Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 Gunnar Svavarsson forstjóri hafnar því að SH hafi svikið Akureyringa: - Þú kemur úr forstjórastóli Hampiðjunnar hf., stórs farsæls iðnfyrirtækis inn í SH. Voru við- brigðin mikil? „Ég kem eiginlega úr hinum end- anum á sjávarútveginum þannig að ég er honum ekki alveg ókunnugur en viðbrögðin hjá fólkinu sem hér starfar og hjá stjórn SH voru mjög góð og fyrir það er ég þakklátur." - En þetta er ólíkur rekstur, eða hvað? „Þetta er mjög ólíkur rekstur og ég verð að segja að maður saknar þess stundum að geta ekki lengur handfjatlað vöruna á hveijum degi, flett upp sölunni og vita þannig hvernig aíkomunni líður. Hér er þetta með öðru sniði. SH er auðvit- að miklu stærra en Hampiðjan og vinnur á allt öðrum forsendum. En að vísu þekki ég nokkuð til þeirra sambanda sem þetta fyrirtæki hefur úti á íjarlægum mörkuðum því að ég hef veriö í viðskiptum við nokkra sömu aðila og eru viðskipta- vinir SH.“ - Þú kemur nýr inn sem for- stjóri á vegum nýrrar stjórnar sem boðar breytingar. Hverjar verða þær helstar og hvemig fyr- irtæki á SH að verða? „Stjómin er búin að ákveða vissa þætti þeirra. Sá veigamesti er sá að það er heimilt áð segja upp gagn- kvæmum afurðasölusamningum um afurðasöluskyldu SH. Það er veigamesta breytingin sem stjómin hefur þegar samþykkt. Hún hefur einnig samþykkt að það verði unnið að stefnumótun í fyrirtækinu fram á haust þar sem úttektarskýrsla verður grunngagn. Síðan hefur hún gert breytingar á stjómarfyrir- komulagi dótturfyrirtækja þannig að í stað stjómarmanna héðan úr SH og úr framleiðslugeiranum þá verða stjómimar ólaunuð fram- kvæmdaráð þar sem eiga sæti fram- kvæmdastjóri dótturfyrirtækis, ég sjálfur og einn til, oft starfsmaður SH.“ - Voru menn famir að óttast að SH væri að breytast í einhvers konar félagsmálastofnun öðrum þræði, eins konar SÍS? „Fyrirtækið var auðvitað byggt þannig upp að það var litið á það sem söludeild eigendanna - fram- leiðenda á íslandi. Því bar skylda til að selja allar vömr framleiðend- anna og leggja vinnu í það. Á móti bar þeim að leggja allar sínar vörur hér inn. Þegar SH síðan var gert að hlutafélagi þá komu auðvitað inn í það aðilar með aðra hagsmuni en þessa. Eignarhaldið er ekki lengur í hlutfalli við það hvemig viðskiptin hafa verið við SH. Þetta kallar á önnur vinnubrögð en án þess að ég hafi á nokkum hátt tekið þátt í þeim skoðanaskiptum og átökum um hversu hratt fyrirtækið átti að breytast í þessa átt þá urðu síðustu stjómarskipti til að hraða þróun- inni. Forsendumar em hreinlega aörar en vom þegar SH var einung- is söludeild framleiðenda. SH á að verða framsækið markaðsfyrirtæki sem á góð viðskipti við framleiðend- ur á viðskiptalegum forsendum." - Þessar breytingar sem þú tal- ar um endurspeglast í því sem er að gerast í starfsemi SH á Akur- eyri og nú sakar m.a. fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar SH um svik með því að leggja niður þá starfsemi sem þar hófst í ársbyrj- un 1995. Er verið að svíkja? „Nei. Það er enga samninga verið að brjóta. Það voru engin tímamörk á aðgerðir sem átti að gera og vom gerðar. Margra þeirra nýtur auðvit- að enn. Annað hefur lagast að tím- ans tönn, enda er ekkert óbreytan- legt í þessum heimi. Á sama hátt