Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 61
X LAUGARDAGUR 22. MAI 1999 :¦ \ „ „ myndbönd <** Up, Close and Personal. Robert Redford ásamt Michelle Pfeiffer. Vaxandi umsvif Redford leikstýrði sinni fyrstu mynd, Ordinary People, árið 1980 og hlaut sln fyrstu óskarsverðlaun og það sem leikstjóri. Ári síðar kom hann á fót Sundance-stofnuninni en samnefnd verðlaun eru þau mikil- vægustu á sviði sjálfstæðra mynda. Hún og ýmis ónnur umsvif urðu þess valdandi að Redford lék í ein- ungis fjórum myndum á níunda ára- tugnum, en þeirra eftirminnilegust er Out of Africa (1985) sem hlaut sjö óskarsverðlaun þótt Redford fengi ekki einu sinni tilnefningu. Myndir hans á tíunda áratugnum hafa aftur á móti verið lítt eftirminnilegar, sbr. Indecent Proposal (1993), Up Close and Personal (1996) og The Horse Whisperer (1998). Kannski er þaö tímanna tákn að markverðasta framlag hans til kvikmyndalistar- innar á áratugnum er Sundance- stofnunin. Hún hefur leitað hófanna bæði með sjónvarpsstöð og kvik- myndahús, sem eiga að sinna ein- göngu sjálfstæöum myndum, að undanfórnu. -bæn Kvikmyndir með Robert Redford Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969) •••* Kvikmyndin sem tryggði frama Red- fords. Samleikur hans og Newmans er góður midir markvissri leikstjórn Ge- orge Roys Hills. Kvikmyndin hlaut fern óskarsverðlaun af alls sjö tilnefn- ingum. Hún hlaut aftur á móti 8 BAFTA-verðlaun og var Redford tek- inn fram yfir Newman er kom aö verð- launum fyrir aðalkarlhlutverkið. The Sting (1973) ••• Redford, Newman og Hill leiddu aft- ur saman hesta sína og við enn betri undirtektir en áður. Þessi hressilega mynd um hrappa, mafíósa og löggur hlaut alls 7 óskarsverðlaun af 10 til- nefningum. Redford var enn og aftur tekinn fram yfir Newman þótt hann yrði aö láta sér duga tilnefningu. Three Days of the Condor (1975) ••• Redford leikur starfsmann banda- rísku leyniþjónustunnar sem kemst að mikilvægum en leynilegum upplýsing- um. Valdamiklir aðilar innan hennar reyna að drepa hann en með óvæntri aðstoð Faye Dunaway býður hann þeim birginn. sem komu upp um aðdraganda Wa- tergate-innbrotsins, sem leiddi til af- sagnar Richards M. Nixons. Öllum að óvörum varð myndin önnur vin- sælasta mynd ársins, auk þess sem hún hlaut fern óskarsverðlaun. Havana (1990) ••• Three Days of the Condor, 1975. All the Presiden's Men (1976) **** Redford og Dustin Hoffman leika blaðamennina Woodward og Bernstein Redford leikur fjárhættuspilara (ekki í fyrsta skipti) sem fellur fyrir harðri byltingarkonu (Lenu Olin) á Kúbu árið 1958. Samstarf þeirra Sydneys Pollacks og Redfords fékk nú óvænt óblíðar móttökur gagnrýnenda. Vægast sagt vanmetin mynd. Sneakers (1992) ••• Hópur sérfræðinga telur sig ráðinn af yfirvöldum að reyna nýtt öryggis- kerfi, en þeir komast heldur betur í bobba þegar vinnuveitandinn reynist öllu varasamari. Ágætis spennumynd. Indecent Proposal (1993) •• Redford leikur auðkýfinginn sem býður Demi More og eiginmanni henn- ar, Woody Harrelson, muljón dollara fyrir nótt með Demi. Kannski mesta „flopp" Redfords á ferlinum. QuisShow (1994) •••i Ralph Fiennes leikur þátttakanda í spurningaleik sem verður uppvís aö svindli. Leikstjórn Redfords ber at- vinnumennsku hans gott vitni, en það vantar einhvern neista til að úr verði meistaraverk. Redford hlaut óskarstil- nefningu fyrir leikstjórn sína. The Horse Whisperer •• Redford tapar sér í astarvellu og sveitamennsku. f nokkuð langdreginni atburðarás tekst honum í hlutverki hestahvislarans að bjarga hesti, stúlku og móður hennar úr samtvinnuðu þunglyndi. -bæn Myndbandalisti