Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Blaðsíða 64
Þretaldur 1. vinningur Hafliði grímsGon. Am- Borgarleikhúsið: Starfsmenn leggja á flótta „Leikhús er paradís aUra vinnu- staða en getur snúist upp í andhverfu sína. Ég hef menntun, reynslu og '¦~*>ekkingu á leikhússtarfi og þegar þaö nýtist ekki þá segi ég hljóðlega bless," sagði Hafliði Arn- grímsson, leiklist- arráðunautur Borgarleikhússins, sem hefur yfirgefið vinnustað sinn ásamt fjölmörgum samstarfsfélögum sínum síðustu dag- ana. Um ástæður brotthvarfs síns úr Borgarleikhúsinu sagði Hafiiði: „Ég get ekki skrifað undir stjómunarstíl og yfirbragð Þór- hildar Þorleifsdóttur leikhússrjóra." •i J» Aðrir sem hætt hafa eða eru á för- um úr Borgarleikhúsinu af sömu ástæðum og Hafiiði eru Jóna Finns- dóttir framkvæmdasrjóri, Ingibjörg Björnsdóttir sýningarstjóri, Valdís Gunnarsdóttir leikhúsritari og Robert Clifford leiksviðssrjóri. Alvarlegir samskiptaörðugleikar og skoðanaágreiningur i mikilvægum málum á milli leikhússtjóra og hluta starfsliðs hefur staðið Borgarleikhús- inu fyrir þrifum. -EIR Stjórnarviðræður: - I góðum gír Viðræður um áframhaldandi stjórn- arsamstarf Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarfiokks ganga vel að sögn Geirs H. Haarde, vara- formanns Sjálf- stæðisflokksins. „Þetta er allt i góð- um gír og ég á von á að við skilum af okkur í næstu viku," sagði Geir. Aðspurður um hvort flokkarnir héldu sínum ráðu- neytum sagði Geir: „Því get ég engu . ^varað til um. Það er mál sem for- ^ fnenn fiokkanna munu koma sér sam- an um og gera tillögur um." Geir H. Haarde. DV kemur næst út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 25. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í dag, laugardag, frá kl. 9-14. Lokað á morgun, hvítasunnudag. Opið verð- ur á mánudag, annan i hvitasunnu, frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er opin laug- ardag frá kl. 6-14. Lokað sunnudag og mánudag. Opið á þriðjudag frá k*9kl. 6-20. Síminn er 550 5000. SIVJARSPELL HJA FRAMSÓKN! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 22. MAI 1999 Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, lauk heimsókn sinni um byggðir Eyjafjarðar í gær, en þá heimsótti hann Hrísey fyrri hluta dagsins og hélt síðan til Grímseyjar. í heimsókn sinni í Hrísey heimsótti forsetinn fiskvinnslu Snæ- fells, kynnti sér starfsemi fyrirtækisins og ræddi við starfsfólkið. DV-mynd gk Siv Friöleifsdóttir ekki í myndinni varðandi ráöherrastól: Framsóknarflokkur- inn logar í illdeilum - hef heyrt þessu fleygt en vil ræöa við Halldór, segir Siv Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV er Siv Friðleifsdóttir, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi, ekki ráð- herraefhi í áframhaldandi rikisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Samkvæmt hugmyndum formanns flokksins verða þau Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir nýir ráðherrar í 12 manna ríkisstjórn. „Ég hef heyrt þessu fleygt en tel æski- legt að við förum í þessi viðtöl við Halldór Ásgrímsson, sem stefnt var að, strax eftir helgina," sagði Siv Frið- leifsdóttir alþingismaður í gær. Talið er líklegt að viðtölin fari fram á þriðjudaginn þar sem allir .12 þing- menn Framsóknarflokksins verða kallaðir fyrir formann fiokksins. Sex verða svo valdir sem ráðherrar. Log- andi óánægja er í kjördæmi Sivjar með