Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 37
JLj'V" LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999
Fram undan... B
%imm
Tveir af þekktustu almenningshlaupurum landsins munu um næstu helgi verða meðal þátttakenda í 100 km fjalla-
hlaupi á ítalfu sem kallað er Del Passatore. Hlaupararnir íslensku eru Ágúst Kvaran og Sigurður Gunnsteinsson.
Tveir Islendingar verða meðal þátttakenda í 100 km fjallahlaupi á Ítalíu:
Del Passatore er meðal erf-
iðustu ofurmaraþonhlaupa
Maí:
29. Hafnarfjarðarmaraþon (**)
Afmælishlaup Sveins K. Bald-
urssonar hefst klukkan 9.30.
Skráningarfrestur til fimmtu-
dagsins 27. maí. Skráningar
hjá Sveini í síma 565 2024, eða
tölvupóstfang svemnk@isholf.is.
Öllum þátttakendum er boðið
| fritt í Suðurbæjarlaug og allir
fá verðlaunapening að loknu
hlaupi. Merkingar, drykkjar-
1 stöðvar og brautarverðir.
29. Neshlaup TKS (**)
(Ath. breytta tímasetningu).
Hefst kl. 11.00 við sundlaug
Seltjarnarness. Vegalengdir:
13,25 km án tímatöku og flokka-
skiptingar, 7 km og 14 km með
tímatöku. Flokkaskipting
bæði kyn: 16 ára og yngri (7
km), 17-34 ára, 35-49 ára, 50
ára og eldri. Verðlaun fyrir
þrjá fyrstu í öllum flokkum.
Upplýsingar gefa Kristján Jó-
hannsson í síma 561 1594 og
Svala Guðjónsdóttir í síma 561
1208.
30. Hólmadrangshlaup (**)
Hefst kl. 14.00 við hafnarvog-
ina á Hólmavík. Vegalengdir:
| 3 km án tímatöku og flokka-
skiptingar, 10 km með tíma-
töku. Flokkaskipting bæði
kyn: 16 ára og yngri, 17-39 ára,
40 ára og eldri. Verðlaun fyrir
þrjá fyrstu í hverjum flokki og
allir sem ljúka keppni fá verð-
launapening. Upplýsingar gef-
ur Matthías
Lýðsson í síma 451 3393.
Júní
3. Heilsuhlaup Krabbameins-
félagsins (***)
Hefst kl. 19.00 við hús Krabba-
meinsfélagsins, Skógarhlíð 8.
Vegalengdir: 2 km án tíma-
töku, 5 km og 10 km með tíma-
:í töku. Hlaupið fer jafnframt
fram á fleiri stöðum. Upplýs-
ingar á skrifstofu Krabba-
meinsfélagsins í síma 562 1414.
3. Bændadagshlaup UMSE (**)
Upplýsingar á skrifstofu
UMSE i síma 462 4477.
6. Grindavíkurhlaup (**)
Hefst kl. 10.00 við Sundmið-
stöðina. Vegalengdir: 3,5 km
án tímatöku og flokkaskipting-
ar og 10 km víðavangshlaup
með tímatöku. Flokkaskipting
bæði kyn: 18 ára og yngri,
19-29 ára, 30-39ára, 40-49 ára,
50 ára og eldri konur, 50-59
ára, 60 ára og eldri. Allir sem
l ljúka keppni fá verðlaunapen-
ing. Farandbikar fyrir fyrsta
einstakling í karla- og kvenna-
' flokki og verðlaun fyrir þrjá
fyrstu í hverjum flokki. Frítt í
sund fyrir þá sem greiða þátt-
tökugjald. Upplýsingar gefur
Ágústa Gísladóttir í síma 426
8206.
8. Mini-maraþon ÍR (**)
Hefst kl. 19.00 viö ÍR-heimiIið
við Skógarsel. Vegalengd:
4,2195 km (1/10 maraþon) með
tímatöku. Flokkaskipting
ákveðin síðar. Upplýsingar
gefa Kjartan Ámason í sima
587 2361 og Gunnar Páll
Jóakimsson í síma 565 6228.
9. Víðavangshlaup HSÞ (*)
Upplýsingar á skrifstofu HSÞ i
síma 464 3107.
12. Akraneshlaup USK (***)
Keppni í hálfmaraþoni með
tímatöku hefst kl. 11.30 á
Akratorgi. 3,5 km án tímatöku
og 10 km með tímatöku hefst á
sama stað kl. 12.00. Flokka-
skipting bæði kyn: 14 ára og
yngri, 15-39 ára (10 km), 16-39
ára (hálfmaraþon), 40-49 ára,
50-59 ára, konur 50 ára og
eldri (hálfmaraþon), 60 ára og
eldri. Allir sem ljúka keppni fá
verðlaunapening. Útdráttar-
verðlaun. Upplýsingar gefur
Ragnheiður Guðjónsdóttir í
síma 431 4104.
13. Esjuhlaup (**)
Hefst kl. 13.00 og skráning frá
kl. 11.00. Upplýsingar hjá
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
í síma 892 3305.
Tveir af þekktustu almenningsh-
laupurum landsins munu um næstu
helgi verða meðal þátttakenda í 100
km fjallahlaupi á Ítalíu sem kallað
er Del Passatore. Hlauparamir ís-
lensku era Ágúst Kvaran og Sigurð-
ur Gunnsteinsson. Ágúst er ekki
óvanur ofurmaraþonhlaupum.
