Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 16
16 fjölskyldumál LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 JL>"V teið ðu falleg og sterk samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 557 7887 . uottorð Barnapeysur 990 Flísgaliar á börn 2490 Barnaúlpur frá 1490 Dömupeysur frá 990 Herraskyrtur frá 690 Flíspeysur frá 1990 Opið mánudaga- fimmtudaga föstudaga laugardaga sunnudaga 10-18 10-19 10-18 12-17 Stefán Jóhannsson fjölskylduráðgjafi: Foreldrar eiga ekki báðir að vinna úti - jafnréttisbaráttan hefur skaðað fjölskylduna Stefán Jóhannsson hjálpar hjónum og sambýlisfólki að bæta sambönd sín og eitt af stærstu vandamálunum segir hann vera að fólk hætti að heyra og hlusta á makann.„í hjónaböndum er algengt að fólk ákveði hvað makinn meinar og hjón tala stundum tvö ólík tungumál." DV-mynd Hilmar Þór Stefán Jóhannsson er með masterspróf í fjölskylduráögjöf frá University of America. Hann er einnig menntaður sem áfengis- og flkniefnaráðgjafi. „Ég fór út i þetta vegna áhuga míns á áfengisvanda- málum og hjónabandsvandamálum. Áður en ég flutti til Bandaríkjanna starfaði ég á meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga og flkniefnaneyt- endur og fjölskyldur þeirra. Það var á Vífilsstöðum árið 1976 og það var fyrsta meðferðarheimilið þar sem þverfaglegt teymi stóð að meðferð- inni hér á landi.“ Eftir nám í Bandaríkjunum kom Stefán heim og starfaði fyrir Áfeng- isvarnaráð í þrjú ár en hélt á ný til Bandaríkjanna og bjó um fjórtán ára skeið í Orlando. Þar setti Stefán upp stofnun, Cornerstone Institute, og þegar hann kom heim fyrir rúm- um þremur árum opnaði hann ráð- gjafarstofu. Sú stofa hefur fyrst og fremst starfað með ráðgjöf fyrir hjón og sambýlisfólk. Að skilja tilfinningar sínar „Hér á landi læra börn afar lítið um tilfinningar í skólum og fólk kemur oft inn í fullorðinsárin án þess að þekkja eða að kunna að höndla tilfinningar sínar. Skólinn og heimilið virka oft á tíðum þannig að vitsmunirnir eru þroskaðir en ekki tilfinningarnar." Hvemig fer Stefán að því að kenna fólki að skilja tilfinningar sínar? „Við getum hugsað okkur að hugsanir og tilfinningar séu eins og vatn og olía. Ef maður blandar þeim saman, hrærir saman hugsunum og tilflnningum, þá verður maður af- skaplega mglaður og veit ekki hvað er tilfinning og hvað er hugsun. í framhaldi af því finna menn oft fyr- ir vanmáttarkennd en hún hefur til- hneigingu til þess að leiða til stjórn- leysis. Svo fer fólk oft að reyna að leysa vandamál sín í höfðinu en það áttar sig ekki á tilfinningum. Það er ekkert rökfræðilegt við tilfinningar vegna þess að það eru engar réttar tilfinningar til og það era engar rangar tilfinningar til. Tilfinningar eru bara tilfmningar. Oft er vits- munasviðið sterkt en tilfinninga- sviðið að sama skapi veikt. Fólk hef- ur tilhneigingu til þess að sjá til- finningar sem veikleikamerki. Markmiðið er að ná samvinnu vits- muna og tilfinninga.“ Stefán leggur jafnframt áherslu á að menn læri að þekkja muninn á því sem þeir vilja og þeir þurfa. „Það getur verið munur á því sem ég vil og það sem ég þarf. Sumir vilja kannski drekka sig fulla en það er ekki endilega það sem þeir þurfa. Við þurfum ekki alltaf það sem viljum. Ef karlmaður aftur á móti vill og þarf að fara og veiða með strákunum þá skiptir miklu máli að konan veiti honum stuðn- ing til þess. Það sama á við þegar konan vill fara í saumaklúbb með stelpunum, þá er mikilvægt að mað- urinn auðveldi henni að fara með því að passa börnin, elda matinn og svo framvegis þannig að það íþyngi henni ekki að taka tíma til þess að fara út með stelpunum.'1 Mismunandi tungumál