Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 27
I>V LAUGARDAGUR 22. MAI 1999 lönd 27 Nýr forsætisráðherra ísraels: Þaggaði niður í félögum en sagði lítið sjálfur Ungi maöurinn sem stendur í hvítum samfestingi á flugvélarvæng þykir líkjast ímyndinni um úreltan ísraelskan draum. Hann stendur á vængnum með byssu í hendi og svarta lokka umhverfis andlitið og fylgist með þegar verið er að leiða gísla, sem nýbúið er að frelsa, út úr flugvél. Myndin var tekin þegar búið var að frelsa gísla úr flugvél frá Sabena flugfélaginu sem var rænt á leið frá Tel Aviv til Bruxelles í maí 1972. Ungi maðurinn í samfestingnum var hetja björgunaraðgerðarinnar og leiðtogi sérsveitarinnar Sayeret Matkal. Nú er hann orðinn forsætis- ráðherra ísraels. Með í öllum stríðum Myndin af Ehud Barak i hvíta samfestingnum hefur undanfarinn mánuð verið á öllum strætisvagna- stöðvum og vegaskiltum um allt isr- ael. Myndin var liður í vel skipu- lagðri kosningabaráttu sem átti að tryggja að enginn ísraelsmaður, jafnvel ekki þeir sem eru nýfluttir til landsins, myndi spyrja hver Ehud Barak væri. Dag eftir dag aug- lýsti flokkur Baraks, Eitt ísrael, heiðursmerkin fimm, sem hann hef- ur hlotið, i ísraelska sjónvarpinu. Þrátt fyrir að Barak væri að sækjast eftir borgaralegri stöðu þótti nauð- synlegt að hampa þeirri sögulegu staðreynd að hann, sem er ham- ingjusamlega kvæntur og faðir þriggja dætra, væri fyrrverandi yf- irmaður ísraelska hersins og sá ísraelski hermaður sem hlotið hefði fleiri heiðursmerki en nokkur ann- ar. Hann hefur tekið þátt i öllum stríðum ísraela við nágranna sína. Barak fæddist árið 1942 á samyrkjubúinu Mishmar Haemek. Móðir hans flutti til Israels frá Pól- landi og faðir hans frá Litháen á fjórða áratugnum. Ehud var fyrsta barn þeirra og hann tilheyrir þeirri kynslóð sem leit á það sem fremstu skyldu sína að verja landið. Frami Baraks í ísraelska hernum var ótrúlega skjótur og hann fékk fljótt orð á sig fyrir að vera dugleg- ur, klár, hugmyndaríkur en einnig Ehud Barak er klár en hrokafullur. Símamynd Reuter talsvert hrokafullur. Tvisvar á ferli sínum innan hersins tók Barak sér frí til háskólanáms. Hann las eðlis- fræði og stærðfræði við Hebreska Erlent fréttaljó \ m háskólann í Jerúsalem og hagfræði við Stanfordháskólann í Kaliforníu. Það var Yitzhak Rabin, sem sjálfur hafði svipaðan feril innan hersins að baki, sem bað Ehud Barak um að verða innanríkisráð- herra 1995, nokkrum vikum eftir að hann hafði lagt einkennisbúningn- um. Margir sögðu þá að Rabin liti á Ehud Barak sem kópíu af sjálfum sér. Eftir morðið á Rabin sagði Lea, ekkja hans, að Ehud Barak væri arf- taki Yitzhaks. Smámæltur og óöruggur Innganga Baraks á svið stjórn- málanna var ekkert sérstaklega auðveld. í vikulegum háðsádeilu- þætti í sjónvarpinu hefur verið gert grín að pví hversu smámæltur hann er og óöruggur flokksleiðtogi sem prinsar Verkamannaflokksins höfn- uðu. Þessi mynd þótti ekki langt frá sannleikanum. En þegar stjórn Benjamins Net- anyahus féll í desember síðastliðn- um og kosningar höfðu verið ákveðnar komu gáfur Baraks og reynsla hans í herkænsku að mikl- um notum. Fyrsta skref Baraks var að losa flokkinn við gamalt nafn hans og imynd. Undir nafninu Eitt ísrael gekk hann í kosningabandalag við Gesherflokkinn, flokk Davids Levys, fyrrverandi utanríkisráð- herra, og Meimadfiokkinn sem er hófsamur réttrúnaðarflokkur. Þar með var búið að grafa þá imynd gamla Verkamannaflokksins að hann væri andvigur