Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 T>V
« sfelkerínn
Lambakjöts-
strimlar með
villijurtum
Fyrir 4
fersteikta grænmetið og berið
fram heitt.
Engifersteikt grænmeti
Skerið belgbaunir, maís,
spergilkál, baunir og hvítlauksrif
smátt, engifer mjög smátt og
snöggsteikið allt í olíu á vel
heitri pönnu. Kryddið með salti
og pipar. Bætið kjúklingasoði og
sítrónusafa saman við og sjóðið
alveg niður. Bætið þá smjörinu
saman við.
Annað meðlæti
Berið gjarnan fram með soðn-
um hvítum hrísgrjónum. Reiknið
með 2-3 dl fyrir fjóra fullorðna.
600-800 g beinlaust lambakjöt
3 msk. matarolía
salt og pipar
Sósa og meðlæti
2 stk. rauðlaukar
200 g blandaðir sveppir
2 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2
Knorr-teningur)
2 msk. tómatmauk
1 peli rjómi
1 msk. villijurtakrydd (frá
Pottagöldrum)
1 msk. sítrónusafi
4 msk. steinselja, fersk eða
þurrkuð
3 msk. matarolía
salt og pipar
Skerið lambakjötið í strimla,
snöggsteikið í heitri olíu. Bragð-
bætið með salti og pipar, setjið til
: hliðar.
Sósa og meðlæti
Skolið pönnuna, látið olíu á
hana aftur. Saxiö rauðiauk og
skerið sveppina gróft, snöggsteik-
ið í tvær mínútur. Bætið þá
kjúklingasoði, tómatmauki,
rjóma og sítrónusafa út í. Sjóðið í
3-4 mínútur. Skiptið á diska og
setjið lambastrimlana út á. Sáldr-
ið saxaðri steinselju yfir réttinn
þegar hann er borinn fram.
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.
■■Ml——
pressið hverja
sneið, t.d. á
milli tveggja
matskeiða.
Raðið fallega á
diska, Qórum
sneiðum á disk.
Stráið salti og pip
ar yfir og síðan ólifu
olíu. Takið utan af
avocadoinu, sneiðið í
þunnar sneiðar og leggið
ofan á kjötið. Stráið aftur yfir
salti, pipar og ólífuolíu og að
lokum parmesanostinum.
Látið standa í u.þ.b.
tuttugu minútur og berið
fram með nýbökuðu
baquette-brauði.
Jóhannesi Eiðssyni, hárskera og fyrrum
söngvara, er margt fleira til lista lagt en
syngja og klippa hár. Sérlega þykir
hann laginn við matargerð.
DV-mynd ÞÖK
Fiskisúpa fá-
tæka
mannsins
(fyrir 4)
1 knippi ferskur graslaukur
1 msk. fiskikraftur
1 msk. kjúklingakraftur
1/2 dós paprikusmurostur
örlítið saffran
1 peli rjómi
800 ml vatn
100 ml hvítvín
Sjóðið vatn og
setjið bleikj-
una út í í
2 mínút-
ur. Tak-
ið hana
upp úr,
bætið kraftin-
um út í og tómötun-
um, síðan rjóma og hvítvíni. Látið
sjóða í 15 mín. við hægan hita.
Setjið ostinn út í og leyfið
honum að bráðna. Bætið í
saffrani og graslauk ásamt
hvítvíni. Takið pottinn af
og látið allan fiskinn út
í. Berið fram með ný-
bökuðu baquette-
brauði
3-400 g
bleikja eða
sjóbirtingur
100 g rækjur
100 g hörpuskel
4 stk. tómatar (ferskir eða úr dós)
matgæðingur vikunnar
András Ragnarsson og Ingibjörg Hinriksdóttir eru matgæðingar vikunnan
Uppskriftirnar eru fengnar frá
Nýkaupi þar sem allt hráefni í
þær fæst.
:..
ohcf Flottastií
REVIVAL
DANBERGehf.
Skúlagötu 61 sími 562 6470
»«
Falskir sniglar, handa 4.
200 g stórir sveppir
50 g lint smjör (íslenskt smjör)
2 msk. söxuð steinselja
2-3 hvítlauksrif
gróft salt
Þekið botninn á eldfostu fati meö
góðu lagi af grófu salti. Stilkurinn
er brotinn af sveppunum og sveppa-
hattamir aðeins holaðir að innan.
Stilkarnir ásamt steinselju, hvít-
lauk og smjöri settir í matvinnslu-
vél og blandað gróflega. Maukið er
síðan sett í sveppahattana sem er
raðað ofan á grófa saltið. Bakað í
5-10 mínútur við 225 gráður. Borið
fram með nýju brauði.
Kjúklingur Aladdíns,
fyrir 4.
4-6 kjúklingabitar
1 bolli ólífur, grænar og svartar
15 döðlur
1 sítróna, skorin í þunnar sneiðar
og hver sneið í 2-A hluta
3 tsk. salt og 1/2 tsk. kanill bland-
að saman.
Sítrónubitamir em lagðir lag-
skipt í skál með saltblöndunni á
milli. Bíði í nokkrar klst.
