Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 _____________________________________________________ fréttir * Af blöðum og blaðamönnum: Alþýðuna skortir þekkingu og málgagn - hár segir frá Einari ríka og Pétri G. Guðmundssyni Fyrsta blaðið sem hlaut nafnið DAGBLAÐIÐ var blað Jóns Ólafs- sonar árið 1906. Síðan hefur þetta blaðheiti verið notað nokkrum sinn- um. í dag skulum við líta á Dagblað- ið sem kom út í Vestmannaeyjum árið 1926. Ritstjóri Dagblaðsins í Vest- mannaeyjum hét Einar Sigurðsson, þá tvítugur, síðar nefndur Einar ríki. Blaðið átti að vera bæjarmál- gagn og ópólitískt. Það átti að koma út daglega, eins og nafnið ber með sér, en á því varð tröppugangur og út komu aðeins 8 blöð, sagði Einar í ævisögu sinni er Þórbergur Þórðar- son skráði. I stefnuyfirlýsingu í 1. tölublaði segir að „blaðið eigi að verða mið- stöð allra bæjarbúa. í gegnum það geta menn selt og keypt. í gegnum það geta menn látið í ljósi skoðan- ir sínar um eitt og ómnað er við kemur landi og lýð...“ Nokkrum árum síðar var Einar meðritstjóri íþróttablaðsins Fram og hann skrifaði einnig íþróttaf- réttir og birti í glugga verslunar sinnar sem hét Vöruhús Vest- mannaeyja. Hann klippti út er- lendar íþróttamyndir og festi þær við blaðið! En nú geystist fram athafna- maðurinn mikli, Einar stofnaði Hraðfrystistöð Vestmannaeyja árið 1938, Fram hf. 1940 og Hrað- frystistöðina í Reykjavík 1941. Ein- ar varð á stuttum tíma einn kunn- asti athafnamaður landsins. Það vakti athygli þegar hann á stríðs- árunum kom á fót bókasafni fyrir verkafólk sitt (stofninn var 3000 bækur). Safnið var opið á sunnu- dögum og Einar auglýsti: Menntun er gott vegarnesti. Notið safhið! Einar efndi einnig til námskeiða í tungumálum, sögu og heilsufræð- um og opnaði finnskt gufubað fyr- ir verkafólkiö. Pétur G. Guðmundsson. Fékk ekki inngöngu í Blaðamannafelagið En aðalblað Einars var VÍÐIR sem var vikublað og lengst af mál- gagn Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum. Um Víði sagði Einar i ævisögu sinni: „Víðir átti mikil ítök í mér lengi ævi og ég fóm- aði honum miklu af starfs- orku minni því áram saman var það mitt aðalstarf að vera ritstjóri blaðsins og fylgirits þess sem hét Gam- alt og nýtt. Ekki vildi þó Blaðamannafélag íslands veita mér inngöngu í félag- ið, hefur líklega fundizt ég eiga fúllmörg frystihús til að geta talizt hlutgengur blaðamaður. Grunar mig að Jón minn Bjama- son, sem þá var for- maður Blaða- mannafélags ís- lands og skrifaði synjunina, • hafi mótað þessa skoð- un.“ Hér er rétt að skjóta inn að Jón Bjarnason var þá fréttastjóri Þjóðvilj- ans. Gamalt og nýtt flutti sögulegan fróðleik, þjóðlífs- myndir og kvæði og var ópólitískt. Naut þess að skrifa „Ég naut þess að skrifa," segir Einar í ævisögu sinni, „og strákamir höfðu þetta eftir mér í prent- smiðjunni: Alltaf er nú gaman þegar hann kemur út (Víðir)! Ég gat lesið blaðið mér til gleði frá upphafi til enda, þegar það lá fullprentað, þó að ég hefði sjálfur skrifað svo til hvern