Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 18
i8 &ygarðshornið I , 'ÍC 1 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 Kysstu mig hin mjúka mær að næra guði sína, sýna þeim holl- ustu og þegnskap með því að færa þeim af litlum efnum það sem það mátti ef til vill síst sjá af: mjólk. Á íslandi voru stúlkumar að sýna Bílnum hollustu og þegnskap meö því að offra því sem kostbær- ast er af öllu: koss. Hvað er koss? Hann er blíðuhót. Hann er frátekinn handa þeim sem þér þykir vænt um; hann er hring- ur sem þú dregur utan um þá sem þér þykir vænt um; þú kyssir fólk í fjölskyldunni - þegar þú kyssir einhvem ertu að segja: þú ert inn- an hringsins, þú ert í fjölskyld- unni, þú ert í minni hirð. Fyrir bílasala er brýnt að berj- ast gegn þeim hugsunarhætti að bíll sé bara vél til að koma manni á milli tveggja staða. Fólk sem þcmnig hugsar um bila kaupir þá ekki baki brotnu. Þess vegna er í bílaauglýsingum einatt verið aö selja draum um eitthvað sem bíll- inn er tengdur við. Allar auglýs- ingar snúast um að selja þér óska- steininn - bílaaauglýsingar um- fram aðrar. Um árabil hefur verið áberandi í markaðssetningu á bílnum hér á landi hversu umhugað bílainnflytj- endum virðist vera að almenning- ur taki að líta á bílinn sem fjöl- skyldumeðlim. Bíllinn er þá mark- visst gæddur lifandi eiginleikum, kannski dálítið eins og kátur frændi eða tryggur hundur. Kossa- átak bílasalanna kann að vera tengt þessari herferð, að láta okk- ur fara.að bera tilfinningar til bíla sem við berum alla jafna til ná- kominna ættingja. Kannski En hvað er koss? Hann er viðkvæmasta og nánasta og eft- irminnilegasta og innilegasta sam- skiptaform verðandi elskenda sem nokkurs konar þolraun sem ganga verði i gegnum til þess að ná fram feiknarlega eftirsóknarverðum markmiðum. En munurinn er kannski sá að hér er ekki lagt upp Myndir í blööum af stúlkum kyssandi bíl vöktu athygli í síð- ustu viku og virðast hafa snert suma óþægilega. Hvers vegna? Hvað var svona óþægilegt við þessar myndir? Þær voru sann- ar. Þetta voru myndimar af því hvemig íslendingar elska bílana sína meira en allt. Stúlkur að kyssa bíl tímunum saman: fyrst verður manni auð- vitað hugsað til ævintýrsins um prinsessuna og froskinn. Ef þú leggur það á þig að sólunda dá- semd þinna vara á einhvem við- urstyggilegan hlut kann þér að veitast það sem er eftirsóknar- verðast: líf í ljóma. Per aspera ad astra, segir máltækið róm- verska, gegnum þrengingar til stjamanna. Nema í ævintýrun- um er þetta mótíf nátengt sjálfri náttúrunni, náttúrueðlinu í manneskjunni; hvort heldur það er Dimmalimm í samskiptum sínum við svaninn fagra, ótiltek- in prinsessa að eiga við slímug- an frosk eða Ása, Signý eða Helga - eða hvað hún nú hét - að eyða nótt með risanum í Gull- skógalandi, þá snýst þetta alltaf um ungar stúlkur að beisla sjálfa náttúruna, eða kannski öllu heldur: það villta. Þetta eru dæmisögur um að temja karldýr- ið, gera það sér undirgefið og handgengið. Er ævintýrið af langvinnum bílakossum stúlkna líka um þetta? Ég veit það ekki. Þama er vissulega kynferðislegur undir- tónn eins og í ævintýrunum gömlu og þama er kynlíFið - í þessu til- viki atlot við bU - sett fram sem með að það sé í sjálfu sér þolraun að láta vel að köldu stáli bils- ins, heldur hitt að þurfa lengi að krjúpa; bíllinn virðist sameina í sér bæði fi-oskinn og prinsinn og hafa um leið til að bera eitthvað ann- að og meira. Það er kropið fyr- ir honum. Hann er Kóngsríkið sjálft. Stúlkur í röðum að kyssa bU: næst verður manni auðvitað hugsað tU mynda sem bárust fyrir nokkrum árum frá Indlandi og sýndu fólk í röð- um að gefa lík- neskjum guða mjólk að drekka úr skeiðum. í báð- um tilvikum er svoköUuðum „dauðum hlutum“ gefnir