vikunnar --------- --------- Vikan 11. -17. maí. fl wv^"N« » ¦Í9 * SÆTIiVIKAÆfAÍ TITILL j ÚTGEF- jTEG- 1 NÝ 1 Roflffl J WamerMyndir ' Spenna 2 16 There's Somthing About Mary swfan i Gaman 3 2 4 j The Truman Show j CICMyndbönd j Gaman 4 i 3 j 5 J Snake Eyes 1 SJWIMyndbönd l Spenna 5 j 4 3 j Taxi j Háskólabíó j Spenna 6 NÝ : 1 Primaiy Colors Skffan j Gaman 7 J 6 9 OlltOfSÍgM J CICMyndbönd I Gaman 8 J 5 3 J Thunderboit { Skífan j Spenna 9 9 2 Divorcingjack Stjömubío j Spenna 10 8 7 J RushHour i Myndfsrm j Gaman H 7 3 DÍrtyWork j WamerMyndir J Gaman 12 10 l 4 Can t Hardly WaH Skífan j Gaman 13 NÝ 1 j In The Company Of Men Háskólabíé j Gaman 14 11 4 Spanish Prisoner Myndform j Spenna 15 16 10 Dr.DolÍttle I SMfap I Gaman 16 NÝ 1 Clay Pigeons Myndform { Spenna 17 17 2 MyGÍant { WarnerMyndir j Garaan 18 J 14 J 5 J AptPupíl J Sk/fan J Speraia 19 j 12 6 j KllOCkOff J Myndfonn J Spenna 20 18 8 TheHorseWhisperer \ SAMMyndbönd \ Drama , ^f* S.,. TT.5 | '>JMPi Myndband vikunnar Antz •••* Meira fyrir fullorðna Vinnumaurinn Z-4195 er ósáttur við hlutskipti sitt og dreymir um betra líf. Þegar prinsessan Bala kíkir i heimsókn á vinnumaurabarinn og dansar við Z verður hann yfir sig ást- fanginn. Eftir að hafa laumað sér í hersveitir búsins og óvart orðið hetja rænir hann prinsessunni og þau halda í leit að skordýraparadis. Að lokum snúa þau þó aftur til að kljást við hershöfðingjann Mandible, sem hefur illt í hyggju. Dreamworks gerði þessa mynd í fyrra og Walt Disney gerði A Bug's Life sama ár og þannig viðhéldu fyr- irtækin þeirri hefð í Hollywood að sitt fyrirtækið hvort keppti um sama áhorfendahópinn með myndum um sama efni. Það er óhætt að segja að Dreamworks hafi slátrað Disney í samkeppninni því Antz er á aúan hátt glæsilegri, skemmtilegri og fyndnari og skartar fleiri og stærri stjörnum. Maurarnir eru vel hannað- ir, auðvelt að þekkja persónurnar í sundur og andlitshreyfmgar sam- ræmast talsetningu leikaranna mjög vel. Hreyfingar eru allar mjög eðlileg- ar og tónlist er blandað við hasarinn á áhrifaríkan hátt. Antz er önnur myndin sem er algjörlega tölvuteikn- uð (Toy Story var sú fyrsta). Gaman er að hlusta á allar stór- stjörnurnar en að öðrum ólöstuðum er Woody Allen skemmtilegastur en hann fer á kostum í aöalhlutverkinu sem er eins og sniðið fyrir hann. Myndin er í raun ekki ósvipuð mynd- unum sem hann var að gera snemma á ferlinum, eins og Bananas og Love and Death, þar sem taugaveiklaðir einstaklingshyggjumenn verða hetj- *« K » *í.. f jgf&m&*'~'****mKm* Á barnum eftir erfiflan vinnudag. ur fyrir hálfgerðan misskilning. Það sem aðgreinir myndina frá öðrum teiknimyndaþrekvirkjum er hversu mjög hún er stíluð á fullorðna áhorfendur og þar liggur bæði helsti kostur hennar og galli. Þessi dæmi- gerða kaldhæðnislega hnyttni í Woody Allen, vísanir i aðrar myndir (t.d. Pulp Fiction og Starship Troopers) og leikur með pólitíska hugmyndafræði (kommúnisma, fas- isma, einstaklingshyggju gegn félags- hyggju) og margt fleira gerir mynd- ina aö mjög ánægjulegri skemmtun fyrir fullorðna en missir líklega marks hjá ungviðinu. Stjörnugjöfin miðast við minn aldurshóp en ég gæti trúað að krakkarnir væru hrifn- ari af hefðbundinni Disney-fram- leiðslu. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjór- ar: Eric Darnell og Tim Johnson. Aö- ' alhlutverk: Woody Allen, Sharon Sto- ne, Gene Hackman, Christopher Wal- ken, Anne Bancroft, Sylvester Stallone, Jennifer Lopez, Danny Glover, Dan Aykroyd og Jane Curtin. Bandarísk, 1998. Lengd: 80 mín. Öll- um leyfð. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.