Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 22
'lí 22 kamál ~n LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 Að leiðarlokum Þeir voru þöglir þar sem þeir gengu gegnum skóginn. Faöirinn gekk á undan en sonurinn var um fimm skrefum fyrir aftan hann. Þeir höfðu verið að sækja eldvið og voru á leið að bílnum sem þeir höfðu lagt við skógarjaðarinn. Þeir ætluðu heim. Skyndilega staðnæmdist fað- irinn, hinn fimmtiu og fimm ára gamli Martin Schuster, sneri sér að syni sínum og sagði: „Frá og með morgundeginum verður þú sjálfur að borga þína húsaleigu. Ég er að fiytjast að heiman því ég ætla að kvænast vinkonu minni. En fyrst ætla ég að drepa hana móður þína. Og þú átt aö hjálpa mér við það." Á valdi sterkra Eldri sonurinn fór að heiman tilfinninga Syninum, hinum tuttugu og fjög- urra ára Johanni Schuster, fannst sem hann ætlaði að springa af heift. Áralangar ögranir og hótanir á heim- ilinu, misþyrmingar á móður hans, háð og niðurlæging, dagleg rifrildi, ógnarsrjórn sem átti fáar hliðstæður og nær stöðug ölvun fóðurins kölluðu fram viðbrögð sem Johann gat ekki hamið. Hann kastaði viðarbút af alefli í höfuð fóður síns. Búturinn lenti í hnakkanum og Martin Schuster féll Þau hjón eignuðust tvo syni, Martin, sem er nú þrjátíu og eins árs, og Johann. Þegar Martin varð sjálfráða fluttist hann að heiman því hann þoldi ekki grimmd föður sins. Hann hafði ungur fengið nóg af framkomu hans. Yngri bróðirinn, Johann, hélt hins vegar áfram að búa heima. „Hann bjó hjá móður sinni til þess að geta bjargað henni ef það myndi reynast nauðsynlegt," sagði réttarsálfræðingur sem kom að málinu á lokastigi. Martin Schuster var harður við soninn sem varð eftir heima og Jo- hann fór að öllum fyrirmælum föð- ur síns til þess að móður hans yrði hlíft. Á sumrin varð drengurinn að vera heima. Hann mátti hvorki leika sér við önnur börn né fara í sund. Hann mátti ekki leika knatt- spyrnu, ekki fara í bíó, ekki ganga í frístundaklúbb og ekki vera í iþróttafélagi. Bryti hann gegn ein- hverju af þessum fyrirmælum föður síns bitnaði það strax á móðurinni. Hún fékk þær skammir sem annars hefðu bitnað á drengnum. „Þetta er sonur þinn og þú berð ábyrgð á að hann fari eftir því sem ég skipa hon- Skilnaðarstund. Maria fékk leyfi til að kvefija son sinn elnslega í réttinum eft- ir að dómur var kveðinn upp. fram á við í snjóinn og lá þar hreyf- ingarlaus. Johann hraðaði sér að bíln- um og sótti hníf. Þegar hann kom aft- ur á skógarstíginn var faðir hans enn meðvitundarlaus. Komið var að stund hefndarinnar eftir áralanga ógn og ótta. Réttarlæknar töldu síðar ellefu hnífsstungur í og við hjartað. Fenyu að búa í húsinu vegna samúðar Schusters-fjölskyldan hefði getað haft það gott. Bæði hjónin og sonur- inn höfðu vinnu og ágæt laun. Þau höfðu á leigu hús við almennings- garð bæjarins og það var mál manna að fallegra hússtæði fyndist vart í hinum fallega ferðamannabæ Bad Kissingen í Bæjaralandi í Þýskalandi. En eigandi hússins, Hildegard Rakob, sem hafði verið ritari en var komin á eftirlaun, skammaðist sín fyrir leigjendurna. „Öskrin og lætin í herra Schuster voru ekki til að halda út," sagði hún. „Svo ekki sé minnst á rifrildin. Og ætið fyrir opnum gluggum. Ég leyfði fjölskyldunni að halda húsinu af þeirri ástæðu einni að ég hafði samúð með Mariu." Maria var hin fimmtíu og sex ára gamla eiginkona Schusters. Þau höfðu gifst þegar hún var aðeins tuttugu og fjögurra ára og strax þá var Martin farinn að drekka of mik- ið. Maria hélt hins vegar að hann myndi hætta því eftir að hann væri orðinn heimilisfaðir en sú varð ekki raunin. um," sagði Schuster og barði konu sína að syninum ásjáandi. Matnum oftast ábótavant Þegar Maria bar mat fyrir mann sinn fannst honum oftast eitthvað að honum. Setti hún fyrir hann súpu þynnti hann hana með vatni. „Hún er allt of þykk og enn einu sinni hefurðu misst piparbaukinn niður í pottinn." Ef hún bar fyrir hann kjötrétt kryddaði hann með pipar og salti. „Þetta er alveg bragð- laust," sagði hann. Síðustu tíu árin höfðu verið móð- ur og syni mjög erfið. Martin Schuster var hættur að leggja nokk- uð til heimilisins. „Þið standið sam- an gegn mér," sagði hann. „Hvers vegna ætti ég að vera að láta ykkur hafa peninga?" Þá leyfði hann sér að koma með ýmsar vinkonur sínar heim. Óttinn við reiði hans og