Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 18
i8 &ygarðshornið LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 JDV Helsta fráttin Helsta frétt síðustu viku var ekki sú að þessi eða hinn hefði keypt tiltekinn eignarhlut í ein- hverju fyrirtæki. Fyrir venjulegan þegn má það einu gilda hvað þeir heita þessir menn sem stunda við- skiptaspilið fyrir allra augum eins og um íþróttir væri að ræða. Eins og íþróttir: heldurðu með Jóni Ólafssyni eða Davíð? Með Kol- krabbanum eða Plokkfiskinum? Með Samherja, Mótherja, Nýherja eða Innherja? Hvemig getur venju- legur þegn gert annað gagnvart þessu spili - þessum sandkassaleik - en að yppa öxlum og tauta með sér það sem Mörður Valgarðsson sagði í Njálu: Þar eigast þeir einir við sem ég hirði aldrei hverjir drepast. Þetta em bara peningar. * * * Helsta frétt síðustu viku var ekki sú að sautján þúsund manns hefðu nú skrifað undir mótmæli gegn því að hús fái að rísa á rok- grasinu vestur af Álfheimunum. Eins og dr. Örn Ólafsson benti á í ágætri Morgunblaðsgrein þá er þétting byggðar helsta viðfangs- efni borgarstjómar um þessar mundir, húsum fylgir starfsemi, fólk - líf. Sá misskilningur virðist kominn á flot að landssímahúsi sé beint sérstaklega gegn ijölskyldu- garðinum í Laugardal, sem er í rauninni eina opna svæðið í þess- um dásamaða dal handa almenn- ingi - allt annað er harðlæst og að- eíns handa útvölduih: fótbolta- mönnum, tennisiðkendum og cur- ling-sveipurum. * * * Kannski er ekki að marka mig. Sjálfur er ég slíkur öfgamaður í skipulagsmálum að ævinlega þeg- ar ég horfi á Viðey sé ég fyrir mér skýjakljúfana rísa þar. Það yrði okkar Manhattan. Það yrði fallegt. * * * Helsta frétt vikunnar var ekki sú að bensín hefði hækkað. Það telst ekki lengur til frétta að slíkt gerist, og fólki er nær að kaupa sér að óþörfu alla þessa rándýru bíla ef það hefur ekki efni á að reka þá. Okkur er öllum nær: að notast enn við svo frumstæðan farkost sem bensínspúandi bílar eru nú í aldar- lok, þegar öll skilyrði ættu að vera fyrir hendi að knýja farartæki áfram með ódýrari orku sem ekki er jafn skaðlegt umhverfinu. * * ★ Helsta frétt siðustu viku var þessi: Leikskólastjóri í vesturbæn- um var að lýsa ástandinu á leik- skólum borgarinnar á Bylgjunni á dögunum og það sem hún sagði var þetta: góðærið bitnar á börn- unum. Hennar vandi og annarra leik- skólastjóra um þessar mundir er sá að það fæst ekki mannskapur til að vinna á leikskólum. Fóstrur hverfa til annarra starfa, fullsadd- ar á lágum launum og miklu álagi, ófaglærðir leiðbeinendur koma og fara, mæta jafnvel ekki vegna þess að þeim bauðst betur launuð vinna. Hvar? í Bónus. Ekki skal svo sem gert lítið úr því að það getur verið vandasamt verk að standa við kassann hjá Bónus og ekki alveg sama hver gerir það - þarf að leggja rétt sam- an og svona. Og hafa góðar lappir, því að Bónusfeðgar kváðu hafa litla trú á stólum við kassann handa starfsfólki, því slíkt tildur geri það bara værukært. En það að vera leikskólakennari er bæði vandasamara starf og mikilvæg- ara. Það er meira að segja vanda- samara starf og mikilvægara að vera leikskólakennari en að vera verðbréfamiðlari eða þátttakandi í sandkassaleik viðskiptalífsins: fyr- ir venjulega ----------------------- þegna lands- ins skiptir það þúsund sinnum meira máli hver vinnur á leikskólan- um þar sem