og góö fyrirtæki á Akureyri hafa verið samningsbrot að hagræða hjá sér þá er.SH að hag- ræða. t>egar SH hætítir að vera soTu- deild sem þarf að sjá um allt sem frá framleiðendum kemur þá kallar það á önnur vinnubrögð. Það kallar líka á beinni samskipti milli framleið- enda og markaðsfyrirtækja án milli- lendingar hér. En auðvitað verður veitt full þjónusta hjá SH áfram við báða aðila en á öðram forsendum og krefst færra fólks. Fyrirtækið verð- ur auðvitað að starfa eins og hvert annað fyrirtæki sem ætlar sér að lifa í viðskiptaheiminum." - Nú var farið í tilflutninginn norður og aðgerðimar á Akur- eyri til þess að halda ÚA innan- borðs á SH-skútunni og missa það ekki fyrir borð til ÍS. „Já, og þessu fylgdi að SH og önn- ur félög keyptu hluta af hlutabréf- um Akureyrarbæjar í ÚA og sam- komulag var gert um að SH flytti hluta af starfsemi sinni norður. Vegna hennar urðu starfsmenn SH á Akureyri um 27 manns. Þessum 27 hafði þegar smám saman fækkað niður í 12 manns af sjálfu sér. Það kom í ljós töluvert óhagræði að því að slíta sundur starfsemina með þessum hætti - taka þversnið af fyr- irtækinu og setja niður á öðmm stað. Þetta hafði því gengið ansi mikið til baka þótt ekki hafi verið haft mikið orð á því. Þetta er hins vegar eðlileg þróun í viðskiptum. Að öðm leyti styrkti SH öll þau störf sem fluttust norður með beinu fjárframlagi, hvort sem það var í SH sjálfu eða hjá öðrum fyrirtækjum sem settu upp starfsemi þar. Þetta kostaði SH á annað hundrað millj- ónir króna en þeirra sér vissulega enn stað í bænum: Eimskip starfar á Akureyri með bæinn sem aðal- höfn á Norðurlandi, það var sett upp kexverksmiðja og sælgætis- verksmiðja og fjárfest í Slippfélag- inu sem hjálpaði því mjög af stað. Verkefnið skilaði sér því vissulega og flest fyrirtækin hafa eflst. En það er aldrei hægt að taka ákvarðanir um þvinguð viöskipti. Viöskipti verða ávallt að fá að laga sig að um- hverfinu." - Var þetta þá fórnarkostnaður sem lagt var 1 til að halda ÚA inni í SH og var honum illa varið? „Mér skilst að þetta hafi allt gerst mjög hratt á þessum tíma. Það voru átök um áhrif í ÚA og stjórn SH og fleiri unnu að því að halda félaginu áfram í SH með þessu móti. Auðvit- að varð þetta dýrt og því fylgdi visst óhagræði að vera á tveimur stöðum. ÚA er mikilvægt fyrirtæki og það var áfram innan vébanda SH. Þetta gæti hins vegar ekki gerst í dag með sama hætti vegna breyttra að- stæðna hjá SH meðal annars." - Er hagsmunum SH ekki leng- urógnað af ÍS? „Það er ekki það sem ræður. í raun er SH með ákvörðuninni um að afnema gagnkvæma afurðasölu- skyldu að búa sig undir að eiga við- skipti innan sinna vébanda eins og um sjálfstæð fyrirtæki sé að ræða. Með þessu verða breytingar auðvit- að auðveldari. ÚA getur þess vegna ákveðið að selja ekki alla sína fram- leiðslu gegnum SH og þess vegna ekkert. SH verður einfaldlega að standa sig mjög vel. Það er fjárhags- lega sterkt og hefur mjög sterka stöðu úti í heimi þar sem það hefur VflRHEYBSlft Umsjón Stefán Ásgrímsson komið sér fyrir og við höldum að það nægi til þess að okkar við- skiptavinir trúi áfram á félagið og muni vinna áfram með því.“ - Akureyringar hafa fengið sína vítamínsprautu? „Þeir hafa gert það því það er allt annað ástand á Akureyri en var fyr- ir fjórum árum, en auðvitað er það ekki bara að þakka þeim samning- um sem þama voru gerðir.