Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. MAI 1999 Íftlgt fólk Sósíalistarnir Grímur og Stefán: Kolkrabbinn er engin goðsögn að var pólitískt tóma- rúm sem olli því að við fórum að gefa út Testamentið. Við sáum ekki skoðanir okkar endurspeglast í neinum fjöl- miðli og vildum koma viðhorfum okkar og ungra vinstri manna á framfæri við ungt fólk í dag,“ segja fyrrum ritstjórarnir Stefán Þor- grímsson og Grímur Hákonarson þegar þeir eru spurðir um tilurð rótttæklingablaðsins Testament sem nýhætt er að hrista upp í ís- lensku samfélagi. „Sá misskilningur fór í loftið að við værum í félagsskapnum Ungir sósíalistar þegar viðtalið við Pál Óskar birtist og írafárið varð í kringum það. Ungir sósíalistar eru alþjóðasamtök sem við höfum ekk- ert komið nálægt. Við erum vita- skuld ungir sósíalistar en tengjumst samtökunum ekki. Þeir eru meiri marxistar en við.“ Aðspurðir um annan félagsskap telja drengimir fúslega upp þau samtök sem þeir eru skráðir með- limir í: „Samtökum herstöðvaandstæð- inga, Ísland-Palestína félaginu, Sam- tökum um aðskilnað ríkis og kirkju, Sósíalistafélagi Reykjavíkur og í Vinstrihreyfmgunni - grænu fram- boði.“ Stefán Þorgrímsson og Grímur Hákonarson segja að lýðræðið á íslandi sé á afskaplega lágu plani. DV-mynd Pjetur Viljum ekki samyrkjubú Eru VG nægilega langt til vinstri fyrir ykkar smekk? „Ja, það er það lengsta sem verö- ur komist og þar finnum við hljóm- grunn grundvallarmálum eins og andstöðunni við herinn, ESB og Nato. Það eru ýmis mál sem brenna á okkur og við merktum við þann lista. Við erum samt ekki svo langt til vinstri að við viljum fara að inn- leiða samyrkjubú, ef þú ert að leita eftir því. Testamentið var þó hálfgert samyrkjubú. Við héldum til dæmis matarboð og buöum þeim sem voru að skrifa í blaðið og allir borguðu ákveðið gjald. Með sameiginlegum sjóði fjármögnuðum við starfsem- ina. Það var sósíalkeimur af því.“ Nú takið þið ansi sterkt til orða í sumum greinunum, hafið þið ekkert verið skammaðir? „Nei, litið af efninu hefur vakið slíka athygli. Það eina sem fjallað hefur verið um blaðið í fjölmiölum er vegna viðtalsins við Pál Óskar þar sem hann tjáði sig um Áma Johnsen. Einu sinni vitnaði Össur Skarphéðinsson í grein úr blaðinu. Það er nú allt og sumt.“ Markhópur Testamentisins var aöallega framhalds- og háskólanem- ar að sögn Gríms. Þeir sem skrifuöu greinar í Testamentið höfðu sumir hverjir átt i erfiðleikum með að fá birtar greinar í þeim þremur dag- blöðum sem gefin eru út á íslandi. Það er vist líka mikið af fólki sem þykir vanta svona blað og er til í að skrifa í það. „Þaö var ekki bara að við fengum ekki að skrifa í blöðin, heldur tók- um við eftir því að ungt fólk gleypir allt hrátt upp úr þeim blöðum,“ seg- ir Stefán. „Til dæmis allar Reuter- fréttimar um loftárásir á írak sem voru mjög hlutdrægar og greindu ekki frá vinskap Bandarikjanna og Bretlands viö Saddam Hussein fyrr á tíðum eða sögðu frá eiturvopnun- ist vera ófrávíkjanleg regla að allt sem er gott fer á hausinn." Hvað er að íslensku samfélagi? „Hvar sem komið er að er lýð- ræðið á íslandi á mjög lágu plani. Lýðræði hluthafa er til dæmis ekk- ert meira í hlutafélögum en í rík- isfyrirtækjum. Engar þjóðarat- kvæöagreiðslur eru heldur um mikilvæg mál og má nefna gagna- grunnsfrumvarpið í því sambandi. Mjög háværar raddir eru uppi um það að bíða hefði átt aðeins með það mál, eða efna til atkvæða- greiðslu um það. Þjóðin á að fá að kjósa um það sem varðar hana alla. Flokkslínan hafði bara ákveð- ið hvernig ætti að klára málið og því hafði enginn í stjórnarflokkun- um skoðun á því.