rétttrúnaðar- mönnum. Þaggað niður í umdeild- um Næsta skref Baraks var að láta lítið bera á öllum umdeildum per- sónum flokksins á meðan á kosn- ingabaráttunni stóð. Starfsmenn flokksins áttu að vera þóglir en vinna verk sín. Aðeins einn mátti tala fyrir hönd flokksins, Ehud Barak sjálfur. En hann sagði ekki mikið um pólítíska stefnu sína í kosningabar- áttunni. Það var svo sem hamrað á því að Barak vildi leita friðarleiða. Hann lofaði því meðal annars að kalla heim ísraelska hermenn frá öryggissvæðinu í suðurhluta Lí- banons. En fyrst þarf hann að semja um frið við Sýrland því Assad Sýr- landsforseti hefur talsvert að segja um aðgerðir Hizbollah-skæruliða í S-Líbanon. Og ólíklegt er að hægt verði að semja frið við Assad nema ísraelar afsali sgr Gólanhæðum sem þeir tóku 1967. I viðræðum ísraela og Sýrlend- inga 1995 til 1996 fékk Assad tilboð um að fá Gólanhæðir aftur en með þvi skilyrði að vatnið frá svæðinu yrði áfram leitt til ísraels. Það komu engin viðbrögð frá Sýrlands- forseta. Fyrirkomulag sem veld- ur höfuðverk Vandinn er að málið snertir einnig Tyrkland. Rabin og Shimon Peres lofuðu Assad því að vatnið, sem hann myndi missa í Gólanhæð- um, gæti hann fengið frá Tyrklandi. Loforðið var gefið í trausti þess að Tyrkir myndu veita samþykki sitt. Reyndar vita hvorki Barak né Assad hvort Tyrkir munu segja já. Það hefur meira að segja heyrst frá Tyrklandi að slíkt fyrirkomulag myndi valda höfuðverk. Tyrkir eru ekkert sérstaklega í skapi til þess að launa Sýrlending- um fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir kúrdiska PKK-Ieiðtogann Abdullah Öcalan og skæruliða hans í 20 ár. Og alls ekki nú þegar tyrk- neskir þjóðernissinnar eru orðnir næststærsti flokkur landsins. Þar að auki hafa Tyrkir og Sýrlendingar rifist heiftarlega um vatnið frá Efrat og Tígris í áratugi. Sagt er sú deila hafi verið aðalástæðan fyrir því að PKK-menn fengu að dvelja í Sýr- landi. Erfitt að efna loforðin Ehud Barak getur átt erfitt með að efna kosningaloforð sín. Auk þess er búist við að það verði jafn- erfitt fyrir Palestinumenn að semja við Barak eins og við Netanyahu. Margir telja að hann muni neyðast til að hafna friðartillögu Palestinu- manna myndi hann samsteypu- stjórn og geri Netanyahu að utan- rfkisráðherra. Byggt á Reuter, Politiken og Jyllands-Posten. Hjón með 3 börn og 2 hunda óska eftir einbýlishúsi til leigu. Reglusemi og skilvísum greiöslum heitiö. Allt aö 6 mánaöa fyrirframgreiösla ef óskað er. Upplýsingar gefur Sverrir í símum 421 7530,8G9 0977 og 552 2903. SKÓGAR ¦¦¦¦¦¦< FSK Ehud Barak, í hvíta samfestingnum, á flugvélarvængnum að lokinni frækilegri björgun gísla árið 1972. Símamynd Reuter HESTABRAUTIN í SKÓGUM ? 2 ára nám í hestamennsku á framhaldsskólastigi. ? Nýtist til stúdentsprófs og til inngöngu á hrossaræktarbraut Hólaskóla. ? Hraðbraut (1 ár) fyrir þá sem lokið hafa almennum bóklegum einingum brautarinnar í öðrum framhaldsskólum. ? Nemendur brautarinnar eru eftirsóttur starfskraftur tamningamanna og hrossabænda, hérlendis sem erlendis. ALMENNT NÁM í SKÓGUM ? 1-2 ára almennt framhaldsskólanám. ? Undirbúningur undir frekara nám á öllum bóklegum brautum, iðnbrautum og starfsbrautum. ? Stuðningur við nám og gott samstarf við foreldra. Frábaer heimavist og aðstaða. Upplýsingar og innritun í síma 487-8850, fax 487-8858. Umsóknarfrestur er til 5. júní. FRAMHALDSSKÓLINN í SKÓGUM Skógum undir Eyjafjöllum • 861 Hvolsvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.