börnin þeirra eru en hitt hver á hlut í FBA. Því miður virðist Reykjavík- urlistinn hafa farið hefðbundna ís- lenska leið i uppbyggingu þegar hann tók við völdum í Reykjavík og fór að reyna að vinna bug á þvi neyðarástandi sem sjálfstæðis- menn höfðu skilið eftir í leikskóla- málum hér: það voru byggð hús. Nýir leikskólar hafa risið hér þvers og kruss en þvi miður láðist Kannski evekki aö marka mig. Sjálfur er ég slíkur öfga- maóur í skipulagsmálum að œvinlega þegar ég horfi á Við- ey sé ég fyrir mér skýjakljúf- ana rísa þar. Guðmundur Andri Thorsson að gera nægilegar ráðstafanir til að fá fleira gott fólk til að vinna þar. Það er erfitt starf að vera leik- skólakennari; það þarf að vera vel á sig kominn til sálar og líkama, hafa endalausa orku að ausa af, lífsvisku til að bera, góða menntun og kærleika. Það væri fákænska að fara að kenna Reykjavíkurlist- ----------------- anum sérstak- lega um þetta ástand - held- ur er því frem- ur um að kenna að ís- lendingar virð- ast vera lengi að átta sig á gildi og mikil- vægi þessa starfs. Því er það svo að fólk virðist almennt láta sér fátt um finnast þótt mannekla sé á leikskólum, það hefur meiri áhyggjur af bílunum sínum; vill heldur mannauða fótboltavelli við Álfheimana en starfsemi og líf, og heldur að það skipti máli hvort Pétur eða Páll eigi hlut í einhveiju fyrirtæki sem höndlar ekki með neitt nema peninga. dagur i Iffí /______________________________ Anna María Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndahátíðar: Tuttugu og tveggja stunda vinnudagur - opnunardagur hátíðarinnar var eins og kvikmynd eftir Emir Kustorica Anna María Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndahátíðar. Föstudagurinn 27. ágúst. Ég vakn- aði í rigningu, eftir að hafa sofnað í rigningu. Klukkan var sjö og ég var ekkert viss um hvaða dagur væri. Þessi vika rennur öll saman. Kvöldið áður höfðu samstarfsmenn mínir, Lísa Kristjánsdóttir og Bjöm Thors, náð í þá tuttugu gesti sem við voram með þessa helgi og komið þeim fyrir. Morgunmaturinn var fjórfaldur espressó á skrifstofúnni. Síðan var farið i að ræsa mannskapinn; hljóm- sveitina No Smoking Band og Emir Kusturica. Þetta era mjög morgun- svæflr menn, sjálfsagt vegna þess að þeir reykja svo mikið. Hluti af hljóð- færanum þeirra hafði ekki skilað sér, svo Bjöm fór út á völl að ná í þau og tvo gesti til viðbótar. Síðan fórum við í venjubundin símtöl við tollayfirvöld og flutningsfyrirtæki til þess að vita hvemig heimtur hefðu verið á bíó- myndunum okkar til landsins. Þar var allt í þokkalegu lagi. Næst hitti ég Auði á DV til að leggja línumar fyrir blaðamanna- fundinn á Sóloni íslandusi í hádeg- inu. Þar áttu Sólveig Anspach og Emir Kustorica að sitja fyrir svöram, ásamt Dr. Nele sem er hljómsveitar- stjóri og höfúndur tónlistar í opnun- armyndinni, Svartur köttur, hvítur köttur. Blaðamannafundurinn gekk vel, Emir malaði eins og köttur og blaðamennimir sem höfðu beðið um einkaviðtöl, en ekki fengið, vora ánægðir með hann. Eftir fundinn vildi liðið í sund. Okkur fannst prýðilegt að koma þeim ofan í sundlaug og láta þá vera þar í tvo tíma og ætluðum á skrifstofúna á meðan. En þegar til kom vildu ekki allir ofan í, heldur fá vodka á sund- laugarbarminn og slaka á. Við fund- um engan vodka i Neslauginni, en þetta bjargaðist, vegna þess að Nele fékk hálfgert