Falskir sniglar og
kjúklingur Aladdíns
Andrés Ragnarsson sálfræðingur og Ingibjörg Hinriksdóttir læknir hafa eytt
löngum stundum í að hugsa út skemmtilegar samsetningar á matseðli. Nú
fá lesendur Helgarblaðsins að njóta reynslu þeirra.
Marinering fyrir
kjúklinginn
3 hvítlauksgeirar
3 msk. ólífuolía
2 tsk. spiscumin (cumin)
2 tsk. engifer (best er að nota
ferska engiferrót og má þá hafa að-
eins minna af henni)
1 tsk. salt
1/2 tsk. turmerick
1/2 tsk. paprika
1/4 tsk. kanill
malaður pipar
Allt sett í matvinnsluvél og bland-
að vel.
Kryddleginum er penslað á
kjúklingabitana og restinni af legin-
um hellt yfir. Látið marinerast í
nokkrar klst.
Kjúklingamir eru steiktir í olíu á
pönnu, 15 mín. á hvorri hlið. Mariner-
ing sett yfir, siðan sítrónumar og þá
döðlurnar og ólífurnar. Hitið aðeins
undir loki eða setjið í ofn (180 gráður)
i nokkrar mínútur.
Borið fram með kúskússalati. Gott
er að bleyta kúskús í grænmetissoði
og kæla það. Því er síðan blandað
saman við niðurskorna tómata,
agúrku og salatblöð eða kál.
Við viljum síðan skora á hina víð-
frægu matgæðinga og presta, hjónin
dr. Amfríði Guðmundsdóttur og séra
Gunnar Rúnar Matthíasson. Verðugir
fulltrúar stéttar sem um aldir hefur
verið kennd við mikla matmenn.
Við hjónin höfum bæði ákaflega
gaman af allri matargerð og getum
eytt löngum stundum í að hugsa út
skemmtilegar samsetningar á mat-
seöli fyrir gesti. Best lætur okkur að
hafa nægan tíma og næði til aö
„gæla“ við matargerðina. Réttimir
sem við völdum hér em í uppáhaldi
um þessar mundir og bera svolítið
framandi keim. Forrétturinn er ein-
faldur og fljótlegur en bragðast ákaf-
lega vel. Aðalrétturinn þarfnast
undirbúnings sem er þó ekki flók-
inn - og hann borgar sig!
ar-
límiö, blandið safanum saman
við og hellið út í ostinn ásamt
berkinum og blandið vel sam-
an. Næst er þeyttum rjóman-
um blandað saman við með
sleikju. Setjið í formið og
kælið. Raðið mandarinunum
yfir kökuna. Leysið upp mat-
arlímið, blandið safa og sykri
saman við og látið allt leysast
vel upp. Hellið svo mjög var-
lega yfir tertuna, kælið vel í
3-6 tíma en ljúffengust er hún
daginn eftir.
Nykaup
Þar semferskleikiim býr
Humarhalar
- með engifersteiktu grænmeti
Fyrir 4
800 g humar, skelflettur
2 msk. smjör
3-4 msk. matarolía til steik-
ingar
salt og pipar
Engifersteikt grænmeti
8 stk. belgbaunir
1 bakki smámaís
2 hausar spergilkál (300 g)
1 bakki blandaðar baunir,
spíraðar
80 g sykurbaunir
2- 3 msk. engifer, saxaður
6 stk. hvítlauksrif, söxuð
1-2 dl kjúklingasoð (vatn og
teningur/kraftur)
1-2 msk. sítrónusafi
100 g smjör
3- 4 msk. matarolía
Snöggsteikið humarinn í mat-
arolíu og smjöri, bragðbætið með
salti og pipar. Leggið ofan á engi-
Jóhannes Eiðsson er mörgum
kunnur sem söngvari hljómsveitar-
innar Loðinnar rottu og fleiri
rokksveita. Hann er þó líka þekktur
fyrir að hafa hendur í hári fólks og
hefur nýlega opnað hársnyrtistof-
una Höfuðmál í Bolholtinu. Eitt af
hans aðaláhugamálum er matargerð
og í henni hefur hann töluverða
þjálfun. Jói er sælkeri Helgarblaðs-
ins þessa vikuna.
Carpaccio a la Jói
(fyrir 4)
400 g nautalund, mátulega fltu-
sprengd
2 stk. avocado, vel þroskaöir
4 msk. extra virgin ólífuolía
1 tsk. salt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
4 msk. saxaður parmesanostur
Skerið kjötið í þunnar sneiðar og
Nýkaup
Þarsem ferskleikinn býr
Mandarínuosta-
terta
Einföld ostaterta sem á við
í mörgum tilvikum
250 g hafrakex
100 g smjör
1 msk. sykur
Fylling
600 g rjómaostur
50 g sykur
2 dl rjómi
1 sítróna, börkur og safi
3 msk. appelsínusafí
4 stk. matarltm
Yfir kökuna
1 dós mandarínur
3 blöð matarlím
2 msk. sítrónusafi
1 tsk. sykur
Myljið kexið og blandið
saman við sykur og smjör og
þrýstið í formið. Vinnið ost og
sykur þar til osturinn er orð-
inn mjúkur. Leysið upp mat-