Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 62
 %vikmyndir i LAUGARDAGUR 22. MAI 1999 ALVÖRUBÍÓ! mPoiby •= = KLJOÐKERFII UV =—= ÖLLUM SÖLUMI i ' at first sight Ri©M0Oíl« Nýja Stjörnustríðsmyndin mun fara sigurför um heiminn þráít fyrir vonda krítik: Lúkas ¦ Við skulum hafa eitt á hreinu: George Lucas er snillingur með stóra sýn og líklega eini mað- urinn á okkar tímum sem tekist hefur að smíða goðsagnaheim sem á eftir að verða jafnlifseigur og Þúsund og ein nótt, Grimmsævintýrin, Njála og gott ef ekki sjálf Biblían- Af klikubræðrum hans er Spielberg kannski meiri alhliða fag- ¦ maður, Scorsese meira leitahdi, De Paíma upp- " áfmningasamari og Coppola djarfari (um síð- ustu tvo má sennilega tala um í þátíð í þessu samhengi) en Lucas hefur hina stóru yfirsýn. Þegar þessir ofannefftdu félagar hans sáu for-' gýningu á Star WarS á sihurö tima töldu þeir • lfklegast að þarna færi vandræðalegur skellur . fyrir Lucas og hanri yrði álmennt jiðhlat: ttrsefni. Spielberg var þó undantekning og sagði að líklega yrði þetta hörkusmelhlr. Ekki ¦¦ er hægt að álasa hinum Jjrir álit þeirra. Sagan •¦jge frekar barnaleg sem og tilraúnir tilhúmors og ekki er leikurinn mikUla sanda. Hins vegar er éfniviður sögunnar ¦margreyndur; gott gegn * illu, fátæki kotungssonurinn sem uppgötvar köllun sína (og sú köllun er stór^ prinsessa í nauðum, alls kyns furður og æsileg ævintýr, bardagar, eltingaleikir og sérlega vel héppnað- ur andstæðingur i Svarthöfða. Um og yflr svifu svo væntingar og fyrirheit, eldsneyti trúaririn- ar og þeirra drauma sem búa innra meö okkur. 1 stuttu máli goðsögur sem auðvelt var að sam- sama sig með og deila þeirri reynslu með fjöld- anum. Spielberg skildi þetta enda með þetta viðhorf í blóðinu og raunar hefur Scorsese einnig likt kvikmyndum við trúarþörf; í báðum tilfellum komi fólk saman til að deila sameigin- legri reynslu og hann segir að „það er eins og kvikmyndir hafi svarað hinni ævafornu leit okkar að sameiginlegu algleymi. Þær uppfylla hina andlegu þörf fólks til að deila sameiginleg- guðspjöllin um minningum" (Úr A Personal Journey Through American Movies, bls. 166). Við viljum nefnilega öll láta segja okkur sömu söguna aft- ur og aftur, sér í lagi á yngri árum, en sá vilji held ég að sé alltaf til staðar. Lífið er fullt af óvissu og óöryggi og flestir eru að leita að ein- hverskonar staðfestingu á að þetta muni verða allt í lagi. Afgangurinn er, eins og þeir segja, sagnfræði. Stjörnustríðsser- ían er heimsveldi, allt að því trú- arbrögð og guðspjallamaðurinn Lúkas heldur okkur við efnið. Frumsýning nýjustu myndarinnar er X. maí og þegar hafa allnokkrir fjölmiðlar vestra birt dóma um myndina. Þeir eru fiestir á einn veg; myndin veldur vonbrigðum. En viðbrögð gagnrýnenda voru fyrirsjáanleg, það var ekki séns að þeir myndu láta Lucas hirða hálft konungsríkið (aðsókn) og prinsessuna að auki (góða dóma). Lucas sjálfur var lika við öllu búinn, enda benti hann nýlega á að hann ætti ekki von á góðri pressu og einnig að myndin væri mjög likleg til að valda Stjörnustriðsaðdáendum vonbrigðum. Málið er nefnilega að Lucas heldur fast við stefnu sína; að búa til ævintýraheim handa krökkum, en þeir sem heilluðust sem krakkar á sínum tlma eru nú eitthvað allt annað og gera allt aðrar