“ - Hvaða aðrar breytingar verða áSH? „Vöruþróunardeildin verður lögð niður. Við hana störfuðu að vísu ekki margir menn, en eftirspurn eft- ir þjónustu deildarinnar hefur minnkað miðað við það sem áður var. Fyrirtækin annast í vaxandi mæli þróunarstarf sjálf, annars veg- ar markaðsfvrirtækin okkar og hlns vegar iramTeiðenaur ner neima. Það er enginn tilbúinn lengur að borga fyrir þá þjónustu sem unnt er að veita þeim. Menn vilja gera þetta sjálfir enda kannski eðlilegast að þróa vöm sem næst viðskiptavinin- um annars vegar og hins vegar sem næst framleiðslutækninni." - Hvaða breytingar verða er- lendis, ekki síst í Rússlandi? „Ég get ekki sagt um það því að sú vinna er rétt að byrja. Það er nokkuð ljóst að það verða ekki veigamiklar breytingar á rekstri verksmiðjanna í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þær munu starfa eins og áður, en fá í breyttu umhverfi auk- ið sjálfstæði og frelsi og áhersla verður á að þær skili hagnaði. Síð- an em breytingar á skipulaginu í Evrópu hugsanlegar. Athugað verð- ur hvort þar sé hægt að vinna betur og markvissar. Við vitum ekki á þessari stundu hvemig það verður en möguleikarnir eru mairgir, allt frá því að halda ástandinu óbreyttu til þess að mynda eitt evrópskt aðal-‘ fyrirtæki með starfsstöðvar eða úti- bú. Þar á milli eru ýmsir möguleik- ar eins og með sameiginleg innkaup og lagerhald. Rússlandsdæmið er dálítið sérstakt. Það sem gerði okk- ur erfítt fyrir í Rússlandi er að fyr- irtækið lenti í efnahagshmninu í landinu í fyrrahaust og fjármunir töpuðust. Ástandið hefur ekki enn lagast þannig að framtíðin er ótrygg eins og er.“ - Sérðu fyrir þér sameiningu SH og ÍS? „Það eru engin merki um það nú og engar þreifíngar í þá átt. Fyrir- tækin eru hvort í sínu lagi að vinna úr sínum málum og verða að fá frið til þess iiæsta hálfa árið í það minnsta. Þau verða að átta sig á því hvers konar fyrirtæki þau vilja vera og geta orðið. Þegar það hefur gerst er fyrst komin forsenda til að tala saman og átta sig á því hvort einhvers staðar sé hægt að vinna saman, ekki endilega með því að sameinast, heldur er hægt að hugsa sér sameiningu einstakra skrif- stofa, verksmiðja eða þá óbreytt ástand." - Hvernlg er hagstæðasta fyrir- komulag þessara mála fyrir þjóð- ina í heild? „Ég held að líta verði á þetta út frá fyrirtækinu sjálfu fremur en sölumálum íslendinga. í frjálsum viðskiptaheimi getur hver sem er stofnað fyrirtæki og farið að kaupa og selja ásk og margir þegar að því í dag. Það er ekki hægt að miðstýra þessu í þeim kringumstæðum sem nú ríkja. Menn eru frjálsari að því að eiga viðskipti saman nú en þeir voru áður. Ég held þvi að það sé ein- faldlega styrkur og árangur fyrir- tækisins á mörkuðunum sem ræður framhaldinu. Við viljum verða stærri og sterkari og hagnast meira og það er verkefnið sem við viljum vinna að. íslenskar afurðir eru mjög mikilvægar í þessu, en fyrirtækinu er líka nauðsynlegt að vinna með af- urðir frá öðrum löndum og gerir það þegar, sérstaklega i verksmiðj- um sínum i Bretlandi og Bandaríkj- unum. Þar er íslenskt hráefni í minnihluta." - Þú kemur til SH í kjölfar nýrrar stjórnar og ákveðinnar stefnubreytingar. Er það ekki á vissan hátt kostur þótt það hljóti að kosta mikla vinnu og erfiði? „Á vissan hátt. Ég fór í gegnum svipað hjá mínu gamla fyrirtæki, Hampiðjunni, þó að ekki hafi verið um slíkar breytingar um að ræða þar sem hér. En það er alltaf nauð- synlegt að endurhugsa hlutina í rekstri. Það er ekki hægt að reikna með því að geta gert það sama á morgun og maður gerði í gær. Það verða alltaf breytingar sem þarf að bregðast við.