staf og lesið það í próförk. Ég gat meira að segja lesið sumar grein- amar aftur og aftur, til að mynda leiðarann. Einhverju sinni sagði Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður við mig: Þú hefðir aldrei átt að vera annað en ritstjóri, Einar! Kannski er merkasta framlag Einars til íslenskrar blaðamennsku þættirnir Úr verinu sem birtust með jöfnu millibili í Morgunblaðinu á 6. áratugnum. Einar fæddist árið 1906. Meðal margra bama hans er Ágúst Einars- son, fyrrum þingmaður. Alþýðumenn 1. janúar 1906 kom út Alþýðublað- ið, útgefandi hlutafélag í Reykjavík, ritstjóri Pétur G. Guðmundsson, fæddur 1879, látinn 1947. Pétur var bókbindari að iðn, bæjarfulltrúi 1910-1916. Hann var meðritstjóri kennslubókar í sænsku og skrifaði Tíu ára starfssögu Sjómannafélags Reykjavíkur (1915-1925). í ritstjómargrein í 1. tölublaði segir m.a.: „Þetta blað sem hér birt- ist er ætlað alþýðu. Við, sem gefum það út, eram alþýðumenn, en svo eru í daglegu tali þeir menn kallað- ir sem ekkert stjórnarvald hafa, ekki hafa lagt fyrir sig vísindalegt nám, en gera líkamlegt erfiði að lifs- starfi sínu. Ef litið er á flokkaskiftingu þjóð- félagsins sést það brátt að við erum stærsti flokkurinn. En því miður er það sögn og sannindi, að við höfum ekki aðra yfirburði en mergðina." Pólitík mun blaðið sneiða hjá Þannig byrjaði forystugrein blaðsins, sem er löng og athyglis- verð. í stuttu máli segir ritstjórinn að alþýðuna skorti fyrst og fremst þekkingu og málgagn - „blað sem við höfum öll umráð yfir, sem við megum skrifa í það sem okkur þóknast og við finnum þörf á að birta opinberlega..." En ritstjórinn virðist hafa ímug- ust á pólitík og flokkum því hann segir í grein sinni: „Pólitík mun blaðið sneiða hjá svo sem hægt er og varast stranglega flokkadrátt...." ••OOOAODOOBOOOe* ? Vn» llWU — mUmtoe f 5 bi nlM C bæjarhAlcagh § ° ifOðOMOOÓMOO*! ÍDAG Rltst inxwuutaxxniuui! ■» >~ <■»»»> YÁ mm * #000*000000 oo#* íBLADID Jóri Elnar Slgurösson | SSfei' uPPb°ö ++ ** *r ^ |u 11 rj~ m N# mMM* ' - XJ ». d « i«i. U. „ J «TC» -wU - >dW9 >-»■>—. 1 !•<— u -ul i >*~ Uum H ö* M J faK •- —* >.4> •“ Dagarnir líða i«j— r,— ** ■» ***•■ rMy >■ •>••>’» «• SSrS' VestamlíSÍar WMd M •* bru. M ->>! » IM ■ 1. W tUnii- „ IL “■M ■* ^ ÍE tm OmA* ^ >1 XléJ. m+’ T? YYu.. >••» íw •>*■*£ Zl'Md, — —1 * t>Mn»IUr M_ln«MH‘«A‘«*«'*k* in. M4IMI * •* ►*"«*•“• .u* >,WU dl 1-w MU «M M. Hressilegur blaðhaus og ritstjórinn ekkert að fela sig, enda ungur og óhræddur við að takast á við útgáfumál. ALÍ’YÐUBLÁÐIÍ RmuxvfK. I. Jamóaii iima. I. A»g. Avarp. Lil þiU íramtlðarvof, clfdu aQ þllt otf þnr. þjóðin mln. *eni til nicnningar skciðið viit þreyla. bujnsl d nrill þó «i u»i njji þnð grcill þvl að ipefan n*a fátt mú ún erllðls vciia; þú »érð mcð þvl myrkviðursdagana dvlna, og Ufrðlejjri aól ylir landiO vort »ki«u»: og uÓ lyfta þer liatt þú ineð alorku útl til að ifla þ«r gulUins ■ fruraUðar- körónu þina. V. Cutoon Í8lenzk alþyáa! • Þetia bbð Mm hér birliil er sctl- að alþyðu. V|fl, jem ^eíum það