einhveijir aðrir eiginleikar en þeir beinlínis hafa; eiginleik- arnir sem guðin- um eru eignaðist eru yfirfærðir á hina manngerðu líkneskju, enda um að ræða hug- myndaheim þar sem aUt er tekið bókstaflega, mynd af guði er guð- inn sjálfur. Á Indlandi var fólkið Guðmundur Andri Thorsson tU er. Fyrsti kossinn... fyrsta snert- ing varanna... vekur kenndir um fyrirheit um líf í vændum. Tals- maður bUasalanna hitti naglann á höfuðið í málsvöm fyrir uppákom- unni í DV I vikunni þegar hann sagöist öfúnda bUinn. Hann talaði þar fyrir munn aUra þeirra stráka sem hefur einhvern tímann verið neitað um koss hjá sætri stelpu. Að horfa á stelpur krjúpandi við bíl tímunum saman og leggjandi varir sínar að köldu og líflausu stálinu hlýtur að hafa verið fyrir mörgum eins og síðbúin hefnd og vakið beiskjublandinn kuldahlát- ur. Þessi uppákoma var örugglega skipulögð af strákum. AUir myrða yndi sitt, orti Oscar Wilde: þetta var skipuleg fjöldaslátrun á koss- um ungmeyja. ****** Gjafvaxta stúlkur krjúpandi kringum bU, aUar að kyssa hann: Þetta er auðvitað MYNDIN! Aldrei hefur neyslusamfélagið blasað við á svo augljósan hátt og skefjalaus fetishismi þess. Það er kropið fyrir honum. Hverju? Guði. dagur í hfi 1& < ; Það er Atli Eðvaldsson, fyrrum knattspymukempa og núverandi knattspyrnuþjálfari úrvalsdeUd- arliðs KR, sem segir frá eftir- minnUegum þriðjudegi í lífi sínu. Þetta er þriðjudagurinn sem KR keppti við ÍA á KR-veUinum í fyrsta leik sumarsins í Land- símadeUdinni og hafði sigur. Atli féUst á að upplýsa hvað það er sem þjálfari hugsar fyrir svo mikUvægan leik. Taugarnar segja til sín „Ég vaknaði kl. 7, borðaði morgunmat og ók síðan niður í vinnu hjá AUianz. Þangað var ég kominn kl. 7.45 og fékk mér kaffi- boUa, settist síðan við skrifborð- ið og fór að skipuleggja daginn. Fram að hádegi fékk ég u.þ.b.10 símtöl vegna leiksins um kvöld- ið. AUir vUdu vita hvort aUt væri í standi og hvernig stemningin væri fyrir leiknum. Skömmu eft- ir hádegi fór ég að hlusta á FM 104,5, svart/hvítt útvarp og var ég mjög ánægður með það fram- tak. Þegar líða tók á daginn fóru taugarnar að segja tU sín. Ein- beitingin í vinnunni var orðin lítU því að tilhugsunin um leik- inn hafði yflrhöndina. Ég reyndi að segja við sjálfan mig að við gætum auðvitað ekki unnið leik- inn fyrr en dómarinn hefði flaut- að hann af. Ég vissi það en samt upplifði ég atvik úr leiknum, aft- ur og aftur, leik sem átti ekki að hefjast fyrr en um kvöldið. Ég hugsaði; Hvað gerist ef við skor- um? Hvað gerist ef þeir skora? Náum við að brjóta hefðina sem skapast hefur, þ.e. að KR geti ekki unnið fyrsta leik á íslands- móti? Svona hélt þetta áfram fram eftir degi. Og boltinn lá í netinu Klukkan 17.45 fór ég í kaffl/te og rist með leikmönnum og við héldum fund á eftir. Á fundinum var farið yfir þau atriði sem okk- ur fannst skipta máli fyrir leik- inn. Kl. 18.30 var farið út á KR- völl. Þegar inn í búningsklefana var komið var aftur farið yfir helstu áherslur. Svo rann stundin upp. Leikur- inn hófst kl. 20.00, 17 sek. seinna lá boltinn í netinu. Eftirleikinn þekkja flestir, við KR-ingar unn- um leikinn 1-0 og þessi „hefð“ að vinna ekki fyrsta leik á íslands- móti á heimavelli var úr sög- unni. Eftir leikinn var farið í pitsu í boði stjórnarinnar þar sem horft var á íþróttafréttir á báðum sjón- Atli Eðvaldsson hefur ástæðu til þess að vera glaður eftir sigurleikinn á þriðjudaginn. varpsstöðvum. Um kl. 0.30 var síðan haldið heim. Yfir leikinn fór ég alltaf reglulega í huganum en einhvern tíma milli klukkan 3 og 4 um nóttina, þegar ég var al- veg að sofna, hugsaði ég: „Það eina sem skipti máli var að við unnum leikinn og 3 stig eru í höfn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.