Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 32
Auöunn Bjarni Ólafsson veit aö þó aö stríði Ijúki er ekki þar með sagt aö allt sé komið í lag. Stríð hafa ekki einungis í för með sér dauða heldur skilja þau einnig eftir sig eyðileggingu alls þess sem áður skapaði samfélög. Auðunn er yfirmaður hjá The Lutherian World Federation, eða Lúterska heimssambandinu, sem er nokkurs konar hattur yfir hjálparstofnunum kirkjunnar um allan heim. Eftir hörmungarnar í Bosníu sá hann um að reyna að reisa úr rústum það sem þar hafði verið jafnað við jörðu. Nú býr Auðunn Bjarni sig undir að fara inn í Kosovo þegar hœgist um. Fyrst er Auðunn spurður að því hvað íslendingur sé að vilja á þess- um slóðum eyðileggingar og dauða. Hvers vegna er hamingjusamlega giftur þriggja barna faðir að hætta lífi sínu á stríðandi svæðum? Hvern- ig hófst þetta allt? „Þegar ég bjó á íslandi var ég virk- ur í kirkjustarfi í Seljakirkju. Ég var í kómum, I sóknarnefnd og í sam- starfi við Hjálparstofnun kirkjunnar þegar boð kom frá Bosníu 1993 um að Hjálparstofnunin fyndi mann til þess að sjá um stutt verkefni þar. Ég hafði lengi gælt við hugmyndina um aö gera eitthvað í þessum dúr. Þegar ég sá tilboðið bauð ég mig fram og fór utan til þess að sjá um þetta verk- efni sem átti að taka þrjá mánuði. Verkefnið var talið óframkvæman- legt þegar við byrjuðum á því. Það var framleiðsla á litlum ofnum sem framleiddir voru í Króatíu og dreift í fyrrum Júgóslavíu." Létum matinn detta af bflunum „Öðru verkefni af svipuðu tagi tók ég þátt í,“ segir Auðunn. „Það var efling matvælaframleiðslu á Bihac-svæðinu sem þá var kirfilega lokað. Verkefnið gekk framar öllum vonum. I tvö og hálft ár sáum við um matvælaframleiðslu fyrir flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna og Landbúnaðar- og matvælastofnun- ina. Svæðið var lokað, umkringt Serbum, og þar voru innbyrðis bar- dagar milli múslíma sem þar bjuggu. Það vár því ekki einfalt verk að kom- ast með matvælin á leiðarenda. Við vorrnn aldrei rændir en það þurfti stundum að redda málunum með því að láta eitt, tvö tonn „detta“ af bílun- um svo að viö yrðum ekki stöðvaðir. Að öðru leyti urðu engin meiri hátt- ar skakkafoll." Fannst þér aldrei eins og þú værir að storka örlögunum með því að vera á svo eldfimu svæði? „Þegar maður dvelur í slíku um- hverfl kemur fljótlega upp í manni ósjálfráð varkárni. Maður hefur til- tölulega góðar upplýsingar um hvað er að gerast og fer að lesa í ýmis tákn í kringum sig. Minnsta hreyf- ing á hernaðartækjum þýðir til dæmis að allir verða að fara var- lega.