þessa ákvórðun en öll stjórn kjör- dæmissambandsins telur allt annað fráleitt nema að Siv verði ráðherra, að einum undanskildum, fulltrúa Suð- urnesja, sem vill að Hjálmar Árnason A meðan allt lék í lyndi. fái ráðherrastól. Engum þingmanni Framsóknarflokksins hefur verið formlega tilkynnt um hvernig formað- urinn ætlar að skipta ráðherrastólun- um en það hefur þegar lekið út hver línan sé. „Ég mun færa rök fyrir því að það sé eðlilegt að litiö sé til Reykjanes- kjördæmis," sagði Siv, en hún var stödd á Kastrup-flugvelli við Kaup- mannahöfn á heimleið í gærkvöld þegar DV ræddi við hana. Siv vildi ekki ræða málið frekar en vísaði til röksemda sinna sem fram hafa komið áður. Hún bendir á að Framsóknarflokkurinn er með flest atkvæði í Reykjaneskjördæmi, fékk nærri 7.200 atkvæði þar, en í Reykja- vík náði flokkurinn 6.800 atkvæðum, önnur kjördæmi miklu minna. í kosn- ingunum tókst flokknum að fá tvo þingmenn í Reykjanesi en það hefur aldrei tekist áður tvennar kosningar í röð. Þá benda Siv og fleiri á að í næstu kosningum múni verða 3 kjör- dæmi á suðvesturhorninu með sam- tals 33 þingmenn, meirihluta þing- heims. Þá muni mörgun þykja ein- kennilegt að flokkurinn færi til þeirra kosninga með fimm ráðherra af lands- byggðinni en aðeins einn frá Suðvest- urlandi. -JBP/hb Veðrið um helgina: Skúrir eða slydduél Á morgun, hvítasunnudag og mánudag, annan í hvítasunnu, verður hæg norðlæg eða breyti- leg átt og skúrir eða slydduél. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig, svalast á Norðurlandi. Veðrið í dag er á bls. 67. Viagra - mun betra að- gengi verður Viagra loks í apótekin: Beðið eftir verðlagningu Verðið á stinningarlyfinu Viagra hefur ekki verið ákveðið. Erna Jóna Sigmundsdóttir, markaðsstjóri hjá Pharmaco, sagði í gær að sótt hefði ver- ið um verð, málið væri i venjulegum ferli eftir að Lyfja- nefnd veitti sam- þykki sitt fyrir al- mennri sölu á lyfmu í apótekum. Fram til þessa hefur Viagra aðeins verið afgreitt á undanþágu. Erna Jóna sagðist búast við að sala á lyfinu mundi aukast mikið þegar losnar um hömlur á sölunni. Hins vegar yrði Viagra aldrei selt öðruvísi en gegn framvísun á lyf- seðli frá lækni. „Það hefur verið talsverður þrýst- ingur á okkur frá læknum og sjúk- lingum undanfarið, það hefur verið mikið vesen að fá undanþágu fyrir hvern sjúkling, sækja um skriflega til Lyfjanefndar og síðan hefur þetta komið til okkar. Núna verður þetta mun auðveldara," sagði Erna Jóna. Nokkrar þúsundir íslenskra karl- manna munu hafa gagn af Viagra, einkum karlar frá fertugu og upp úr, sjúklingar sem hafa tapað allri getu og loks þriðji hópurinn sem tel- ur sig vera að missa getu. -JBP Ahöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom með hina slösuðu. DV-mynd S Þyrla kölluð út vegna bílslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær vegna slyss. Þrír menn slösuðust þegar bíll valt ofan í á. Hringt var í Landhelgis- gæsluna um tvöleytið og beðið um að hafa þyrluna í viðbragðsstöðu. Hálftíma síðar var útkallið stað- fest og þyrlan send af stað. Búið var að flytja mennina til Hvamms- tanga en slysið varð í grenndhmi og sótti þyrlan þá þangað. Einn þeirra var talinn alvarlega slasað- ur og blásið var í hann lífi. Mennirnir sluppu vel miðað við aðstæður. Þyrlan flutti mennina á Sjúkrahús Reykjavíkur. -hvs SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.