Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 60
Qyndbönd LAUGARDAGUR 22. MAI1999 MYNBBANBA Slums of Beverly Hills: ••• Brjóst, eiturlyf og fjölskyldutengsl Ekki eru allir íbúar Beverly Hills-hverflsins jam vel stæöir. Þar eins og annars staöar er hægt að finna ódýrar leiguíbúðir og fátækar fjölskyldur. Ein sllk er Abramowitz-fjölskyldan. Fjölskyldufaðirinn er í miklum fjárhagskröggum og neyðist því til að stinga af méð fjölskylduna úr hverju hreysinu á fætur öðru til að losna við að borga leigu, en heldur sig fast við Beverly Hills til að börnin geti gengið í góða skóla. Dóttir hans á við tvö stór vandamál að stríða. Annars vegar eru það brjóstin hennar, nýsprottin fram og engin smásmíði, og sú athygli sem þau vekja. Hins veg- ar er það frænka hennar, eiturlyfjasjúklingur sem sest upp hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir samansafn afar undarlegra persóna, nokkur fjarstæðukennd atriði og almennt fremur léttgeggjaðan söguþráð er þessi mynd oft að fjalla um alvarleg mál. Þetta er dramatísk mynd í gamansömum tón, og hún notar gamansemina til að koma ákveðnum boðskap til skila án þess að drepa áhorfandann úr leiðindum. Boðskapur- inn er umburðarlyndi og samheldni fjölskyldunnar, hversu brengluð sem hún ann- ars er, og um leið er sparkað soldið í þá sem telja sig yfrr aðra hafna. Natasha Lyonne er afar skemmtileg ung leikkona og stendur sig vel. Þá er unun að fylgjast með gamla góða Alan Arkin, sem er einn af þessum klassaleikurum sem hafa vit á að velja sér bitastæð hlutverk, þótt myndirnar séu kannski engar stórmyndir. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Tamara Jenkins. Aðalhlutverk: Natasha Lyonne, Alan Arkin og Marisa Tomei. Bandarísk, 1998. Lengd: 93 mín. Bönnuö innan 12 ára. -PJ Fear and Loathing in LasVegas: Ofskynjanir í Vegas ••• Kvikmyndin er gerð eftir frægu og samnefndu uppgjöri Hunters S. Thompsons við ameríska drauminn og verður ekki annað sagt en að hún leggi sig fram um að vera því trú. Fear and Loathing in Las Vegas fjallar um fór blaðamanns- ins Raoul Duke (Johnny Depp) til Vegas þar sem hann á að fjalla um mótorhjólakeppni nokkra. Með honum i fór er lög- fræðingur hans Gonzo (Benicio Del Toro), þótt vart verði sagt að samskipti þeirra byggi á faglegum grunni. Félagarnir eru absúrd afleiðing eiturlyfjamenningar hippa- tímans, en þeir eiga í skotti bils sins fleiri eiturlyfjategundir en flestir læknar kunna að nerha'. Enda líður ekki á löngu þar til svæsnar ofskynjanir taka að ásækja þá í shilldarlegri útfærslu Terrys Gilliams, sem ítrekar hér einstaka hæfileika sína í beit- ingu myndmáls. Þrátt fyrir hlut hans stendur eða fellur mynd sem þessi með aðal- leikurunum en þeir fara báðir afskaplega vel með hlutverk sin. Gilliam hefur tekist að sameina leik þeirra mögnuðu útliti myndarinnar, sem verður að teljast enn ein skrautfjöðrin i hnappagat hans. Útgefandi: Sam-Myndbönd. Leikstjóri: Terry Gilliam. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Benicio Del Toro, Tobey Maguire, Christina Ricci og Gary Busey. Bandarísk, 1998. Lengd: 114 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Pleasantville: •••i Uppgjör við sjónvarpsímyndir fortíðarinnar Táningssystkinin David (Tobey Maquire) og Jennifer (Reese Witherspoon) eru skyndilega rifin úr samtimanum inn i heim svarthvítrar sjónvarpsseríu um lífið í Sælubæ. Bærinn er hinn dæmigerði upphafhi bandaríski smábær úr sjónvarpsþáttum fortíðarinnar sem upphéldu bandariskum „gildum" af miklum móð. Konan á sinn heimastað i eldhúsinu meðan karlinn vinnur úti fyrir fjöl- skyldunni og spilar keilu með félögunum. Slökkviliðið bjargar köttum úr trjám, körfuboltaliðið er ósigrandi og hjón sofa í sitt hvoru rúminu enda svarhvíti sjón- varspheimurinn kynlífslaus. Allt er í föstum skorðum og allir hamingjusamir (að þvi er virðist), þar til systkinin snúa heimi þeirra á hvotf. Hugmyndin sem liggur að baki Pleasantville er ósköp einfóld en það er unnið úr henni af mikilli snilld. Þegar systkinin draga hið forboðna úr raunveruleikan- um/samtimanum inn í hina upprunalegu og fölsku sjónvarpsmynd tekur hún að breytast jafnt og þétt úr svarthvítu í lit. Úrvinnslan hefur afskaplega víðfeðmar skírskotanir og hefði óneitanlega átt sömu athygli skylda og The Truman Show. Þessi frumraun leikstjórahs Gary Ross, sem einnig framleiðir og skrifar handrit, er að mínu mati athyglisverðasta mynd síðasta árs. Ef það hefði ekki verið fyrir ósannfærandi niðurlag (sem á margt skylt við svarthvíta heiminn sem myndin gagnrýnir) hefði hún jafnvel verið sú besta. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Gary Ross. Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Reese Witherspoon, Jeff Daniels, Joan Allen, William H. Macy og J.T. Walsh. Bandaríkin, 1998. Lengd: 125 min. Öllum leyfð. Clay Pigeons: Óþverrahúmor ••• # Svo virðist sem svartur húmor eigi sífellt meiri'vinsæld- um að fagna, allavega flnnst mér stöðugt veriö að gera myndir núorðið sem treysta á kvikindisskap til að vekja HÍátur. Clay Pigeons er reyndar fyrst og fremst spennu- drama í Suðurríkjastemningu, full af ástríðuhita og svikul- um persónum, en krydduö með kaldhæðnislegum óþverrahúmor. Vandræði Clay byrja þegar vinur hans hefnir sín á honum fyrir að gamna sér með konunni hans með því að skjóta sig og láta svo lita út að Clay hafi myrt hann. Kynóð ekkjan ásækir hann og hann kynnist Lester, hressum kúreka sem leynir á sér. Brátt fara líkin að hrannast upp í kringum Clay, og athygli alríkislögreglunn- ar beinist að honum. Myndin byrjar ekki nógu vel, því það er afar erfitt að sætta sig við persónu Clay, sem gerir svo fáránlega heimskuleg mistök trekk i trekk að mann langar til að lemja hann. Þetta gleymist þó þegar á líður og það er vel hægt að skemmta sér yfir hörmungum persónanna. Joaquin Phoenix virðist á góðri leið með að verða nýjasta ungstirnið i Hollywood og er vel að því kominn, en það er Vince Vaughn sem stelur senunni og fer á kostum í hlutverki hins maníska og ofvirka kúreka. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: David Dobkin. Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Vince Vaughn og Janeane Garofalo. Bandarísk, 1998. Lengd: 105 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Robert Redford: Umsvifamikil kvikmyndastjarna Robert Redford er ekki einungis „sjarmör" sem heillar kvenkynið upp úr skónum með heillandi brosi og ljósum lokkum. Hann hefur ekki látið sér nægja, líkt og flestar kvik- myndastjörnur, að kaupa sér villu og spegla sig í linsum ljósmyndara á óskarsverðlaunaafhendingum. Hann hefur notað auðæfi sín í stuðning við sjálfstæða kvikmynda- gerð og reynt að beita frægðinni til pólitískra áhrifa. Upphafsár Redford fæddist 18. ágúst 1937 í Santa Monica i Kaliforníu. Hann var ansi óstýrilátur á unglingsárun- um og fylgdi ekki ávallt þröngum bókstaf laganna. Hann sýndi hefð- bundnu menntaskólanámi lítinn áhuga en stóð sig vel bæði i tennis og hafnabolta. Af þeim sökum fékk hann háskólastyrk árið 1955 en ekki tók hann námið alvarlega frekar en fyrri daginn. Honum leiddist það ákaflega, og reyndar lífið almennt, og tók að drekka meira en góðu hófi gegndi. Það leið því ekki á löngu þar til hann var rekinn úr hafnaboltaliðinu og háskól- anum stuttu síðar. Það blundaði í Red ford draumur um að verða málari og hélt hann eftir „skóla- göngu" sína til Evrópu í von um að læra þá list frekar. Hann flakk- aði vítt og breitt við naum fjár- ráð en lista- ¦*# I *^ %tor Á framabraut The Natural. Robert Redford í hlut- verki hafnaboltahetju. ekki síst henni að þakka að líf Red- fords breytti rækilega um stefnu. Redford tók að stunda tíma í leik- list og fékk strax árið 1959 lítið hlut- verk í Broadway-stykkinu Tall Story. Árið 1962 lék hann svo í sinni fyrstu mynd, War Hunt, sem vakti reyndar litla athygli. í viðbót við sviðið og tjaldið birtist hann á skjánum 1 þáttum á borð við The Twilight Zone og AJfred Hitchcock Presents. Redford vann síðan mik- inn leiksigur í hinni vinsælu upp- færslu Mike Nichols á leikriti Neil Simon, Barefoot in the