hjóna Við starf sitt hefur Stefán kynnst vandamálum hjóna og hvernig best er að vinna úr þeim. Eins og gefur að skilja skipta tjáskipti hjóna lang- samlega mestu um framtíð þeirra saman. „i tjáskiptum skiptir mestu máli að læra að heyra. Það er mikið til af heymarlausu fólki sem áttar sig ekki á því og það skapar stór vandamál. Fólk hefur ekki lært að segja: ég heyrði þig segja þetta, er það það sem þú átt við? í hjónabönd- um er algengt að fólk ákveði hvað makinn meinar. Konur útskýra sína hluti á öðru tungumáli en karlmenn og orð kynjanna þýða ekki alltaf ]rað sama.“ I eðli manna að eiga sér maka Nú vilja sumir halda þvi fram að hjónabandið sé ef til vill tíma- skekkja og að það gangi hreinlega ekki upp í nútímasamfélagi. Hvers vegna halda menn dauðahaldi í hjónabandið sem stofnun þrátt fyrir það að helmingur þeirra endar með skilnaði og stór hluti fólks lifir í óhamingjusömum hjónaböndum? Er það eðli manns að þrá ofar öllu að eiga sér maka? „Það er í eðli mannsins að eiga vin af hinu kyninu. I eðli mannsins er einnig að þurfa á trúnaðarvini að halda. Karlmenn þurfa konu til þess að sjá sjálfa sig og konan þarf karl- mann til þess að geta verið kona. Þetta sést til að mynda út frá kyn- ferðissjónarmiði, kona á erfitt með að skilgreina sig sem kona án þess að vera með manni. Það hlýtur að vera mjög erfitt. Sambúðin snýst um að læra hvernig kynin eru ólík og bera virðingu fyrir tilfinningum og skoðunum hvort annars." Eitt algengasta vandamál í hjóna- bandinu er að sögn Stefáns með- virkni. „Það er algengt að konur kynnist mönnum sem eru óá- byrgir og ætli að koma þeim í lag, svokallaðar hjúkrunarkonur. Menn þeirra era oft leitandi að móður og finna konu sem gerir hvað sem er til þess að halda þeim. Þær taka alla ábyrgð fyrir þá. Það er fiknsamband. Karlar gera þetta líka en ég held að þetta sé algeng- ara meðal kvenna, þ.e þessar hjúkrunarkonur sem langar til þess að eiga mann sem þær koma i lag.“ Jafnréttisbar- áttan skaðleg fjölskyldunni Fjölskyldan og sam- verutími hennar hefur breyst eftir að konur fóru að vinna úti til jafns við karlana og það segir Stefán oft á tíðum stóran þátt í vandamálum hjóna. „Jafnréttisbaráttan hef- ur auðvitað haft mjög skaðleg áhrif á fjöskyld- una, það er augljóst. Mamma er ekki lengur heima að ala upp bam- ið sitt. Barnið er alið upp af félögum, vinum og götunni. Mæður hafa ekki lengur tíma til þess að ala upp böm sín og hafa ekki heldur efni á því miðað við þær kröfur sem gerðar eru nú.“ Hvaða lausn hefur þú á þessu vandamáli? „Að mamma sé heima, eða'pabbi að hugsa um börn og heimili eða að þau séu að minnsta kosti þar þegar börnin koma heim úr skóla og sinni börnunum. Það geta ekki verið félag- amir á götunni sem ala börnin upp.“ Lausnin er sem sagt sú að það sé alltaf annað foreldrið heimavinn- andi? „Já, en það er alltof lítið af því. Á heimilum sem það gerist að mamman er heimavinnandi að hugsa um börnin en pabbinn úti- vinnandi sér maður allt öðruvísi börn. Þetta er mjög augljóst því það getur enginn komið í stað foreldra." Stefán hefur eðli málsins sam- kvæmt skoðanir á málefnum fjöl- skyldunnar enda lifir hann og hrær- ist í málum hennar. Hann hefur eins og fyrr sagði unnið í mörg ár með samskipti, tjáskipti og tilfinn- ingar sambýlisfólks og nú síðast er hann farinn að bjóða hjónum og sambýlisfólki helgarnámskeið þar sem farið er í þessi atriði. Það næsta verður haldið nú um helgina í Hallgrímskirkju og verður þar boðið upp á fyrirlestra, umræður, hópvinnu og vídeómyndir, allt í þeim tilgangi að gera erfið sambönd góð og góð sambönd betri. -þor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.