Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 T>V ég á mér draum Mig dreymir um iðjuleysi Myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Þorvaldur Þorsteinsson er líklega afkastameiri en aðrir ungir menn í hans umdæmi, skrifar leikrit og bækur, opnar myndlistarsýningar hér heima og erlendis - og stendur fyrir máli sínu í Gerðubergi í dag. Þorvaldur 4. septem Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistar- maður og rithöfundur, hefur í æði mörgu að snúast þessa dagana. Um sein- ustu helgi var frumsýnt eftir hann nýtt bamaleikrit í Kaffileikhúsinu, Ævintýr- ið um ástina, og í dag stendur hann fýr- ir Sjónþingi í Gerðubergi þar sem hann segist reyna að standa fyrir máli sínu og finna haldbær rök fyrir því að hafa var- ið stórum hluta síðustu tíu ára í að vinna í myndlist. Á mánudaginn heldur hann síðan til Þýskalands til þess að setja upp sextíu fermetra íslandskynn- ingu í listasafni í Karlsruhe. Viku síðar opnar Þorvaldur síðan sýningu í gallerí Nemo í Norður-Þýskalandi. „Galleríið stendur á ströndinni og ég hlakka til. Þegar maður kemur út, tannburstandi sig á morgnana, gengur maður yfir naktar konur,“ segir Þorvaldur. Eftir þetta kemur Þorvaldur heim tfi þess að Ijúka „hinni óhjákvæmilegu skáldsögu íslendingsins,“ eins og hann segir og Bjartur hyggst gefa út. En á hann sér drauma? „Mig dreymir um iðjuleysi. Fullkom- ið iðjuleysi." Hvers vegna læturðu ekki drauminn rætast? „Ég hef nú löngum kennt um góðu, akureyrsku uppeldi og auðvitað ramm- íslensku, þar sem vinnan göfgar mann- inn og sjálfsmyndin hangir algerlega á afköstum, en á síðari árum hef ég orðið að viðurkenna að ég get ekki bara kennt uppeldinu um, heldur hef ég orðið róm- antikinni að bráð og lít á það sem ljúfa skyldu mína að gangast við hæfileikun- um og gera það skársta úr því sem mér var úthlutað." Þorði ekki til Bandaríkjanna Hefurðu einhvem tímann látið drauma rætast? „Já - að fara til Bandaríkjanna. Það var búið að standa lengi í mér. Ég vissi innst inni að það myndi breyta lífi minu og ég þorði ekki. Ég vissi líka að færi ég ekki, þá ætti ég ekki að draga það lengi að sækja um örorkubætur, vegna þess að ég væri ekki að „fúnkera". Síðan greip ég tækifærið fyrir tveimur árum og fór til að skrifa smáhandrit fyrir fólk og krafan var sú að ég skrifaði það í Los Angeles. Það kom í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. Ég hef ekki verið samur síðan.“ Hvemig breyttistu? „Það breyttust allar viðmiðanir litla íslendingsins. Ég mátti allt í einu vera hluti af stóm heildinni og ég fór að hugsa um mitt framlag sem hluta af þeim veruleika sem mér fannst skipta máli. Ég mátti stefna að stærri hlutum, í víðara samhengi, á stærri markaði. Án skilyrða, án höfðatölukomplexins og þurfti ekki að biðjast afsökunar á einu eða neinu. Eftir þetta finnst mér ég eiga fýrst möguleika á að láta alla mína drauma rætast, bæði þá sem snúa að vinnu og iðjuleysi. Mig langar að verða ferðalangur þegar ég verð stór, svona trúbador, dinnerpíanisti sem heitir ekki neitt.“ Spilarðu á píanó? „Já, en ég er ömurlegur og þess vegna dreymir mig um að verða dinnerpí- anisti." Þreyttur menntaskólakennari í lopapeysu Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst að alast upp? „Það er dæmi um hvað það er hættu- legt að draumar mínir rætist. Mig dreymdi um að verða menntaskóla- kennari; íslenskukennari. Mig dreymdi um lopapeysuna, flauelsbuxumar og flókaskó - í fullri alvöru. Mér var ekki hlátur í huga. Þetta var ég. Ég ætlaði að fóma mér, helst fyrir þá sem minna máttu sín í námi. Ég ætlaði að koma þreyttur heim á hverju kvöldi, setjast við skrifborðið mitt, einn, og taka um andlitið, yfirkominn af þreytu eftir að hafa gefið ailt. Sofna síðan yfir ritgerð- arverkefnunum, með ennið á hand- leggnum." Þú hefur séð þig sem einfara? „Já, ég vissi ekki þá að ég var tvi- fari.“ Amerísk draumafjölskylda Dreymdi þig aldrei um að eignast Qölskyldu? „Jú, í einhverjum upphöfnum draummn um mína framtíð, inni í am- erísku kökublaði. Ég teiknaði oft hús- ið mitt sem var akureyrskt pallahús, og þegar ég yrði fertugur yrði ég með ameríska fjölskyldu mér við hlið; ákaf- lega kurteis, glaðvær og prúð börn sem væru mjög góð við pabba sinn og ósköp góð við mömmu sína líka. En mig dreymdi samt mest um húsið. Það var dálítið merkilegt við þessa drauma að mamman sagði aldrei neitt nema stundum þegar hún sagði við bömin: „Þið verðið að spyrja pabba ykkar að þessu.