Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 16
16 ílk Skoðanakönnun DV um áhrifamestu einstaklinga veraldarsögunnan Frelsarinn mótar söguna - Adolf Hitler fylgir fast á hæla honum Jesús frá Nasaret er áhrifamesti einstaklingur veraldarsögunnar sam- kvæmt skoðanakönnun sem DV hefur gert. Fast á hæla Jesú kemur Ad- olf Hitler. Þessir tveir einstaklingar, sem mörgum þykja endurspegla bar- áttu góðs og ills, bera höfuð og herðar yfir aðra sem nefndir voru í könn- uninni. Spurt var: Hver telur þú að sé áhrifamesti einstaklingur veraldarsögunn- ar? Úrtakið var 1200 manns, jafnt skipt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og einnig milli kynja. Afstöðu til spurningarinnar tóku 57,7 prósent og nefndu þeir alls 80 einstaklinga. „Ég er ljós heimsins, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi,“ sagði Jesús frá Nasaret og milljónir manna hafa í gegnum veraldarsög- una ákveðið að trúa orðinu og fylgja honum. Áhrif Jesú og kristinnar trúar á mannkynssöguna eru svo mikil og augljós að fáa þarf að undra að hann tróni á toppnum. Rúm 30 pró- sent nefndu Jesúm sem áhrifamesta einstaklinginn. Ólíkt höfðust þeir að frelsarinn og sá sem fylgir fast á hæla honum í könn- uninni. Tæp 26 prósent nefndu Adolf Hitler. Hitler hafði djúpstæð áhrif á líf milijóna manna og eru íslend- ingar þar engin und- antekning. Hann lagði Þýska- land undir umsma og gyðingahat- ur. Hitler stundaði útþenslu- stefnu sem náði há- „Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld,“ sagði frelsarinn og milljónir manna tóku hann á orðinu. fjórða áratugnum, undir merkjum öfgakenndrar þjóðemishyggju. Um miðjan þriðja áratuginn hafði hann skrifað ritið Mein Kampf, þar sem hann boðaði yfirburði hins aríska kynstofns, ofsafenginn andkomm- Tíminn leiðir í Ijós hvort Bill Clinton verður þekktari fyrir embættisverk sín sem Bandaríkjaforseti eða fyrir Davíð Oddsson er ofarlega í huga margra og greinilega mjög vinsæll meðal íslendinga. marki 1940 og endaði með síðari heimsstyrjöldinni sem stóð frá 1939 til 1945 og olli dauða yfir 30 milljóna manna. Almennt er talið að Hitler hafi fyrirfarið sér í loftvamabyrgi sínu í Berlín í lok heimsstyrjaldar- innar árið 1945. Afstæðiskenninqin Einstein, einn merkasta vísinda- mann og hugsuð aldarinnar. Tæp 8 prósent nefndu Einstein sem er þekktastur fyrir afstæðiskenning- una. Huglægt mat á tíma og rúmi er háð þeim sem skoðar og almennt hafði verið litið svo á að á bak við þetta huglæga mat væru beinar mælingar á rúmi og tíma. Kenning Einsteins umbylti þessum hugsun- arhætti með því að afneita tíma sem mælanlegri eða áþreifanlegri ein- ingu. Kollvarpaði hann um leið heimsmynd Isacs Newtons, eins fremsta vísindamanns sögunnar. Einstein hlaut nóbelsverð- launin í eðlisfræði 1921 fyrir kenningu sína um ljósröfun. í seinni heimsstyrj- öldinni hvatti Einstein Banda- ríkjamenn til að verða fyrri til en Þjóðverjar að smíða kjarnorku- sprengju en varaði síðar við notkun hennar í hem- aði. Tvö efstu sætin í þess- ari könnun höfðu sér- stöðu hvað varðar fyigi- Færri eru á bak við Einstein og enn færri, eða tæp 6 pró- sent, á bak við þann sem er í fjórða sæti, Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Clinton verður líklega ekki ofarlega á listum sem þessum eftir 100 ár þó hann hafi óneitanlega verið áber- andi í allri umræðu síöustu ára og sett svip sinn á gang heimsmála. Þannig muna fleiri eftir honum í tengslum við kvennafar og hjúskap- arvandræði en embættisverk. Churchill og Gandhi Winston Churchill, hinn foður- legi persónugervingur baráttunnar gegn nasistum, er í 5. sæti og stað- festir áhrif seinni heimsstyrjaldar- innar í þessari könnun. Churchill var flotamálaráðherra Breta í upp- hafi seinni heimsstyrjaldarinnar og síðan forsætisráðherra 1940-1945. Hann var mjög áhrifamikill um stríðsrekstur bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. 71 prósent þeirra sem nefndu Churchill eru karlar. Mahatma Gandhi, leiðtogi þjóð- frelsisbaráttu Indverja, er í sjötta sæti. Gandhi nam lög á Englandi og vann við lögfræðistörf í Suður-Afr- spyrnu án vald- beitingar. Hann kom heim til Indlands 1915, var í forystu sjálfstæðisbar- áttunnar og skipulagði fyrstu óhlýðni- aðgerðirnar gegn stjómvöld- um. Gandhi var þekktur fyrir mikið meinlæta- líf og fóstur og varð það til að auka áhrifamátt hans. Sjálfstæði Indlands var mikill sigur fyr- ir Gandhi þótt landið klofnaði í ríki hindúa og múslíma. Hann var myrtur af ofstækisfullum hindúa 1948. Davíð og Adam Davíð Odds- son, forsætisráöherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er ofarlega í hugum margra íslendinga og vart þörf á að kynna hann sérstaklega til sögunnar. Vinsældir og áhrif Dav- íðs hér á Fróni nægja til að koma honum í 7. sæti yfir áhrifa- ríkustu ein- staklinga mann- kyns- sögunn- ar að mati íslend- inga. Adam, sá er bjó í aldingarð- inum Eden ásamt Evu, Það er enginn hægðarleikur að skilja kenningar gáfna- Ijóssins Alberts Einsteins til hlítar. Sú frægasta, afstæð- iskenningin E=mc2, stendur enn ófelld, enda er um meist- araverk að ræða. ungis tilnefndur af körlum. Er við hæfi að segja það synd að Eva skuli ekki hafa hlotið nein atkvæði kvenna. Samkvæmt síðari sköpun- arsögunni var Adam fyrsti maður- inn, myndaður af leir jarðar. Kon- an, Eva, formóðir mannkyns, var hins vegar mynduð af rifi manns- ins. Saman áttu þau að yrkja aldin- garðinn Eden, sannkallaða para- dís, en voru rekin þaðan við synda- fallið. Syndafallið varð þegar þau óhlýðnuðust boðorði Guðs um að neyta ekki ávaxtarins á skiln- ingstré góðs og ills. Þá varð syndin til og leiddi hún af sér ang- ist og dauða. Ýmsir góðir Næst á listanum eru móðir Ter- esa, nunnan sem hjúkraði fátæk- um og sjúkum í fátækrahverfum Kalkútta og dó 1997. í 10. sæti er Napóleon Bonaparte, keis- ari Frakklands og einvaldur á 19. öld. Lagabálkur Napóleons er enn grund- völlur franskra laga. Napóleon er talinn einn snjallasti herstjórn- andi mannkynssög- unnar. Hann ríkti m Hér glittir í sjald- séðan góm. Ekki þótti Adolf þó sérlega glaðlynd- ur maður og munu hrotta- fengin verk hans seint líða mann- 3k kyni úr minni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.