Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 22. MAI1999 Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRi: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk„ Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Assýringar Balkanskaga Fyrir þremur árþúsundum voru Assýringar plága Miðausturlanda. Meö hléum voru þeir öldum saman skelfmg fólks í fljótalandi Efrat og Tígris. Fólk hvítnaöi, þegar þeir. voru nefndir, svo grimmir voru þeir, þegar þeir fóru um og kvöldu alla, sem þeir fundu. Heimildir um æöi Assýringa er ekki aðeins að finna í textum frá þjóðum, sem urðu fyrir barðinu á þeim, held- ur eru þær einnig staðfestar í áletrunum þeirra sjálfra. Þar gorta þeir sig af illverkum sínum og lýsa þeim af óhugnanlega sjúklegri nákvæmni. Allar tilraunir nágrannaþjóða til að hafa hemil á As- sýringum fóru út um þúfur. Þeir risu alltaf upp aftur eft- ir ósigra sína. Það var ekki fyrr en Medar og Babýlóníu- menn tóku sig saman um að útrýma vandamálinu, að lagður var grunnur að friði í Miðausturlöndum. í veraldarsögunni hafa stundum verið til þjóðir, sem hafa verið nágrönnum sínum til meiri vandræða en títt er um aðrar þjóðir. Þannig stóð Evrópu ógn af Húnum og Mið-Ameríku af Aztekum og þannig hafa Serbar öld- um saman verið meginplága Balkanskaga. Habsborgarar og Ottómanar skiptu löngum með sér skyldum að halda friði á þessu svæði, einkum með því að halda Serbum í skefjum. Þegar gömlu stórveldin hrundu snemma á þessari öld, fóru Serbar aftur á stúf- ana í assýrískri umgengni við nágranna sína. Skelfingin, sem Serbar hafa á síðustu árum stráð í kringum sig, er ekki einum Slobodan Milosevic að kenna. Hann nýtur stuðnings meirihluta þjóðar sinnar og hefur ítrekað fengið hann staðfestan. Serbar vilja koma fram við nágranna sína á assýrískan hátt. Þegar fjallað var um voðaverk Serba í Bosníu og þeg- ar fjallað er nú um voðaverk þeirra í Kosovo, er við- kvæði brottfluttra Serba jafnt sem heimaalinna, að Vest- urveldin séu að hefta svigrúm Serba og koma í veg fyr- ir eign þeirra á sagnfræðilega heilögu landi þeirra. Aldrei láta þeir, hvort sem þeir búa á íslandi eða ann- ars staðar í heiminum, í ljósi nokkurn skilning á örlög- um fólksins, sem verður fyrir trylltu æði Serba, þegar þeir berja, nauðga, brenna og taka af lífi. í hugum alls þorra þeirra helgar tilgangurinn öll meðöl, öll. Óeðli Serba liggur ekki í litningum, heldur er það drukkið með móðurmjólkinni kynslóð eftir kynslóð. Það verður aðeins stöðvað með skilyrðislausri uppgjöf þeirra, hernámi aUs landsins og endurmenntun heUla kynslóða eins og í Þýzkalandi eftir heimsstyrjöldina. Þar sem Vesturveldin hafa glatað hæfninni tU að heyja stf íð og mega raunar ekki lengur sjá blóð, er þessi kostur ekki lengur í stöðunni. Þess vegna eru loftárásir Atlantshafsbandalagsins gagnslitlar og hafa aðeins hleypt enn verra blóði í hina hatursfuUu þjóð. Hér í blaðinu var fyrirfram varað við þessu stríði, af því að Vesturveldin hafa ekki bein í nefmu tU að heyja það í botn. Bent var á skárri kost í vondri stöðu að loka landamærunum og vernda þá, sem eru svo heppnir að vera utan þeirra, en láta hina um örlög sín. Hins vegar er fráleitt, að Vesturlönd eigi framvegis nein viðskipti eða önnur samskipti við Serbíu eða Serba, hvort sem það eru íþróttamenn eða aðrir. Fráleitt er að veita neinum einasta Serba landvist utan þess helvítis, sem þeir hafa sjálfir framleitt á Balkanskaga. Þótt Vesturveldin hafi glatað