“ Bylting? „Við erum mjög svartsýnir á næstu stjórn," segir Grimur þungur á brún. „Meðal annars vegna þess að það stefnir í að hryðjuverkastarf- semi á hálendinu veröi haldið áfram. Svo er það einkavæðingar- stefnan sem byggir á því að fólkið eigi að eiga sjálft hlut I fyrirtækjun- um þó að það verði ekki þannig. Almenningur fær ekki hlutabréfin til langframa. Sömu aðilar eiga öll hlutabréfin og allt fjármagnið. Það er öflug hringamyndun í þjóðfélag- inu, þessi svokallaði Kolkrabbi sem er langt í frá að vera goðsögn.“ Og hvað á að gera? Er það ekki bara Byltingin? „Það hafa verið sömu valdahlut- föll á Alþingi síðan elstu menn muna. Sjálfstæðisflokkurinn alltaf með 30-40% fylgi og Framsóknar- flokkurinn ekki dauður enn, þó að margir vonist til þess. Það er spurn- ing. Ef þetta heldur svona áfram þá endar með því að eitthvað gerist." Hvað á meðaljóninn að gera til þess að eitthvað gerist? „Hætta að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn.“ -þhs um sem Bretar seldu Saddam til þess að nota gegn Kúrdum. Við vilj- um líka fá þessa hlið fram, ekki bara hreinan Reuter." Allt sem er gott fer á hausinn „Við fjármögnuðum blaðið með auglýsingum, en þegar við fórum af stað með fjóröa blaðið komumst við að því að það var ekki fjár- hagslegur grundvöllur til þess að halda útgáfunni áfram. Það er í raun útópískt aö ætla að dreifa svona blaði, ókeypis og í lit, en skrifa svo róttækt efni. Auglýsend- ur vilja ekki láta bendla sig við pólitík. Því höfum við verið að íhuga aðra möguleika sem Testa- ment-hópurinn gæti nýtt sér. En við erum í langri pásu meðan við erum að greiða skuldir. Það virð- í prófíl Steini í Quarashi Fullt nafn: Steinar Orri Fjeldsted. Fæðingardagur og ár: 7. júní 1976. Maki: Heiða. Börn: 5, held ég. Starf: Tónlistarmaður og leyniskytta. Skemmtilegast: Að leiðast. Leiðinlegast: Að finnast gaman. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskt lasagna. Uppáhaldsdrykkur: White russjan og bjór. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Monica Lewinsky. Fallegasta röddin: Mín eig- in. Ég syng sjálfan mig í svefn. Uppáhaldslíkamshluti: Langatöng. Hlynnt(ur) eða andvig(ur) ríkisstjórninni: Hlynntur. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Jessicu Rabbit, konu Roger Rabbit. Uppáhaldsleikari: A1 Pacino, Robert DeNiro og fleiri. Uppáhaldstónlistarmaður: Allt of margir. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Jóhanna Beib Sigurðar- dóttir. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Þegar sauðkindin er dauð. Leiðinlegasta auglýsingin: Þær eru allar leiðinlegar. Leiðinlegasta kvikmyndin: So young sp bad so what. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Andy Rooney í 60 minutes. Uppáhaldsskemmtistaður: Vegas. Besta „pikköpp“-línan: Drullaðu þér í burtu!! Þá koma þær. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Besta leyniskytta heims. Eitthvað að lokum: Lifiö líf- inu lifandi. Annars?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.