út.crum alþyðutncnn. cn eru i degtcgu lali þcir mcnnkallaðlr scm ekkcrt atJómarvaJd haía. ekbl l.oln bgt fyrir »ig vuindalegl en geni likamlcgt crilði að llUilarð alnu. úf Ulið er » flokkaakifUngu þjóð- félagsliu sést það briu, að vlð crum jtarrall flokkurinn. En þvl miður er það sðgn og mnnindl, að vlð hðf- uni ckki »ðra vflrburðl en mergð- iiu. Vóldin gclum við haft, <n viljum |.au ekki; við liAfum ícngið þau úðrum I hcndur, cða rjettara aagt, tcyfum óðrum að halda þeim fyrir o«. Við bófutn uflur augun oggef- um okkur I auðmfkt undir þralk- un. ranglatl og fyrirlilaingu. Vaíd- hafarnir wgja okkur hvernJg við eigum að jitja og slando. hvemig við cigum oð liía og dcyja. þcir bindu okkur byrðar, en ipyrja okk- ur ckki iim, hve þungar þa*r niegi vera. Ihrim cr ekki nóg að lála okkur niala koruið *itt, þeir vcrða llka að rúðu mcð hvom hendinnl við tnúum kvóminoi. Efþeirbyggja Alþýðublaðið var ekki mikið fyrir augað í byrjun. Prentsmiðjan hefur ekki átt stafinn þ í þetta stóru letri og verður að búa hann til. Athafnamaðurinn Einar Sigurðsson, Einar ríki, ásamt Þórbergi Þórðarsyni sem skráði ævisögu hans. í blaðinu er hvatt til stofnunar verkamannafélags og ein af rök- semdunum er: „Eins og kaupmenn og iðnrekendur hafa ákveðið verð á vörum sínum og öðru sem þeir láta framleiða, eins er það ofureðlilegt, að verkmenn setji ákveðið verð á þá einu vöru sem þeir hafa á boðstól- um: vinnukraftinn..." Kjör verkafólks í sveit- um Það leið ekki á löngu að stofnað yrði verkamannafélag í Reykjavík því það gerðist í sama mánuði og Alþýðublaðið kom út, Verka- mannafélagið Dagsbrún var stofn- að 26. janúar 1906. Á þessu ári var einnig komið á fót ráöningarstofu fyrir verkafólk hjá bændasamtök- unum og Pöntunarfélag Reykjavík- ur leit dagsins ljós. Þá var stofnaö verkamannafélag á ísafirði en það gufaði upp þegar stærstu vinnu- veitendur staðarins neituðu að semja við félagið. Alþýðublaðið var læsilegt blað þótt það væri í A5 broti. Meginumræða blaðsins fjallaði um kjör verkafólks í sveitum og hvort betra væri að vera vinnu- maður í sveit eða við sjávarsíðuna og sýndist sitt hverjum. 1. árgangur blaðsins var 144 síð- ur, 18 tölublöð. Leiddust lús og léttúð Alþýðublaðið kom næst út 21. febrúar 1907 í stærra broti, býsna fallega upp sett og á nú að koma út vikulega. Blaðið líkist nú meira fréttablaði en greinablaði, komnar eru símafréttir frá útlöndum og fréttaritari sendir fréttir frá ísa- firði. Blaðið hneykslast á grein sem Steingrímur Matthíasson læknir skrifar um fátæktina 1 Reykjavík og það hve margir séu hér lúsugir. Þetta má blaðið ekki heyra, né held- ur vill blaðið heyra aö allt of marg- ar konur í Reykjavík séu léttúðugar þegar útlendingar eiga í hlut, en þq^ skoðun setti Guðmundur Finnboga- son fram. Þegar komin voru út 7 tölublöð árið 1907 hætti blaðið útkomu án þess að ritstjóri kveddi lesendur sína. Alþýðublaðið kom næst út árið 1919, en það er önnur saga. Sigurjón Jóhannssong|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.