getunni tU hernaðar gegn Ulum öflum, hafa þau nægan mátt tU að loka Assýringa nútímans inni í hatri sínu og forneskju. Jónas Kristjánsson Siðvæðing utanríkisstefnu Heimsmál stundarinnar, allt frá átökunum í Kosovo og kreppunni í Asíu til myntbandalags Evrópu, Pinochet-málsins og aðildar Kína að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, vekja athygli á miklum breytingum sem nú eiga sér stað í alþjóðasam- skiptum. Alþjóðleg samskipti eru að þróast frá því að snúast mestan partinn um valdatafl fullvalda ríkja og í þá átt að verða að pólitískum, viðskiptalegum og menningarleg- um ferlum sem líkjast sífellt meira innanlandsmálum í fjölskrúðugu samfélagi. Þessi þróun er auðvitað lengst komin í Evrópu þar sem ríki bindast nú fastari og nánari bönd- um en annars staðar þekkist. Erlend tíðindí Fórnir fyrir markmið Þróunin er hins vegar alls ekki bundin við Evrópu. Flest stór við- fangsefni í utanríkismálum flestra rikja heimsins snúast nú orðið um fjölþjóðlegt samstarf frekar en einfalda hagsmunagæslu. Þannig er til að mynda stærsta markmið Kínverja í utanríkismálum þetta árið að fá aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni þótt aðild að stofnunin rýri sumpart fullveldi Kína. Kín- verjar hafa af þessu viðskiptahagsmuni en pólitískar breytingar í Kína og í heiminum öllum hafa valdið því að helstu markmið kínverska ríkisins tengjast núorðið með beinum hætti árangri landsins í alþjóða- viðskiptum. Þess vegna eru ráðamenn Kína tilbúnir að færa umtalsverðar pólitískar fórnir svo að þessu megi verða en aðildinni fylgja áhættur bæði heima fyrir og gagnvart umheiminum. Hætturnar af hægari vexti í alþjóðaviðskiptum fyrir pólitískan stöðugleika innan Kína eru hins vegar öllu stærri. Svipaða sögu má segja af stórum ríkjum og litlum um heim allan sem fórna gömlum markmiðum fyrir ný sem best eru tryggð með auknum alþjóðasamskiptum. Efnahagsiegt þyngdarlögmál Þróunin frá valdatafli til víðtækrar samvinnu í al- þjóðakerfinu byggist ekki á fórnfýsi heldur á því að flest ríki telji sig þjóna nýjum og gömlum markmið- um sínum betur með þátt- töku í almennri samvinnu en með þröngri hagsmuna- gæslu. Viðfangsefni og mark- mið flestra ríkja heimsins hafa lika smám saman orðið líkari eftir að alþjóðlegum átökum um kerfi í efnahags- málum tók að linna. Með því hefur myndast eins konar þyngdarlögmál í efhahagslífi heimsins sem hvetur til auk- inna viðskipta og aukinnar samvinnu um lausn við- fangsefna á æ fleiri sviðum. Þetta hefur síðan kallað á sí- fellt þéttara og víðtækara kerfi alþjóðalaga og alþjóða- stofnana sem auðveldar ekki aðeins aljóðlegt samstarf heldur lækkar kostnað við alþjóðleg viðskipti og sparar oft einstökum ríkjum kostn- aðarsama hagsmunagæslu. Pólitísk siðvæðing Um leið og flest ríki hafa þannig haft mikinn ávinning af þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi hefur skilningur manna á mörkum hins mögulega og hins æskilega í þessu samstarfi verið að Jón Ormur Halldórsson breytast. Sammannleg gildi eins og mannréttindi og lýðræði hafa bæst við hefðbundin viðfangsefnu í utan- rikisstefnu margra landa. Þeirri skoðun hefur vaxið fylgi um öll Vest- urlönd að þessi sammannlegu gildi megi setja ofar gömlum reglum al- þjóðakerfisins um fullveldi rikja. Loftárásirnar á Serbíu eru ein afleið- ing af þessari þróun. í Kosovo hafa ríki Vesturlanda fórnað efnahagsleg- um og pólitískum hagsmunum til þess að ná markmiðum sem lúta öðru fremur