Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 DV Hollenskur kjötskurðarmeistari i heimsókn: Evrópa mun æpa á hrossakjöt - tvö ný sláturhús fá leyfi til hrossaslátrunar ÉÉk* Ríkið átti spilið Mikill hasar er í Austfirðingum vegna þeirra sem standa gegn virkj- unaráformum á Eyjabökkum. Yfir- gnæfandi meirihluti er hlynntur virkjun og því að sökkva hálendinu. Nokkrir „öfgamenn“ eystra eru á annarri skoðun, svo sem Hrafnkell A. Jóns- son á Egilsstöðum. Hann og fleiri góðir menn heftu á dög- unum för Lands- virkjunarmanna sem skoða vildu náttúruundur Eyjabakka á meðan enn er hægt. Austfirskir náttúruverndarsinnar strengdu vír yfir veg í þessu skyni. Hið skondna við málið er að til þessa ! var notaður bili línueftirlitsmanns á Héraði sem var með spilbúnaði og vir sem sagður er í eigu ríkisins ... Hákarlaslagur Mikill hákarlaslagur er í upp- siglingu um forsetastól Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Talið er nær víst að hinn frjáls- lyndi alþingismaður Guðjón A. Kristjánsson muni : draga sig í hlé eftir að hafa lengst allra setiö á forsetastól I FFSÍ eða í 16 ár. Á ; sjávarútvegssýn- ingunni í Smáran- : um hafa menn verið að plotta j sig á forsetastól. I Bjarni Sveins- son skipstjóri, sem átt hefur í úti- stöðum við Guðjón vegna lífeyris- mála sjómanna, er nánast klár í slaginn. Þá er Grétar Mar Jóns- son, formaður Vísis á Suðurnesj- um, heitm-. Loks er nefndur til sögunnar Guðjón Ármann Jóns- |son, framkvæmdastjóri Öldunnar í Reykjavík. Það er því nokkuð ljóst að það stefnir í hákarlaslag á FFSÍ í nóvember ... íslandsvinir Útlit er fyrir að fjölgi verulega í poppdeild títtnefnds íslandsvinafé- Mikil tilhlökkun mun vera ríkj- andi vegna komu poppgoðsins Robbie Williams til landsins. Sagan segir að hann sé að reyna að fá Noel Gallagher, aðal- sprautu hljómsveit- arinnar Oasis, með sér til landsins en sá hefur vist samið lög fyrir Robbie. Þá er rætt að söngkonan Kylie Minouge geti mögu- lega slegist í fór með körlunum. Því gæti farið svo að stórstjörnufundir verði í Höllinni. Það sem rennir stoðum undir þéssar sögusagnir er að Robbie hefur oft haft leynigesti á tónleikum sinum. Spurningin er svo hvort haldið verði stórstjömupartí á Kaffibarnum... Þögnin rofin! Hinn yfirvegaði Eyjamaður og fréttamaöur Stöðvar 2, Róbert Marshall, flutti af þvi frétt í fyrri fréttatíma Stöðvar 2 í vikunni að loks yrði þögnin rofm því í síðari Tréttatímanum færi viðtal við Sæmund Árelíusson, út- gerðarmenn Od- incovu, þar sem skipverjar hafa ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Viðtalið birtist og Róbert Ifór að líkindum ánægður í það kvöldið en DV birti viðtal við Sæmund vegna málsins fyrst fyrir : þremur mánuðum og síðan í tvígang. Sæmundur útgerðarmaður hefur því oft rofið þögnina um Od- incovu... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is „Hann byrjaði að vinna í slátur- húsi 14 ára gamall og er enn að. Hann veit hvernig mismunandi markaðir vilja hrossakjötið sneitt og það er hann að kenna okkur,“ sagði Erlendur Garðarsson hjá Fé- lagi kjötframleiðenda um Hollend- inginn Kees Reimering kjötskurðar- meistara sem staddur er hér á landi. Hollendingurinn hefur átt fundi með forsvarsmönnum hrossabænda og farið í sláturhúsin á Hvamms- tanga, Blönduósi og á Selfossi en þau tvö síðamefndu hafa nýverið fengið leyfi Evrópusambandsins til að slátra hrossum. Fram til þessa hefur hrossaslátrun eingöngu farið fram í sláturhúsinu á Hvamms- tanga. „Við viljum að menn taki til í stofunni sinni, fækki hrossum og bæti stofninn. Ef við ætlum að flytja hrossakjötið út verðum við að vita hvemig kúnninn vill fá það til sín,“ sagði Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Útflutningur á hrossakjöti nemur nú um 8 tonnum á viku og er neyslu hrossakjöts þó mismunandi sé og þar skiptir skurðurinn á kjöt- inu öllu máli. „Það er einmitt það sem Kees Reimering hefur verið að kynna okkur. íslenska hrossakjötið þykir mjög