Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 40
48 •> LAUGARDAGUR 22. MAÍ1999 Algarve í Portúgal: Sjór, sandur, sól og friður Algarve hefur á undanförnum árum verið æ meira áberandi áfangastaður hjá æ hungraðri ís- lenskum ferðalöngum. Algarve er í raun heiti á héraði í Portúgal þang- að sem þúsundir íslendinga hafa á undanförnum árum lagt leið sína í sólarlandaferðir. Þessir íslendingar hafa gist bæinn Albufeira sem er i um klukkustundarfjarlægð frá flug- vellinum i Faro en þar lenda þær flugvélar sem flytja farþega til landsins fyrirheitna. í það minnsta er það það að margra mati því far- þegum þangað fer stöðugt fjölgandi. Sjór, sandur, sól og friður eru tví- mælalaust einkunnarorð þessa vina- lega og tiltölulega fámenna staðar í syðsta hluta Portúgals. Sandurinn, sjórinn og sólin eru að sjálfsögðu til staðar eins og á öðr- um sólarströndum en það sem þessi staður hefur fram yfir aðra afþrey- ingarstaði er friðurinn sem ferða- maðurinn fær frá aðgangshörðum sölumönnum sem svo oft auðkenna ferðamannastaði á suðrænum ströndum. Niður Laugaveginn Frá bæjardyrum íslendings skipt- ist þessi vinalegi bær í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða gamla bæinn og hins vegar svæði sem um- lykur hinn alkunna „Laugaveg" sem þeir sem til Albufeira hafa komið ræða um og sjá í hillingum. Erfitt er þó að sjá samsvörun í þeirri götu sem við þekkjum undir þessu nafni. Gamli bærinn er hins vegar ákaf- lega dæmigert gamalt spánskt/portúgalsk sjávarþorp þar sem krabbaveiðar og portúgalskir sjómenn að dytta að bátum sínum eru mjög áberandi. Skammt þar frá tekur hins vegar við hinn dæmigerði ferðamanna- bær, iðandi af lífi, með sölubásum og urmul veitingastaða. Gamli bær- inn er ákaflega vinalegur staður, þéttbyggður með sterka sál og veit- ingahúsin setja sterkan svip á heild- armyndina. Ekki má gleyma fjölda verslana í gamla bænum sem þó í of miklum mæli selja dæmigerða ferðamannavöru en þó má finna verslanir eöa sölubása sem selja annan varning. Af leðri verður eng- inn svikinn i Portúgal. Hinn hlutinn er „Laugavegurinn" sem íslendingar þekkja svo mæta vel, ef marka má almannaróm, en vart verður þó sagt að hann eigi roð í fyrirmyndina, hina líflegu verslun- argótu í hinni fámennu stórborg, Reykjavík. „Laugvegurinn" er þó lítt annað en löng gata þar sem fyr- irfinnst fjöldi verslana sem selja sól- arvörn, auk þess sem þar er fjöldi kráa og áhugaverðra veitingastaða. Það má kannski til sanns vegar færa að það sé þess vegna að vin- sældir „Laugavegarins" séu þær sem þær eru. Þjónninn talar íslensku Sjór, sandur og sól er af flestum talinn sjálfsagður hlutur þegar sól- •» RwaíS Sjór, sandur og sól er af Algarve. flestum talinn sjálfsagður hlutur þegar sólarlönd eru annars vegar. Af öllu þessu er nóg í DV-myndir Pjetur arlönd eru annars vegar en orðið friður er eitthvað sem vekur athygli þegar sólarlönd eru nefnd. Það er einmitt það sem vekur athygli í Al- bufeira, friðurinn sem við- komandi fær frá farandsölum og öðrum sölumönnum sem þó eins og í öðrum löndum hafa viðurværi sitt af því að selja gestum og gangandi þær söluvörur sem á boðstólum eru. Þessi friður kann kannski að virka léttvægur en fyrir þarin sem reynir er hann ómetanlegur. Mikilvægur þáttur í utan- landsferðum okkar íslendinga erlendis er maturinn og þegar á þessar slóðir er komið er í raun óþarfi að hafa miklar áhyggjur. Þeim sem ekki vilja taka áhættu er í lófa lagið að boröa á