“ Auðunn segir að mikill tími hafl farið í samningaviðræður við strið- andi fylkingar um að fá að fara i gegnum varðstöðvarnar. Mikið mas hafi verið í kringum það og mjög ná- kvæmra upplýsinga krafist. í hjálp- arstarfi af því tagi sem Auðunn sinn- ir eru menn þó ekki að hugsa mikið um stríðið sem slíkt. Það mikiivæg- asta er að komast á staðinn til þess að koma hlutunum í framkvæmd. Sumarið eftir að Auðunn byrjaði starf sitt fór hann að bæta á sig verk- efnum. Hann fór suður til Dubrovnic sem þá hafði orðið illa úti í stríðinu. Svæðin sem hjálpar voru þurfi stækkuðu og fljótlega var Auðunn kominn með skrifstofu í bílinn sinn, með tölvum og Qarskiptatækjum. Hann keyrði svo á milli. Hvernig tilfinning er það fyrir ís- lending að komast í hringiðu svo skelfilegs ástands og eiga þar að auki að standa keikur til þess að gera eitt- hvað í málunum? „í fyrstu tók ég ástandið mjög nærri mér, enda hafði ég aldrei séð svo áþreifanlega neyð meðbræðra minna. Það greip mig löngun til þess að leysa öll vandamál fólksins sem þarna þurfti svo mikið á mér að halda. Auðvitað var það ekki mögu- legt og með tímanum lærðist mér að einbeita mér að því sem raunhæft var að gera í stöðunni. í starfi sem þessu gengur uppbyggingin hægt en hvert skref er stigið fram á við.“ Um það leyti sem Króatía tók við serbnesku svæðunum i Króatíu og stríðinu í Bosníu lauk voru gerðar loftárásir á Zagreb. Fyrirmæli voru gefin um að alþjóðastarfsmenn sem væru með fjölskyldur ættu að flytja þær út af svæðinu. Auðunn hafði þá haft fjölskyldu sína hjá sér í hálft annað ár en ákvörðun var tekin um að kona og börn skyldu heim til fs- lands. „Það var gífurlegur léttir þegar flölskyldan var komin heilu og höldnu í friðinn heima á íslandi," segir Auðunn. „Við bjuggum mjög nálægt miðbænum en ég hafði vinnuaðstöðu annars staðar í Za- greb. Að sitja í vinnunni og vita að verið var að varpa sprengjum á mið- bæinn var slæmt taugastríð. Ástand- ið batnaði svo til muna eftir að flöl- skyldan fór og þá velti maður því fyrir sér hvort hræðslan hefði ef til vill verið óþörf.“ Heilsugæslustöðin sprengd í loft upp Auðunn Bjarni hélt heim til fs- lands áriðl996 og taldi sig alkominn. Hann hafði rétt komið sér fyrir í nýju starfi í byrjun árs 1997 þegar hringt var öðru sinni. Ekki voru það ánægjulegar fréttir því að sænskur kollegi Auðuns, yfirmaður uppbygg- ingarstarfs Bosníu, hafði látist í bílslysi. Svíinn hafði einmitt verið í undirbúningsvinnu fyrir stórt verk- efni á þeim slóðum sem Auðunn þekkti vel. „Ég ákvað að taka mér vikufrí og hjálpa Svíunum að flnna lausn á málinu. Þetta er starf sem mér fellur vel, eitthvað togaði í mig og ég ákvað að flytja aftur utan. Ég var ráðinn til að stýra upp- byggingarstarfi á múslímasvæðum í Bosníu en upphaflega verkefnið var að aðstoða flóttafólk sem dvaldi í Auðunn Bjarni heimsækir bosníska fjölskyidu sem býr í húsi sem reist hefur verið að tilstuðlan Lúterska heimssam- bandsins. DV-myndir Þorvaldur Örn Kristmundsson * I er 5. • + spurt - vcrsiun, o.u. hnyrnvoiur, rciiiíarifteson fi), Gítarinn tii., OK í Gresíka. GrillliÚHið. Grferui iínan. Gi Hf'dcrnantfir, Gtilifoss, Gúllfiöliin, C iaiis Fctersen, ilattairúb' lleykjaví lárgreiðHÍust. Papilia, Hárgreiðslú.s leilsui lúsíö, Hejlsiival, Heiinsrnenr :on tl ngiaDorntn Fóa íeykirófa, Francti Aik: itt. Gallorý Lísíakor. Gaíic mitlsíöðin, Gieraúgnásálí rrtai. lárv norid sem Heip I Guöninu ifrönn, HiöííaháKir, xatirncnn./ítalía íYoþis, ívai vaffi Puccini, Kaffi Vjn; Kafíii ií.. Krambúð, Krfljð, Krít iif, Jstvinaliústö, Í iitlí jjóíi anda ncrining.fMeyiaískermtu® ? OKtlS Bjólí í ÍÁíj: Möi, Gatíilai; giaiður, Garöar OÍaíssoti, Gílticri Ó. Guðjóösson, Gísi Gicráúgnav.'