fallega rautt á litinn en of feitt. Við þurfum því að fituhreinsa það betur en nýjar rannsóknir sýna að kjötið okkar er fullt af ómega 3 fitu- sýrum og því mjög hollt. Mark- aðstækifærin eru því til staðar og við erum að skoða þetta allt í fullri alvöru með hrossabændum," sagði Erlendur Garðarsson hjá Félagi kjötframleiðenda. „Skilaverð til bænda fyrir útflutt hrossakjöt er um 60 krónur á kíló sem er reyndar miklu lægra en fékkst fyrir hrossa- kjöt á Japansmarkaði á meðan sá markaður var opinn og blómstraði. En þama eru möguleikar - miklir möguleikar," sagði Erlendur Garð- arsson og var ekki frá því að innan skamms myndi Evrópumarkaður- inn æpa á islenskt hrossakjöt ef rétt væri haldið á spilum. -EIR Kees Reimering kjötskurðarmeistari og Kristinn Guðnason, formaður Fé- iags hrossabænda. DV-mynd S stærsti markaðurinn á Ítalíu. landa, Frakklands og Sviss en í öll- Hrossabændur líta einnig til Niður- um þeim löndum er hefð fyrir Nágrannaerjurnar í Sílakvísl: Ritari Davíðs í hundamálið „Aftakan á hundunum á að fara fram í vikunni og ég ræ lífróður þeim til bjargar. Ritari forsætisráð- herra hefur lofað mér að hafa sam- band við borgarfulltrúa sjálfstæðis- manna og beita áhrifum sínum hundunum til bjargar," sagði Nanna Jónsdóttir sem staðið hefur í stríði við nágrannakonu sína í fiöl- býlishúsinu að Sílakvísl 17 í Reykja- vík. Nanna Jónsdóttir á einn labrador-hund og annan rússneskan stormhund. Nágrannakonan vill ekki sætta sig við hundahald Nönnu og fleiri í húsinu og því verður að fiarlægja skepnurnar samkvæmt reglugerö. „Ég hef orðið vör við sterk við- brögð eftir að fréttin um hundana mína birtist í DV í fyrri viku. Fólk hefur stoppaö mig i Bónusi og lýst yfir samúð sinni og fólk utan af landi hefur hringt og boðist til að taka hundana mína verði það þeim til bjargar og jafnvel mig með,“ sagði Nanna sem safriað hefur liði fólks sem er í sömu sporum og hún; fólk sem býr í Qölbýlishúsum með hunda sem nágrannar geta ekki sætt sig við. „Ég vona að ritari forsætisráð- herra eigi erindi sem erfiði. Hún lof- aði að gera allt sem í sínu valdi stæði til að fá sjálfstæðismenn í borgarstjórn til liðs við mig og hundana hér í Silakvisl," sagði Nanna. Margrét Hilmisdóttir, ritari for- sætisráöherra, sagðist hafa gripið til sinna ráða í þessu tilviki eins og svo oft áður þegar fólk hringdi í ráðuneytið og bæði um liðsinni: , „Hingað leita svo margir með mál sem heyra í raun ekki undir forsæt- isráðherra og ég reyni þá að hjálpa eftir bestu getu. Ég hringdi í Guð- laug Þór Þórðarson borgarfúlltrúa og hann lofaði að tala við Nönnu,“ sagði Margrét, ritari Davíðs Odds- sonar. Guðlaugur Þór hringdi í Nönnu Jónsdóttir og eftir samtal þeirra um hundastríðið í Sílakvísl sagði borg- arfulltrúinn: „Þetta er erfitt og flók- ið mál. Ég er að skoða það.“ -EIR Nanna Jónsdóttir með hundana sína í Sílakvísl. DV-mynd ÞÖK Neskirkja: Prestarí viðskiptum Séra Halldór Reynisson, sóknar- prestur í Neskirkju, hafur tekið sér ársleyfi frá störfum til að nema markaðs- og útflutningsfræði við endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Á meðan gegnir séra Öm Bárður Jónsson fyrir hann störf- um en séra Örn Bárður er einmitt viðskiptamenntaður og stofnaði fyrirtækið Silfur- tún áður en hann hóf guðfræðinám. Silfurtún hefur sérhæft sig í end- urvinnslu á eggja- bökkum og er nú stjómað af Friðrik Jónssyni, bróður séra Arnar Bárö- Séra Halldór ar. Reynisson. „Erum við prestar ekki alltaf að markaðssetja ákveðinn boðskap? Með þessu námi mínu er ég aö fylgja tímanum og búa mig undir að verða virkur hluti af nýrri og gjör- breyttri heims- mynd,“ sagði séra Halldór Reynisson. „Einn helsti fræðimaðurinn í því fagi sem ég legg nú stund á skrifaði einmitt merkilega bók um markaðs- setningu safnaða. Ég geri fastlega ráð fyrir að hverfa aftur heim í söfnuðinn að námi loknu," sagði séra Halldór Reynisson. -EIR Séra Orn Bárður Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.