bar- smíðarnar sem því myndu fylgja urðu til þess að Maria sagði ekkert og lét það viðgangast. Einu sinni reyndi hún að mótmæla en þá fékk sonurinn að sjá hve bræði fóður hans gat orðið mikil. Hann greip hníf, gekk að konu sinni og hrópaði: „Ef þú segir eitt orð enn skal ég sjá til þess að þú þegir um alla tíð." Annarlegt ástand Lífið á heimili Schusters-fjöl- skyldunnar hafði því á stundum yfir sér draugalegan blæ. Johann talaði aðeins við móður sina. Hann leit ekki við föður sínum. Mat sinn tók Johann með sér inn á herbergi sitt. Að loknum kvöldverði læsti hann að sér og kom ekki fram fyrr en næsta morgun. Einu undantekn- ingarnar voru þær að hann fór fram ef hann heyrði að faðir hans fór að rífast við móður hans frammi í eld- húsi. Þá gætti Johann þess að hann gerði henni ekki mein. „Oft varð ég að halda fóður mínum frá móður minni," sagði Johann Schuster síð- ar fyrir rétti." Þá bætti móðir hans við svo lágri röddu að vart heyrðist til hennar: „Maðurinn minn var glaður og ánægður þegar hann fékk Martin Schuster, til vinstri, með tveimur starfsfélögum. ástæðu til að berja mig. Til þess að koma í veg fyrir að kæmi til voðaverks hafði sonur minn tekið stærsta eld- húshnífinn í sína vörslu." Þannig gekk lífið fyrir sig hjá fjölskyldunni, að þeim stundum frátöldum þegar Martin Schuster kom ekki heim úr vinnu. Það kom alloft fyrir og þá vissi Maria að hann var hjá einhverri af þeim vinkonum sem hann átti. Fyrir kom að hann var að heiman dögum sam- an og þá var ró á heimilinu. Grunsemdir Þegar Martin Schuster hafði verið að heiman í rúma viku varð eigandi hússins, Hildegard Rakob, óróleg. „Ég spurði Mariu hvar maðurinn hennar væri," sagði hún. „Þá yppti hún bara öxlum og sagði að hún vissi það ekki. Og hennar vegna mátti hann svo sem vera eins lengi að heiman og honum sýndist," bætti Hildegard við. En húseigandinn Johann. var ekki ánægður með svarið. Hún fór aftur á fund Mariu og sagði henni að við svo búið mætti ekki standa. Hún yrði að tilkynna lögreglunni hvarf eigin- mannsins. Lögreglan tók við tilkynningunni og fór að kynna sér aðstæður á heimilinu. Er ljóst var orðið hvern- ig heimilisfaðirinn hafði hagað sér lá við að lögregluþjónarnir misstu allan áhuga á að leita mannsins en Hildegard Rakob sagðist vilja að birt yrði lýsing á Martin Schuster því hann hefði aldrei verið svona lengi að heiman. Og því fór málið til rannsóknarlögreglunnar. Játningin Rannsóknarlögreglumennirnir byrjuðu á því að yfirheyra þá sem þekkru til fjólskyldunnar. Það tók langan tíma því leita varð að þeim fáu sem höfðu raunveruleg kynni af henni. Yfirheyrslurnar urðu hins vegar árangurslausar. Þá var sonurinn, Johann, tekinn til yfir- heyrslu á ný. Hann hafði áður nefnt að hann hefði farið í skógar- ferð með föður sínum til að ná í eldivið. „Hvað gerðist svo?" spurði sá sem rannsókninni stýrði. „Hvenær komuð þið heim?" Þegar hér var komið greip Jo- hann með báðum höndum fyrir andlitið og féll saman. „Ég myrti hann, gróf gröf á engi og setti lik- ið í hana," sagði hann. „Hann ætl- aði að drepa mömmu og ég átti að hjálpa honum við það." 17. mars 1998, rúmum þremur mánuðum eftir hvarf Martins Schuster, fór Johann með lög- reglufulltrúunum að enginu þar sem líkið var grafið. Fyrir utan þær ellefu hnífsstungur sem rétt- arlæknar fundu í og við hjartað og sagt er frá að framan fundust sex stungur á hálsinum. Vegna ástands liksins var ekki hægt að ganga úr skugga um það með fullri vissu hvenær morðið hafði verið framið. Maria. Krafa um fimm ára fangelsi kom fram af hálfu ákæruvaldsins þegar Johann Schuster kom fyrir réttinn. Verjandi hans hélt þvi fram að hún væri alltof hörð því taka ætti tillit til þeirra aðstæðna sem ríkt hefðu á heimili sakbornings allt frá því hann var ungur, sem og auð- vitað þess að faðir hans hefði lýst yfir þeim ásetningi að myrða móður hans og sagst vilja fá aðstoð hans við það. Sú yfirlýsing hefði gengið svo nærri Johann að hann hefði um stund misst alla stjórn á sér, og því hefði farið sem fór. Réttlátara væri að tala um. tveggja ára skilorðs- bundið fangelsi. Þá hélt verjandnn því fram að Maria hefði nú meiri þörf fyrir stuðning sonar síns en nokkru sinni áður. Rétturinn dæmdi Johann Schust- er til tyeggja og hálfs árs frelsis- sviptingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.