Óptík, Gieraugnavcrsl. Sjáðu, tílugginn. Grái köúUrinn fmuikjur j. Andrésson, GuðniundúcÞorsteitsson,:Guíí & Silfur, Gtli íifðavirmussofan, Kjáilarinn. Handlist. HandprjónasarftÞánd íslátids sis.Si Báni Kenip Hárgreiðsiust. Hár-Wng, ilárgrciösiuss. Monroc iisK'fáí) Arnadeus, Hársnviiisssrfari Punktur, Hársnyrtístofari Satidro & Skiúidar, Hernigarðúrinn,.Hitl liornio, fcljá Báru. Hjá Berthu, Hj;: tostudagsDiaomu pann 4. juui nati ......... '■ 'lgtmnklsson, Jónas á rnilfi, Kafiárett, Kaí'fiAusíurstiaiti, Kaffikaka , ð Kistah, Kínaliú.sið, Knk kcrixix, Koiaptnti > Kornpan, Kobolt Kós m AíSoh, Lcðursmiójan Hoíuoieðui i .ev'ss búðin. l msan Ustakot, fatiivv Mandý snyrfistoffi, Mafi hf. - Max Mara, Máfía Löyjsa, Mái og íanöra , Mória Lísa, Mótör hf , Músík & Myndit. Naglagalleiý, Náftúruiækningabúðin. Nectar, NN búðín, Xoi. Notré lartfekant PáSta Ijakra; Rjstatiair, Pctur Eyfcid, Pipár og 'salr. Pirola, Rizza 67, Postuín.sgalkjriift Sartnaj Rakarasí. ítaurani Horníð.jteykjavíkur apótek, Rðseníltai, Safriarabúöiri. Saioon Rlrz, Samumí, Sauiján, Sayma , Síguibogínn, Snegia iisrfntí sm;riisi»fan Agúsia, Snyrtistofan Gaeiiain. Snyrtistoían Helena fagra, Snyrtístóían Maja. Snyrtivöruv. tryggja sér iUþann4.j samband við Sigurð Hannesson í síma tn iiaada, n;? HárhönniJít, í Giiðmundsson. úrs kus, Hótei Skjaidbreið. j on. J.B..) sáumagaliorí,. iijsið, Kaíifsjofan Louhreíður, Kat) áíriígúrHi, kúrsss. iívchfatavérslút linginn, Liveipöól, Líf í tuskúnún iiöborgarsaititök Bvík. Misty, Míþríl, Mokka , Moasoó nie, Nóatun itf, Xýkaup, Óhsc.ssion, OsíalHÍðin: ólfcigHr, Ónix, Ótrúlega húðin, ipparstíg; Ráfnmngerðín, Rorrifnalisiínn,- Ráðhúsblóm, Rod tíreen, Regnhlífabúðír Sjanghæ, skaniiifeiíVÝStsta. Skákhúsið, Skintvgallerí, skífan hf., skóvetslun Þóröai lculus. Snyrtivöruverslilnin Sára. Spakrnanrisspjaiir, Spókoppar Barnafaiaveisiun Spil Stjömuspddstíiðin, Störi Hstinn, Stiaumar. Súfistínn, Svarta kaflið, Svarfa Pannan, Svarti s\ iV<\s i.oi:os, Týndi iilekkurlnri, Töskti og liaifekabúöin. UilartuiSift, l.jij isciningaliúðin, l.lrbttr vérsl. Jorunnar Brýhjoifsd, Verslún Björns jófuinnessónar, Versltm BUía geísians. Versiun tíuðsseíns Kyjólíssonar, Versluhin Drangey. Versltmin Fáfntr. Versiunin Hamborg. Verstunín hennar. Versiunir Stéila, Ve-rslunin Storkurinn, vinríulatabúöin. Vidcosafnarinn. vínberiö, Vogtie, X-Tra, Þorgnrntir Jórssson, Þorpið. Þorsteinn Bergitninri, Þrjár sveifasystui, Þuiriaiína , ömmubúð íjavflcur, Sportvöruversiunin Sparta, Sþútnik, Stefánsblórn. Stíli sf., Sfína fína i Chassé í Kaftibúöin, Tekó. Texas Snakkbar, lextiliiní:, HffanVys, 'jiu.diopai', 'ihkyo, i'opp skórinn i.starbúðín. Víiltiöll, Váriktn - baniavniur, Vefur, Yegamtlt. Véiðtowfturinii, Vcríft, vvro Moda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.