að mannréttindum. Hvað sem mönnum kann að sýnast um framkvæmd árásanna eða um samhengið í stefnu Vesturlanda á Balkanskaga þá er þarna að finna merkileg skref í sögulegri þróun. Það sama má segja um skref sem stigin hafa verið á síðustu misserum í átt til alþjóðlegs glæpadómstóls og til nýs skilnings á alþjóðlegri lögsögu í mannréttindum. Markmið og leiðir í Evrópu, þar sem alþjóðavæðingin er komin lengst, hafa markmiðin með auknu samstarfi ríkja frá upphafi verið bæði pólitísk og efhahagsleg. Menn vildu ekki aðeins auka velmegun með viðskiptum heldur líka binda riki álfunnar svo þétt saman að þau færu ekki aftur í strið hvert við annað. Þessi hugsun hefur smám saman náði til annarra hluta heimsins. Strið hefur orðið æ fráleitari kostur fyrir ríki sem vilja ná einhverjum skiljanlegum markmiðum. Um leið hefur þeirri skoðun líka vaxið fylgi að lýðræði og mannréttindi séu meðal forsendna friðar. Þess vegna hlýtur barátta fyrir lýðræði og mannréttindum að vera þáttur í utanríkis og öryggisstefnu lýðræðis- ríkja, þó stefnan í þeim efnum verði að miðast meira við mögulegan árangur en hugmyndafræðilegar kröf- ur. Ríki heims munu áfram, hvert um sig, reyna að hámarka möguleika sína til þess að ná þeim mark- miðum sem þau setja sér með pólitískum hætti. Markmiðin eru að verða flóknari en um leið likari frá einu ríki til annars. Leiðirnar að þeim liggja sí- fellt meira saman. „Þróunin frá valdatafli til víðtækrar samvinnu í alþjóðakerfinu byggist ekki á fómfýsl heldur á því að flest ríki telja sig þjóna nýjum og gömlum markmiðum sínum betur með þátttöku í almennri samvinnu en með þröngri hagsmuna- gæslu". ¦V moðanir annarra Pólitískur jarðskjálfti „Afgerandi sigur Ehuds Baraks og að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra var hafnað eftir þriggja ára stjórnarsetu, er pólitiskur jarðskjálfti í ísrael og óllum Miö-Austurlöndum. Barak, sem er einhver mest heiðraöi hermaðurinn í sögu ísraels, stendur frammi fyrir mörgum tækifærum og hætt- um. Hann hefur lofað að sameina striðandi fylking- ar landsins, endurvekja friðarviðræður við Palest- ínumenn og hressa upp á efnahagslífið, þó svo að hann hafi sagt fátt um hvernig hann ætli að ná fram þessum markmiðum. Fyrsta verkefni hans hlýtur að vera að ná sem víðtækastri samstóðu á þingi í samræmi við stefnu hans og þörfina á djarf- legum aðgerðum." Úr forystugrein New York Times 19. maí. Allir töpuðu „Þeir eru margir sem töpuðu þegar ríkisstjórnin greip inn í verkfall hjúkrunarfræðinga í gær. Hægt er að fullyrða að hjúkrunarfræðingafélagið hafi haft vondan málstað sem það gat ekki unnið. Það kemur ekki einu sinni táknrænn sigur út úr vikulóngu verk- falli. Þeir sem tapa mest eru þó almennir hjukrunar- fræðingar en margir hefðu unnt þeim launahækkun- ar." Úr forystugrein Aktuelt 21. maí. Óleyfileg mistök „Hin mörgu óleyfilegu mistök NATO valda um- hugsun, einnig hjá gerendunum sjálfum. Manntjón meðal óbreyttra borgara vekur meiri athygli en þau markmið sem eiga að nást sem reyndar báðir aðil- ar verða að halda leyndum af hernaðarlegum ástæðum. Sænsk yfirvöld hafa lagt á það áherslu að Sameinuðu þjóðirnar grípi inn í ferlið á ný. Það er rétt. En aukinn óhugur má ekki leiða til þess að menn sjái ofsjónum yfir möguleikum Sameinuðu þjóðanna á að þvinga Milosevic með orðum. Það vilja allir friö. En hann má ekki kosta hvað sem er." Úr forystugrein Aftonbladet 21. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.