aðsvif og áhugamenn um vodkadrykkju, ásamt Lisu, fylgdu honum í koju með viðkomu í Rin til að kaupa gítarstrengi. Gjaldeyrisforðinn hreinsaður Þar sem þeir liggja í makindum í lauginni segja þeir mér að þeir vOji fá þóknunina sína fyrir tónleikana í seðlum í hinum ýmsu erlendu mynt- um, þannig að ég hentist á milli bankaútibúa og hreinsaði þau út. Það stóðst á endum að þegar ég kom til baka vora þeir að koma upp úr laug- inni, glorsoltnir, svo við rukum með þá upp í Perlu til að sýna þeim útsýn- ið í rigningu og gefa þeim kaffl og smurt. Á meðan þeir vora að borða fór ég i viðtal upp á Rás 1, ætlaði síð- an að ná þeim í tíma fyrir beina út- sendingu hjá íslandi i dag en það sprakk á bílnum. Lísa Kristjánsdóttir ætlaði að bretta upp ermamar til að skipta um dekk. í kringum hana stóðu fimmtán karlmenn sem allir vildu segja henni til við verkið. En það vora tíu mínútur í útsendingu svo ég ákvað að hringja í Hreyfil. Við brunuðum niður í Háskólabíó þar sem þeir spiluðu eins og englar á harmonikur og fiðlur og vOdu síðan fara á barinn og tóku ekki annað í mál en að við kæmum með. Ég var eitthvað að muldra um að mig langaði tO að fara í sturtu og skipta um fót fyrir opnunina. Það fannst þeim alger óþarfi en ég hafði það einhvem veg- inn af. Ég komst heim tO min, þar sem ég stóð og horfði á fataskáp- inn í þær tíu mín- útur sem ég hafði, en fann ekkert tO að vera í. Það voru bara hrúgur af óhreinu taui um aOt hús - og son- ur minn tók í höndina á mér og kynnti sig með fuOu nafni. Á hlaupunum út hringdi ég í Helgu í Blómálf- inum og bað hana að búa tO þijá blómvendi á fimm mínútum, sem hún gerði. Þegar ég kom inn í Háskólabíó vora Einar Valdimars- son og hans fólk búin að útbúa sal- inn og aOt var í finu lagi hjá þeim. Salurinn var nánast fuOur og fin stefhning. Menntamálaráðherra hélt sina ræðu og Emir líka. Eftir á sagð- ist hann vOja flytja tO íslands ef veðr- ið væri aOtaf svona gott og ef það væri aOtaf svona gott fólk í bió. Tannlækningarum miðnætti Eftir opnunina og sýninguna á Svartur köttur, hvítur köttur fórum við með hljómsveitina og leikstjórann að borða á Grillinú, þar sem við feng- um æðislega góða lúðu, sem var mjög góð og mjúk undir tönn hjá öOum nema Emir sem vOdi tO tannlæknis. Þá var klukkan háiftólf og ég vissi ekki alveg hvemig ég átti að snúa mér í þessu. En með okkur var Anna Karen, kona Þorfmns Ómarssonar. Hún hringdi í sinn tannlækni, Heimi Sindrason, sem hafði engar vöflur á og gaf honum tíma á miðnætti. Emir kom tO baka flmmtán mínútum seinna al- sæO og með skínandi hvíta brú, fasta í efri góm. Yfir borðum var talað um bíó og fótbolta og meiri fótbolta og Friðrik Þór sagði þeim söguna um rússneska kafbátahermanninn sem hann hitti á kvOunyndahátíð í Sao Paulo, sem söng fyrir hann „Svífur yfir Esjunni", á ís- iensku en hún er of löng tO að segja hana hér. Eftir matinn komum við við á bar, en stoppuðum stutt. Það vora aOir svo skelkaðir eftir aOa þessa fótboltaum- ræðu og að þeir ættu að fara að spOa við „þrautþjálfað" lið íslendinga næsta dag, að þeir fóra bara snemma í rúm- ið. Við fóram aftur í vinnuna og kláruðum undhbúning fyrir hestaferð, fótboltaleik og stórtónleikana kvöldið efth. Við fóram í rúmið um fimmleyt- ið og voram komin á bak í rigningu klukkan níu morguninn efth.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.