Park. Eftir ellefu mánuði var hann þó búinn að fá nóg og dró sig út úr sýningunni til að einblína á kvikmyndaferil sinn. Það gekk ekki betur en svo að Redford fékk sig fullsaddan af Hollywood og flúði með fjölskyld- una til Spánar. Hann sneri ekki til baka fyrr en honum var boðið hlut- verk í kvikmyndaútgáfu Barefoot in the Park árið 1967. Samleikur hans og Jane Fonda reyndist gulls igildi og Redford var kominn á beinu brautina. Gullaldarár framinn lét á sér standa. Hann flutti því jafn eirðarlaus og áður heim til Kaliforníu árið 1958. Sama ár kynntist hann og giftist Lolu Jean Van Wa genen, en það var Það reyndist Redford mikil lukka að Warren Beatty skyldi hafna öðru aðalhlutverkinu í Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969), því frammistaða Redfords í þvi gerði hann að einni skærustu stjörnu kvikmyndanna. Að fjórum árum liðnum var Redford orðinn stærra númer en Paul Newman þegar þeir léku aftur saman í mynd- inni Sting, en sama ár lék hann einnig á móti Barböru Streisand í The Way We Were sem varð ekki síður vinsæl. Snemma á áttunda áratugnum tók hann einnig að skipta sér af stjórn- málaumræðu samtímans og gerðist kröftugur málsvari umhverfissjón- armiða. í kvikmyndunum The Candidate (1972) og All the Pres- identís Men gagnrýndi hann enn fremur bandaríska pólitík af mikl- um krafti. Klassísk myndbönd The Candidate ^ ***< Kröftug háðsádeila á heim stjórnmálanna Bill McKay (Robert Red- ford) er lögmaður uppfullur af hugsjónum og fyrirlítur póli- tískan feril fóður síns (Mel- vyn Douglas). Þegar kosn- ingastjórinn Marvin Lucas (Peter Boyle) skorar á hann að bjóða sig fram til þing- mennsku er hann litt hrifinn. Honum snýst þó hugur þegar Marvin segir að hann geti gert það sem honum sýnist því takmarkið sé ekki að vinna kosningarnar. Bill nýt- ur þess framan af að láta allt flakka og vekur athygli fyrir róttækar skoðanir sínar. Þeg- ar líður á myndina missir hann aftur á móti stjórnina jafnt og þétt til Marvins og að- stoðarmanna hans. Samfara því vaxa vinsældir Bills og hann tekur að fórna hugsjónum sínum í þágu frekari vinsælda. Þessi mynd á margt skylt með Primary Colors sem kom út á mynd- bandi fyrr í mánuðinum. Báðar byggja þær á frásögnum manna sem þekktu til þeirra kosningaherferða er myndirnar fjalla um. Að vísu er þingmaðurinn sem Bill McKay sæk- ir uppruna sinn lauslega til fjarri því að vera jafn þekktur og Bill Clinton (eða Jack Stanton líkt og í Candidate lék Robert Redfor frambjóðanda missir sjónar á hugsjónunum. hann heitir í Primary Colors). Reyndar minnir Redford/McKay óþægilega á John. F. Kennedy og rímar myndin nokkuð við pólitísk- an feril hans þótt óvíst sé að um meðvitaða úrvinnslu sé að ræða. Það fer þó ekki á milli mála að handritshöfundur The Candidate, Jeremy Larner, þekkir heim mynd- arinnar út og inn og hlaut ósk- arsverðlaunin svo sannarlega ekki að ástæðuiausu. Bandarísk stjórnmálabarátta er dregin saman í háði og spotti samfara markvissri gagnrýni. Auglýsingar, sjónvarpsvið- ræður, kosningafundir, slag- orð og annað lýðskrum birtist hér i afskaplega hæðnislegu ljósi sem undirstrikar inni- haldsleysi pólitískrar fram- setningar í samtímanum. í ljósi aldurs myndarinnar, en hún var frumsýnd 1972, verð- ur umfjöllun hennar að teljast allrar athygli véröi Redford sjálfur var helsti hvatamaður að gerð hennar og hann hefur sjálfur sagt að hún endur- spegli tilfinningar hans til stjórnmálakerfisins. Líkt og Primary Colors gefur til kynna hefur það lítt batnað og getur vart talist opið fyrir mál- efnalegri umræðu. Hvað okkur ís- lendinga varðar hlýtur það að vera áhyggjuefni hversu mjög við höfum nálgast sýndarmennsku Kananna. Það hefði ekki veitt af því að sýna The Candidate í sjónvarpinu fyrir nýafstaðnar kosningar. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Michael Ritchie. Aðalhlutverk: Ro- bert Redford, Peter Boyle, Melvyn Douglas, Don Porter og Allen Garfi- eld. Bandarísk, 1972. Lengd: 109 mín. Björn Æ. Norðfjörð sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.