Hann hefur þreytt Comrad-hlaupið
fræga í S-Afríku, sem er 90 km, og á
síðasta ári keppti Ágúst í 100 km
hlaupi í Hollandi þar sem hlaupnir
voru 100 hringir sem hver var 1 km
að lengd.
Með fullri virðingu fyrir báðum
þeim hlaupum verður að telja að
Del Passatore sé enn erfiðara.
Hlaupið er frá borginni Flórens yfir
Appenína-fjallgarðinn til bæjarins
Faenza. Hlaupið hefst klukkan 15.00
síðdegis laugardaginn 29. maí og fer
því að stórum hluta fram að nóttu
til. Fyrstu 50 kílómetrana liggur
leiðin að jafnaði upp á við, samtals
um 900 metra hækkun. Þar af er
brattasti hluti leiðarinnar 15 km
kafli milli 35 km og 50 km
markanna. Eftir það liggur leiðin
niður á við og endar í svipaðri hæð
og það hófst (35 metra yfir sjávar-
máli).
Hlaupið á sér merkilega sögu. Del
Passatore er nefnt eftir frægum
ítala sem var nokkurs konar Hrói
Höttur nítjánda aldarinnar. ítalinn
hét Stefano Pelloni en fékk fljótt við-
urnefnið Del Passatore. Hann stund-
aöi það á sínu æviskeiöi að ræna
valdsmenn öðrum hvorum megin
Appenina-fjallgarðsins, hlaupa svo
yfir og leyfði fátæklingum að njóta
ránsfengsins hinum megin.
Del Passatore á svo ríkan þátt í
hugum ítala að þeir sem hafa ein-
hvern tímann á ævinni hafa klárað
hlaupið fá á það minnst í líkræð-
unni þegar þeir ljúka vist sinni á
jörðinni. Það var fyrir rúmum ald-
arfjóröungi sem ákveðið var að
koma þessu hlaupi á laggimar til
minningar um Pelloni en hlaupið
um næstu helgi verður það 27. í röð-
inni.
Það vekur óneitanlega athygli
þegar íslenskir hlauparar leggja í
svo langa og stranga þraut. Hitt er
jafnvel enn merkilegra að Sigurður
Gunnsteinsson skuli leggja í þessa
þraut á 58. aldursári.
„Ég er fæddur árið 1941 en þrátt
fyrir nokkurn aldur á ég ekki lang-
an hlaupaferil að baki. Ég byrjaði
ekki að æfa almenningshlaup fyrr
en á árinu 1994. Það var kunningi
minn sem plataði mig út í þetta.
Hann var farinn að æfa hlaup og
mér fannst hann eitthvað svo frísk-
legur að sjá að mér fannst vera
kominn tími til þess að gera eitt-
Umsjón
ísak Öm Sigurðsson
hvað sjálfur. I kjölfarið hætti ég
bæði að reykja og drekka,“ segir
Sigurður.
„Ári eftir að ég hóf æfingar hljóp
ég mitt fyrsta maraþonhlaup við
Mývatn. Siðan hef ég lagt að baki 12
maraþonhlaup og hef þar að auki
hlaupið Laugaveginn tvisvar, Þing-
staðahlaup, Þingvallahringinn og 60
km hlaup frá Grindavík til Reykja-
víkur. Ég virðist hafa einhverja þörf
fyrir að hlaupa sífellt lengri vega-
lengdir, ég veit bara ekki hvar þetta
endar allt saman.“
Minnka álagið
Sigurður og Ágúst eru búnir að
æfa stíft undanfarnar vikur og mán-
uði og þann fyrsta maí síðastliðinn
hlupu þeir félagarair 67 km hring í
kringum Þingvallavatn í kappi við
tíma. „Við náðum aö ljúka því
hlaupi á sex og hálfum tíma sem
þykir ágætisárangur. Við Ágúst telj-
um okkur báða hafa átt nokkuð inni
að þvi hlaupi loknu og það gefur
fyrirheit um að við séum báðir á
ágætisformi fyrir Del Passatore.
Það hefur verið stígandi í æfing-
um okkar og þegar hámarkinu var
náð hlupum við 140 km eina vikuna.
Síðan höfum við smám saman
minnkað álagið og erum nú komnir
niður í 60 km á viku. Del Passatore
verður með allt öðrum forsendum
en við erum vanir. Við munum
væntanlega þreyta það í miklum
hita og megnið af hlaupinu fer fram
að næturlagi. Stefnan hjá okkur er
að hlaupa í kapp við klukkuna eins
og kostur er en vitum þó ekki svo
gjörla hvar við stöndum í þeim efn-
um. Að loknum 50 km ættum við að
geta gert okkur grein fyrir hvernig
staðan er í því sambandi.
Ég hef aldrei byrjaö á hlaupi sem
ég hef ekki klárað og Del Passatore
verður vonandi ekki nein undan-
tekning frá þeirri reglu. Hins vegar
hafa í áranna rás ekki nema um
40% þátttakenda náð að klára
hlaupið. Algengt er að hlauparar
komi illa undirbúnir í þetta hlaup
og hafa gefist upp á leiðinni. Við
teljum okkur hins vegar í nægilega
góðu formi til þess að klára það en
það vita allir sem taka þátt í al-
menningshlaupum, að allt getur
gerst í því sambandi," segir Sigurð-
ur. -ÍS
45
PUMR
HLRUPHSKÓR
CELL 5UPER FLY Kr. 8.990,-
V
r
Rxel □ - Vestm.eyjum
Sportver - Rkureyri
Þjótur - ísafirdi
Tákn - Húsavík
r