“ Svo horfði hún á mig með að- dáun.“ „En auðvitað gerðist þetta allt inni í einhvetju minjasafni, eins og allt sem ég geri í myndlist og ritlist. Allar mínar viðmiðanir vora eins og ég byggi í ein- hverjum fjölskyldu- og húsdýragarði." Draumamir hafa fyrst og fremst verið í myndum? „Já, en núna eru þeir fyrst og fremst dularfull sannfæring sem leiðir mig í raun og vem áfram. Ég er með alvöru- plön um alvörubreytingar. Ég hef stað- ið í miklum breytingum á seinustu árum, sem kannski eru ekki hluti af því að láta drauma rætast, en þar sem ég fylgi minni sannfæringu og virði minar tilflnningar get ég nú með tölu- verðri sannfæringu gert áætlanir og staðið við þær. Og þær eru tengdar draumunum." -sús fimm breytingar Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi a myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verölaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 530 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 531 Hey, löggi! Heldurðu að ástralska aðferðin gæti kannski virkað við að fjarlægja þennan geislaspilara? Nafn:____________________________________________________ Heimili:_________________________________________________ Vinningshafar fyrir getraun númer 529 eru: 1. verðlaun: Aðalheiður Halldórsdóttir, Skjólbraut 9, 200 Kópavogur. 2. verðlaun: Árni Einarsson, Hjarðarhaga 32,107 Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. J.K. Rowling: Harry Potter and the Philosopher's Stone. 4. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 5. J.K. Rowling: Harry Potter and the Chamber of Secrets. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 8. Nlcholas Evans: The Loop. 9. Elvi Rhodes: Spring Music. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KILJUR: 1. Alex Ferguson: Managing my Life: The Autobiography. 2. Collins Gem English Dictionary. 3. Oxford Popular Dictionary. 4. Chris Stewart: Driving over Lemons. 5. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 6. Collins Gem French Dictionary. 7. Anthony Beevor: Stalingrad. 8. Oxford Popular French Dictionary. 9. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 10. Angus J. Kennedy: Internet: The Rough Guide. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. J.K. Rowling: Harry Potter and the Prisoner of Azkaban. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan4 4. lain Banks: The Business. 5. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. 6. Kathy Relchs: Death Du Jour. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. David West Reynolds: Star Wars Episode 1: The Visual Dictionary. 3. Robert Lacey & Danny Danziger: The Year 1000. 4. Richard Holmes: The Western Front. 5. Matt Groening: Bart Simpson's Guide to Life. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Bernard Schlink: The Reader. 4. Judy Blume: Summer Sisters 5. Rebecca Wells: Divine secrets of the Ya-Ya sisterhood. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin 7. Helen Flelding: Bridget Jones' Diary. 8. Blllle Letts: Where The Heart is. 9. John Irving: A Widow for One Year. 10. Wally Lamb: I Know This Much Is True. RIT ALM. EÐLIS - KILJUR: 1. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 2. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 3. Robert C. Atkins: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 4. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 5. J. Canfield o.fl.: Chicken Soup for the College Soul. 6. lyanla Vanzant: Don’t Give it Away. 7. Adeline Yen Mah: Falling leaves 8. Stephen R. Covey: The Seven Habits of Highly Effective People. 9. Wllliam Pollack: Real Boys 10. Kenneth H. Pollack o.fl.: The One Minute Manager. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patrlcia Cornwell: Black Notice 2. Catherine Couiter: The Edge. 3. Thomas Harris: Hannibal. 4. Tim F. LaHaye: Assasins. 5. Melinda Haynes: Mother of Pearl. 6. Janet Fltch: White Oleander. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Bill and Hillary: The Marriage 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Bob Woodward: Shadow: Five Presidents and the Legacy of Watergate. 4. Bill Philips: Body for Life. 5. John Keegan: The First World War. 6. Sylvia Browne o.fl.: The Other Side and Back. ( Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.