íslenskum veitinga- stað þar sem þeir geta talað ís- lensku við þjóninn og fyllst þeirri öryggiskennd sem þarf áður en þeir taka til matar síns. Þeir sem vilja lifa hættu- lega borða á veitingastöðum innfæddra, sami matur en annað tungumál. Albufeira hefur í raun allt það sem þarf til að gera sum- arfrí hins vinnuþjakaða ís- lendings að því sem það þarf að vera. Fyrst og fremst er það fríið sem ferðamaðurinn hef- ur orðið sér úti um, þá veðrið sem alla jafna bregst mönnum ekki, aðstaðan er i mjög góðu meðallagi og síðast en ekki síst sú staðreynd að vera staddur á sólarströnd án þess að hafa þá leiðinlegu tilfinn- ingu að vera á sólarströnd. Ég fer aftur!! Pjetur Gamli bærinn er ákaflega vinalegur staður, þéttbyggður með sterka sál. Múmíur í London The British Museum opnaði tvær nýjar álmur á dögunum sem ætlað er að hýsa forna eg- ypska muni. Útfararsiðir á þrjú i; þúsund ára tlmabili eru megin- þema nýja safnsins og af því til- efni hafa verið dregnar fram i 1 dagsljósið múmíur sem ekki áður hafa komið fyrir manna ji augu. „Þaö hefur lítið sem ekkert verið átt við múmíurnar í heila 'f: öld en þær bættust í sjálft safnið árið 1756," sagði John Taylor að- stoðarsafnstjóri. Múmíurnar hafa verið til . rannsóknar á sjúkrahúsi í London undanfarið þar sem með- al annars voru teknar röntgen- myndir frá toppi til táar. Rann- sóknarmenn hafa getað greint aldur, sjúkdóma, sníkjudýr og sjálfa vafningsaðferðina. Á The British Museum er að finna 80 I mennskar múmíur og yfir eitt þúsund dýramúmíur; þar á með- al ketti, hunda, krókódíla, snáka I og jafnvel fálka. I Alton Towers á toppnum Ferðamönnum á Bretlandi fækkaði í fyrra en það hefur ekki gerst í sjö ár. Breska ferðamála- ráðið telur aö heimsmeistara- 1 keppnin í Frakklandi, slæmt veður og styrkur pundsins hafi ráðið þar mestu um. Vinsælasti ferðamannastaðurinn var skemmtigarðurinn Alton Towers ; með 2,7 milljónir gesta. Fast á hæla Alton Towers kom vax- ¦ myndasafn Madame Tussaud I með litlu færri gesti. Tower of * London fékk 2,5 milljónir gesta jj og Náttúrugripasafnið 1,9 millj- ónir. í ævintýragarðinn Chess- ington World of Adventures komu 1,6 milljónir manna og í 1 Vísindasafnið rúmlega 1,5 millj- 1 ðn manna. í sjöunda sæti var hið danskættaða Legoland sem sótti talsvert í sig veðrið frá árinu áður og fékk 1,5 milljónir gesta. Kantaraborgarkirkja, Windsor- kastali og Edinborgarkastali i lentu í áttunda til tíunda sæti. Mikilvægur þáttur í utanlandsferðum okkar Islendinga erlendis er maturinn og þegar á þessar slóöir er komið er í raun ekki þörf á að hafa miklar áhyggjur. Skammt frá gamla bænum er að finna dæmigert ferðamannahverfi, iðandi af lífi, með sölubásum og skemmtilegum verslunum á hverju hornl. Leita ásjár borgarbúa Borgaryfirvöld í Róm eru orðin áhyggjufull vegna ársins 2000 en gert er ráð fyrir að minnsta kosti 25 milhónum ferðamanna það ár. Áramótin sjálf valda einnig áhyggjum en gistirými borgar- innar, sem er fyrir um 80 þúsund, er að verða fullbókað. Borgaryfir- völd teh'a sig tilneydd að fara þess á leit við borgarbúa að þeir að- stoði með því að leigja út her- bergi á heimilum sínum. Vonir standa til að að minnsta kosti 25 þúsund fjölskyldur bjóði gistingu en þegar hafa fjögur þúsund sýnt því áhuga og helmingurinn þegar sótt um gistileyfi til borgarinnar. Enginn má bjóða gistingu án til- skilinna leyfa og það er Rómarbú- um auðvitað fuLUjóst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.