vitsmunalegar kröfur. Stjörnustríðssagan er ekki vitsmunaleg kvikmyndagerð heldur gam- alt bít sem virkar, sefjandi, heillandi og ánetj- andi. Á næstu mánuðum eiga eftir að hellast yfir okkur allskyns viðbrögð helmsbyggðarinnar, eftir þvi sem myndin ferðast viðar. Margir munu reyna gáfulegar greiningar, sumir fetta fingur útí hverskonar smáatriði sem annað- hvort vantar eða er ofaukið, aðrir munu reyna að hæðast að öllu saman. En allt mun koma fyr- ir ekki, jafnörugglega og Titanic átti stefnumót við ísjaka á ballarhafi mun The Phantom Menace fara sigurfór um gjörvallan heiminn á næsta misserinu eða svo. Hingað mun hún vist ekki koma fyrr en i ágúst og mér er spurn: hví svo seint þegar þjóðin þráir þessa altarisgöngu eigi siðar en nú þegar? Ásgrímur Sverrisson Regnboginn / Vorvindar - Englar •* Rómantík ogstríð Englar (Talk of Angels) er dramatisk og gamaldags rómantík í anda The English Patient þar sem bakgrunnurinn er stríðandi fylkingar. Myndin gerist á fyrstu dögum spænsku borgarastyrj- aldarinnar. Aðalpersónan er ung og falleg irsk stúlka, Mary (Polly Walker) sem kemur til vistar hjá spánskri aðalsfjöl- skyldu þar sem hún á að kenna þremur dætrum aðalsmannsins Vincente Areavaga (Franco Nero). Hún fær misgóðar viðtökur, stelpurnar eru fljótar að hænast að henni, en snobbuð móðir þeirra litur hana hornauga, aðallega vegna þess að hún telur að Mary muni skyggja á dætur hennar. í fyrstu heldur Mary sér nokkuð til hliðar frá fjölskyldunni, en þegar sonurinn Francisco (Vincent Perez), sem er ákafur stuðningsmaður rauð- liða, kemur heim myndast strax spenna á rnuli hans og Polly. Irskar vinkonur hennar sem hún hefur kynnst vara hana við afleiðingunum af þessum kynnum, sérstaklega þar sem Vincento er þegar giftur. Róstur eru miklar og er fjölskyldan klofiri í afstöðu sinni til stríðandi aðila. Feðgarnir hafa samúð með málstað rauðliða, en móðirin og tengdadóttirin telja sig best komnar undir verndarvæng Francos. Þetta þvingandi and- rúmsloft hefur áhrif á Mary, sem er orðin ráðvillt, er ástfangin af giftum manni um leið og hún er heitbundin heima á Irlandi. Það er athyglisvert að í Englum er teflt saman tveúnur þjóð- arbrotum, Spánverjum og írum, önnur þjóðin er nýbúin að standa i borgarastríði, en hin er að hefja borgarastríð. Það er því ekki að ástæöulausu þegar Mary segir Vincente frá aðstæð- um í írlandi að hann segir: „Velkomin helm." Með þennan bak- grunn og undirtón í myndinni hefði verið hægt að gera mun meira úr efninu, en leikstjórinn, Nick Hamm, kýs að setja allt sitt traust á samband Mary og Francisco og þar er megingalli myndarinnar. Það er nokkuð langt í frá að það gneisti á milli Perez og Walker. Aftur á móti er Polly Walker sannfærandi þeg- ar hún er með stúlkunum og írsku vinkonum sínum. Vegna þessa annmarka og hversu atburðirnir i bakgrunninum eru fjarlægir nær Englar aldrei almennilegu flugi, inniheldur nokk- uð góð atriði, en verður aldrei það metnaðarfulla verk sem henni var ætlað. Leikstjóri: Nick Hamm. Handrit: Anna Guedes, Frank McGuinness og Kate O'Brien. Kvikmyndataka: Aleksei Rodionov. Tónlist: Trevor Jones. Aðalhlutverk: Polly Walker, Vincent Pérez , Frances McDormand, Franco Nero og Francis McDormand. Hilmar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.