt fara!“ Maðurinn þurfti að endurtaka þetta áður en ég meðtók þessi orð. En ég er samt ekki hissa því ég trúði alltaf á réttlætið," sagði Kio Alexander Briggs í samtali við DV á lögreglustöðinni á Akureyri í gær, eftir að héraðsdómari á Norður- landi eystra ákvað að láta Bretann lausan úr haldi eftir tæplega 9 mán- aða gæsluvarðhald. Nokkrum min- útum eftir að Kio sagði þessi orð sagði einn fangavarðanna við hann: „Viltu ekki prófa að fara aðeins út áður en þú pakkar saman?“ Kio tók boðinu með þökkum, opn- aði bakdyrnar og gekk berfættur í stuttbuxum út á bílastæðiö og síðan upp að grasbala - út í frelsið. Eftir að hafa tekið upp nokkur strá, þefað af þeim og kastað út í loftið lyfti hann báðum handleggjunum upp, horfði til himins og sagði: „Hvílík tiiflnning. Ég er frjáls eftir 9 mán- uði inni. Þetta er ótrúlegt." Kio flaug til Reykjavíkur í gær. Hann dvelur nú hjá vini sem skýt- ur yfir hann skjólshúsi. Kio á að láta lögregluna vita um ferðir sin- ar einu sinni á dag - hann er í far- banni til 15. september og segist ekki ætla að flýja land. „Ég er vegabréfslaus og flýg hvorki burtu eins og engiil né syndi frá landi eins og fiskur. Ég ætla að reyna að fá mér vinnu á meðan ég bíð eftir því hvernig framhald málsins fer - niðri á bryggju eða jafnvel á sveitabæ þar sem fólk þarf á að- stoð að halda hjá manni sem er vanur vinnu. Síðan vonast ég til að hitta son minn, Seth, sem er þriggja ára. En því miður er þetta mál búið að eyðileggja hjónaband mitt og móður hans.“ Móðir mín brast í grát Kio hringdi til móður sinnar, sem býr i Bretlandi, þegar dómar- inn ákvað að láta hann lausan: „Móðir mín brast í grát þegar ég sagði henni fréttirnar. Ég var bú- inn að segja henni að ég væri sak- laus af þvi sem ég er ákærður fyr- ir. í gær var fyrsti dagurinn frá því ég kom til íslands þar sem ég fékk virkilega trú á íslenska rétt- arkerfinu. Ég hef engan glæp framið. En Guðmundur hafði greinilega ástæðu til að „setja mig upp“,“ sagði Kio. Hann kvaðst í iSfK Fyrstu sporin út í frelsið við lögreglustöðina á Akureyri í hádeginu í gær. „Ég er frjáls eftir 9 mánuði. Kio ákvað síð- an að fljúga til Reykjavíkur þar sem hann dvelur nú hjá vini sínum. DV-mynd óttar Sveinsson raun engan kala bera til umrædds Guðmundar, aðalvitnisins í máli ákæruvaldsins gegn sér, en hann bjó hjá honum áður en hann kom tU íslands. Þessir tveir menn munu nú að líkindum hittast fyrir framan fjöl- skipaðan dóm Héraðsdóms Reykja- víkur á næstu vikum þegar málið verður tekið þar fyrir á ný, eftir að Hæstiréttur vísaði því heim í hérað á fimmtudag vegna formgalla. Gall- inn fólst í því að héraðsdómur tók ekki mið af framburði framan- greinds Guðmundar. Ríkissaksókn- ari hefur á hinn bóginn kært úr- skurð Héraðsdóms Norðurlands frá því í gær um að sleppa Kio úr gæsluvarðhaldinu. Hæstiréttur tek- ur afstöðu til þeirrar kæru i næstu viku. -Ótt Helgarblað DV Súsanna Svavars- dóttir ráðin Súsanna Svavarsdóttir blaða- maður hefur verið ráðin umsjón- armaður Helgarblaös DV og hef- ur hún þegar tekið til starfa. Súsanna býr yfir yfirgrips- mikilli þekkingu á fjölmiðlum og hefur hún starf- að á flestum sviðum, í út- varpi, sjónvarpi, á dagblöðum og tímaritum. Sús- anna er bók- menntafræðingur aö mennt en hún hóf störf sem blaðamaður árið 1984 og i níu ár var hún um- sjónarmaður menningarritstjóm- ar Morgunblaðsins. Þá hefur hún annast bókmenntagagnrýni fyrir DV, Morgunblaðið, Sjónvarpið og Þjóðviljann, auk leiklistargagn- rýni. Súsanna Svavarsdóttir. Kaupmenn um vandræðagrunninn í Lækjargötu: Eins og klósett í Harlem Nágrannarnir Jakob Jakobsson „smurbrauðsjómfrú" og Axel Bender bóksali við grunninn umdeilda þar sem ekkert hefur gerst frá því í janúar. DV-mynd Hilmar Þór. „Ég gæti eins verið með veitingarekstur norðan heiða. Hér er girt fyrir allt með ljótu bárujámi eins og í Harlem og þetta er ekkert annað en hneyksli. Þegar losnar lóð í miðbæ Reykja- víkur á það ekki að vera einkamál peningamanna hvað við hana er gert. Þetta er mál allra borgar- búa,“ segir Jakob Jakobs- son „smurbrauðsjómfrú" á Jómfrúnni í Lækjargötu um framkvæmdaleysið í granni lóðarinnar þar sem Nýja bíó