“ Þrjár konur Hermt er að Halldór Ásgríms- son hallist æ meir að því að brjóta í blað með því að gera þrjár konur að ráðherrum. Samkvæmt því mun Ingibjörg Pálmadóttir halda ráðherrasæti þó mögulegt sé að hún verði færð milli , ráðuneyta. Þá mun Siv Friðleifsdóttir verða ráöherra og sú þriðja er svo Valgerður Sverr- isdóttir , sem þrátt fyrir að hafa tapað manni á Norður- landi eystra verður efld í að verða | framtíðarforingi Framsóknar á Norðurlandi. Fari allar þessar ; þrjár konur í ríkisstjórn þarf Hall- dór að losa einn stól, þvi Guðni Ágústsson er sjálfkjörinn land- : búnaðarráðherra. Mun Páli Pét- urssyni ætlað að hvílast utan stjórnar um sinn þó hann sé að jeigin sögn hress á við sex vetra graðhest... Sprengjusérfræðingurinn í kosningabaráttunni hélt Öss- ur Skarphéðinsson því fram af mikilli hörku að tal ríkisstjórnar- innar um stöðugleikann væri píp og gekk svo langt að halda því fram að hún sæti á tifandi tíma- sprengju. Innan stjórnarliðsins var þessu afneitað sem hverri annarri kosningabombu og að Össur væri sjálfur tímasprengja. Nú hefur hver stofnunin á fætur annarri komið fram með viðvar- jjanir um væntanlega vei'ðbólgu þannig að Össur virðist standa með pálmann í höndunum. Innan Samfylkingarinnar gengur hann því þessa dagana undir nafninu sprengjusérfræðingurinn ... Guðni sterki Mikill stuðningur er við ráð- herradóm Guðna Ágústssonar í röðum hérlendra andstæðinga NATO og striðsins á Balkanskaga. Sandkom greindi nýlega frá að af- staða Guðna til Nató er tvíbent eins og birtist þegar hann sat hjá við tillögu Steingríms J. Sig- fússonar um brottför hersins. Andstæðingar stríðsins sjá i hendi sér að verði Guðni ráðherra geti hann samkvæmt íslenskum lögum beitt neitunarvaldi innan stjórnarinnar gegn frekari stríðsrekstri. Innan NATO hefur svo hvert ríki neitun- arvald þannig að setji Guðni ríkis- stjóminni stólinn fyrir dymar er hann um leið búinn að knýja hana til að beita neitunarvaldi hjá Nató. Þannig gæti Guðni sterki stoppað stríðið í Júgóslavíu... Með frægum Mikið er um dýrðir í franska strandbænum Cannes um þessar : mundir þar sem kvikmynda- 1 stjömur og barmfagrar stúlkur smæla framan í heiminn og veitt eru verðlaun fyrir kvikmyndir. Engin íslensk kvikmynd er þama til skoð- unar í ár en sú staðreynd hefur ekki komiö í veg fyrir að íslending- ar hópist suður eftir. Þarrnig mun Breki Karlsson hafa stimplað sig inn við Miðjarðarhafið ásamt fleiri íslenskum kvik- myndamógúlum að ógleymdum Þorfinni Ómarssyni, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. Hér heima em menn svo leiðin- legir að leyfa sér að spá í hvað sá síðarnefndi sé að gera þarna, enda engin íslensk mynd á hvítum I tjöldum Cannes, engin sölustarf- semi eða annað húllumhæ sem mvndum fylgir... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.