Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 28
28 fölgarviðtalið LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Nýja Bláa lóninu líkt við byggingarlist Le Corbusiers Húsið sem rís úr lóninu - Vinnustofa arkitekta með Sigríði Sigþórsdóttur í forsvari setti sár það markmið að hanna griðastað þar sem gengið er um gjá inn í annan heim Sigríóur Sigþórsdóttir er fædd í Einarsnesi, Borgarhreppi á Mýrum, áriö 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá MA, lagði stund á nám í arkitektúr viö Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi og útskrifaöist 1980. Hún stóö ásamt fleirum aö stofnun Vinnustofu arkitekta hf. áriö 1983 og hefur unniö þar síöan. Eiginmaöur Sigríöar er Hallmar Sigurösson, leikari og leikstjóri. Þau eiga eina dóttur, Herdísi, sem er lögfrœöinemi við HÍ. Sigríður hlaut menningarverölaun DV1996fyrir ísafjaröarkirkju. Það er óhætt að segja að nýja að- staðan við Bláa lónið sé glæsileg, hvort heldur er litið á lónið sjáft eða bygginguna sem því tilheyrir, enda er það svo að í glænýju hefti breska tímaritsins Wallpaper, sem fjallar um „allt sem skiptir máli,“ er arki- tektúmum líkt við verk Le Corbusi- ers og fjallað um staðinn af mikilli hrifningu. Það undarlega er að allur þessi glæsileiki er vart sýnilegur fyrr en gengið er inn í bygginguna. Bláa lón- ið er falið í hrauninu; fellur inn í hraunvegg Illahrauns sem á 13. öld vall yflr forsögulegt hraunið undir Þorbirni en stöðvaðist svo skyndi- lega. Ekki er þó vitað hvers vegna það stöðvaðist, því hvorki var jöklum né öðrum kælibúnaði til að dreifa frá náttúrunnar hendi. En hver veit nema máttarvöldin hafi þá þegar ákveðið að átta öldum seinna myndu þau senda hingað arkitekt sem kynni að nýta sér þessa ráðgátu til að hanna byggingu sem vekti heimsat- hygli. Vinnustofa arkitekta með Sigríði Sigþórsdóttur í forsvari var ráðin til verksins 1995 og hefur verið unnið að framtíðarhugmyndum Bláa lónsins síðan, með hléum. Þá hófst fhim- hönnun á heildar- byggingaráform- um á svæðinu, sjálflx baðhúsinu sem nú er risið, meðferðarstöð fyrir psori- asissjúklinga, fimm stjömu hóteli, ásamt frekari ráðstefnu- og veitinga- sölum. Þótt undirbúningur hönnunar hafi hafist fyrir íjóram árum er bygging- arsaga baðhússins mjög stutt. Það var ekki fyrr en í febrúar 1998 að íjár- mögnun var lokið og voru þá arki- tektar beðnir um að hefja byggingu á þessum áfanga. í því fólst að reisa húsið og flutningur á lóninu. í hús- inu eru ráðstefnusalur og skrifstofur á annarri hæð, ásamt skiptiklefum um sið, verslun með húðvörur, versl- un með minjagripi, veitingaaðstaða, bæöi fyrir gesti og gangandi og fyrir baðgesti. Síðan er í húsinu fullkomið eldhús og þjónusturými sem tengist forsal og Vetrargarði. En eins og fyrr segir hófst hönnun í febrúar ‘98 og fyrsta steypan rann í mótin í byrjun júní. Rúmu ári síðar var húsið opnað og má segja að þetta hafi verið mjög stuttur byggingartími, ekki síst þegar á það er litið að verið var að byggja úti i auðninni og byrja varð á þvi að leggja þjónustuvegi að svæðinu. En hvemig var ferlið? ið í nýja lóninu er í lokuðu kerfi, beint frá orkuverinu. Þetta er þvi mjög fullkomið baðlón með jöfnu, stýranlegu flæði og sléttum botni.“ Ekki var hann sléttur frá náttúr- unnar hendi? „Nei, en hann er ekki steyptur. Við hreinsuðum botninn og þéttum hann með kísli og það var mjög spennandi stund þegar vatninu var hleypt á lónið. Við vissum ekki hvort botninn héldi, eða hvort vatnið hyrfi bara allt niður í jarðveginn og þá hversu langan tíma það tæki að fylla það aftur.“ að erlendri fyrirmynd, en á jarðhæð- inni eru búningsherbergi að íslensk- Sigríður nýtir margvísleg form úr náttúrunni og í lóninu er hellir sem er tilvísun í heitar lindir sem eru víða um land, til dæmis Læragjá. Nálgast hraunið með varfæmi „Fyrst var unnið að forsögn fyrir bygginguna, þ.e. hlutverk og stærðir skilgreindar," segir arkitektinn, Sig- ríður Sigþórsdóttir. „í tengslum við það voru famar kynnisferðir innan- lands og utan til að skoða hliðstæða baðstaði. Á sama tíma var i mótun hugmyndafræðin að sjálfiri bygging- unni og baðlóninu, línur vom lagðar með ímyndina (konseptið) og staður- inn valinn. Síðan var farið út í nán- ari útfærslur - en fyrsta hugmyndin hefur haldið í gegnum hönnunaifierl- ið. Hún byggist á því að nálgast hraunið með varfæmi og leggja bygg- inguna og lónið þannig að hraun- brún Hlahrauns myndi náttúrlega umgjörð um staðinn; bæði vegna feg- urðar og í veðurfarslegu tilliti. Frá- rennslisvatn frá orkuverinu lá þá þegar hér sem núverandi baðlón er, þannig að við höfðum líka í huga sem minnst rask á náttúrunni. Vatn- lilvitnun í náttúmna Húsið sjálft og allt efnisval er tilvitn- un í náttúruna á Reykjanesi. Sigríður segir að í efnisvali og litum hafi verið lögð áhersla á að staðurinn sé náttúr- legur baðstaður og því hafi verið ákveðið að nota eingöngu náttúrleg efni til að tengja hann umhverfmu. „Þannig er formið einnig til kornið," segir hún og bendir á mjúkar, bogalag- aðar línur. „Þar að auki tökum við annars vegar mið af því landi sem við erum að byggja og hins vegar af höfuð- áttunum, sól og vindi. Forsalur og Vetrargarður em úti/inni staður þar sem fólk getur lát- ið sér líða vel hvort heldur er á göngu- eða dansskóm. Baðlónið sjálft er um 5000 fermetrar að stærð og snýr í há- suður en vegna lögunar byggingarinn- ar grípur það lika kvöldsólargeislana." Húsagerðin samanstendur af tveim- ur elementum. Annars vegar af stein- steyptum byggingarhlutum sem liggja að hrauninu og em þyngri, hins vegar Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt nýja Bláa lónsins, nýtti efni og form náttúrunnar í hrauninu undir Þorbirni við hönnunina á byggingunni. Stiginn upp á 2. hæð er lagður inn í hlaðna gjá og vísar til gjánna úti í náttúrunni. Frá bflastæðinu að húsinu er um 200 metra löng gjá til þess að fólk geti gengið út úr heimi bflsins inn í heim kyrrðar og andað að sér súrefni. Hraunveggurinn, sem hlaðinn er úr 5 sm þykki hann mætir lliahrauni sem á þrettándu öld vall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.