stóð. „í sjálfú sér er ég feginn að Bónus los- aði sig við lóðina því ann- ars hefðum við setið hér uppi með risastórt bleikt Bónus-svín á gafli nýs húss og kjötfars á tilboði. Lækj- argatan á að bjóða upp á eitthvað fal- legra og betra. Þetta er hjarta borgar- innar," segir Jakob. Nágranni Jakobs, handan granns- ins, er Axel Bender sem rekur bóka- búðina Borg. Hann segist vera orðin hálfvitlaus á þessu ástandi og vand- ræðagangi öllum við lóðina: „Ég er að verða gráhærður á þessu. Bárujárnsgirðingin hér fyrir framan hjá mér er notuð sem kló- sett allar helgar og öll kvöld og ég verð að byrja hvem nýjan dag á því að þvo hana. Hér hefur ekk- ert gerst síðan 28. janúar og ég skil ekki hvers vegna borgaryfirvöld eru ekki fyrir löngu búinn að grípa í taumana. Fólk forðast þetta drasl í grunninum og kringum hann og það bitn- ar að sjálfsögðu á viðskipt- unum hjá mér,“ segir Axel sem hefur áhyggjur af sumarvertíðinni hjá sér. Ferðamenn eru stór hluti viðskiptavina hans þá þrjá mánuði sem ferðamanna- straumurinn er í hámarki. „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að þurfa að sitja uppi með þetta báru- jámsdrasl og grunninn á háannatíma. Þetta á ekki aðeins við um mig heldur alla sem stunda viðskipti hér í Lækj- argötunni. Fólk forðast þessi ósköp," sagði Axel Bender. -EIR stuttar fréttir Stóriðja ekki lausn Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í gær að áætlanir um stóriðju og framkvæmdir væru ekki lausn á byggðavand- anum. Hann sagði viljann og hugvitið vera þá einu auðlind sem bjargað gæti byggðum landsins. Forsetinn viðhafði þessi ummæli i heimsókn sinni til Dalvíkur. RÚV greindi frá. SH selur hlutabréf Jökla Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. hefur selt öll hlutabréf í eigu dótturfélagsins Jökla hf. Um er að ræða 10,5% hlut i Útgerðarfélagi Akureyringa hf., tæplega 9% hlut í Sölusambandi íslenskra fiskfram- leiðenda hf. og 5,2% hlut í Skag- strendingi hf. auk smærri hluta í öðrum félögum. Kaupandi bréf- anna er Fjárfestingarbanki at- vinnuiífsins hf. Viðskiptavefur VB á Vísi sagði frá. Frumkvæði frá ríkinu „Borgin getur komið að aðgerð- um sem stuðla að þvi að hemja þenslu en fram- kvæði að slík- um aðgerðum þarf að koma frá ríkinu. Borg- in getur ein og sér ekki tekið af skarið og ráðist gegn þeim þensluvanda sem nú blasir við,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um aðgerðir borgarinnar til að slá á þenslu. Ekkert nýtt í skýrslu Már Guðmundsson, aöalhag- ffæðingur Seðlabankans, segir að hvergi komi fram í skýrslu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins að hækka þurfi skatta. Þar sé talað um að- hald í ríkisfjármálum en þá sé átt við annaðhvort lækkun útgjalda eða hækkun skatta. Það sé svo ; stjómmálamanna aö ákveða hvor I leiðin sé farin. „Þetta er það sama Iog viö höfum verið að segja,“ sagði Már. Vísir.is sagði frá. DV-torfæran Fyrsta umferð íslandsmeistara- mótsins, DV-torfærur.nar, hefst í gryfjunum við Akureyri í dag kl. 11. Allir bestu torfærakapparnir sem gert hafa garðinn frægan bæði hér á landi og ekki síður á öllum helstu íþróttasjónvarpsstöðvum í Evrópu mæta fílefldir tU leiks, vel hvUdir eftir veturinn og með öku- | tækin í toppstandi. Byltingarkennd RöntgendeUd Landspitalans fær í sumar nýtt og mjög fuUkomið I sneiðmyndatæki, sem á eftir að j bæta þjónustu hennar enn frekar. Tækið kostar rúma 91 milljón I króna. Milljónasvik mistókust Rannsóknarlögreglan telur sig ! komna á spor þeirra sem reynt Ihafa að svíkja út úr íslenskum stór- fyrh'tækjum. AUs hefur verið reynt aö svíkja um 220 mUljónir króna I en án árangurs. Þegar hefur verið Íreynt að svíkja fé út úr KEA, Mjólkursamsölunni, ÁTVR, Ingvari Helgasyni, Flugleiðum, | Samherja og íslenska járnblendifé- 1 laginu. Lítiö svigrúm IVUhjálmur Þ. VUhjálmsson, formaður Sam- bands islenskra sveitarfélaga, | segir að staða : margra sveitar- félaga sé slæm. : Ljóst sé að sum I sveitarfélög j hafi staðið _______________ | ógætilega að fjárfestingum og I nauðsynlegt sé að sveitarfélög j sýni ráðdeUd nú þegar teikn eru á lofti í efnahagsmálum. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.